Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 21

Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 21 Sagnfræóin ari eyju, næstum 40 þúsund Banda- ríkjamenn komnir þangað og 20 þúsund Bretar. Ut af fyrir sig er mjög fróðlegt að skoða hvernig Bandaríkjamenn koma inn í þetta. Snemma árs 1941 er þegjandi samkomulag um að ef og þegar Bandaríkin komi í stríðið, þá taki Bandaríkjamenn ábyrgð á Islandi og Norður-írlandi. En skip- un Churchills til sinna manna er að ekkert megi gera til þess að nálgast Bandaríkin að fyrra bragði né biðja þá um að taka við á Is- landi. Ég hefi skoðað næstum Öll skjöl sem opin eru um þetta og þetta er alveg ljóst í plöggum ut- anríkisráðuneytisins breska. Hann vill bíða þar til Roosevelt býður það sjálfyiljugur, sem hann gerir skyndilega á hádegisverðarfundi með Halifax lávarði í Washington í maímánuði 1941, og Churchill segir í svarskeyti já takk. Roose- velt er ákafur í að geta hjálpað Bretum meira, en á erfitt um vik vegna andstöðu heima fyrir. En vegna þessa setur hann þau skil- yrði að Bretar verði að fá íslend- inga til þess að biðja um skiptin, sem gengur treglega og er ekki fyrr en í júnílok að fæst fyrir mikinn þrýsting Breta orðalag sem bæði íslendingar og Roosevelt geta sætt sig við. Þegar Roosevelt býðst til að taka við Islandi, segir Mars- hall hershöfðingi að það geti þeir ekki gert vegna þess að ekki sé hægt að senda hermennina sam- kvæmt bandarískum lögum í önnur lönd án þeirra samþykkis. Og þeir geti ekki sent lið á þessa eyju með ekkert til þess að veija þá. Urræðið var að snúa sér til landgönguliðs flotans, sem var sent til Islands til bráðabirgða. Fyrst áttu Bandaríkja- menn að taka við af Bretum á ís- landi, en síðan hét það að þeir ættu aðeins að styrkja breska liðið. Bret- ar æstu sig upp, þeir ætluðu ekki að hverfa alveg á brott af landinu. Um þetta deila þeir. Þá slær Churc- hill í borðið og segir: „Það skiptir engu máli hve langan tíma tekur að skipta á liði. Bandaríkjamenn eru komnir þangað [komu 7. júlí] og það er góður þjálfunarskóli fyrir þá.“ Hann lék sinn leik mjög vel, vissi að úr þessu væru árekstrar milli þýskra kafbáta og bandarískra herskipa á Atlantshafi óhjákvæmi- legir. Þýski ræðismaðurinn í Was- hington, Hans Thompson, skrifar í skýrslu heim til Berlínar að lið til íslands sé ráðabrugg hjá Roosevelt til þess komast inn í stríðið. Ef nú verði árekstrar á hafinu vegna ís- lands, þá muni Roosevelt grípa tækifærið með þeim rökum að þátt- taka í stríðinu sé vörn gegn tilefnis- lausri árás Þjóðveija á Bandaríkin. Og það var einmitt það sem gerð- ist. Þýski aðmírállinn Reider vildi í júlí 1941 bregðast þannig við að skjóta strax niður bandarískt skip, en Hitler sagði nei. Þá eru Þjóðverj- ar komnir í herförina inn í Sovétrík- in. Þrátt fyrir það skutu Þjóðverjar niður tvö bandarísk skip, eins og spáð var.“ Þá veltir maður því fyrir sér hvort það hafi haft einhver áhrif á Roose- velt, þegar hann bauðst við þessar aðstæður til þess að taka við her- vörnum Islands, að Islendingar voru oft áður búnir að spyrjast fyrir um og jafnvel Bandaríkjamanna að Þjóðveijar muni hafa kafbátaað- stöðu í einhveijum eyðifirði og skipti þar um áhafnir og eigi elds- neyti á kafbáta geymt, sem í raun- inni var mjög óraunsætt. Sú trú entist langt fram eftir stríðsárun- um. Hlutleysisstuðningur „íslendingar og Bretar spiluðu mjög vel úr aðstæðunum, hlutleys- isstuðningi íslands," segir dr. Bittn- er. „Ég held að íslendingar hafi metið spilin og séð að þeir fengju meira með samvinnu úr því sem komið var. Þeir voru hlutlausir og héldu sig fast við það. Bretarnir sögðu alltaf: íslendingar eru hlut- lausir og við höfum alltaf virt það. Við erum að koma til þess að forða ykkur frá Þjóðveijum. Töldu það ekki í mótsögn við hlutleysi landsins og fóru ákaflega gætilega sam- kvæmt alþjóðalögum. Þetta_ hélst út öll stríðsárin og lengur. íslend- ingar gættu þess að Þjóðveijar flugvéla þar til Bretar kæmu á vett- vang. íslenska ríkisstjórnin hafði engin opinber afskipti af slíku. Hún sagði sem svo, við erum hlutlausir en viljum vinna með ykkur. Við getum ekki hjálpað ykkur beint, en við höfum skip sem fara kringum land og við getum ekki stöðvað ykkur ef þið viljið taka ykkur far með þeim. Hluti af samkomulaginu við Breta var strax að hernáminu fylgdu vissar viðskiptaívilnanir og Bretar sendu strax viðskipafulltrúa með hernum til að ganga frá þeim. Sama var um samningana þegar Bandaríkjamenn tóku við. Eitt var það þó, sem Bretar voru sýnilega ákaflega viðkvæmir fyrir. Það var þessi siðanefnd sem komið var á 1941, sem átti að brenni- merkja stúlkur sem sáust með breskum hermönnum. Um þetta eru mikil bréfaskipti, sem sjá má í bréfasafni utanríkisráðuneytisins breska og mig minnir líka í her- málaráðuneytinu," bætirdr. Bittner við. kyrr eftir að Bandaríkjamenn-eiga að taka við. Landgöngulið banda- ríska flotans byijar að koma í júlí 1941 og hersveitir þeirra komu ákaflega hægt og treglega, og eru lengi vel engu síður að leysa af eig- in landgöngudeildir en Bretana. Bretar og Bandaríkjamenn ræða áframhaldandi dvöl breska flug- hersins og flotans sem svar við áhyggjum íslendinga, þegar ljóst er að ekki á að leysa flugdeildina og flotadeildina af hólmi um leið og landherinn. Bandaríkjamenn leggja þrýsting á Breta, tala um að fá þá út úr landinu. En flugdeild- in og flotadeildin á íslandi eru Bret- um mjög mikilvæg á Norður-Atl- antshafinu. Eftir situr sú staðreynd, að Bandaríkjmenn hafa ekki hern- aðarmátt til þess að taka við á ís- landi. Við erum að beijast á Kyrra- hafinu, sem er í raun bandarísk styijöld. Maður sér að Ernest King aðmíráli, yfirmaður bandaríska flot- ans eftir árásina á Pearl Harb- our og sá sem Bretar áttu við að Howard Smith, sendiherra Breta, sem kom með her- námsliðinu, (lengst til hægri), Harris, formaður bresk- íslensku viðskiptasendi- nef ndarinnar og Shepard að- alræðismaður koma af f undi með íslensku ríkisstjórnina, til að tilkynna henni töku ís- lands. gætu ekki sakað þá um að vera ekki hlutlausir. Maðurinn á götunni hefur kannski ekki hugsað svona, en fólk beitti almennri skynsemi. T.d. ber það merki um stuðning þjóðarinnar við Breta að aldrei voru framin nein skemmdarverk, þótt t.d. allar rafmagns- og símalínur hersins lægju ofan á jörðinni. Bret- ar notuðu frá upphafi íslenska síma- kerfið með einföldu samkomulagi milli aðila, og ég sá plögg frá Bret- um þar sem þeir segjast hafa orðið að borga hæsta gjald, forgangs- gjald, m.a. fyrir tilkynningar frá eftirlitsmönnum við ströndina. Ferðir þeirra kringum eyjuna með varðskipum, t.d. til að flytja her- menn til Akureyrar 17. maí, sýnist mér dæmigert um þessa hlutleysis- samvinnu stefnu. Eins þegar for- maður Framsóknarfloksins, Jónas Jónsson, bauð Lionel Fortescue, yfirmanni strandvarðgæslunnar, að hann gæti farið í fylgd yfirmanns Félags botnvörpuskipaeigenda kringum um land og í alla firði og þorp, þar sem samið var við staðar- menn um að tilkynna um skipaferð- ir og orðróm um lendingar óvina- Frá fyrsta degi spruttu alls staðar upp tjaldbúðir, enda urðu hermennirnir að búa í botnlausum tjöldum þar til hermannabraggar komu seinna um sumarið. eiga um þetta, var orðinn ákafur í að taka herafla sinn frá Evrópu- svæðinu og beina honum til Kyrra- hafssvæðisins. En Roosevelt hefði aldrei leyft það. Eftir 1941 er það sem er að gerast á íslandi vísbend- ing til Breta um að Bandaríkin séu komin æði nærri þátttöku í stríðinu. En Bándaríkjamenn höfðu bara ekki flota eða flugstyrk til þpss að taka við allri ábyrgðinni á íslandi af Bretum. Svo að 1942 er staðan þannig, að breski aðmírállinn segir: Það allt of mikið lið bundið á þess- Churchill bannaði að biðja Roosevelt „Smám saman hervæddust þjóð- irnar beggja megin Atlantshafsins. Og 1942 koma Bandaríkjamenn inn í átökin af meiri krafti," segir dr. Bittner og bendir á að þrátt fyrir flugvéla- og flotavernd með skipa- lestum hafi verið eyða á stóru svæði suðvestur af íslandi. „Breski herinn fer í raun frá íslandi á miðju ári 1942, en styrkur konunglega breska flughersins og flotans er samt jafnframt aukinn. Samkvæmt skjalfestum upplýsingum fara ís- lendingar þá að velta fyrir sér hve- nær Bretar ætli eiginlega að fara úr því flugher þeirra og floti er þetta. Bittner segir frá því í bók sinni og vitnar í heimildir, að Vil- hjálmur Þór, sem varð ræðismaður í New York í apríl 1940, hafi haft samband við Sommer Wells í banda- ríska utanríkisráðuneytinu í júlí það ár og spurt hvort Bandaríkin vildu innlima Island í verndarsvæði Monroekenningarinnar (sem lá vestan við ísland). Og að tveimur mánuðum síðar hafi íslenska ríkis- stjórnin spurst fýrir um það hjá Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvort Bandaríkin mundu vilja taka ísland undir sína vernd undir hatti Monroekenning- arinnar. í bæði skiptin viku Banda- ríkin sér undan að svara. Og í des- ember kemur enn fyrirspurn frá Islendingum gegnum bandaríska ræðismanninn Kuniholm í Reykjavík um viðbrögð Bandaríkja- stjórnar við hugsanlegri beiðni Al- þingis um vernd, en Bandaríkja- menn svara því til að þeir vilji vera óbundnir. I riti United States Mari- nes in Iceland 1941 til 1942 frá sögudeild US Marines, höfundur Kenneth J. Clifford, segir að Stefán Jóhann Stefánsson utanríkisráð- herra hafi 18. des. komið óformlega til Kuniholms konsúls þessara er- inda. Ekki kvaðst dr. Bittner hafa getað merkt í þeim skjölum sem hann sá_ að það hafi haft nokkur áhrif. „Ég held að íslendingar hafi gert rétt í að reyna að tefla Banda- ríkjamönnum gegn Bretum, í þeim tilgangi að tryggja sig fyrir því að Bretar færu örugglega, og svo öfugt. En ég held ekki að það hafi haft nein áhrif á boð Bandaríkja- manna. Nei, maður sér heldur eng- in merki um að æðstu mönnum í báðum löndum hafi dottið annað í hug en að ætla að fara, en milli- mennirnir voru eitthvað að velta því upp. Á æðri stöðum höfðu menn engan áhuga á því að halda ís- landi.“ Höfundur þessarar greinar gerði tilraun til að fá frekari upplýsingar um þessi tilmæli íslendinga. Leitaði m.a. uppi í Boston Barlett Wells, ritara Berbels E. Kuniholms, fyrsta bandaríska ræðismannsins í Reykjavík, en hann hafði þá látist í fyrra. En í merkri ævisögu, sem Robert Sherwood skrifaði 1950 um Roosevelt og Hopkins, sem var nán- asti persónulegur vinur og ráðgjafi Roosevelts, segir að Thor Thors, þá aðalræðismaður í Washington, hafi 14. apríl 1941 hitt Welles og Hopkins og opnað „ákaflega leyni- legar samningaumræður sem end- uðu með því að boð kom frá forsæt- isráðherra íslands og varð til þess að fyrsta landgöngudeild flotans var send til að styrkja og hugsan- lega að taka við af breska heraflan- um ... sem þörf var fyrir annars staðar.“ Þar sem dr. Donald F. Bittner hafði talið nauðsynlegt að teygja sínar rannsóknir fram yfir það að Bandaríkjamenn taka við af Bret- um, þá víkjum við að endingu stutt- lega að lokunum. Hann segir: „Þeg- ar Bandaríkjamenn komu til íslands lofuðu þeir eins og Bretar í upp- hafi að fara með allt sitt lið í stríðslok. Eh þegar að því kom, 1944-45, vaknar spurningin um hve- nær lokapunkturinn sé á stríðinu. Allir höfðu reiknað með að stríðinu lyki með friðarsamningum. Bretar fara frá íslandi þegar stríðinu lýkur í Evrópu, byija brottförina 1944 og eru að mestu farnir 1945 og síðustu flugmennirnir 1947. íslend- ingar voru að taka við flugvallar- rekstrinum og báðu þá um að skilja eftir nokkra menn til að kenna Is- lendingum. En Bandaríkjamenn sigla þá inn í kalda stríðið og nú eru Sovétmenn óvinirnir. Banda- ríska herráðið hefur á fimmta ára- tugnum áhyggjur af því að Sovét- menn geti komið, sest að á íslandi og nýtt sér Keflavíkurflugvöll og aðstöðuna á Islandi. Þá hefjast állar þessar samningaumleitanir milli Bandaríkjamanna og íslendinga, sem er önnur saga.“ Og þar setjum við punktinn á viðtalið við dr. Donald F. Bittner.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.