Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 ERLENT INNLEMT Maður játar aðild að morðinu við Stóragerði Einn fjórmenninganna, sem Rannsóknarlögreglan hefur í haldi vegna morðmálsins við Stóra- gerði, hefur játað á sig aðild að verknaðnum. Talið er að félagi mannsins hafi verið honum á morðstaðnum. Rannóknarlögregl- an hefur ekki viljað gefa aðrar upplýsingar um málið en þessar. Stöð 2 og- Sýn sameinast Stöð 2, Sýn og Bylgjan- Stjarnan sameinuðust aðfaranótt föstudags í eitt fyrirtæki sem ætlar að senda út á tveimur sjón- varpsrásum og.tveimur útvarpsr- ásum. Hætt við varaflugvöll? Yfirmaður flutningasviðs Atl- antshafsherstjórnarinnar lýsti því yfír á fímmtudag að hætt hafí verið við byggingu varaflugvallar NATO vegna niðurskurðar á út- gjöldum Bandaríkjamanna til her- mála. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að ákvörðun hefði ekki verið tekin en hann ætti von á að þessum framkvæmdum yrði frestað. Sæmileg sátt á Alþingi Samkomulag náðist á Alþingi um verkefni umhverfisráðuneytis- ins á föstudag. Útlit var fyrir að fresta yrði afgreiðslu frumvarps um verkefnin vegna ágreinings, en Júlíus Sólnes umhverfisráð- herra lýsti því þá yfír að það ERLENT Hætt við end- urnýjun kjarnaflauga Utanríkisráðherrar Atiantshafs- bandalagsins (NATO) samþykktu á fímmtudag tillögu George Bush Banda- ríkjaforseta um að hætt yrði við áform um end- umýjun skamm- drægra kjama- flauga og ann- arra bandarískra kjamavopna í Evrópu. Bush George Bush sagði að þörfín fyrir skammdræg kjamavopn í álfunni hefði minnk- að þar eð lýðræðisþróunin í Austur-Evrópu hefði dregið úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Bandarískum gísl sleppt Hryðjuverka- samtök í Líban- on slepptu á mánudag Bandaríkja- manninum Frank Reed, sem hafði verið í gíslingu í hart- nær fjögur ár. Var hann með bundið fyrir augun nær allan þann tíma. » Hróp gerð að Kremlverjum Hátíðahöldin í tilefni af baráttu- degi verkalýðsins á Rauða torginu í Moskvu snerust upp í fjölmenn mótmæli gegn stefnu sovéskra stjórnvalda. Opinber verkalýðsfé- lög kröfðust þess að hvergi yrði hvikað frá grundvallarforsendum sósíalismans og andmæltu áform- Nýtt afrek í læknavísindunum: Taugafinmur úr mannsheila ræktaðar í fyrsta skipti Washington. Reuter. VÍSINDAMÖNNUM við Johns Reuter Solomon Snyder, taugalæknir við Johns Hopkins sjúkrahúsið í Balti- more, við skýringarmynd af taugafrumum úr mannsheila sem vísinda- mönnum við sjúkrahúsið tókst að rækta i tilraunastofu. myndi varða stjómarslitum. Þá var kvótafrumvarpið afgreitt frá efri deild eftir miklar sviptingar. Eldhúsdagsumræður vom á fímmtudag og var stefnt að þing- slitum á laugardagskvöld eða að- faranótt sunnudags. Sórtjón vegna leysinga Stórtjón varð vegna leysinga á Akureyri í byijun vikunnar þegar vatn og aurskriður flæddu inn í hús. Vegir skemmdust víða á landinu sökum vatnavaxta. Snjó- flóð féll á • Óshlíðarveg og var fólk, sem belð á veginum eftir snjóruðningstækjum, hætt komið. Sjálfstæðismenn fá liðsstyrk Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson, þingmenn Fijálslyndra hægri manna, lýstu því yfir á Alþingi á föstudag að þeir hefðu gengið yfir í þing- flokk Sjálfstæðisflokksins. Þetta er þriðji þingflokkurinn sem Hreggviður og Ingi Björn eru í, en þeir voru kjömir á þing fyrir Borgaraflokkinn. 2 drengir létust af slysförum Tveir drengir létust af slysför- um á miðvikudag. Sjö ára drengur drukknaði í Glerá á Akureyri og 2'A árs gamall drengur varð fyrir bíl í Hafiiarfírði. um um frjálsan markaðsbúskap í Sovétríkjunum en mest bar á rót- tækum stjórnarandstæðingum sem gáfu til kynna að almenning- ur hefði fengið nóg af sósíalískum stjórnarháttum valdhafanna. Gerð vom hróp að Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseta og fleiri valdamönnum á grafhýsi Leníns. Breskir íhaldsmenn tapa Breski íhaldsflokkurinn tapaði fylgi í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum, sem fram fóru í Bret- landi á fímmtudag. Flokkurinn galt þó ekki jafn mikið afhroð og spáð hafði verið. De Klerk og Mandela * Sögulegur fundur í S-Afríku Stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku og Afríska þjóðar- ráðið (ANC), helstu samtök blökkumanna í landinu, hófu fyrstu formlegu viðræður sínar á miðvikudag. Fyrstu fundalotunni lauk á föstudag, en samningavið- ræður um afnám kynþáttaað- skilnaðar gætu tekið mörg ár. F.W. de Klerk, forseti landsins, og Nelson Mandela, varaforseti ANC, sögðust vongóðir um að friður kæmist á í landinu. Hopkins háskólann í Baltimore í Bandarikjunum hefúr tekist að rækta taugafrumur úr manns- heila. Mun það ekki hafa tekist áður, að sögn Solomons Snyders, taugalæknis, sem stjórnaði rann- sóknunum. Skýrt er frá afreki vísindamanna við Johns Hopkins háskólann í nýjasta hefti vísindaritsins Science, sem kom út í gær. Þar er sagt að uppgötvunin geti átt eftir að stór- auka þekkingu manna á taugakerf- inu og hafa mikil áhrif á læknismeð- ferð og hugsanlega lækningu fólks með hrörnunarsjúkdóma á borð við alzheimer- og parkinssonsveiki. Eigi ræktaðar heilafrumur að geta komið fyllilega í stað taugafrumna úr fóstri við hugsanlega lækningu hrömunarsjúkdóma og jafnvel gott betur. Gerðar hafa verið tilráunir til þess að lækna parkinsonsveiki í HINN langi armur KGB, sov- ésku öryggislögreglunnar, minningin um ógnarstjórn Stalíns, og sú tilfinning að and- staða við Sovétstjórnina væri tilgangslaus og lífshættuleg hafa Iagt grunninn að pólitísk- um stöðugleika í Eystrasalt- slöndunum undanfarna áratugi. En nú þegar óttinn er ekki leng- ur til staðar og Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti reynir að skapa lýðræðislegt réttarríki opnast leiðin fyrir byltingu við Eystrasalt. T-jjóðfylkingarnar í Eystrasalts- Jl löndunum þremur mynduð ust í fyrstu sem stuðningshópar við perestrojku, en í fyrra fóru þær ekki lengur dult með kröfur sínar um sjálfstæði. í fyrstu voru það Eistar sem fóru í broddi fylk- ingar en síðan hafa Litháar tekið við, en þeir hafa ekki orðið eins harkalega fyrir innflutningi Rússa og Lettar og Eistar. Hins vegar er óhugsandi að eitt Eystrasalts- ríkjanna fái sjálfstæði en hin fall- ist á að vera hluti Sovétríkjanna. Þótt eitt ríki í einu ögri Sovétríkj- unum með beinum hætti eiga þau sama málstað. Það er því fjar- stæða að halda því fram að hér sé að verki fámennur hópur öfga- manna. Nær væri að segja að þijár smáþjóðir væru að beijast fyrir tilveru sinni. Þjóðirnar þijár vísa til siðferðilegra- raka um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða og laga- legra sjónar- miða um ólögmæti innlimunarinn- ar í Sovétríkin árið 1940. Hvort tveggja veldur því að ótækt er að afgreiða málið sem innanríkis- mál Sovétríkjanna. Þau rök heyrast stundum á Vesturlöndum að Eystrasaltslönd- unum væri nær að fara sér hægt í stað þess að skaða stöðu Gorb- atsjovs á þessum viðsjárverðu tímum í Sovétríkjunum. Talsmenn sjálfstæðra Eystrasaltslanda segja á hinn bóginn að þvert á móti bjóðist einstakt tækifæri nú þegar Rússland sé veikt. Slíkt hafí gerst einu sinni áður á öld- inni, þ.e. í kjölfar fyrri heimsstyij- aldarinnar, og þá hafi færisins Bandaríkjunum með því að græða heilafrumur úr fóstri í parkinsons- sjúklinga. Stjórnvöld bönnuðu hins vegar að rannsóknir af því tagi yrðu styrktar af almannafé á þeirri forsendu að þær kynnu að hvetja verið neytt. Óvíst sé hvenær tæki- færi gefíst í þriðja sinn og hvort það sé þá ekki orðið of seint. Eistar og Lettar í það minnsta eiga undir högg að sækja í eigin landi, báðar eru þjóðirnar í minni- hluta í eigin höfuðborgum. Allar tala þær eigin tungu- mál, sem hætta er á að glatist verði sjálf- stæðisvitundin ekki efld. "Það er því nú eða aldrei, segja Eistar, Lettar og Litháar. Hvað stöðu Gorbatsjovs varðar segja þjóðfylkingarmenn að þá varði ekki svo mjög um hana. I fyrsta lagi hafí Gorbatsjov ekki reynst Eystrasaltsþjóðunum vel. Eistum er í fersku minni er hann ávarpaði þing Komsomol, æsku- iýðsfylkingar kommúnista, í Tall- inn fyrr á þessu ári með eftirfar- andi orðum: „Kæru lettnesku vin- ir . . . “ - þá nýkominn frá Ríga. Gorbatsjov hafi einnig sýnt lítinn skilning á vandamálum Lit- háa er hann í janúar sl. reyndi að telja þeim hughvarf. 1 öðru til aukinna fóstureyðinga og því hefur dregið úr þeim. Hingað til hefur verið talið að taugafrumur skiptu sér ekki og væru að því leyti frábrugðnar öðr- um frumum mannslíkamans. lagi sé staða Gorbatsjovs alls ekki svo ótrygg, hann hafi komið ár sinni vel fyrir borð með því að gerast forseti til fímm ára og stafí því ekki hætta af flokknum á næstunni að minnsta kosti. Jafn- vel sé hætta á að hann sé að færast nær harðlínumönnum í afstöðu sinni er hann geri áér grein fyrir að öðruvísi sé ekki hægt að halda Sovétríkjunum saman. En hvað tekur nú við? Ég átti viðræður við fulltrúa kristilegra demókrata í Eistlandi nú í vik- unni. „Sjálfstæði okkar verður einungis afstýrt með blóðbaði," sögðu þeir. Þeir töldu ólíklegt að Gorbatsjov myndi beita. Eista og Letta efnahagsþvingunum eins og Litháa. Bæði myndi það efla sam- stöðu Eystrasaltsþjóðanna og veikja sovéskan efnahag stórlega. Þeir töldu ennfremur að óvíst væri hvort stjórnvöld í Moskvu gætu beitt hernum til að kveða niður sjálfstæðiskröfurnar. Til þess væri hann of klofínn og í raun einungis fær um takmarkað- ar aðgerðir eins og í Litháen þar sem einstaka hús hafa verið her- numín. í 1 Þijár smáþjóðír beij- ast fyrir tilveru sinni Eistar á útifúndi, þar sem mótmælt var griðasáttmála Stálíns og Hitlers 1939 er leiddi til innlimunar Eystrasaltsríkjanna í Sovétrík- in. BAKSVIÐ eftirPál Þórhallsson í Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.