Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 20
rs
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990
TOLVU-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
þar er tölvupappírinn vel geymdur.
Múlalundur
SfMI: 62 84 50
co
3
£
i
=>
z
z
>
5
r>
o
z
d:
s:
Sumai'
línanfrá
ZAPPER’S/
KRINGWN
KKIHeNH
S. 689212
21212
5% staðgreiðsluafsláttur
Póstsendum samdægurs
Hótel og veitingastaður
til sölu í Vestmannaeyjum
Ferðamálasjóður auglýsir til sölu húseignir þær sem
tilheyrðu rekstri Gestgjafans (hótel) og Skansins (veit-
ingastaður) í Vestmannaeyjum.
Nánar tiltekið er um að ræða húseignirnar Heiðarveg
1 (hótel), Heiðarveg 3 (matsölustaður o.fl.) og Herjólfs-
götu 4 (veitingastaður) ásamt lóðarréttindum. Húsin
er sambyggð og henta best til rekstrar á þann veg.
Herjólfsgata 4 er steinhús byggt 1982. í því eru 14
herbergi auk þjónusturýmis á þremur hæðum. Stærð
alls um 710 m2.
Heiðarvegur 1 telst vera um 260 m2, steinsteypt frá
árinu 1943. Heiðarvegur 3 er um 590 m2, steinsteypt
frá árinu 1965. Húsin eru í ágætu ástandi og hafa verið
í fullum rekstri fram til þessa.
Sameiginlegt brunabótamat eignanna er kr.
150.801.000-
Nánari upplýsingargefa Ferðamálasjóður í síma 624070
og Hróbjartur Jónatansson hdl., Skeifunni 17 í síma
688733.
Kauptilboð er tilgreini verð, greiðsluskilmála og trygg-
ingar sendist Ferðamálasjóði, Rauðarárstíg 25,
Reykjavík, fyrir kl. 12.00 föstudaginn 18. maí 1990.
Sjóðurinn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem
býðst eða hafna öllum.
FERÐAMÁLASJÓÐUR.
þess sem fyrrum keypti fé á ís-
landi. Um morguninn þegar skipin
lögðust að var Ivari bent á þennan
óeinkennisklædda mann í brúnni.
En Bretar munu hafa haldið að
hann kynni íslensku, enda voru
samskipti við ísland frá skrifstofu
föður hans og Íslendingar, m.a.
Árni frá Múla, höfðu verið sendir
þangað í læri.
Enginn einn yfirmaður
liðsins
„Hermennirnir urðu að byija á
því að byggja sér húsaskjól, koma
upp braggakömpum, því ekki var
hægt að búa áfram í tjöldum yfir
veturinn. Ég fór yfir öll skjöl þeirra
og Kanadamannanna og þetta er
ekkert ýkt um aðbúnaðinn. Vegirn-
ir bera ekki flutninga og brýmar
þola ekki umferðina. Svo verður að
ráðast hið fyrsta í að byggja brúk-
legan flugvöll með berum höndum.
Enn eru Bretamir sannfærðir um
að Þjóðveijar geti komið á hverri
stundu og með hveiju eiga þeir þá
að veijast þeim? Þeir fá nokkrar
smáflugvélar í ágúst 1940 og lenda
á Kaldaðamesi, en Royal Airforce
vill fá til íslands almennilega flug-
deild til kafbátavama. Og þá er
flugvöllur alveg bráðnauðsynlegur.
Yfirmenn herdeildanna, flughers-
ins, flotans og hersins, börðust um
að fá úrbætur. Þarna voru þrír
stjórnendur, þar sem hver réði yfir
sínu liði. Á Islandi var það óvenju-
lega fyrirkomulag að engin skyldi
hafa yfirstjóm herliðsins fyrr en
Þjóðveijar réðust inn í ísland, þá
fyrst skyldi yfirmaður landhersins
taka við stjórn alls liðsins. Enn erf-
iðara varð þetta þegar Bandaríkja-
mennirnir vom að taka við. Þá varð
að samkomulagi að yfirmaður
bandaríska hersins mundi ekki taka
við yfirstjóminni fyrr en Banda-
ríkjamenn hefðu orðið mun mann-
fieira lið í landinu, en þangað til
væri yfirstjómin hjá Bretum og það
dróst í næstum heilt ár að svo yrði.
í maí 1942 vom enn 14.500 Bretar
á móti 26 þúsund Bandaríkjamönn-
um.“
Varla vom bresku hersveitirnar
komnar til íslands þegar yfirmenn
þeirra gerðu sér grein fyrir því að
þeir höfðu hvorki mannafla né bún-
að til að veija þetta stóra land, þar
sem ekkert var fyrir hendi af neinu
tagi og yfir herstjórnina heima
dundu beiðnir og kröfur um búnað,
mannafla og fé. Þar gerðu menn
sér grein fyrir því að eitthvað yrði
herliðið að hafa úr því það væri
komið til íslands. Dr. Bittner segist
hafa séð plögg um loftvamabyssur,
sem átti að senda til Gíbaltar og
Singapore eða nota heima í Bret-
landi og veitti ekki af, enda urðu
Bretar að skilja eftir nær allan sinn
herbúnað þegar Þjóðveijar ráku
herinn í sjóinn við Dunkirk og þeir
björguðu mönnunum heim. En nú
snem þeir þessum loftvamabyssum
við og sendu til íslands. „Að lokum
varð að stöðva þetta flóð til Islands
af hlutum sem varla vom til. Bret-
land var sjálft að beijast fyrir lífi
sínu heima. Eftir að búið var að
byggja upp nokkrar varnir á Is-
landi, blandaði Churchill sér loks
persónulega í málið í nóvemberlok
og fyrirskipaði að engar fleiri byss-
ur skyldu sendar til Islands án hans
leyfis."
Herlög tiltæk í
skrifborðskúffunni
„Reykjavíkurflugvöllur er aðal-
málið,“ heldur Bittner áfram, „og
gífurlegur þrýstingur á Curtis hers-
höfðingja frá Churchill sjálfum og
frá herráðinu og frá breska flug-
hernum um að ljúka honum. Sjálfur
veit hann vel hvað er í húfi á
Norður-Atlantshafinu. Flugvöllur-
inn er talinn lífsnauðsyn fyrir bar-
áttuna gegn kafbátum á Atlants-
hafi. Og Curtis kemst að þeirri nið-
urstöðu að íslensku kommúnistamir
séu, eftir stöðugar árásir á herinn
í blaði sínu, að hvetja til verkfalls
verkamanna og þeir standi á bak
við dreifibréf til hermannanna um
að vinna ekki heldur við flugvöllinn.
Þetta er í ársbyijun 1941, áður en
Þjóðveijar ráðast á Rússa um vo-
rið. „Mig minnir að hann segi: Það
verður að stöðva þetta núna. Ann-
ars á það bara eftir að versna! Og
hann vill taka Þjóðviljaritstjórana
úr umferð. Það verða mikil bréfa-
skipti milli Curtis og herstjórnarinn-
ar, sem loks segir: gerðu það sem
þú telur rétt og við munum styðja
það. Og ritstjórarnir vom sendir til
Bretlands. Nú hafa menn gert sér
grein fyrir mikilvægi loft- og sjó-
verndar frá íslandi. Það sem ég á
við er að þýskur kafbátur hikar við
að stunda iðju sína 50 mílur út frá
strönd íslands, ef hann veit af flug-
vélum og skipum, sem gerð em út
þaðan til að granda þeim. Þá verða
kafbátar við venjulegar aðstæður
að leita á önnur mið. Þeir taka of
mikla áhættu að þeim verði sökkt
ef þeir ráðast á skip í slíku svæði.
Forsendurnar fyrir omstunni um
Norður-Atlantshafið byggðust á því
að smám saman var hægt að bæta
við vörnum í lofti og á láði og her-
skipafylgd með skipalestunum hélst
í hendur við það að bijóta niður
styrk þýskra herskipa.“
í umræðunni um Reykjavíkur-
flugvöll berst í tal áætlun, sem
Bretar gerðu 1943-44 um að leggja
þar tvær nýjar flugbrautir, aðra út
í Skeijafjörð og hina yfir Oskju-
hlíðina, sem þá hefði orðið að víkja,
og ég spyr Bittner hvaðan hann
hafi það og hvaða alvara hafi verið
að baki. Hann segir að þessa áætl-
un sé að finna í gögnum hersins.
Hún hafi byijað þannig að yfirmað-
ur flughersins lét menn sína fara
að gera áætlun um stækkun flug-
vallarins til að láta þá hafa eitthvað
að gera og þjálfa þá. Þegar áætlun-
in kom svo til Bretlands og Bullhill
og lið hans fór að túlka hana, var
farið að taka áætlunina sem alvar-
lega uppástungu. Og hann fór að
ýta á að þetta yrði framkvæmt.
Þangað til þessi vitleysa var stöðvuð
í London af sir Christopher Court-
ney.
En hvað ætluðu Bretar að gera,
svona illa búnir, ef Þjóðveijar kæmu
í rauninni, eins og þeir trúðu þá
ið til eftir aðstæðum. Á hættusvæð-
um yrði frelsi borgaranna skert og
herinn hefði á hendi stjórnun á öli-
um flutningatækjum til þess að
stöðva innrás. Af þessu varð auðvit-
að aldrei, því Þjóðveijar komu ekki,
en öll áætlunin var rædd af Curtis
hershöfðingja og bresku lögfræð-
ingunum. Eg reyndi að ná sam-
bandi við hann og talaði við ýmsa
aðra úr breska liðinu, sem aldrei
höfðu heyrt á þetta minnst. Svo það
er greinilegt að það var ekki á vit-
orði nema örfárra. En þetta er að
finna í skjölum breska utanríkis-
ráðuneytisins og herráðsins og
einnig í kanadísku plöggunum. Og
íslensku ríkisstjórinni var kunnugt
um það. Eflaust hefur Howard
Smith kynnt íslenska forsætisráð-
herranum áætlunina óformlega og
varlega, sennilega bætt við á
diplómatískan hátt: Don’t you
agree? Fallist þér ekki á þetta?
Bretarnir voru alltaf mjög nákvæm-
ir með slíkt í samskiptum sínum
við íslendinga.“ í þessu sambandi
kemur fram í samtali okkar að
Howard Smith hafði ásamt John
Bowering ræðismanni skrifað á
fyrsta degi hernámsins uppkast að
ávarpi sem Hermann Jónasson
flutti þjóðinni, lagt honum til rökin,
að því er dr. Bittner segir.
Donald F. Bittner minnir enn á
það hugarfar sem um þessar mund-
ir var ríkjandi, þar sem því var trú-
að að Þjóðveijar gætu allt. Má jafn-
vel enn sjá í hermálaskjölum 1943
að Þjóðveijar hafi ætlað að senda
þýska fallhlífahermenn niður ein-
hvers staðar á austurströnd íslands
með sprengiefni til þess að þurrka
upp stöðuvötn og fá þannig flatan
botn þar sem flugvélar gætu lent,
þar til þeir hefðu flugvelli. Þannig
talar Courcel majór í stríðsskjölum,
sem sýnir að slíkar sögusagnir eru
teknar trúanlega. Auðvitað er þetta
eintóm vitleysa, eins og breskir við-
mælendur Bittners nú orða það, en
þannig var andrúmsloftið á íslandi
og yfirleitt í Evrópu, sú trú að Þjóð-
veijar væru færir um flest. Bittner
og langt fram í stríðið, eins og dr.
Bittner segir. Þeir höfðu tiltæk her-
lög sem tækju gildi um leið og Þjóð-
veijar kæmu. Hann kveðst hafa séð
yfirlýsingu um herlög, skýrslu um
þau til Howards Smith, gögn frá
lögfræðingum hersins og samræm-
ingarplagg til íslenska forsætisráð-
herrans, þar sem honum er kynnt
hvernig framkvæmdin verði ef
Þjóðveijar komi, og hvaða fyrir-
mæli hershöfðinginn muni þá fá.
Þessa yfirlýsingu um herlög á að
geyma undir lás og slá. Ekkert orð
má fara út um þau. „Ég fór í gegn
um þetta allt frá breskri hlið og
þótt íslenska stjórnin neitaði því að
nokkuð slíkt hafi verið til, sbr. bréf-
legar fyrirspurnir mínar, þá veit ég
að Howard Smith fór ásamt Curtis
hershöfðingja og kynnti þetta Her-
manni Jónassyni, forsætisráðherra.
Ef Þjóðveijar kæmu skyldi strax
lýsa yfir herlögum og Bretar mundu
framkvæma þau. Þarna voru nokk-
ur stig af herlögum, sem yrði grip-
OSW'
d/VJar
A leið til Islands. Fyrstu bresku
hermennirnir á dekki hollenska
skipsins, sem flutti þá frá Go-
uroch til Islands.
tekur fram að skjöl leyniþjón-
ustunnar hafi enn verið lokuð þegar
hann vann sitt verk, svo að hann
sá ekki yfirheyrslur yfir meintum
njósnurum á Islandi, en dregur
sínar ályktanir af því sem um slíkt
er skrifað í skýrslum utanríkisþjón-
ustunnar og sögulegum plöggum.
Þá staðreynd að Þjóðveijar reyndu
að fá nokkra íslendinga til að senda
sér upplýsingar frá íslandi, telur
hann aðallega stafa af vöntun veð-
urfregna. Bretar létu það verða sitt
fyrsta verk að skrúfa fyrir allar
veðurfréttir frá landinu. Islendingar
jafnvel beittir þrýstingi áður en
þeir komu. Þýskar veðurstöðvar
voru á Grænlandi 1940-41 og Bret-
ar og Bandaríkjamenn fóru þangað
til að loka fyrir þær, sem sýnir vel
hve veðurfréttir á svæðinu voru
mikilvægar. í ljósi þeirrar almennu
skoðunar að Þjóðveijum sé allt
fært verður skiljanleg sú trú Breta