Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990
Bjarni Jónsson
íHaga - Minning
Fæddur 14. maí 1906
Dáinn 25. apríl 1990
Hann faðir okkar, Bjarni Jónsson
bóndi í Haga, er dáinn. Sú saga sem
hann lifði er orðin eitt með okkur
sem stöndum eftir.
Kveðskapur og rímnasöngur þeg-
ar góðan gest bar að garði. Vinnu-
lúnu fingurnir sem ég fyrst sá leika
á orgel. Sögur um ferðir milli staða
áður en vegir voru þar. Vinnan við
að breyta lélegri bújörð í ræktað
land og arðvænlegt.
Hann gat sagt frá eigin reynslu
með drungablandinni alvöru sögur
sem stundum fengu á sig ævintýra-
blæ í eyrum manns, a.m.k. okkar
eftirstríðsbarnanna.
Sumt er minning, annað verks-
ummerki og svo er þessi alveg nýja
þögn. Sjálfur var hann tilbúinn til
hvfldar, hafði lokið sínu ævistarfi
og var sáttur. Það var honum aldr-
ei að skapi að gefast upp og sjúk-
dómum eílinnar barðist hann gegn
meðan kraftarnir entust.
Hann var fæddur að Haga í
Austur-Húnavatnssýslu og átti þar
heima alla sína tíð, tók síðar við
búi foreldra sinna. Þeirra saga lifði
ætíð með honum. Þau höfðu kynnst
á Þingeyri og byijað sinn búskap
þar sama árið, 1895, á hluta af
jörðinni. Hvort um sig komu þau
úr stórum systkinahóp og höfðu
bæði orðið fyrir foreldramissi í
bernsku. Móðir hans var Sigurlaug
Bjarnadóttir Benediktssonar bónda
á Skúfi í Norðurárdal og faðir hans
var Jón Jónasson Jónassonar bónda
í 'Hlíð í Vatnsnesi. Á Þingeyrum
fæddist elsti sonurinn Lárus, sem
síðar varð mörgum kunnur læknir,
en hann starfaði seinast á Skaga-
strönd. Um fjögurra ára bil bjó fjöl-
skyldan á Tindum og þar fæddust
tvær dætur, Sigurbjörg sem síðar
bjó í Gautsdal og Ragnhildur, sem
lést fyrir aldur fram. Árið 1900
festu Jón og Sigurlaug kaup á jörð-
inni Haga og þar fæddist yngsti
sonurinn, Bjarni.
Hann lýsti Jóni föður sínum sem
afar smávöxnum manni, og kenndi
þar um mikilli vinnu á uppvaxtarár-
unum, skorti á fæði og klæðum,
sem var ekkert einsdæmi í þá daga,
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR,
Hraunbæ 132, Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. maí.
Emil Björnsson,
Birgir Ö. Björnsson,
Harpa Norðdahl,
Katrín Björnsdóttir,
Ragnar Sigurðsson,
Björn Þór Björnsson,
Einar Björnsson
og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÉTUR HJARTARSON,
Blesugróf 20,
Reykjavík,
andaðist 29. april.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigríður María Pétursdóttir, Sigurður Friðriksson,
Kristján Karl Pétursson, Svanhildur Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkaer eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
BJÖRG SIGRÍÐUR HERMANNSDÓTTIR,
Melgerði 13,
Reykjavík,
andaðist 30. apríl. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 8. maí kl. 13.30.
Gunnar Gislason,
Hermann Gunnarsson,
Sigrún Gunnarsdóttir Nielsen, Jeppe Nielsen,
Ragnar Gunnarsson, Ásgerður Karlsdóttir,
Kolbrún Gunnarsdóttir, Sigurjón Björn Guðmundsson
og barnabörn.
Faðir okkar og tengdafaðir,
INGVAR KJARTANSSON
forstjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. maí kl. 13.30.
Sigríður Ingvarsdóttir, Guðmundur S. Jónsson,
Margrét Ingvarsdóttir, Ingólfur Árnason,
Matthildur Ingvarsdóttir.
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÞORVALDÍNAR KRISTÍNU JÓNSDÓTTUR,
Droplaugarstöðum,
áður til heimilis á Klöpp við Suðurgötu,
fer fram frá nýju kapellunni, Fossvogi mánudaginn 7. maí kl. 16.30.
Fjóla Steingrímsd. Edvard Kristensen,
Þorsteinn Steingrímsson, Helga Jóhannsdóttir,
Aðalheiður Sigurdís Steingrfmsd. Hildimundur Sæmundson,
Þóra Þorbjarnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
síst þegar munaðarlaus börn áttu í
hlut. Reynsla þessa harðgerða hvat-
skeytta manns, sem tókst að byggja
upp eigið bú og auk þess kosta
börn sín meira og minna til fram-
haldsnáms, litaði lífsviðhorf föður
míns á margan hátt. Ég held mér
sé óhætt að fullyrða að hann hafi
dáð Jón föður sinn, sem hann alltaf
minntist með trega. Þá nefndi hann
það sem einn uppáhaldsatburðinn í
lífi sínu, þegar faðir hans tók hann
á kné sér í baðstofunni gömlu, með
lestrarfélagsbók í hendi og byijaði
lestrarkennsluna. Þeim degi gat
hann lýst fram á sín síðustu ár og
veðurlýsing fylgdi. Hvernig birti til
milli élja.
Á þessum fyrri áratugum 20 ald-
arinnar var farskólakennsla í sveit-
um og þá oft komist af með nokk-
urra vikna kennslu á ári, en skildu-
náminu lauk með barnaskólaprófi
eða öðru nafni fullnaðarprófi. Faðir
minn og systkini hans nutu farskól-
ans og um tíma var sá skóli til húsa
í áður nefndri baðstofu. Systurnar
Sigurbjörg og Ragnhildur fóru
síðan í Kvennaskólann á Blönduósi,
sem þá var framhaldsskóli, og luku
þaðan gagnfræðaprófi eftir tveggja
vetra nám. Lárus gekk T Mennta-
skólann á Akureyri, svo það hafa
komið tímabil þegar aðeins yngsta
barnið, Bjarni, var eftir í föðurhús-
um og gat létt undir við bústörfin.
En hann sótti tíma í reikningi eftir
fullnaðarpróf og einnig í ensku og
Útför systur okkar,
LILJU JÓNSDÓTTUR,
Hjúkrunarheimilinu Grund,
fer fram frá Landakotskirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 10.30.
Systkini hinnar látnu.
Útför eiginmanns míns,
JÓNS GUÐBJARTAR GÍSLASONAR,
Álftamýri 32,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. maí kl. 15.00.
Arndís Hannesdóttir.
Móðir okkar,
FREYJA PÉTURSDÓTTIR,
áður til heimilis á Hofsvallagötu 15,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. maf kl. 1 3.30.
Ásbjörg Þorkelsdóttir,
Pétur Þorkelsson,
Gísli Þorkelsson,
Ágústa Þorkelsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLAVÍA ÞÓRUNN THEÓDÓRSDÓTTIR,
Stórholti 41,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 8. maí kl.
15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barna
barnabörn.
t
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTMUNDUR ÁRNASON
frá Hnaukum,
Álftafirði eystri,
Skjólbraut 7a,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. maí kl.
13.30.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar INGVARS KJARTANSSONAR
forstjóra verður verslun okkar lokuð frá kl. 12.00
þriðjudaginn 8. maí.
Vald. Poulsen hf.
dönsku, og var þá Jón Magnússon
frá Sveinsstöðum, sem síðar var
fréttastjóri við Ríkisútvarpið, náms-
félagi hans. Kennari þeirra var séra
Þorsteinn G. Gíslason í Steinnesi
og það hefur fylgt sögunni að hann
hafi verðlaunað áhuga þeirra náms-
félaganna með kennslu þeim að
kostnaðarlausu.
Jón afi keypti sér lausamennsku-
bréf þeg'ar hann var um tvítugt.
Sonur hans, Bjarni faðir minn, fór
utan þegar hann var um tvítugt.
Hans „unglingauppreisn" hefur
líklega komið skýrast fram þegar
hann seldi þær kindur sem hann
hafði eignast og sitt fyrsta orgel,
kvaddi og fór til Kaupmannahafnar
árið 1926. Þá var Lárus bróðir hans
við nám í læknisfræði þar ytra.
Eftir æfingar á hjólhesti á blind-
götu bak við járnbrautarstöðina og
önnur stórborgarævintýri, lá leiðin
til Suður-Sjálands á landbúnaðar-
skóla. Þann skóla kvað hann hafa
breytt viðhorfum sínum til landbún-
aðar á þann hátt að hann gat ekki
hugsað sér sína framtíð öðruvísi en
sem bóndi á íslandi og helst heima
í Haga. Að námi loknu hafnaði
hann því ágætu boði um vinnu við
mjólkuriðnað þar ytra og sneri heim
eftir rúmlega eins og hálfs árs dvöl
við nám og störf. Hann bjó í Haga
alltaf upp frá því. Fyrst við hlið
foreldra sinna, og tók síðan alfarið
við búinu eftir lát föður síns, 1933.
Hann kvæntist Elínborgu Björns-
dóttur, en þau slitu samvistir eftir
nokkurra ára búskap og einkadótt-
irin Lára Ragnhildur ólst upp hjá
móður sinni, sem nú er látin.
Árið 1943 kvæntist hann móður
okkar sex alsystkinanna, Jófríði
Kristjánsdóttur frá Tröð í Onundar-
firði.
Sem krakki þóttist ég góð aö
eiga pabba sem kunni bæði tvöfald-
an og einfaldan marsúkka og gat
sýnt okkur til hvers skautar voru
notaðir: Að bruna yfir hálan ís í
tunglsljósi. •
Dágóðum tíma varði hann til fé-
lagsmála, sat m.a. hina ýmsu full-
trúafundi í félagsmálum bænda fyr-
ir sína sveit. Hann tók þátt í stofn-
un nautgriparæktarfélags sveitar-
innar og var eftirlitsmaður á vegum
þess í mörg ár. Lengi sat hann í
sveitarstjórn og var oddviti í átta
ár. Þá var hann einn af stofnendum
kirkjukórsins og söng með þeim kór
í hálfa öld.
En það sem öllu framar fyllti líf
hans og mótaði hug hans var sú
hringrás lífsins, sem bændum er
gefið að haga störfum sínum eftir.
Hann stundaði bú sitt til 81 árs
aldurs, eða svo lengi sem heilsa
hans leyfði. Það var honum gleði-
efni að sjá búskap Ragnars bróðurs
og ijölskyldu hans dafna á þeirri
jörð sem hann sjálfur tók við ungur
og byggði ævistarf sitt á.
Eftir að heilsa hans brast, var
það móðir okkar sem annaðist hann
heima í Haga eins lengi og henni
var unnt, en síðustu misserin lá
hann rúmfastur á Héraðshælinu á
Blönduósi.
Jafnvel þegar dauðann ber að
garði, með ljúfustu hugsanlegu
lausn frá þjáningum meina í hárri
elli, ber hann í sér leyndardóm, sem
enginn lifandi skilur til fulls.
Elsku mamma, þín er þrautin
stór, sem nú kveður lífsförunaut
gegnum 46 ár. Þú átt samúð mína
og þökk fyrir alla þína hlýju og
allt þitt þol. Systkinum mínurn,
Björgu, Jóni, Ragnari, Sigurlaugu,
Lárusi og Láru Ragnhildi votta ég
samúð mína, svo og Ijölskyldum
þein-a. Og fyrir hönd okkar allra,
sérstakar þakkir til starfsfólks Hér-
aðshælisins á Blönduósi.
Kristín Bjarnadóttir
Blömastofa
Friöjinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið ðll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.