Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 10

Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 Aðdragandinn „HVORT ERU HÉR BRETAR EÐA ÞJÓÐVERJARf“ Spumingin sem brann á allra vörumþegar ísland var hernumið fyvir 50 ámm eftir Guðm. Halldórsson Hvort eru hér bretar EÐA ÞJÓÐVERJAR?“ spurðu allir þegar óþekkt herskip vörpuðu akker- um í ytri höfiiinni í Reykjavík aðfaranótt 10. maí fyrir 50 árum. Svar á bjagaðri íslenzku kom fram í „Tilkynn- ingu,“ sem var dreift meðal vegfarenda og fest upp á ýmsum stöðum: „Brezkur herliðsafli er kominn snemma í dag á herskipum og er núna í borginni. Pessar ráðstafanir hafa verið gerð- ar bara til þess að taka sem fyrst nokkrar stádur og að verða á undan Pjóðverjum.“ Hlutleysi íslands hafði verið rofið, en flestir drógu and- ann léttar. Þetta voru ekki Þjóðverjar. „VIÐ ENGLENDINGAR aetlum að gera ekkert á móti Islensku landsstjórninni og Islenska fólk- inu,“ sagði í þessu fræga plaggi, sem Bretar dreifðu þegar þeir hemámu ísland fyrir hálfri öld — átta mánuðum eftir að síðari heims- styrjöldin brauzt út. „Við viljum verja Iclandi orl“og, sem Danmórk og Norvegur urðu fyrir. Pessvegna bidjum við ykkur að fá okkur vin- samlegar viðtókur og að hjálpa okkur. Okkur pykir leiðinlegt að gera petta ónaedi. Við biðjumst afsokunar á pví og vonum að pað endist sem fyrst.“ Hér verður stiklað á stóru um aðdraganda hemámsins 1940 og aðallega stuðzt við rit Tómasar Þórs Tómassonar, Þórs Whiteheads og Donalds F. Bittners (sjá heim- ildaskrá). Þýzk ásælni íslendingar höfðu lýst yfir „ævarandi hlutleysi" í sambands- lagasamningnum við Dani 1918 þegar ísland varð fullvalda ríki. Vonir um að framvegis yrðu deilur þjóða leystar friðsamlega fyrir milli- göngu Þjóðabandalagsins brugðust þegar nazistar komust til valda í Þýzkalandi. Við blasti nýtt stríð og íslendingar urðu uggandi um sinn hag. Óttazt var að þeir mundu ein- angrast og að aðflutningar yrðu erfiðir, en samstaða var um að varð- veita hlutleysið og standa utan við stríð. Vorið 1938 stóð ísland að sam- eiginlegri yfirlýsingu Norðurlanda í Stokkhólmi um hlutleysi í yfirvof- andi ófriði. Um haustið voru sett bráðabirgðalög, sem heimiluðu ríkisstjórninni að gera ráðstafanir vegna stytjaldarhættu. Þjóðveijar voru helzta viðskipta- þjóð íslendinga og áhugi þeirra á Islandi hafði aukizt eftir valdatöku nazista. Þýzkir vísindaleiðangrar voru oft sendir hingað, stundum að því er virtist til að kanna möguleika á pólitískum og hernaðarlegum ítökum. Engin þjóð var eins ötul við veðurfræðirannsóknir á landinu og hafinu umhverfis það og Þjóð- veijar. Þýzk herskip höfðu eftirlit með þýzkum togurum hér við land, þar á meðal beitiskipið Emden, sem kom í heimsókn til Reykjavíkur sumarið 1938. Hreyfingþjóðernissinna (nazista) var starfandi, þótt hún virðist ekki hafa staðið í beinu sambandi við þýzka nazista. í Reykjavík starfaði líka deild úr þýzka nazistaflokkn- um, skipuð 40 aðfluttum Þjóðverj- um. Vegna viðskiptahagsmuna ís- lendinga tókst Þjóðveijum að tak- marka neikvæð blaðaskrif um Þýzkaland. Þýzkir flugkennarar leiðbeindu íslenzkum svifflugmönn- um og félag þeirra varð „nokkurs konar forskóli fyrir íslenska flug- menn“. Þegar þýzkur svifflugsleið- angur kom hingað til lands sumarið 1938 notuðu Þjóðveijarnir tækifær- ið til að kanna lendingarstaði fyrir flugvélar. ÁhrifLufthansa Á árunum 1928-1931 hafði þýzka flugfélagið Lufthansa að- stoðað þáv. Flugfélag íslands við tilraunaflug. Árið 1932 fékk banda- ríska flugfélagið Transamerican (sem sameinaðist Pan American) lendingaraðstöðu hér til bráða- birgða með nokkrum skilyrðum. Þjóðveijum tókst að tryggja Luft- hansa „réttindi tii bestu kjara“, sem öðrum erlendum flugfélögum yrðu veitt. Helzta röksemd þeirra var sú að íslenzka ríkisstjórnin yrði að Ljósmynd/Agnar Kofoed-Hansen/Virkið í norðri í flugskýli Flugfélags íslands í Reykjavík í marz 1939 (taliö frá vinstri): Richard Walter, formaður þýzku sendinefndarinnar, R. Bilfinger fulltrúi í þýzka flugmálaráðuneytinu, Sigurður Jónsson, flugmaður, og Brandur Tómasson, flugvirki. Flugvélin TF-Örn í baksýn. bæta þeim fjárhagslegt tjón, sem þeir urðu fyrir vegna þess að Flug- félag íslands varð gjaldþrota. „Þar sem ameríska flugfélagið uppfyllti ekki þau skilyrði sem íslensk stjórnvöld höfðu sett fyrir leyfisveitingunni," segir Tómas Þór Tómasson, „féllu flugréttindi þess niður og þar með allar kröfur Luft- Hansa á hendur íslendingum. Næstu ár fékk ekkert erlent, flugfé- lag réttindi til umsvifa á íslenskri grund.“ Brezk flugfélög ráðgerðu einnig millilendingar á Islandi og frum- heiji Atlantshafsflugs Breta, John Grierson, kom hér við í ferðum sínum. Brezki flugherinn sendi hingað tvívegis flugvélar í könnun- arflug. Ræðismanni Breta, John Bowering, var falið að fylgjast með vaxandi ásælni Þjóðveija 1937. Bretar töldu að ísland væri á brezku hagsmunasvæði. Sumarið 1938 sagði John C. Slessor flugliðs- foringi í skýrslu fyrir brezka flug- málaráðuneytið: „Ég efast um, að við kærðum okkur um afnot af ís- landi, hvort heldur sem um væri að ræða herstöð eða millistöð á leið- inni frá Kanada. En það ræður úr- slitum fyrir hernað okkar, að ekk- ert fjandsamlegt ríki, einkanlega þó ekki Þýskaland, nái fótfestu þar. Við mættum ekki við því, að Ljósm. Agnar Kofoed-Hansen/Virkið í norðri Islenzkir lögreglumenn að skotæfingum nálægt Laugarvatni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.