Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 27
27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990
Þorvaldína K. Jóns-
dóttír - Minning
Fædd 9. september 1898
Dáin 30. apríl 1990
Á morgun, mánudaginn 7. maí,
verður tengdamóður mín, Þor-
valdína Kristín Jónsdóttir á Klöpp,
kvödd hinstu kveðju frá Nýju Kap-
ellunni í Fossvogi. Hún fæddist 9.
september 1898 á Staðarhöfða í
Innri-Akraneshreppi og ólst upp við
sjávarsíðuna. Henni þótti vænt um
sveitina sína og Langisandur var
hennar uppáhaldsstaður. Kristín
var trúuð kona, hreinlynd og vildi
öllum gott gera og nutum við
tengdabörnin þess og börnin okkar
í ríkum mæli.
Kristín reyndist mér sem besta
móðir þau 35 ár, sem við áttum
samleið. Þáttaskil urðu í lífí Kristín-
ar þegar hún þann 23. desember
1920 giftist Steingrími Pálssyni
vélstjóra frá Bakkakoti á Rangár-
völlum. Þau lifðu í farsælu hjóna-
bandi í 67 ár, en Steingrímur lést
þann 27. janúar 1987, tæpra 90 ára.
Tengdaforeldrar mínir bjuggu
nær allan sinn búskap í Reykjavík,
þegar Steingrímur var til sjós kom
það vel í Ijós hversu sterk kona
Kristín var þar sem heimilishald og
barnauppeldi hvíldi mest á henni.
Um 1950 kemur Steingrímur al-
kominn í land og þá geta þau farið
að sinna sínu áhugamáli að ferðast
um landið sitt í öllum fríum. Það
var sérlega ánægjulegt að ferðast
með Kristínu, hún þekkti jurtirnar
sem vaxa villtar í náttúrunni og
kenndi okkur að ganga vel um
landið og hlustá á kyrrðina, og
hlusta á fuglasöng. Síðustu ferðina
fórum við með þeim hjónum 1981.
Kristín og Steingrímur eignuðust
fjögur börn; Fjólu, gift Edvard
Kristensen, Jón Vai, lést 1983, eft-
irlifandi kona hans er Þóra Þor-
bjarnardóttir, Þorstein, kvæntur
Helgu Jóhannsdóttur, og Aðalheiði
Sigurdís, gift undirrituðum, barna-
börn og barnabarnabörn eru 35,
eitt er látið og þtjú búa ásamt sínum
ijölskyldum erlendis. Ég minnist
þess hve Kristín og Steingrímur
reyndust mér, börnunum og ekki
síst henni Aðalheiði minni vel og
veittu okkar mikinn styrk er ég
veiktist 1978, þau kenndu okkur
að þeir sem vona á drottinn fá nýj-
an kraft. Ég er þakklátur fyrir að
hafa eignast Kristínu fyrir tengda-
móður, hún var mér, konu minni
og börnum okkar mjög mikils virði.
Guð blessi minningu hennar.
Hildimundur Sæmundsson
Okkur systurnar langar að
kveðja hana ömmu okkar, sem lést
á Droplaugarstöðum við Snorra-
braut 1, þann 30. apríl sl.
Hún var fædd á Staðarhöfða,
Innri-Akraneshreppi. Þau voru 14
systkinin, 6 komust til fullorðins-
ára. Ég, nafna hennar og elsta
bamabarn hennar og afa, fæddist
á heimili þeirra á Fossvogsbletti 6,
þar sem þau áttu heima í mörg ár.
Það átti hún sín bestu ár, því þar
var nóg landrými þar sem við
krakkarnir gátum leikið okkur.
Svanur frændi, sonur hennar,
kom heim með hund eða hunda, því
þeir voru fleiri. Einn þeirra passaði
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
mig þegar ég var lítil. Hún var
dýravinur eins og hann. Lengst af
bjuggu amma og afi á Klöpp við
Suðurgötu. Þar vora frekar stórar
klappir sem amma sagði að huldu-
fólk og álfar ættu heima í og við
máttum ekki leika okkur með há-
vaða eða látum. Hún var trúuð
kona og bænheit, enda kunni hún
mikið af sálmum, ljóðum og vísum.
Hún las mikið þangað til sjónin fór
að gefa sig. Ég og systir mín voram
mikið á heimili ömmu og afa, því
móðir okkar þurfti oft að fara á
spítala. Á hverju kvöldi fór amma
með bænirnar með okkur og bless-
aði. Amma var glaðsinna kona og
léttstíg enda frekar jákvæð til
lífsins. Það var oft fjörugt á Klöpp-
inni þegar barnabörnin komu í
heimsókn, enda gott að koma til
ömmu og afa. Amma var mikil
handavinnukona. Hún saumaði,
prjónaði og heklaði, og ófáar lopa-
peysumar eru til eftir hana. Við
þurftum bara að hringja eða hún
hringdi til að vita hvort okkur vant-
aði sokka eða vettlinga, þá var það
tilbúið eftir 2 daga. Svona var
amma, aldrei mátti borga henni
fyrir. Svo maður tali nú ekki um
alla munina sem hún gerði úr kuð-
ungum og skeljum. Það eru margir
sem eiga slíka muni eftir hana.
Amma var mikil blómakona og átti
mikið af fallegum blómum enda
talaði hún við blómin sín. Stofu-
glugginn á Klöppini var þakinn
blómstrandi blómum, enda fór hún
mjúkum höndum um blómin og kom
þar kannski best fram hversu
blíðlynd og tilfinningarík hún var.
Hún og afi ferðuðust mikið um
landið sitt ásamt foreldrum okkar
og öðrum fjölskyldumeðlimum. Ilún
og afi höfðu gaman af söng og var
sungið mikið í ferðalögum og naut
hún sín að vera úti í náttúrunni.
Við viljum með þessum orðum
þakka ömmu fyrir góðar stundir
sem við áttum með henni. Amma
giftist afa, Steingrími Pálssyni vél-
stjóra, þann 23. desember 1920.
Þau eignuðust 4 börn. Elst er móð-
ir okkar, Fjóla, gift Edvald Krist-
ensen og eiga þau fjögur börn.
Næstur var Jón Valur, nú látinn.
Eftirlifandi eiginkona hans er Þóra
Þorbjarnardóttir, og eiga þau þijár
dætur. Síðan er Þorsteinn Svanur,
kvæntur Helgu Jóhannsdóttur og
eiga þau 6 börn. Yngst er Aðalheið-
ur, gift Hildimundi Sæmundssyni,
og eiga þau fjögur börn.
Við viljum að lokum þakka fyrir
að hafa haft ömmu svo Iengi hjá
okkur, en hún var orðin léleg til
heilsunnar síðustu árin.
Við viljum senda okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, börnum
hennar og öðrum ættingjum.
Ó ljúfi faðir, lít til mín
að ég megi, þótt ég deyi
koma heim til þeirra og þín.
(Dav. sl. 39)
Kristín, Steinunn
og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
LÁRU GUÐMUIMDSDÓTTUR,
Tjarnargötu 18,
Reykjavík,
áður Haðarstíg 4,
Reykjavík.
Hreiðar Guðjónsson,
Róbert Árni Hreiðarsson, Áslaug M.G. Blöndal,
Árni Hreiðar Róbertsson, Róbert Árni Róbertsson,
Tómas Kristófer Róbertss., Ríkharður Róbertsson.
t
Þökkum innilega öllum, sem sendu okkur kveðju eða vottuðu
okkur samúð sína vegna andláts og útfarar föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
ÁRNA JÓNS SIGURÐSSONAR
fyrrverandi kaupmanns,
Langholtsvegi 174,
Guðrún Árnadóttir, Gissur Sigurðsson,
Þorgeir Árnason, Hraf nhildur Óskarsdóttir,
Aðalheiður Árnadóttir,
Sigurður Árnason, Guðrún Fanney Guðmundsd.,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þakka auðsýnda samúð við andlát og útför föðursystur minnar,
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR,
fyrrverandi sölustjóra,
Fálkagötu 24,
Reykjavík.
Fyrir hönd ættingja,
RagnheiðurS. ísaksdóttir.
LEGSTEIINIAR
GRANIT - MARMARI
Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður,
pósthólf 93, símar 54034 og 652707.
Jón G. Gíslason
- Minningarorð
Fæddur 25. ágúst 1910
Dáinn 30. apríl 1990
Mig langar í fáum orðum til að
minnast Jóns Guðbjarts Gíslasonar,
eða Jóns hennar Áddýjar, eins og
ég þekkti hann alla mína ævi.
Jón fæddist á Króki í Selárdal
25. ágúst 1910 og var því að verða
áttræður þegar hann lést í Land-
spítalanum 30., apríl sl. Foreldrar
Jóns voru hjónin Gísli Árnason,
bóndi, og Ragnhildur Jensdóttir.
Jón var yngstur í röð 13 systkina.
Af systkinum hans eru systurnar
Katrín og Ragnhildur enn á lífi.
Jón ólst upp í Arnarfirðinum og
man ég hann oft minnast góðra
stunda frá þeim árum. Jón starfaði
sem farkennari í Arnarfirði til árs-
ins 1946 er hann fluttist til
Reykjavíkur og hóf störf hjá Skatt-
stofu Reykjavíkur þar sem hann
starfaði, síðast sem afgreiðslustjóri
þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
Árið 1947 kvæntist Jón móður-
systur minni, Arndísi Hannesdótt-'
ur, dóttur Hannesar Stephensens
Bjarnasonar, kaupmanns á Bíldu-
dal, og konu hans, Sigríðar Páls-
dóttur. Hún var honum dyggur
förunautur alla tíð og dvaldi við
hlið hans alveg til hins síðasta.
Addý og Jón hófu búskap sinn í
Reykjavík, fyrst á Ránargötunni en
síðan á Snorrabraut 34 þar sem þau
bjuggu í mörg ár. Á þeim árum var
jafnan mjög gestkvæmt hjá þeim
og margt var skyldfólkið að vestan
sem gisti hjá þeim þegar það kom
suður.
Jón var ætíð Arnfirðingur. Hann
var lengi í stjórn Arnfirðingafélags-
ins og á árlegu Sólarkaffi lét hann
sig ekki vanta. Margar ferðirnar
fóru þau Addý vestur á sumrin. Ég
man sérstaklega eftir fyrstu ferð
minni vestur 1962 þegar ég var sjö
ára gamall. Þá fór ég í fylgd þeirra
með Esjunni til Bíldudals.
Þegar ég lít til baka rifjast upp
margar góðar minningar. Ég minn-
ist ferðanna vestur og þeirrar þolin-
mæði, sem Jón sýndi ávallt því aidr-
ei man ég eftir því að hann reiddist
mér, þótt strákur væri stundum
ærslafullur. Ótal voru einnig ferð-
irnar sem farnar voru á Bláskjá um
nágrenni Reykjavíkur í sunnudags-
bíltúrunum.
Jóni og Addý varð ekki barna
auðið en margir fengu hins vegar
að njóta umhyggju þeirra, ekki
minnst ég. Blessuð sé minning Jóns ^
Gíslasonar og megi Guð styrkja
Addý frænku í sorg hennar.
Hannes Már Sigurðsson
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
k=. A
1 VL j£~3Llhliða
útfararþjónusta
Útfararbiónustan M
• Grensásvegi 16 • 108 Reykjavík • Sími 679110 •
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsíngar og ráðgjöf
um gerð og val legsteina.
S.HELGASONHF
STESNSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48'SÍMI 76677
UTFARARÞJONUSTA
OG LÍKKISTUSMÍÐI I
9(9
AR
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR
Arnasonar
LAUFÁSVEGI 52, RVK.«g^Í
SÍMAR: 13485, 39723 (A KVÖlS(N)