Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990
Aðdragandinn
• Norræn hlutleysishefð og vopn- '
leysi þjóðarinnar.
• Hugsanleg hefnd Þjóðverja ef
þeir kæmust á snoðir um sam-
drátt milli íslendinga og Breta.
• Lega landsins, sem héldi landinu
utan við átakasvæði.
Bretar höfðu einnig þrjár ástæð-
ur til að skima í norður að sögn
Tómasar, sem vitnar í Donald F.
Bittner:
• Þeir óttuðust að Þjóðveijar
næðu fótfestu á íslandi. Þaðan
gætu þýskar flugvélar og kaf-
bátar gert enn meiri usla á Atl-
antshafi. Átökin í Noregi sann-
færðu Breta um að Þjóðveijar
mundu ekki láta þar staðar
numið. (Erfið aðstaða Þjóðveija
til að ráðast á ísland kom ekki
í ljós fyrr en síðar.)
• Bretar þurftu griðastaði og
birgðastöðvar fyrir flota sinn á
Norður-Atlantshafi. Flugað-
staða á íslandi mundi einnig
koma í góðar þarfir, eins og í
ljós kom þegar orrustan um
Atlantshaf náði hámarki.
• ísland var að verða mikilvægur
hlekkur í hafnbannslínu Breta,
sem loka átti fyrir siglingaleiðir
milli Evrópu og Skandinavíu
þegar Þjóðveijar höfðu fengið
hernaðar- og skipaaðstöðu í
Noregi. Hafnbannslína Breta lá
frá Norður-Skotlandi, um Hjalt-
land og Færeyjar til íslands og
frá Vestfjörðum til Grænlands.
Viðbúnaður aukinn
Áhyggjur Breta af öryggi íslands
jukust vegna ófara þeirra í Noregi.
Þeir höfðu upplýsingar um rúmlega
210 Þjóðveija á landinu, þar af
tæplega 170 í Reykjavík. Dr.
Gerlaeh var til alls líklegur og auð-
velt var að smygla vopnum til lands-
ins. Samkvæmt fréttum frá Noregi
höfðu dulbúnar sveitir Þjóðveija
komið þangað á fölskum forsendum
fyrir innrásina og ráðizt til atlögu
um leið og hún hófst. Svo gat virzt
að áhöfnin á Bahia Blanca ætti að
gegna svipuðu hlutverki á Islandi.
Utgöngubann hafði fijótlega ver-
ið sett á þýzku skipbrotsmennina
eftir 21 á kvöldin vegna grunsemda
í þeirra garð. Fyrstu tvær vikumar
eftir innrásina í Noreg var vopnað
lögreglulið við öllu búið allan sólar-
hringinn í risi lögreglustöðvarinnar.
Bretar þóttust vita að 70 manna
lögreglulið á íslandi — eina vamar-
lið landsins — mætti sín lítils gegn
þjálfuðu undirróðursliði Þjóðveija,
en þegar þeir sögðu íslenzkum
stjórnvöldum frá áhyggjum sínum
var þeim tjáð að engin hætta væri
á ferðum og Tómas Þór Tómasson
segir: „Ekkert hefur komið fram
síðar, sem stutt hefur þá kenningu,
að skipbrotsmennirnir hafi siglt
undir fölsku flaggi.“
Agnar Kofoed-Hansen hafði tek-
ið við starfi lögreglustjóra á þrett-
ándanum. Agnar var 24 ára og
hafði fengið flugliðsforingjamennt-
un í Danmörku. Hermann Jónasson
hafði sent hann til Þýzkalands árið
áður til að kynna sér lögreglumál
og „eftirgrennslanakerfí“. Agnar
reyndi að koma á heraga í lögregl-
unni og kenndi lögreglumönnum
meðferð skotvopna á Laugarvatni.
Þar var kjarni lögreglunnar að æf-
ingum þegar brezka hemámsliðið
kom.
Daginn eftir hemám Danmerkur
heyrðist aftur í leynistöð í Reykjavík
í fyrsta skipti síðan í desember.
Landssíminn miðaði stöðina út og
niðurstaðan var sú að sendibúnað-
urinn væri í þýzku ræðismanns-
skrifstofunni. Ákveðið var að gera
aðför að Gerlach að næturlagi og
vörður var settur við bústaðinn í
Túngötu til að koma í veg fyrir að
stöðin yrði fjarlægð. Agnar lög-
reglustjóri valdi fimm lögreglumenn
Brezkur herflokkur á göngu framhjá lögreglustöðinni 10. maí 1940.
Svavar Hjaltested/Heimsstyöaldarárin á íslandi 1939-1945
Walter B. Lane/Heimsstyijaldarárin á íslandi 1939-1945
Hermann Jónasson
Heimsstyijaldarárin á íslandi 1939-1945
Önnur tveggja sendistöðva Gerlachs.
sér til fulltingis og láta átti til skar-
ar skríða aðfaranótt 19. apríl.
Daginn áður bar Hermann Jónas-
son forsætisráðherra málið undir
ríkisstjórnina, en fékk ekki einróma
stuðning. Því var ákveðið að Agnar
lögreglustjóri gengi á fund dr.
Gerlachs, segði honum að vitað
væri um leynistöðina og krefðist
þess að hann hætti öllum sending-
um. Þetta gerði Agnar tveimur
dögum síðar og stöðin þagnaði.
Hernámið ákveðið
Rúmt ár var síðan íslendingar
höfðu orðið varir við áhuga Þjóð-
veija á landinu og í apríi 1940 urðu
þeir varir við að athygli Breta beind-
ist að íslandi. „Um ísland hef ég
það að segja á þessari stundu að
enginn Þjóðveiji verður látinn kom-
ast upp með að stíga þar fæti,“
sagði Winston Churchill í þingum-
ræðum 11. apríl. íslenzk blöð
skýrðu frá ræðu Churchills, sem
þá var enn fiotamálaráðherra.
„Allir sáu hveiju fram fór í Nor-
egi,“ segir Tómas Þór Tómasson.
„Eins og Bretar hræddust margir
að Þjóðveijar myndu ekki láta stað-
ar numið heldur yrði ísland þeirra
næsta takmark. Útlitið var vissu-
lega uggvænlegt. Ekki þarf annað
en að líta yfir síður blaðanna frá í
apríl til að skynja óvissuna sem við
blasti. Þjóðveijar virtust ósigrandi
og hlutlausar frændþjóðir máttu sín
lítils gegn hernaðarmætti þeirra og
yfirgangi."
í lok mánaðarins (28. apríl) fyrir-
skipaði Churchill gerð áætlunar um
að koma upp bækistöðvum fyrir
flugvélar og herskip á íslandi. Hafa
átti samráð við íslenzk stjómvöld,
en íslendingar voru ófúsir til sam-
vinnu sem fyrr og Bretar ákváðu
að grípa til sinna ráða.
í London skiptust menn í tvo
hópa um hvernig ná skyldi hernað-
araðstöðu á íslandi að sögn Tómas-
ar Þórs, sem vitnar í Bittner. Full-
trúar utanríkis- og fjármálaráðu-
neytisins vildu að áfram yrði reynt
að fara samningaleiðina. Hernáms-
liðið skyldi að minnsta kosti bíða
undan ströndum landsins meðan
reynt yrði að ná samningum og fá
íslendinga til samstarfs með loforð-
um um viðskiptaívilnanir. Flota-
málaráðuneyti Churchills vildi hins
vegar að Bretar hernæmu ísland
án nokkurs samráðs við íslendinga.
Vilji brezka flotamálaráðuneytis-
ins varð ofan á, en nokkur atriði
úr tillögum hins valdahópsins í Lon-
don voru tekin til greina. Á ríkis-
stjórnarfundi 6. maí tilkynnti
Churchill að ákveðið hefði verið að
hertaka ísland án þess að gera
íslenzkum stjórnvöldum viðvart, en
sendiherra mundi fara með
hernámsliðinu til að skýra aðgerðir
Breta og fá íslendinga til að sætta
sig við hernámið.
Þremur dögum áður hafði sveit
úr brezka landgönguliðinu, Royal
Marines, verið skipað að fara til
„óþekkts ákvörðunarstaðar". Hern-
aðaraðgerðin var kölluð „Gaffall" -
Operation Fork - og yfirmaður
hennar var Robert Sturges ofursti,
sem síðar tók Madagaskar her-
skildi. Landgöngusveitin var skipuð
775 óbreyttum liðsmönnum og 40
yfirmönnum og þrátt fyrir þá leynd,
sem hvíldi yfir aðgerðinni, vissu
þeir allir hvert þeir áttu að fara
áður en þeir sigldu frá Skotlandi
8. maí.
Reynslulaust lið
Undirbúningi herleiðangursins
var áfátt. Landgöngusveitir brezka
flotans eru einvalalið, en reynslu-
laust lið var sent til íslands.
Hernámsliðið var í lélegri þjálfun
og vopn þess gömul og úrelt.
Nokkrir nýliðar prófuðu vopn sín í
fyrsta skipti á leiðinni. Hernámslið-
ið átti uppdrátt af íslandi, en varð
að fá fylgdarmann til að rissa upp
kort af Reykjavík eftir minni.
Sama dag og Bretar hernámu
ísland, 10. maí 1940, réðust Þjóð-
veijar inn í Holland og Belgíu, sem
voru hlutlaus smáríki eins og Nor-
egur og Danmörk. Brezkt hernám
íslands féll í skuggann og Bretar
þurftu ekki að hafa áhyggjur af
almenningsálitinu eins og þeir
höfðu óttazt. Sama dag varð Winst-
on Churchill forsætisráðherra Bret-
lands.
Bretar og Frakkar komu Hol-
lendingum og Belgum til hjálpar,
en Þjóðveijar króuðu liðsafla þeirra
af við Ermarsundsbæinn Dunkerq-
ue og æddu inn í Frakkland. Á
síðustu stundu var rúmlega
300.000 hermönnum Bandamanna
bjargað á skipum og bátum frá
Dunkirk (26. maí til 3. júní), en
hergögn voru skilin eftir.
París féll 14. júní og Frakkar
gáfust upp átta dögum síðar. Þjóð-
veijar hófu loftárásir á brezkar
borgir, en orrustunni um Bretland
lauk með sigri Breta um haustið
og Þjóðveijar urðu að fresta innrás-
aráætluninni Seelöwe (Sæljón).
Churchill lagði fast að Banda-
ríkjamönnum að fara í stríðið með
Bretum. Eitt stærsta skref í þá átt
var stigið þegar Bandaríkjamenn
tóku við hervernd Islands 1941,
nokkrum mánuðum áður en Japan-
ar réðust á Pearl Harbor.
Á íslandi leið gamli tíminn undir
lok og þjóðin stökk hikandi inn í
framtíðina. ■
Helztu heimildir:
Þór Whitehead, Island í síðari heimsstyij-
öld: Ófríður í aðsigi. Almenna bókafélagið
1982. Stríð fyrír ströndum. AB 1985.
Tómas Þór Tómasson, Heimsstyrjatdarárin
á íslandi 1939-1945. Fyrra bindi. Bókaút-
gáfan Örn og Örlygur 1983. Aðalheimild.
Myndir.
Donald F. Bittner, The Lion and the White
Falcon. Britain and Iceland in the World
War II Era. Archon Books. Hamden,
Connecticut, 1983. Viðtal við Bittner er
annars staðar í blaðinu.
Gunnar M. Magnúss, Virkið I norðri. I:
Hernám íslands. Helgi Hauksson sá um
útgáfuna. Bókaútgáfan Virkið, 3. útgáfa
1984. Tilvitnun notuð í fyrirsögn. Myndir.
Endurminningar Sveins Björnssonar; Minn-
ingar Agnars Kofoed-Hansens.