Morgunblaðið - 06.05.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.05.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 Hervædingin FRÁ REYKJA VÍK TIL REYÐARFJARÐAR Vamarleysi Austur- ogNorðurlands oUi Bretum áhyggyum eftir Pél Lúðvík Einorsson BRETARNIR VORU KOMNIR og- vera þeirra var til írambúðar. En þeim voru ljós þau sannindi, að oft er erfíðara að halda fengnum hlut en afla og að tök heimsveldisins á landinu væru ekki traust. Næstu daga og vikur var herlið sent til fleiri staða umhverfís landið. UM 2.000 LANDGÖNGULIÐAR höfðu tekið þátt í að hernema landið. — En Bretaveldi hafði ærna þörf fyrir þessar úrvalssveitir sínar, annarsstaðar en á Islandi. Hinn 17. maí voru flestir landgönguliðanna leystir af, þann dag kom nýr lið- styrkur um 4.000 manna sem sam- anstóð m.a. af 147 fótgönguliðs- stórdeildinni (brigade) og hlutum Wellington-herdeildarinnar (regi- ment) og herdeildar frá Jórvíkur- skýri vestanverðu (West-Yorks). Herfróðum mönnum þótti nokkuð á skorta á vopnaútbúnaðinn; fallbyss- ur, flugvélar og síðast en ekki síst loftvamarbyssur. Hernámslið hans hátignar fékk nýjan yfirmann, George Lammie stórdeildarforingja (brigadier). í riti Donalds F. Bittners The Lion and the White Falcon má lesa að verk- efnið hafi verið hið sama og áður, hindra Þjóðveija í að taka Reykjavík og byggja flug- og flota- stöðvar um eynna. Bittner segir einnig, að upphaf- lega hafi Lammie áformað að veija Reykjavík en hafa auga á lands- byggðinni með eftirlitsflugi. Ef á reyndi var ráðgert að eyðileggja eða spjlla fyrir óvininum þeirri aðstöðu á íslandi, sem honum gæti gagnast til ófriðar. En Bretum þótti sam- visku sinnar vegna erfitt að koma íslendingum á vonarvöl með því að beita aðferðum „sviðinnar jarðar", t.d. eyðileggja brýr og hafnir, og Ljósmynd/lmperial War Museum Bretar hugsuðu ekki smátt á Seltjarnarnesi. Að sögn Björns Tryggvasonar Seðlabankastjóra voru þessi vígtæki að stríði loknu, notuð í uppfyllingu innan við Grandagarðinn, nokkru norðar en þar sem Kaffivagninn nú stendur. Wt3mœ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.