Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990
11
fjaðrafoki hér á landi en greinin í
Manchester Guardian. Meðal ann-
ars var óttazt að viðskiptunum við
Þjóðverja og hlutleysinu væri stefnt
í voða.
Þýzka sendinefndin kom til
Reykjavíkur 20. marz, tveimur dög-
um áður en fréttin í Arbejderbladet
birtist. Formaður nefndarinnar var
Richard Walter, sem áður hafði
komið við sögu íslenzkra flugmála.
Ríkisstjórn Hermanns Jónasson-
ar reyndi að hafna kröfum Þjóð-
vetja án þess að styggja þá. Her-
mann neitaði að samþykkja að Is-
land yrði viðkomustaður Lufthansa
á flugleiðinni yfir Atlantshaf og
sagði að íslendingar ætluðu sjálfir
að hefja flugrekstur. Þjóðveijar
sögðu að yrði beiðninni hafnað
gæti það komið niður á viðskiptum
þjóðanna, en hótun þeirra hafði
engin áhrif. Nokkrum dögum síðar
endurtók sendiherra Þjóðveija í
Kaupmannahöfn, Cecil von Rente-
Fink, hótunina í samtali við Svein
Bjömsson, en Sveinn sagði að
ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar stæði óhögguð.
Þýzkur hernaðaráhugi
„Walter og förunautar hans
höfðu farið erindisleysu, en íslend-
ingar haldið sínum hlut,“ skrifar
Þjóðveijar hefðu stöðvar fyrir kaf-
báta og flugvélar á íslandi...“
Snemma í marz 1939 birti brezka
blaðið Manchester Guardian grein,
þar sem Þjóðveijar voru sakaðir um
að smygla vopnum til íslands og
reyna að ná landinu á sitt vald með
undirróðurstarfsemi. í greininni
sagði að íslendingar væru orðnir
svo háðir Þjóðveijum í verzlun að
Þjóðveijar hefðu fast tak á íslend-
ingum. Heimildarmaður blaðsins
reyndist vera Daninn Peter Rohde,
sem var handgenginn íslenzkum
sósíalistum og greinin vakti reiði
meðal andstæðinga þeirra.
í sama mánuði skýrði Sveinn
Björnsson, sendiherra í Kaup-
mannahöfn, íslenzku ríkisstjórninni
frá því að hugsanlegt væri að Þjóð-
veijar stunduðu njósnir hér á landi.
Hann benti á að komizt hefði upp
um þýzkan njósnahring í Danmörku
og taldi ekki loku fyrir það skotið
að hringurinn næði til íslands.
Sveinn hafði kynnt sér málsgögnin
og fundið möppu merkta Islandi,
þótt fátt markvert kæmi þar fram.
Þrýstingurinn eykst
Um miðjan marz tilkynnti þýzki
ræðismaðurinn í Reykjavík, Giinter
Timmermann, að nefnd frá Luft-
hansa væri á leiðinni til að semja
þýzku sendinefndarinnar. Sjálfsagt
væri að ræða við nefndarmenn eins
og „aðra fúlltrúa frá vinveittum
þjóðum“ og ríkisstjórnin hefði leið-
rétt þann misskilning að Lufthansa
mætti hefja flug hingað. Ekki kæmi
til mála að kalla á herskipaflota
annarra ríkja, þegar vinaþjóð sendi
hingað eftirlitsskip í kurteisisheim-
sókn.
Einar ályktaði samt að Emden
væri sent hingað til að knýja fram
kröfur Lufthansa og sendi mál-
gagni danskra kommúnista, Ar-
bejderbladet, frétt þess efnis. Frétt-
in birtist víða og olli jafnvel meira
Forsiða Morgunblaðsins
hernámsdaginn fyrir 50
árum.
um flugréttindi. Þjóðveijar hefðu
ákveðið að hefja reglubundið póst-
flug til íslands og erindi nefndarinn-
ar væri að undirbúa það. Um líkt
leyti tilkynntu Þjóðvetjar að Emden
kæmi aftur í heimsókn.
Af þessu tilefni bar Einar 01-
geirsson fram fyrirspurnir á Alþingi
og vildi m.a. fá að vita hvort ríkis-
stjórnin hefði gert ráðstafanir til
þess að brezk eða bandarísk her-
skip yrðu hér sömu dagana og
Emden lægi í höfn.
Hermann Jónasson forsætisráð-
herra svaraði því til að ekkert sam-
band væri á milli komu Emdens og
Þór Whitehead, „í einhveiju mikil-
vægasta máli, er risið hafði, síðan
ríki þeirra varð fullvalda." Seinna
sagði Hermann Jónasson að stjórn-
in hefði hafnað kröfu Þjóðveija
m.a. vegna þess að ísland hefði
verið á brezku hagsmunasvæði og
reitt sig á vemd brezka flotans.
Þegar Winston Churchill kom hing-
að 1941 sagði hann Hermanni:
„Þið voruð heppnir að leyfa ekki
Þjóðveijum að fljúga hingað" —
annars hefðu Bretar þurft að hrekja
þá héðan hvað sem það kostaði.
Um þetta leyti voru íslendingar
farnir að leita hófanna hjá Pan
American og búast mátti við að
Bandaríkjamenn sneru sér að norð-
urleiðinni. En á bak við flugstöðv-
arkröfu Þjóðveija bjó ekki aðeins
áhugi á norðurflugleiðinni heldur
einnig hernaðaráhugi. Þeim var það
kappsmál að ná hér hernaðarað-
stöðu vegna yfirvofandi ófriðar við
Breta og töldu sig standa vel að
vígi. „Þjóðveijar virðast hafa talið,
að þeir væru búnir að ná slíkum
tökum á efnahag íslendinga, að
þeir ættu alls kostar við þá,“ skrif-
ar Þór Whitehead. „Valdahroki nas-
ista var líka í hámarki eftir síðustu
sigurvinninga Hitlers."
Frá íslandi gátu flugbátar Luft-
hansa njósnað um ferðir brezkra
herskipa. Slíkt njósnaflug hefði
komið sér vel fyrir þýzka hafn-
bannsbijóta og kafbáta í árásarhug.
Veðurfregnir héðan voru mikilvæg-
ar stríðsveldum sunnar í álfu.
„Hníga þess vegna öll rök að því
að með flugsambandi við ísland
hafi Þjóðveijar ætlað að gera hvort
tveggja í senn: að afla veðurfrétta
og stunda njósnir á Atlantshafi.“
Þetta voru þó aðeins skammtíma-
markmið í sámræmi við tillögu
Lufthansa um „lágmarksaðstöðu"
að sögn Þórs Whiteheads. í upphaf-
legri tillögu félagsins hafði verið
gert ráð fyrir flughöfnum og flug-
völlum, en á árunum 1938-1939
áleit Hitler að nokkur ár mundu
líða þar til draga mundi til úrslita-
átaka við Breta og hugmyndir hans
miðuðust við það.
Þar sem Hitler taldi að hann
hefði nægan tíma fyrirskipaði hann
alhliða uppbyggingu sjóhersins í
stað þess að leggja áherzlu á smíði
kafbáta, sem voru Bretum hættu-
legastir í bráð. „Þjóðveijar voru að
reisa við sjóveldi sitt, og þá hlutu
þeir að fá augastað á íslandi,“ seg-
ir Þór. „Sé „flugmálið" skoðað frá
þessu sjónarhorni, mætti ætla að
Þjóðveijar hafi einnig stefnt að því
að reisa hér árásarstöð."
Vestursókn
í London þótti greinin í Man-
chester Guardian vafasöm, en hún
hafði þó þau áhrif að „þýzka hætt-
an“ á íslandi var talin „raunveru-
leg“. Bowering, ræðismaður í
Reykjavík, taldi þýzku hættuna orð-
um aukna, en skýrslur hans sann-
færðu brezka ráðamenn um að
Þjóðveijar væru „í stórsókn á ís-
landi“. Þáttaskil urðu í viðhorfum
brezka utanríkisráðuneytisins til
íslands, en í svari við fyrirspurn í
brezka þinginu 3. apríl sagði tals-
maður Neville Chamberlains for-
sætisráðherra aðeins að brezka
stjórnin teldi samband sitt við ís-
land ;,afar mikils virði“.
Á Islandi var enn kreppa. íslend-
ingar lögðu kapp á að auka útflutn-
ing til Bretlands og rýmka við-
skipti landanna til að afstýra „fjár-
hagslegu hruni“. í aprílbyijun fór
Sveinn Bjömsson til London, en
honum tókst ekki að knýja fram
ívilnanir og frest á skuldum, þótt
íslendingar beittu í fyrsta skipti
fyrir sig „þýzku hættunni".
Vegna vandkvæða á viðskiptum
við Bretland og styijaldarhættu í
Evrópu jókst áhugi íslendinga á
nánari samskiptum við Bandaríkin.
„Vestursókn" var nýhafin og hún
gat dregið úr efnahagslegum áhrif-
um Þjóðveija, á sama hátt og auk-
in viðskipti við Breta. Ef ófriður
stöðvaði aðflutninga frá Evrópu og