Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 17

Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ S'UNNUDAGUR'6. MAÍ 1990 eitt fyrsta verk hernámsliðsins var að hertaka veðurstofuna en lofthiti var þó mældur og var hann á bilinu 12-13 stig á selsíuskvarða. Athug- anir á Reykjanesi segja að það hafi verið alskýjað og á vestanverðu landinu hafi verið hæg vestlæg átt og skúrir. Pétur Ólafsson segir í endurminningagrein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 4. febrúar 1984 að sól hafi verið yfir Lága- felli séð frá Reykjavík þegar her- skip sigldu inn hafnarmynnið. Það er ekki ofsögum sagt af for- vitni Reykvíkinga. Bærinn var smærri í þá daga og flestir bæjarbú- ar sem lifðu þennan dag segjast hafa orðið var við hernámið strax og þeir vöknuðu eða mættu her- mönnum þegar þeir voru á leið til vinnu. Þess má geta að símaeign og notkun var ekki jafn almenn og er í dag en Pétur Ólafsson segir í Lesbókargrein sinni að sjálfvirki síminn innan Reykjavíkursvæðisins hafi fljótt orðið rauðglóandi. Reykvíkingum varð ekki mikið úr verki þennan dag. Allir sem vettl- ingi gátu valdið fylgdust með hernámsliðinu. Gunnar M. Magnúss rithöfundur tekur til þess að stórir herflutningavagnar hafi hlunkast um göturnar og Bretar hafi ekki virt öku- og umferðarreglur og streist með fallbyssur á hjólum inn Laugaveg móti bílastraumi og trufl- að umferð langar stundir. Innlend ökutæki voru einnig tekin í þjón- ustu herliðsins. Mönnum virðist hafa stafað ákaf- lega takmörkuð ógn af þessu breska herliði. „Við horfðum á dátana með forundran sveitamannsins,“ sagði einn sjónarvottur. Skólakrökkum varð ekki heldur mikið úr námi því Bretarnir hernámu skólahúsnæði, .ennfremur var námsáhuginn tak- markaður. Einn nemandi sem var í fríi þennan dag minnist sérstak- lega lítið lystlegs „kartöflugrauts sem þessi grey voru fóðruð með; annars var þetta ákaflega renglu- legt lið“. Kl. 11 árdegis heilsaði breski sendiherrann upp á Hermann Jón- asson forsætisráðherra í Stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg og gerði honum grein fyrir hinum óvanalegu aðgerðum heimsveldisins. Ríkis- stjórnin mótmælti hlutleysisbrotinu. Í útvarpinu var tilkynnt að vænta mætti ávarps forsætisráðherra um kvöldið. Milli þess að menn og konur skoðuðu dátana var skipst á skoð- unum um hernámið. Margir voru því fegnir að hér fóru Engilsaxar en ekki menn þýðverskir. Þegar mesti asinn var runninn af her- mönnum tókust nokkur kynni og orðaskipti. Sjónarvottar lýsa þeim yfirleitt alúðlega. Hermenn þessir voru frábrugðnir sumum forfeðrum okkar norrænum og létu vel að börnum en fleygðu ei á spjótsodda eins og greinir frá í Landnámu. Fullorðnum buðu þeir stundum sígarettur — og renndu hýru auga til kvenna. Milli nóns og miðaftans fór bæjarlífið að færast í eðlilegra horf. Reykvískar húsmæður tóku starf sitt alvarlega í þá daga og það var virðingarleysi að forsmá borðhaldið. Kl. 8.30 flutti forsætisráðherr- ann ræðu. Hann gerði þjóðinni grein fyrir atburðum dagsins og orða- skiptum sínum við breska sendi- herrann. Hermann Jónasson endaði ræðu sína með hvatningu til þjóðar- innar um að skoða hermennina sem gesti og sýna þeim kurteisi í hvívetna. Margir voru gestkomandi þetta kvöldi í öðrum húsum. Menn og konur ræddu um ræðu ráðherr- ans og atburði dagsins og hvað byggi í skauti válegar framtíðar. En að lokum kvöddu gestirnir. Margir mættu öðrum „gestum“ á leiðinni heim en á þeim var ekkert fararsnið. g 17í r Til sölu eru allar eignir þrotabús Sultu- og efnagerðar bakara S.V.F. Óskað er eftir tilboðum í neðangreindar eignir: A) Fasteignina Lyngháls 7, Reykjavík. Nánar tiltekið iðnaðarhúsnæði, samtals 2.391 fm að stærð. B) Vélasamstæðu til sultu- og grautagerðar. C) Vélasamstæðu til smjörlíkis- og súkkulaðigerðar. D) Skrifstofubúnað og áhöld. Tilboðum skal skila til Lögfræðiskrifstofu Sigurmars K. Albertssonar hrl. á Klapp- arstíg 27, Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Magnús H. Magnússon hdl., Klapparstíg 27, Reykjavík. : • : ALLA HELGINA WB^^ÁdÁsÁmÁra ír LADA bílanna iSKSáöL lada SPORT f/Þessumjeppahafa ahZ 9armi°9miklaog goða reynslu, bæðisem 9 IVtfWskyldu-og ferðabil og öflugum vmnuþjark. Núeiga bænduroq rekstraraðilar kost á þvi ð draga virðisaukaskatt- mn fra bilverði. VEITIHGflR FRfl: sol vinnubil, kraftnmk|nrlf ísinn 3» Útsala á vélsleúalatnaúi Irá Urctic Cat. íírmúla 13 Irá kl. lú-17 laiigarúag og sunnuúag ****** BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF 1 13 -193 Kertlivík -símat 31239 -991299 *+

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.