Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 T Tl ATer sunnudagur 6. maí, 126. dagur ársins 1990. 1 UAlj3. sd. eftir páska. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 4.19 og síðdegisflóð kl. 16.47. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.44 og sólarlag kl. 22.07. Myrkur kl. 23.25. Sólin er í hádeg- isstað í Reykjavík kl. 13.24. Tunglið í suðri kl. 23.18. (Alman- ak Háskóla Islands). Gjör skref mín örugg með fyrirheiti þínu og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér. (Sálm. 119,133.) ÁRNAÐ HEILLA A A ára afmæli. Á morgun, í/U mánudaginn 7. maí, er níræð frú Anna Loftsdóttir, Vegamótum á Seltjarnarnesi. Hún tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengda- dóttur, Sæbraut 5 þar í bæn- um, milli kl. 16 og 19 á af- mælisdaginn. dór Benediktsson, bifreiða- stjóri frá Hellissandi, Gaut- landi 19 hér í Rvík. Kona hans e'r frú Ólöf Jóhannsdótt- ir. Þau eru stödd erlendis um þessar mundir. HA ára afmæli. í dag, 6. I i/ þ.m., er sjötugur Jón Kr. Jónsson, Tjarnargötu 9 í Sandgerði. Þar er hann út- gerðarstjóri Miðness hf. Kona hans er Magnea Dóra. Eru þau nú stödd vestur í Banda- ríkjunum á heimili systir Magneu Dóru, frú Ingu M. Freeberg, 7918 Roble place, Carlsbad, California 92009. ára afinæli. Á morgun, övl 7. maí, er sextug Sigríður Sóley Sigurjóns- dóttir frá Steinavöllum í Fljótum, Eyjabakka 15 hér í Rvík. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimiii sínu í dag, sunnudag, kl. 15-20. SKIPIN_______________ RE YK JA VÍKURHÖFN: í gær kom Ljósafoss af ströndinni. Þá fór ísnes. Grundarfoss var væntanleg- ur að utan og Selfoss lagði af stað til útlanda. í dag enj væntanlegir inn af veiðum togararnir Ásbjörn og Vigri. Nú um helgina koma tvö olíu- skip, annað kom í gær Zhan Griva, og hitt er væntanlegt í dag Vingavaag. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: Urriðafoss fer í kvöld til útlanda og togarinn Hjalteyrin er væntanlegur í dag. KROSSGATAN ■ 9 13 nr S-mz ■: 122 23 24 WUmZ ■■KT LÁRÉTT: - 1 Evrópubúar, 5 kalt, 8 gamla, 9 sæti, 11 endalok, 14 ýlfur, 15 magran, 16 ritfang, 17 vætla, 19 ró, 21 bára, 22 hjálpa, 25 for, 26 rándýr, 27 sefi. LÓÐRÉTT: 2 blaut, 3 kraftur, 4 gunguna, 5 rösk- leiki, 6 of lítið, 7 þreyta, 9 bresta, 10 vita lítið, 12 slær létt högg, 13 ranglaði, 18 gjálfur, 20 greinir, 21 tií, 23 gyltu, 24 ógrynni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 svart, 5 agnar, 8 orður, 9 fróði, 11 nálar, 14 lóa, 15 lykil, 16 rúðan, 17 ana, 19 senn, 21 krói, 22 dýrunum, 25 iði, 26 úði, 27 sin. LÓÐRETT: - 2 vor, 3 roð, 4 trilla, 5 aumara, 6 grá, 7 aka, 9 fylgsni, 10 óskundi, 12 liðorms, 13 runninn, 18 nauð, 20 ný, 21 ku, 23 rú, 24 Ni._ . Siöasti aðalfundur Samvinnubankans haldinn í gær. Landsbankinn hefur nú yfirtekið rekstur hans. Guðjón B. Ólafsson formaður bankaráðs: Ekki útför heldur brúðkaup Guöjón B. Ólafs- son formáður bankaráðs Samvinnubankans sagði í ræðu sinni á aðalfundinum, aö ástæöulaust væri fyrír menn að drúpa höfðl og vera sorgmæddir; hér væri ekki aö fara fram jaröarför, heldur brúökaup. j , | TG-MUAlJ^ Nei, Sverrir minn. Þú átt að kyssa brúðina, ekki heimanmundinn ... FRÉTTIR/MANNAMÓT SENDIHERRAR. í tilk. frá utanríkisráðuneytinu í Lög- birtingablaðinu segir að skip- aðir hafi verið í utanríkisþjón- ustuna tveir sendiherrar. Annar þeirra, Hörður H. Bjarnason, var skipaður hinn 1. mars, en skipun Róberts T. Árnasonar sem sendi- herra tekur gildi 1. júní nk. FERÐAMÁLARÁÐ. Þá augl. samgönguráðuneytið lausa stöðu upplýsingafull- trúa hjá Ferðamálaráði ís- lands. Umsóknarfrestur um það starf er til 11. maí. Segir að starf fuiltrúans felist m.a. í því að hafa umsjón með umhverfismálum, svara fyrir- spurnum erlendis frá og veita almennar uppl. og ráðgjöf um ferðamál. Umsóknarfrestur er til 11. þ.m. HÁTEIGSKIRKJA. Kaffi- sala Kvenfélagsins verður í dag í Sóknarsalnum við Skip- holt frá kl. 14.30. FÉL. Barnamál, sem er áhugamannaféiag um bijóstagjöf, vöxt og þroska barna, heldur fræðslufund annað kvöld í félagsheimilinu í Kópavogi, Fannborg 2. Fundarefni: Unglingurinn og fjölskyldan. Fyrirlestur sem Áskell Örn Kárason sálfræðingur flytur. Fræðslufundurinn er öilum opinn. Kaffiveitingar. LANGHOLTSKIRKJA. í dag er kaffisöludagur Kven- félags kirkjunnar til styrktar Minningarsjóði frú Ingi- bjargar Þórðardóttur. Hefst kaffisalan að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni. SAMTÖK um sorg og sorgarviðbrögð efna til fræðslufundar í safnaðar- heimili Laugarneskirkju nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Fjallað verður um: „Sjálfsvíg". ’ KYENFÉL. Keflavíkur heldur vorfund annað kvöld kl. 20.30 í Kirkjulundi. NÝ frímerki koma út á morgun, Evrópumerkin, sem eru tvö. Á aðalpósthúsinu verður að vanda í umferð hinn sérstaki dagstimpill í aðal- pósthúsinu í Pósthússtræti. NESKIRKJA. í dag verður vorferð safnaðarins farin. Lagt verður af stað frá kirkj- unni kl. 12. Farið verður aust- ur að Skarði í Landsveit. Prestur safnaðar Neskirkju, sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son, messar í Skarðskirkju. Kór Neskirkju syngur. ITC-deildin Ýr heldur fund, sem er öllum opinn, annað kvöld í félagsheimili Fél. frímerkjasafnara í Síðumúla 17 kl. 20.30. Nánari uppl. gefa Kristín s. 34159 eða Pálína s. 27896. SELJAKIRKJA. Barna- og æskulýðsstarf á mánudag með fundi í Æskulýðsfél. Sela kl. 20. LAUGARNESSÓKN. Kven- fél. Laugarneskirkju heldur fund annað kvöld í safnaðar- heimili kirkjunnar kl. 20. Veitingar verða bornar fram. SELTJARNARNES- KIRKJA. í kvöld kl. 20.30 verða kirkjutónleikar kirkju- kórs Bolungarvíkur og safn- aðarkórs Seltjamarneskirkju. Einsöngvarar eru: Elísabet F. Eiríksdóttir, Sigrún V. Gestsdóttir og Anna Júl- íana Sveinsdóttir. Kórstjóri er Michael A. Jones. Kon- sertmeistari og einleikari á fiðlu er HlífSigurjónsdóttir. SYSTRAFÉL. Víðistaða- sóknar heldur árlegan hatta- fund sinn annað kvöld í safn- aðarheimili kirkjunnar. Skemmtiatriði verða og efnt til happdrættis. Gestir félags- ins verða konur úr Kvenfél. Bústaðakirkju. FÉLAGSSTARF aldraðra í Kópavogi. Basar og kaffisala fyrir gesti og gangandi verður nk. miðvikudag, 9. þ.m., kl. 15-18 í félagsheimili bæjarins Fannborg 2. Þar verður tekið á móti basarmunum á þriðju- daginn kemur kl. 10-15. KVENFÉL. Heimaey heldur aðalfund sinn á þriðjudaginn kemur kl. 20.30 í veitingahús- inu Holiday Inn. Módelsam- tökin halda tískusýningu. Kaffiveitingar. HAGBAKKI heitir hlutafé- lag sem tilk. er um í Lögbirt- ingi og er það á Siglufirði. Tilgangur þess er útgerð dýpkunarskipa m.m. Stofn- endur eru einstaklingar þar í bænum. Er hlutafé félagsins kr. 100.000. Stjórnarformað- ur er Álfhildur R. Halldórs- dóttir. Framkvæmdastjóri er Valbjörn Steingrímsson. FÆREYINGAKAFFI. Arleg kaffisala í færeyska sjó- mannaheimilinu í Brautar- holti 29 er í dag kl. 15 og 22.30. Allur ágóði af kaffisöl- unni fer til þess að fullgera sjómannaheimilið. Er þetta árlegur skerfur færeyskra kvenna til heimilisins, en þær starfa í fær. félagsskapnum Sjómannskvinnuhringnum. LÍF og land. í dag halda þessi samtök aðalfund sinn á Loftinu í Lækjarbrekku kl. 17. Að loknum aðalfundar- störfum flytur Hreinn Hjart- arson veðurfræðingur er- indi um súrt regn. BREIÐFIRÐINGAFÉL. Dagur aldraðra Breiðfirðinga er í dag, 6. maí, í Breiðfirð- ingabúð. Skemmtidagskráin hefst kl. 15.30 og kaffiveit- ingar á eftir. KIRKJUÞING. Kjörstjórn við kosningu til kirkjuþings tilk. í Lögbirtingablaðinu að kjörskráin hafi verið lögð fram. Er hún til sýnis í Bisk- upsstofu við Suðurgötu og í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu fram til 9. maí, þ.e.a.s. til miðvikudags. Kosning til kirkjuþings fer fram í þessum mánuði og þeim næsta. í kjörstjórninni eiga sæti Þorsteinn Geirs- son, Guðmundur Þorsteins- son og Ragnhildur Bene- diktsdóttir. Kærufrestur er til 10. maí, segir í tilk. ORÐABÓKIIU Að geraí blóðið sitt Oft kemur fyrir, að menn misskilja ýmis orðasambönd eða orðtök og á stundum á þann veg, að úr verður allt annað en þeir vildu segja. Fyrir nokkrum árum skrif- aði ég t.d. hjá mér orðalag, sem kom fram í útvarps- þætti, þar sem rætt var um kvikmyndagerð. M.a. var talað um ákveðna kvikmynd og kostnað við hana, sem yrði að greiða, eins og sagt var, „áður en hún fer að gera í bólið sitt, ef svo má að orði komast“. Hér var auðheyranlega verið að vanda orðavalið, en því mið- ur brást það herfilega. Hér átti vitaskuld að segja: að gera í blóðið sitt, enda var átt við það, að myndin skil- aði hagnaði. Frummerking þessa orðasambands er um sláturfé, sem gefur nógan mör, svo að búa megi blóð- mör úr öllu blóðinu. En síðan fær það merkinguna að gefa nægjar tekjur til þess að bera uppi útgjöld. Ætla ég, að þessi afleidda merking sé enn allalgeng í málinu. Hins vegar merkir það að gera í bólið sitt allt annað, eins og flestir munu kannast við, þ.e.a.s. að verða eitthvað á, gera ein- hver mistök. Hann gerði laglega í bólið sitt. Ból mun hér merkja sama og rúm, sbr. bæli, og þá er næsta augljóst, hver er frummerk- ing orðasambandsins. Hér var því óheppilega að orði komizt. — JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.