Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 23

Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 23 Ljósmynd/Svavar Hjaltested Charles H. Bonesteel yfirmaður bandaríska varnarliðsins er til vinstri á myndinni en Harry O. Curtis yfirmaður breska hernáms- liðsins er til hægri. hugsanlega flugvallarstaði var ekki hægt að eyðileggja því þeir voru náttúrulega — í orðsins fyllstu merkingu — greyptir í landslagið. Lammie var tilknúinn að endur- skoða varnaráætlanir og mannafla- þörf. 27. maí hafði herforinginn mótað skoðun á vörnum íslands; hann taldi sig þurfa, 5-6 fótgöngu- liðssveitir (battalions), eina vél- byssusveit, sex flugvéíar og þar að auki margháttaðan viðbúnað til loft- og strandvarna. „Nokkrar sprengjur nægðu til að eyða Reykjavík ... Það sýnist glæpsam- legt að hætta lífi Islendinga, sérs- taklega með hliðsjón af fullyrðing- um okkar um að við værum hér þeim til verndar.“ Ráðamönnum í London þótti í fullmikið ráðist; þess- um óskalista var hafnað. í maí og júní fór vígstaða banda- manna hrakandi, þýski herinn (Wehrmacht) sótti fram í Noregi og á Vesturvígstöðvunum. Bretum sýndist tveggja kosta völ, yfírgefa ísland eða veija það. Hermálaráðu- neytið lét undan. Ákveðið var að senda 146 fótgönguliðsstórdeildina (brigade) til að styrkja varnirnar nyðra og eystra. Einnig var herspít- ali sendur hingað norðureftir. Þess var ennfremur farið á leit við Kanadamenn að þeir hjálpuðu til við vörnina. Áhugi Kanadamanna á íslandi var ákaflega takmarkaður en þeir urðu þó við þrábeiðnum Breta og sendu hingað herdeildir. í lok júnímánaðar hersátu um 20 þúsundir hermanna ísland. Parkin- sonlögmálið var farið að virka; auk- inn herstyrkur kallar á fleiri og æöri herforingja, Major General Harry 0. Curtis, var sendur til ís- lands síðari hluta júnímánaðar. Um tveir þriðju til sjö tíundu hlut- ar af herliði Breta voru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu; þar var flest sem hugsanlegum innrásarher var slægur í, hafnir o.fl. Varnarleysi Austur- og Norðurlands olli ugg og þangað var nokkur liðsafli sendur, m.a. til Akureyrar, Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar. Curtis hafði einn- ig nokkrar áhyggjur af því að óvin- urinn réðist til atlögu í Hrútafirði og Húnaþingi og skæri á sam- gönguleiðirnar milli Suðvesturlands og Norður- og Austurlands og þangað var nokkurt lið sent til varn- ar. Vorið 1941 nam liðsstyrkur Breta hér um 25 þúsundum. Svo kom Kaninn Það var markmið Breta að draga eða hvetja Bandaríkjamenn til þátt- töku í styijöldinni. í endaðan maí ogjúní 1941 var afráðið að Banda- ríkjamenn tækju að sér vamir ís- lands enda hefðu Bretar ærna þörf fyrir liðstyrk sinn á öðrum vett- vangi. Islensk stjómvöld gerðust síðla júnímánaðar og í byrjun júlí aðilar að þessum gjörningi. Islenska ríkisstjórnin lýsti sig reiðubúna í ljósi ríkjandi aðstæðna til að treysta Bandaríkjamönnum fyrir vörnum landsins — að nokkrum efnahags- legum, pólitískum og hernaðarleg- um skilyrðum uppfylltum. Bandaríska varnarliðið kom til íslands hinn 7. júlí 1941. En liðs- flutningar þess gengu hægar en efni og vonir Breta stóðu til; um haustið 1941 nokkrum mánuðum eftir að Bandaríkjamenn komu til landsins var liðstyrkur Breta hér 28.400 en bandarískir hermenn töldust 10.845. Það var ekki fyrr en apríl 1942 að Bandaríkjamenn fengu formleg yfirráð með vörnum landsins. Varnir íslands sýnast, eftir efn- um og ástæðum, frá og með júní 1940, hafa verið í þokkalegu ástandi. Um varnir á hafinu má segja að floti hans hátignar var öflugur. Eftir því sem orustan á hafinu harðnaði jókst mikilvaegi þess að hafa flotaaðstöðu á ís- landi. Hvalfjörður varð aðalflota- lægi Breta en þeir höfðu víðar að- stöðu, sérstaklega á Seyðisfirði og Akureyri. Loftvarnir breska herliðsins voru ófullnægjandi enda engir flugvellir til hér á landi. Loftvarnabyssur voru og fáar. Sumarið 1940 var hafin bygging flugvallar við Kald- aðarnes en fljótlega var ljóst að hann var óhentugur og illa staðsett- ur, því var um haustið jafnframt hafist handa við byggingu Reykjavíkurflugvallar sem komst í gagnið í júní 1941. Sumarið 1940 voru hér heldur hægfleygar Watrus-flugvélar aðallega til könn- unarflugs, þijár voru í Reykjavík, tvær á Búðareyri við Reyðarfjörð og tvær á Akureyri. Walrus-vélarn- ar reyndust ófullnægjandi og um haustið komu til landsins 18 Fai- rey-Battle-flugvélar. Á þessum tíma munu þær þá þegar hafa ver- ið tæknilega úreltar. Það má telja að þangað til Reykjavíkurflugvöllur komst í gagnið í júní 1941 hafi loftvarnirn- ar verið vanmáttugar. En hafa verð- ur í huga að á þessum tíma átti breski flugherinn fullt í fangi með að veija sjálft Bretland fyrir þýsk- um árásum. Eftir opnun Reykjavík- urflugvallar jókst flugstyrkurinn á íslandi hröðum skrefum. Hingað voru sendar m.a. Hurricane-orustu- flugvélar, Northrop-flugvélar sem Norðmenn flugu, Catalínu-flugbát- ar o.s.frv. Þessa hemaðaruppbygg- ingu er eðlilegt að skoða í sam- hengi við átökin á Norður-Atlants- hafí, einkum verndun skipalesta og hernaðinn gegn kafbátum. Hernám Islands reyndist kostn- aðarsamara fyrirtæki en í upphafi var ætlað. — En ávinningurinn var einnig umtalsverður. Það var álit þýska aðmírálsins Karl Jesko von Puttkamer að Island hefði reynst lykillinn að Atlantshafi. Þjóðveijar komu að læstum dyrum. ■ Heimildir. Donald F. Bittner, The lion and the White Falcon. Britain and Iceland in the Worid war II era. Tómas Þór Tómasson, Heimsstyijaldarárin á íslandi 1939-45 1-11. Gunnar M. Magnúss, Virkið í norðri /-///. Kortavandræði KORTALEYSIVIRÐIST hafa verið eitt aðalvandamál breska hersins við hernám íslands, svo sem m.a. kemur fram í við- tali við sagnfræðinginn dr. Bittner, sem segir herinn hafa haft eitt landakort og éitt handteikn- að kort af Reykjavík eftir minni ferðamanns. Þess- um vandræðum virtist þó ekki linna eftir að her- inn var búinn að koma sér fyrir í landinu. Það er komið fram á haust, þegar Bretar eru enn með öll spjót úti til að ná sér í brúkleg kort. I skjölum bresku leyniþjónustunnar má sjá bréf dagsett 26. ágúst 1940 frá sir Percy Bates, forstjóra Cunard White Star, til sir Robert H. Hining varaforseta yfirherráðsins, skrifstofu nr. 208 í hermálaskrifstofunni í White Hall í London. Þar kveðst sir Percy senda honum í pósti íslenska vegakortið sitt og bætir við að þetta séu einu kortin sem búið var að gefa út í Kaupmannahöfn í júnímánuði árið áður. Þá er bent á að íslendingar hefðu verið með litla en mjög vel útbúna sýningu á Heimssýningunni í New York og lagt til að athugað verði hvort þeir hafi ekki haft einhver landakort þar. Þegar komið er fram á árið 1942 virðist leyniþjónusta Breta hafa öll spjót úti til að ná í kort, sem Þjóðveijar hafa verið að skoða hjá Geopedisk Institute í Kaupmannahöfn. Hjá bresku leyniþjónustunni er bréf frá Nac. Croft majóri til hermálafull- trúa Breta í Stokkhólmi. Efnið eru danskar loftmyndir af ís- landi, sem lokið var við 1939. Sagt að kortin hafí verið gefin út á mælikvarðanum einn á móti hundrað þúsund. Síðan er vitnað í upplýsingar frá „persónulegum vini“ fulltrúa leyniþjónustunn- ar, sem segir að nefnd þýskra sérfræðinga hafi í október eða nóvember lagt vinnu í að rannsaka dönsku herforingjaráðskort- in með tilliti til hugsanlegra lendingarstaða á jörðu niðri á ís- landi. Kortin og niðurstöður könnunarinnar hafl verið sent til Noregs skömmu fyrir jól. Varðandi lendingarstaði sem Þjóðveij- ar hafi augastað á, segir bréfritari möguleika á að þessi leyni- legi heimildarmaður hans geti náð í þetta nýja svæðiskort í hlutföllunum einn á móti 250 þúsund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.