Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 16

Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 Hernámsdagurinn Morgunblaðið/Einar Falur Fimmtíu árum síðar varð Bert Ward að svara fyrir gjörðir sínar við þýska ræðismannsbústaðinn. HORFÐUM Á DÁTANA MEÐ FORUNDRAN r Bretar voru mjögfáfróoir um Island BERT WARD UR HERNAMSLIÐI BRETA 0G HINIR HERNUMDU HAFA ÓLÍKA SÝN Á10. MAÍ eftir Pál Lúðvík Einarsson LJÓSIN FRÁ REYKJAVÍK minntu mig á álfaborg, bæirnir okkar voru myrkvaðir. Við vissum harla lítið um ísland, — að íbúarnir væru hvítir og ekki eskimó- ar. Þeir myndu varla veita neina mótstöðu en það var ekki eins víst að Þjóðverjarnir í ræðismannsbústaðnum myndu ekki gera það. Þangað var ég að fara.“ Drengurinn virðist ekki óttast Engilsaxa. Ljósmynd/Svavar Hjaltested BERT WARD er fæddur og upp- alinn í Leicestershire í Mið-Eng- landi. í dag er Bert Ward sjötugur tölvu- og Viðskiptaráðgjafi, ekkill og faðir tveggja bama og á fjögur barnabörn.t Aðfaranótt 10. maí 1940 óraðí þennan landgönguliða ekki fyrir því að hann ætti eftir að svara fyrir hlutleysisbrot Breta. En íslenska nkissjónvarpið leitaði hann uppi og flutti á nýjan leik til ís- lands. Morgunblaðsmönnum var þó leyfður aðgangur að „herfangi“ sjónvarpsmanna. Vissum lítið „Ég var kvaddur í herinn 15. febrúar 1940 og valdi þann kost að þjóna konungi og ættjörðinni í landgönguliði konungs og flotans (Royal Marines), gerði ráð fyrir að fara á sjóinn því flestir landgöngu- liðamir þjónuðu um borð í flotanum en um þetta leyti voru myndaðar samstæðar sveitir með nokkurt stórskotalið og fleiru tilheyrandi. Sveitir sem gætu gengið á land og barist þar við óvininn. Vorið 1940 var ég í þjálfun í Portsmouth á Suður-Englandi. Ég fór í 55 manna herflokk sem skyldi skjóta úr tveimur fjögurra tommu strandvarnarbyssum. Nei, við vor- um ekki þrautþjálfaðir. Satt best að segja höfðu sumir okkar bara skotið nokkrum sinnum úr byssum þegar skipunin kom um að pakka saman. Við fórum með næturlest norður til Skotlands til Gourock við ána Clyde. Þar biðu skipin. Það var ekki fyrr en ég var kominti um borð í Berwick að okkur var sagt hvert ferðinni væri heitið, flestum létti; í lestinni norðureftir hafði Noregur verið nefndur. Við vissum ekkert um ísland, héldum að þar lifðu fáfróðir eskimó- ar við frumstæða lífshætti. Við vor- um ekki fræddir mikið á leiðinni, en þó það, að íslendingar væru sið- menntað norrænt fólk og þarna fyndust heitar lindir. Okkur var líka sagt að ekki væri gert ráð fyrir andspyrnú. Sumir voru sjóveikir en það batnaði í sjóinn þegar við nálg- uðumst land. Walrus-sjóflugvélinni var skotið eða slöngvað á loft og svo vorum við fluttir um borð í tund- urspillinn Fearless. Sumir af dátun- um voru ennþá dálitið vankaðir eft- ir sjóferðina. Þar sem ég var hress var ég settur í einn af fyrstu hópun- um sem skyldu ganga á land um fjögurleytið. Okkar hlutverk var að handsama Þjóðverjana í þýska ræð- ismannsbústaðnum. Á hafnarbakkanum voru ekki margir á ferli, nokkrir drukknir sjó- menn. Það tóku borgaralega klædd- ir Bretar á móti okkur og einn þeirra var leiðsögumaður að þýska ræðismannsbústaðnum. Við vorum 20-25 sem skokkuð- um þessa leið, umkringdum bústað- inn með byssurnar tilbúnar og maj- or og liðþjálfí knúðu dyra. Karlmað- ur opnaði dyrnar og þeir skiptust á orðum. Þeir fóru inn fyrir og við fylgdum á eftir. Það var brunalykt. Liðþjálfinn hljóp upp á efri hæðina með handslökkvitæki. Einhver hafði haft hugsun á því að hafa það með, ekki hefði mér dottið slíkt í hug. Jæja, eftir að búið var að yfir- buga Þjóðveijana þótti yfirmönnun- um ekki þörf á öllum þessum mann- afla, svo ég og annar félagi minn fórum niður á höfn. Þegar við komum þangað var forvitinn mannfjöldi strax farinn að safnast saman. Við eyddum næstu tímunum í að skipa útbúnaði á land. Við höfðum þó tíma til að skoða mannfjöldann. Mér er minnis- stæðast hvað stelpurnar voru sérs- taklega fallegar. Um klukkan 9 var skundað í leikfimisal við skóla ekki fjarri Tjörninni [Menntaskólinn í Reykjavík]. Þar komum við okkur fyrir og fengum að borða. Það sem eftir var dagsins vorum við að koma byssunum saman og standa vaktir á hafnarbakkanum og við leikfími- salinn. Ég sá ekki mikið af Reykjavík eftir þetta, því við og 4-tommurnar vorum send til Brautarholts á Kjal- arnesi og síðar norður til Hjalteyr- ar. í mars árið eftir vorum við leyst- ir af og yfirgáfum ísland. Ég þjón- aði konungi og ættjörð í Norður- Afríku og Evrópu. Ég var afskráður úr hernum 10. febrúar 1946. Jú, ég fékk sex þjónustuorður en ekki Viktoríukrossinn. Ég er engin stríðshetja, þóttist nokkuð góður að sleppa í heilu lagi.“ Forvitni Það eru ekki allir sem lýsa Reykjavík sem „álfaborg“ 10. maí 1940. í grein sem birtist í Morgun- blaðinu daginn eftir, þann ellefta, segir að krap hafí verið á götum og slydduhríð um það leyti er herlið- ið gekk á land og allt heldur ömur- legt. Gögn veðurstofunnar um veðr- ið þennan dag eru takmörkuð því

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.