Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAl 1990 41 9. þing Landssambands iðnverkafólks: Kaupmáttur aukist til muna í næstu kjarasamningum KJARASAMNINGARNIR sem gerðir voru í febrúar eru mikilvæg tilraun til að skapa nýjan grundvöll fyrir nauðsynlegan stöðugleika í eíhahagsmálum og traustu atvinnuástandi, segir meðal annars í ályktun 9. þings Landssambands iðnverkafólks um kjaramál, sem haldið var fyrir skömmu. í ályktuninni segir enn fremur að til þess að tilraunin beri árangur þurfi ríkisvaldið, bankar og aðrir aðilar samningsins að standa við þau fytrirheit sem þeir gáfu við gerð hans. Nauðsynlegt sé að nafn- vextir haldi áfram að lækka og raunvextir einnig. Lýst er vonbrigð- um með verðhækkanir síðustu mán- aða og því beint til fólks að halda vöku sinni varðandi hækkanir. Þá er gerð krafa til þess að í næstu kjarasamningum aukist kaupmátt- ur til muna. Síðustu samningar hafi ekki verið takmark í sjálfu sér heldur undirbúningur að sókn til bættra kjara. Einungis samtaka og sterk verkalýðshreyfing sé fær um að ná þeim markmiðum. Þingið ályktaði einnig um að heildarúttekt verði gerð á aðbún- aði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna í verksmiðjuiðnaði og er tilmælum þess efnis beint til Vinnueftirlits ríkisins. Heilbrigði starfsmanna verði kannað með hlið- sjón af störfum viðkomandi. Reynt verði að finna skýringu á tíðum vinnuslysum í verksmiðjuiðnaði, auk þess sem gerð verði sérstök könnun á hávaðamengun og slitsk- öðum. í ályktun um atvinnumál segir að íslenskt atvinnulíf standi nú á tímamótum. Þróun undanfarinna missera hafi öðru fremur einkennst af litlum hagvexti og samdrætti á flestum sviðum efnahagslífsins. Framleiðsluiðnaður hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og í fyrsta skipti í. langan tíma virðist hætta á viðvarandi atvinnuleysi. Gera verði kröfu til þess að full og varanleg atvinna ekki síst fyrir þá sem búi við skerta starfsorku verði grund- völiur efnahagslegrar endurreisnar. Því sé nauðsynlegt að skjóta fleiri traustum stoðum undir íslenkst at- vinnulíf. Með hagræðingu, bættri stjórnun, tækniþróun, stóraukinni áherslu á gæði og starfsmenntun hafi íslenskur iðnaður alla mögu- leika á að keppa við það sem best gerist annars staðar. Varast beri ofuráherslu á stóriðju sem allra mejna bóta. í ályktun um málefni Evrópu segir meðal annars að þingið telji samvinnu með öðrum EFTA ríkjum vera réttan vettvang til að fylgjast með og hafa áhrif á það sem er að gerast' í Evrópu. Stuðningi er lýst við aðild íslands að væntanleg- um samningaviðræðum um Evr- ópskt efnahagssvæði. Síðar kunni jafnframt að vera nauðsynlegt að að taka upp tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið um helstu hags- munamál okkar. „Þá leggur þingið áherslu á fyrirvara stjórnvalda gagnvart EFTA og EB um frjálsa vinnuaflsflutninga og möguleika útlendinga til nýtingar náttúruauð- linda hér á landi, enda ráða þeir úrslitum um niðurstöðu samning- ana. Iðnverkafólk leggur áherslu á útfærslu félagsmála innan hins væntanlega evrópska efnahags- ■ NYR vettvangur lýsir yfír sluðningi við meginhugmyndir í frumvarpi menntamálaráðherra um leikskóla og telur að málaflokkurinn eigi heima í menntamálaráðuneyt- inu eins og verið hefur frá setningu laga um byggingu og rekstur dag- heimila 1973. Starfsemi leik- skóla/dagheimila er fyrst og fremst uppeldis- og menningarstarfsemi og ber því að heyra undir mennta- málaráðuneytið. Auk þess skal þess ætíð gætt að samskipti ríkis og sveitarfélaga séu sem einföldust og í því skyni eðlilegt að forðast að dreifa einstökum málaflokkum á fleiri ráðuneyti en nauðsyn bertil. (Fréttatilkynning) svæðis og krefst að þess verði gætt, að með þáttöku íslendinga í náinni efnahagslegri samvinnu við aðrar þjóðir Evrópu verði ekki að neinu leyti grafið undan áunnum réttind- um launafólks hér á landi.“ . 45 fulltrúar frá 11 aðildarfélög- um víða um land sóttu þingið, en þingforseti var Kristín Hjálmars- dóttir, Akureyri. Hún var einnig kjörinn varaformaður, en Guð- mundur Þ. Jónsson, Reykjavík, var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Hildur Kjartansdóttir, Raykjavík, ritari, Unnar Þór Birgis- son, Selfossi, gjaldkeri, meðstjórn- endur Guðmundína Samúelsdóttir, Akranesi, Sigurgeir Stefánsson, Húsavík, Ragna Guðvarðardóttir, Kópavogi, og varamenn Armann Helgason, Akureyri, Ragnar Hall- dórsson, Eyrarbakka, og Hannes Ólafsson, Mosfellsbæ. Starfsmenn Bifreiðaskoðunar, Skúli Guðmundsson og Gunnar Adolfs- son við vegaeftirlitsbilreiðirnar. ■ BIFREIÐASKOÐUN íslands fékk fyrir skömmu nýja bifreið til vegaeftirlitsstarfa. Bifreiðin er sendibifreið af gerðinni Ford Ec- onoline 150 og er hún önnur bif- reið vegaeftirlits Bifreiðaskoðunar. Hlutverk vegaeftirlitsins er að fylgj- ast með ástandi öryggisbúnaðar ökutækja úti í umferðinni. Með þessari nýju vegaeftirlitsbifreið verður Bifreiðaskoðun kleift að hafa eina bifreið að starfí á vegum úti og aðra á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Flug og bíll til Lúxemborgar og sumarhús í Biersdorf eða Daun Eifel i Þýskalandi er toppurinn á tilverunni Æ fleiri kjósa sér þann ferðamáta sem er kenndur við flug, bíl og sumarhús. Ferðalangarnir eiga sér athvarf í notalegu húsi í fallegu umhverfi en geta jafnframt ferðast um borgir og sveitir Evrópu og ráðið ferðinni sjálfir. A flokkur Ford Fiesta eöa sambærilegur bill C flokkur Ford Sierra eða sambærilegurbill Fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 2ja -11 ára, kostar flug til Lúxemborgar, bíll í A-flokki og glæsilegt sumarhús í Biersdorf eða Daun Eifel í júní frá kr. 145.400 samtals fyrir alla fjölskylduna í tvær vikur eða kr. 36.350 á mann og samtals kr. 177.700 í þrjár vikur eða 44.425 á mann. Ef valinn er bíll í C-flokki kostar fyrir þessa sömu fjölskyldu frá kr. 155.000 samtals í tvær vikur í júní eða kr. 38.750 á mann og samtals frá kr. 191.700 í þrjár vikur eða kr. 47.925 á mann. Úrval-Útsýn býður einnig mikið úrval af sumarhúsum og íbúðum í Walchsee í Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Titisee í Þýskalandi. Flug og bíll Lúxemborg * 2 vikur 3 vikur A-flokkur kr. 31.800 35.100 C-flokkur kr. 34.200 38.600 Barnaafsláttur kr. 11.000 * miöaö viö fjóra i bil FfRDASKRIFSTOfAN FARKORT saga Suðurgötu 7, sími 62 40 40 URVAL-UTSYN Álfabakka 16, sfmi 60 30 60 og Pósthússtræti 13, sfmi 2 69 00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.