Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990
Bjarni Gíslason
kennari - Minning
Þorgerður Boga-
dóttir — Kveðjuorð
Lát frænda míns, Bjarna Gísla-
sonar kennara, kom nokkuð óvænt.
Hann hafði að vísu haft orð á því
að hann hefði fundið til veilu fyrir
hjarta en ekki gert mikið úr því eða
séð ástæðu til að leita læknis, enda
verið heilsuhraustur mestalla ævi.
Bjarni fæddist 26. febrúar 1916
í Skarði í Siglufirði, sonur hjónanna
Önnu Þorláksdóttur og Gísla
Bjamasonar trésmiðs, er þar
bjuggu. Bjarni var yngstur fjögurra
systkina, en þau voru: Ólöf, f. 1901
(látin), var gift Kristjáni Sigurðs-
syni trésmið og verkstjóra, Siglu-
fírði. Finnur, f. 1903 (látinn), vél-
stjóri, lengst af búsettur í Keflavík,
kvæntur Heigu Björnsdóttur frá
Siglufirði (látin fyrir allmörgum
árum). Sigríður, f. 1905, er nú ein
á lífi þeirra systkina. Hún var gift
Jóhanni Gunnlaugssyni trésmið og
búsett á Siglufirði. Jóhann iést um
aldur fram árið 1944.
Bjarni ólst upp hjá foreldrum
sínum í Skarðdal og síðan í kaup-
staðnum eftir að afi byggir við
Túngötuna og fjöiskyldan flytur
þangað 1928. Snemma bar á góðum
námshæfileikum hjá Bjarna og
heimdraganum hleypti hann 18 ára
gamall og hélt til náms í Samvinnu-
skólanum í Reykjavík. Arin
1934-36 er hann við nám í þeim
skóla og lauk þaðan verslunarprófi.
Árið eftir fer hann á Jakobsbergs-
lýðháskólann í Svíþjóð og vinnur
síðan sumarið eftir við verslunar-
störf í Svíþjóð. Þá kemur hann heim
til Siglufjarðar og starfar sem
gjaldkeri við bæjarfógetaembættið
frá hausti 1937-41. Vann næsta
ár við gjaidkerastörf hjá Land-
símanum í Reykjavík en hélt svo
til verslunarnáms í London 1942-43
og stundaði auk þess enskunám.
Árin 1943-47 starfar hann í London
við bókhaldsstörf hjá The British
Council og síðan sem verslunarer-
indreki í London fyrir G. Helgason
og Melsteð. Dvaldi á heimaslóðum
1948-49 og var þá skrifstofustjóri
hjá Þormóði Eyjólfssyni hf., Siglu-
firði. Fór aftur tii Englands haustið
1949 til náms sem var undirbúning-
ur að háskólanámi þar sem hann
lagði stund á tungumál (enska,
latína, þýska og spænska). Vinnur
við skrifstofustörf samhliða námi
1952-56. Lauk BA-prófí frá Lund-
únaháskóla í latínu, þýsku og nor-
rænu. Árið 1957 flyst hann til ís-
lands og sest að í Reykjavík þar
sem hann hefur störf við skóla
gagnfræðastigsins og kennir þá
einkum ensku. Kennslan verður uþp
frá því hans aðalstarf allt til þess
að hann hættir störfum fyrir aldurs-
sakir 1986. Á þessum árum starf-
aði hann fyrst við Miðbæjarskólann
og síðan Austurbæjarskólann. Þá
kenndi hann talsvert í Námsflokk-
unum og nokkra vetur við Kennara-
skólann. Hann varð löggiltur dóm-
túlkur og skjalaþýðandi í ensku
1959 og fékkst um tíma talsvert
við þýðingar, einkum skjalaþýðing-
ar.
Á Lundúnaárum sínum kynnist
hann konu sinni, Audrey (fædd
Buckie), en þau voru gefín saman
í Reykjavík af dr. Bjarna Jónssyni
í október 1947. Þau eignuðust tvo
syni, Edvarð f. 1960 og Gísla Anton
f. 1965. Árið 1976 kemur til skiln-
aðar og Audrey flytur til Englands
tveimur árum síðar ásamt sonum
þeirra. Þrátt fyrir þetta voru áfram
nokkur tengsl og samband allgott.
Bræðurnir komu í heimsóknir, eink-
um Gísli, og Bjarni fór nokkrum
sinnum utan. Bjami lést á heimili
sínu, Auðarstræti 13, þann 27. jan-
úar sl.
Mikil kynni hafði ég ekki af
frænda mínum fyrr en nokkru eftir
að hann flytur alfarinn heim til ís-
lands eftir alllanga dvöl við nám
og störf í Englandi. Veturinn
’64—’65 dvelur undirritaður við
kennaranám í Reykjavík og þann
vetur kem ég oft á heimili þeirra
Audrey og Bjarna og nýt þar mikill-
ar gestrisni og velvildar. Húsfreyjan
alltaf hlý og glaðleg og frændi minn
lipur og hjálpsamur en ég sótti til
hans með ýmislegt í sambandi við
mitt nám og hafði af því mikið
gagn og styrk að ræða við hann.
Eftir þann vetur kom ég alltaf við
hjá þeim þegar leiðin lá tii
Reykjavíkur.
í starfi sínu var frændi minn
mjög samviskusamur og nákvæmur
og vandaði öll sín verk, hver sem
þau voru. Kannski fannst manni á
stundum of miklum tíma varið í
þessi störf og hygg ég að íj'ölskyld-
an hafí, því miður, goldið þess hve
tímafrek störf hans urðu.
Utför Bjarna var gerð frá Siglu-
Ijarðarkirkju miðvikudaginn 7.
febrúar. í okkar síðasta samtali
lýsti hann áhuga sínum á að koma
norður á sínar æskuslóðir — það
auðnaðist honum að vísu en með
öðrum hætti en vænst var.
Fjölskylda hans kom öll frá Eng-
landi og fylgdi honum síðasta spöl-
inn. Þeim flyt ég innilegar samúðar-
kveðjur um leið og ég þakka frænda
mínum samfylgdina. • Blessuð sé
minning hans.
Anton V. Jóhannsson
Fædd 22. október 1896
Dáin 9. apríl 1990
Amma mín, Þorgerður Bogadótt-
ir, andaðist á hjúkrunarheimilinu
Skjóli 9. apríl sl. Hún var fædd á
Uppsölum í Seyðisfírði vestra 22.
október 1896, foreldrar hennar voru
þau Rósa Aradóttir og Bogi Bene-
diktsson. Börn Rósu og Boga voi-u
8 en 3 létust í æsku, af systkinunum
sem eftir lifðu var Þorgerður elst
svo Sigríður, sem bjó í Bolungarvík
og er nýlátin, þá Jóhann Ari og
Bjarni.
Þorgerður var aðeins 11 ára þeg-
ar faðir hennar drukknaði ásamt
fleirum á heimleið úr sjóróðri, var
hann þá aðeins 42 ára gamall. Upp
frá þessu tvístraðist fjölskyldan og
Rósa fluttist til Bolungarvíkur og
giftist seinna Þorbirni Eggertssyni
og eignaðist Þorgerður þá 2 hálf-
systkini, Guðbjörgu og Eggert.
10. apríl 1918 giftist hún afa
mínum, Guðmundi Péturssyni
kaupmanni frá Hafnardal, en hann
var þá nýkominn frá námi við Versl-
unarskóla íslands. Þau hófu búskap
í Bolungarvík en fluttu fljótlega til
ísafjarðar þar sem hann gerðist
bæjar- og hafnargjaldkeri og starf-
aði við það þar til hann hóf verslun-
arrekstur sem hann stundaði um
áratuga skeið. Eftir 1946 fluttu
amma og afí til Reykjavíkur þar
sem afí stundaði versiunarstörf, en
hann andaðist árið 1975.
I Reykjavík áttu þau heimili á
Brávallagötu 16 og þar bjó amma
eftir lát afa þar til hún flutti á hjúkr-
unarheimilið Skjól fyrir rúmu ári.
Þar naut hún alveg sérstakrar
umönnunar og hlýju, aðstandendur
vilja færa hjúkrunarfólki og lækn-
um innilegustu þakkir og kveðjur,
einnig sendum við Þórdísi Eyjólfs-
dóttur, sem amma var samvistum
við á Skjóli, hjartanlegustu þakkir
fyrir vináttu hennar og tryggð,
einnig séra Ólöfu presti á Skjóli
fyrir alla hennar aðstoð og góðvild.
Brávallagata .16 var okkur
barnabörnunum sem annað heimili,
þangað lá leið okkar oft, og heim-
sóknir þangað urðu nauðsynlegur
þáttur í lífí okkar. Amma var vön
að segja okkur frá þeim tíma sem
hún og afí þjuggu í stóra húsinu
við sjóinn á Isafirði, sem sjálfsagt
hefur á stundum minnt hana á föð-
urmissinn en föður sinn syrgði hún
mikið og sagði okkur oft frá er hún
með systkinum sínum var í foreldra-
húsum á Uppsölum við Isafjarðar-
djúp, gleðina og samheldnina sem
þar ríkti. Það var þessi tími í lífi
hennar sem varð okkar veganesti,
því að í ömmu var bjartsýni og
gleði, trú á lífíð og tilveruna sem
við fengum svo ríkulega að njóta.
Við barnabörnin þökkum ömmu
það sem hún var okkur og geymum
minninguna um hana í hjörtum
okkar.
Bogi Magnússon
Freyja Péturs-
dóttir - Minning
Fædd 12. júní 1907
Dáin 28. apríl 1990
Laugardaginn 28. apríl sl. lést á
Grund í Reykjavík amma okkar, J.
Freyja Pétursdóttir. Andlát hennar
kom ekki á óvart því síðustu árin
hafa verið henni erfíð. Amma var
borin og barnfæddur Reykvíkingur,
dóttir hjónanna Péturs G. Guð-
mundssonar bókbindara og Ágúst-
ínu Þorvaldsdóttur. Hún giftist í
október 1929 Þorkeli Gíslasyni
verkamanni. Börn þeirra eru: Ás-
björg, gift Birni Sigurðssyni, Pétur
kvæntur Jónínu Ágústsdóttur, Gísli,
kvæntur Jennýju M. Eiríksdóttur,
en hún lést 5. mars sl., og Ágústa,
gift Þórði Pálssyni.
Afí og amma bjuggu nær alla tíð
á Hofsvallagötu 15. Þar skapaði
amma sér og fjölskyldu sinni fallegt
heimili þó oft væri plássið lítið því
börnin voru fjögur og íbúðin lítil.
Amma vann lítið utan heimilis enda
var hún af þeirri kynslóð sem leit
á það sem starf konunnar að sinna
búi og börnum.
Amma var Reykvíkingur og vildi
hvergi annars staðar vera. En sveit-
in hafði lokkað til sín elstu dóttur-
ina og því lá leið afa og ömmu
austur á land, bæði til að heim-
sækja hana og fjölskyldu hennar
og yngstu börnin sín tvö sem voru
þar í sveit. Það var því svo að afi
og amma dvöldu á heimili foreldra
okkar á hverju sumri í u.þ.b. 20
ár. Alltdf komu þau með eitthvað
handa barnabörnunum, og á fyrstu
árum þessara ferðalaga kom amma
líka með ýmisiegt sem ekki fékkst
í Kaupfélaginu eins og ávexti og
grænmeti.
i
Okkur systrum voru þessar heim-
sóknir afa og ömmu í sveitina kær-
ar. Reyndar vorum við oft undrandi
á klæðaburði ömmu, konumar í
nágrenninu gengu nefnilega ekki
fínum kápum og með hatt. Það var
ekki fyrr en síðar að við skildum
að amma var mikil smekkmann-
eskja í klæðaburði.
Afi lést 10. apríl 1979 og hafði
amma annast hann síðustu árin.
Amma bjó ein þar tii haustið 1986
er hún flutti á Elliheimilið Grund.
Síðustu árin sem hún bjó á Hofs-
vallagötunni naut hún aðstoðar
Gísla sonar síns og konu hans, Jenn-
ýjar.
Við systurnar viljum þakka
ömmu fyrir samfylgdina. Blessuð
sé minning hennar.
Jóhanna Freyja-, Magga
og Amalía.
____________Brids_______________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Reykjavíkur
Vetrarstarfseminni lauk sl. miðviku-
dag er spilaðar voru síðustu umferðirn-
ar í Aðaitvímenningnum. Örn Arnþórs-
son og Guðlaugur R. Jóhannsson stóðu
uppi sem sigurvegarar eftir góðan
endasprett, en Björn Eysteinsson, Guð-
mundur Hermannsson og Helgi Jó-
hannsson höfðu leitt mótið fram að
síðustu umferðum. Röð efstu para var
þessi:
Örn Amþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 465
Björn Eysteinss. - Guðmundur Sv. Hermannss.351
Karl Sigurhjartarson - Sævar Þorbjörnsson 339
Valur Sigurðsson - Sigurður Vilhjálmsson 281
Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 226
V algarð Blöndal - Haukur Ingason 200
Jón Baldursson - Aðalsteinn Jörgensen 184
Ómar Jónsson - Guðni Sigurbjarnason 158
Eiríkur Hjaltason - Páll Hjaltason 158
Ásgeir Ásbjömsson - Hrólfur Hjaltason 138
Hæstu skorin á síðasta kvöldi fengu:
ÓlafurLámsson-HermannLámsson 154
Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorstcinsson 14 7
Örn Amjwrsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 118
Eirikur Hjaltason — Páll Hjaltason 104
ValgarðBlöndal-Haukurlngason 103
RúnarMagnússon-RagnarMagnússon 86
Stjóm BR þakkar öllum sem spiluðu
í vetur þátttökuna. Aðalfundur félags-
ins verður auglýstur stðar.
Bridsfélag Kópavogs
A-riðill:
Eftir 6 umferðir í Butler-tvímenningi
eru þessi pör efst:
Helgi Viborg-OddurJakobsson 84
RagnarBjömsson-ÁrmannJ. Lárusson 75
Ragnar Jónsson - Sigurður ívarsson 67
B-riðill:
Bemódus Kristinsson - Murad Serdar 80
Sigríður Möller — Sigurður Sigurjónsson 72
Erla Sigurjónsdóttir - Trausti Finnbogason 71
Síðasta spilakvöld á þessum vetri
verður nk. fímmtudag og aðalfundur
félagsins verður í Þinghól föstudaginn
18. maí kl. 20. Verðlaunaafhending fer
fram þá fyrir keppni frá áramótum.
Bridsdeild Skagfirðinga
Murat Serdar og Þröstur Ingimars-
son tóku konfektið með sér heim sl.
þriðjudag hjá Skagfirðingum. Spilað
var í einum riðli (tvær áttir) með Mitch-
ell-fyrirkomulagi. Efstu pör urðu:
NS:
MuratSerdar-Þrösturlngimarsson 279
JömndurÞórðarson-HjálmarPálsson 262
GuðjónJónsson-RúnarLárusson 240
AV:
Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 249
Eyjólfur Sigurðsson - Ólafur Lámsson 238
Þorleifur Þórarinsson - Friðjón Margeirsson 238
Konfektkvöldunum lýkur næsta
þriðjudag, því annan þriðjudag, 15.
maí mun Hjónaklúbburinn í Reykjavík
koma í heimsókn til Skagfírðinga.
Spilað verður í Drangey við hjóna-
fólkið, á 8 borðum.
Bridsfélag HafnarQarðar
Mánudaginn 30. apríl voru spilaðar
síðustu sjö umferðirnar í Stefáns-Baró-
metemum og varð lokastaðan eftirfar-
andi:
Hjördís Eyþórsdóttir—Vaiur Sigurðsson 286
RagnarMapússon-RúnarMagnússon 268
Jón Baldursson - Aðalsteinn Jörgensen 254
Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson 182
Magnús Ólafsson - Páll Valdimarsson 172
Hrólfur Hjaltason - Sverrir Ármannsson 156
Gunnlaugur Óskarss. - Sigurður Steingrimss. 155
Þess ber að geta að Anton R. Gunn-
arsson spilaði á móti Hjördísi fyrstu tvö
kvöldin og á því sinn hlut í þessum
sigri. Þetta var seinasta spilakvöld vetr-
arins og nú er einungis aðalfundur fé-
lagsins eftir af þessu starfsári. Hann
verður haldinn föstudaginn 18. maí og
þar sem staðsetning er ókunn enn, em
félagar BH beðnir um að fylgjast með
brids-dálkum blaðsins til að fá nánar
fregnir af fundinum.
Kvennalandslið
Kvennalandslið sem keppir á NM á
Færeyjum í júlí í sumar hefur verið
valið. Liðið skipa: Anna Þóra Jónsdótt-
ir, Hjördís Eyþórsdóttir, Esther Jakobs-
dóttir og Valgerður Kristjónsdóttir.
Fyrirliði er Sigmundur Stefánsson.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORVALDUR REYIMIR GUNNARSSON
frá Þorfinnsstöðum,
Önundarfirði,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 8. maí kl.
15.00
Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag
íslands eða Slysavarnafélag íslands.
Sólveig Gisladóttir,
Þröstur Þorvaldsson, Björk Kristinsdóttir,
Ösp Þorvaldsdóttir, Einar Brandsson,
Björg Þorvaldsdóttir, Magnús Brandsson,
Þorfinnur Þorvaldsson
og barnabörn.