Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990
1
Aðdragandinn
vöruskortur gerði vart við sig
mundu íslendingar „eiga líf sitt og
afkomu undir Bandaríkjaviðskipt-
um og Bandaríkin gátu orðið aðal-
markaðsland íslendinga".
A heimssýningunni í _New York
sumarið 1939 kynntu íslendingar
land sitt og útflutningsafurðir. Á
sérstökum Islandsdegi virtist for-
maður íslenzku sýningarnefndar-
innar, Thor Thors, óbeinlínis hvetja
Bandaríkjamenn til að veija ísland
gegn þýzkum nazistum.
Gerlach kemur
í Reykjavík tók ákafur nazisti
við starfi ræðismanns Þjóðverja 1.
maí 1939 og skipun hans virtist
sýna að ísland væri „innan sjón-
máls ráðamanna Þýzkalands“. Nýi
ræðismaðurinn var dr. Walter
Gerlach, sem var höfuðsmaður í
öryggissveitum SS og skráður í
einkastarfslið Heinrichs Himmlers.
Annars var hann sérfræðingur í
meinafræði og á skrá um helztu
lækna Þýskalands.
Að sögn Þórs Whiteheads ber
erindisbréf Gerlachs með sér „að
Þjóðveijar hafi stefnt að því að
draga ísland yfir á sitt áhrifa-
svæði“. Nazistastjómin hafi ekki
lengur látið sér lynda að hamla á
móti engilsaxneskum áhrifum:
„Hún ætlaði nú að ná drottnunar-
valdi yfir íslendingum og hafa af-
not af landinu hernaðarlega og
efnahagslega.“
Gerlach var falið að:
• stuðla að þvi að íslendingar
héldu tengslum sínum við meg-
inlandið, þ.e. Danmörku, og þar
með væntanlegt áhrifasvæði
Þjóðveija,
• efla viðskipti landanna og auka
þannig stjómmálaítök Þjóð-
veija,
• reka áróður meðal Islendinga
og Þjóðveija búsettra á íslandi
með þetta sama markmið fyrir
augum.
Til þess að vega upp á móti heim-
sókn Emden og flugstöðvarkröfum
Þjóðveija sendu Bretar herskipið
Vindictive til íslands. Það kom til
Reykjavíkur 17. maí. Með í förinni
var starfsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins, Berkeley Gage, sem
átti að kanna afstöðu Islendinga til
Breta og Þjóðveija og afla upplýs-
inga um starfsemi Þjóðverja hér-
lendis og meta árangur hennar. I
skýrslu um ferðina kvaðst Gage
telja að þorri þjóðarinnar væri á
bandi Breta og að Þjóðveijar hefðu
„ekki haft erindi sem erfiði á ís-
landi" þrátt fyrir mikinn bægsla-
gang.
Þegar leitað var umsagnar
brezka herforingjaráðsins komst
það að þeirri niðurstöðu að ísland
væri Bretlandi „hvorki mikils virði
sem útflutningsmarkaður né inn-
flytjandi matvæla til Bretlandsv en
hefði nokkurt hernaðargildi“.
Stríðið var nú alveg á næsta
leiti. í júlí gaf íslenzka ríkisstjórnin
út lög „um aðgang herskipa og
herloftfara erlendra ríkja, er eiga í
ófriði, að íslenzku forráðasvæði".
Síðan gerði stjórnin ráðstafanir til
að tryggja nægar vörubirgðir í
landinu, m.a. með skipun útflutn-
ingsnefndar.
Hlutleysið brotið
Þegar heimsstyijöldin hófst með
árás Þjóðveija á Pólland 1. septem-
ber var gefín út konungleg tilskipun
um að farið yrði eftir ákvæðum
hlutleysissyfírlýsingarinnar frá
1918. Kapp var lagt á það í byijun
ófriðarins að tryggja að hlutleysi
íslands væri virt. Dagana 18.-19.
september sat Sveinn Bjömsson
fund forsætis- og utanríkisráðherra
Norðurlanda í Kaupmannahöfn, þar
sem því var lýst yflr að ríkin mundu
gæta ítrasta hlutleysis í samræmi
við fyrri yflrlýsingar.
í lok mánaðarins nauðlenti brezk
sjóflugvél á Raufarhöfn og þar með
var hlutleysi landsins rofíð í fyrsta
sinn í stríðinu. Flugvélin var kyrr-
sett og yfirmaður áhafnarinnar,
L.K. Barnes, hét því að viðlögðum
drengskap að reyna ekki að flýja.
Agnar Kofoed-Hansen, flugmála-
fulltrúi ríkisstjómarinnar, fór norð-
ur til Raufarhafnar að sækja flug-
vélina og áhöfnina og var vopnaður
hríðskotariffli, en þegar hann svaf
laumaðist Bames burtu á flugbátn-
um.
Bames var framseldur að kröfu
íslendinga, en flugvélinni var ekki
skilað. Um veturinn var hann í
stofuvarðhaldi á Bessastöðum
ásamt konu sinni og samdi skýrslu
um lendingarstaði fyrir flugvélar.
Alvarlegra hiutleysisbrot varð
uppskátt um miðjan október.
Starfsmenn loftskeytastöðvarinnar
í Reykjavík komust á snoðir um
morse-sendingar á dulmáli frá
ókunnri sendistöð og sendingartím-
inn virtist standa í sambandi við
veðurfregnir útvarpsins. Böndin
bárust að dr. Gerlach í bústað hans
við Túngötu. Um líkt leyti kvörtuðu
Bretar yfir því að Þjóðveijar fengju
fréttir um veður og skipaferðir frá
íslandi, en í desember hættu leyni-
sendingarnar í bili.
Á þessum fyrstu mánuðum
stríðsins reyndu Isiendingar að fá
Breta til að rýmka viðskipti land-
anna. Bretar afléttu hömlum á inn-
flutningi á físki, en fengust ekki til
að lækka 10% toll eða fella hann
niður.
Viðræður við Breta
íslenzk sendinefnd undir forsæti
Sveins Björnssonar ræddi við Breta
í London frá því í október. Á það
var lögð áherzla að íslendingar
héldu fast við hlutleysi sitt og vildu
eðlileg viðskipti við alla stríðsaðila,
þótt flestir landsmenn væm hlynnt-
ir Bretum. Bretar vildu stöðva
Þýzkalandsviðskipti íslendinga og
m.a. hafa eftirlit með útflutningi
þeirra til Norðurlanda til að koma
í veg fyrir óbein viðskipti við Þjóð-
veija.
Islendingar óttuðust að þeir
mundu kalla yfír sig hefnd Þjóð-
veija og veikja hlutleysið ef þeir
hættu viðskiptum við þá’og semdu
við Breta. Þess vegna hétu brezk
stjórnvöld því á laun í janúar 1940
að veita Islendingum aðstoð eða
vemd ef þeir yrðu látnir gjalda
Þýzkir kafbátar I Reykjavíkur
höfn íjúlí 1939.
samninga við Breta. Boðinu var
hafnað á þeirri forsendu að íslend-
ingar vildu aðeins sitja við sama
borð og aðrar hlutlausar þjóðir.
Formlegur samningur mundi úti-
loka viðskipti við Þjóðveija og kom
ekki til greina. Óformleg samvinna
við Breta var hins vegar tekin upp
og nefnd skipuð til að stuðla að
auknum viðskiptum.
Þýzki sendiherrann í Kaup-
mannahöfn, v. Rente-Fink, spurði
Svein Björnsson þegar hann kom
aftur frá London hvort íslendingar
hefðu ekki áhuga á svipuðum við-
ræðum við Þjóðveija. Sveinn sagði
að íslendingar vildu áframhaldandi
viðskipti við þá, en Þjóðveijar yrðu
að útvega flutningaskip, því að ís-
lendingar vildu ekki ijúfa hafnbann
Breta á Þýzkaland. Þar með var
málið úr sögunni.
Þýzkir skipbrotsmenn
Frá því í nóvember hafði brezka
leyniþjónustan óljósar fréttir því að
Þjóðveijar hefðu uppi áform um að
hemema Danmörku. Bretar sáu
strax að gerðist það gætu þeir tek-
ið ísland og Færeyjar. Þetta kom
fram í viðtölum Sveins Björnssonar
við brezka ráðamenn í desember
og hann sendi ríkisstjórninni
skýrslu um málið.
Fréttin í i
bladetí n
í Reykjavík dvöldust þýzkir skip-
brotsmenn fyrstu mánuði ársins
1940 og þeir þóttu grunsamlegir.
Þeir voru af þýzka vöruflutninga-
skipinu Bahia Blanca, sem sendi
út neyðarkall þegar það var í ís út
af Vestfjörðum 10. janúar, þar sem
leki hefði komið að því. íslenzkur
togari bjargaði 62 mönnum af skip-
inu og sigldi með þá til Reykjavík-
ur, þar sem þeir fengu gistingu á
þremur stöðum.
Skipbrotsmennirnir af Bahia Bianca. vigfús Sigurgeirsson/virkið í norðri
Ljósm. Skafti Guðjónsson/Virkið í norðri
Þýzka beitiskipið Emden (5.400 smálestir) á ytri höfn Reykjavík-
ur 8. ágúst 1938.
Sjóliðar af Emden ganga niður Bankastræti.
Skafti Guðjónsson