Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 48
MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: 11 AFNARSTIIÆTI 85
SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Svínarækt:
Svínakjöts-
.framleiðsla
minnkarum
10%áárinu
ERFIÐLEIKAR í svínarækt hafa
leitt til þess að veruleg fækkun
hefur orðið í lífdýrastofiii, en þrjú
stór svínabú hafa hætt rekstri
síðastliðinn vetur. Að sögn Vals
Þorvaldssonar hjá Svínaræktarfé-
lagi Islands hefiir þetta væntan-
lega í for með sér um 10% minni
svínakjötsframleiðslu á þessu ári
en í fyrra.
Valur sagði
að verð á
svínakjöti hefði
nánast staðið í
stað í krónutölu
á þriðja ár, og frá
1984 hefði verð á
svínalæri aðeins
hækkað um
153% á meðan lambalæri hefði
hækkað um 327%. „Við höfum ekki
getað náð upp verðinu, en það þýðir
að fóðurkostnaðurinn er orðinn of
Jiátt hlutfall af innkomunni, og þéir
*em hafa lakastan árangur fara
hreinlega á hausinn. Það hefur verið
taprekstur í svínaræktinni undanfar-
in ár, en nú eru að skapast skilyrði
til þess að svínabændur nái kostnað-
arverði í fyrsta sinn í tvö ár, en það
þýðir að einhver verðhækkun er fyr-
irsjáanleg á næstunni."
Óskoðaðir
smábátar
\ farbann
FJÖLDI smábáta hefúr verið
skoðaður um allt land á vegum
Siglingamálastoftiunar eftir að
ákveðið var að herða aðgerðir
vegna þeirra báta sem ekki hafa
haffærisskírteini í lagi. Ákveðið
hefur verið að setja þá báta sem
ekki sinna kalli um skoðun í far-
bann og þurfa eigendur þeirra
að greiða ákveðinn kostnað til
að því verði aflétt.
Páll Guðmundsson deildarstjóri
sagði að um 6-700 bátar hafi
verið skoðaðir á þessu ári af þeim
-^*nátt á annað þúsund bátum sem
skráðir eru. Milli 20 og 30 þeirra
báta sem skoðaðir hafa höfðu ekki
skírteini sín í lagi. Þegar er búið
að setja um helming þeirra í far-
bann en eigendur nokkurra þeirra
hafa gert þær úrbætur sem krafist
var og er búið að létta farbanninu
af þeim aftur.
Skipaskoðunarmenn hafa farið á
hafnirnar og skoðað báta sem hafa
landað þar og einnig á fiskmörkuð-
unum. Nú eru allir minni bátar
skráðir inn í tölvu hjá Siglingamála-
^stofnun og þar kemur fram hvort
þeir hafa verið skoðaðir eða ekki.
Páll sagði að tryggingafélögin
neituðu nú orðið að tryggja smábáta
nema haffærisskírteinið sé í lagi.
Komið hafa upp mál þar sem tjón
hafi ekki verið bætt vegna þessa.
Hann sagði það brýnt að fjölskyldur
þeirra sem á bátunum eru krefjist
þess að þeir rói ekki nema bátamir
hafi verið skoðaðir og hafi sína
pappíra í lagi.
Sperrurnar reistar
Morgunblaðið/Einar Falur
Hvítá:
Samkomulag
náðist ekki
um að hætta
netaveiðum
NETAVEIÐIN í Hvítá í Borgar-
firði, hefst venju samkvæmt 20.
mai næst komandi, þar sem út-
séð er um að samkomulag náist
um annað. í vetur hafa verið
umræður og fúndahöld um,
hvort netin yrðu keypt upp og
var talið, að málið kæmist í
höfii fyrir veiðitímann. Veiðifé-
lag Grímsár frestaði til dæmis
útgáfú verðskrár vegna þessa.
Mál þetta fór fyrst af stað fyr-
ir þremur áram, þegar
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
reyndi að mynda
breiðfylkingu með
leigutökum og
bergvatnsbænd-
um til að bjóða í
laxinn óveiddan.
Netabændum var
gert tilboð og vildi
breiðfylkingin
kaupa upp öll net
eða engin. Sam-
komulag tókst ekki, þar sem
bændur í Feiýukoti voru því and-
snúnir.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
kom hvergi nærri þeim umræðum,
sem nú urðu, en þær snérust um
lagnir við sunnanverða Hvítá.
Þverárbændur riðu á vaðið og
Grímsárbændur fylgdu, en eigend-
ur Reykjadalsár og Flóku biðu
átekta.
Framkvæmdanefnd var skipuð
til að þoka málinu áfram, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
strandaði málið nú á því, að leigu-
takar veiðinnar í Þverá og Kjarrá
gátu ekki tekið á sig hækkun veiði-
leyfa, þar sem við þá var rætt of
seint.
Erlend flugfélög vilja skipta við Flugleiðir á afgreiðslunúmerum:
Yaxandi eftirspum hækkar
markaðsverð Boeing-þotna
Flug'leiðir heíja flug til Baltimore-Washington-flugYallar einir norrænna flugfélaga
MARKAÐSVERÐ á nýjum Boeing-þotum af gerðinni 737 og 757 er
nú nokkru hærra en kaupverð þeirra frá verksmiðjunum, vegna mik-
illar eftirspurnar. Erlend flugfélög hafa óskað eftir að fá þoturnar,
sem Flugleiðir fá afhentar á næsta ári. I stað þeirra fengju Flugleiðir
vélar, sem þessi flugfélög hafa pantað en fá ekki afhentar fyrr en
eftir nokkur ár. Flugleiðir hafa ekki hug á að taka þessum tilboðum,
heldur taka aðra vélina strax í notkun í eigin þágu. Ovíst er hvernig
hinni verður ráðstafað. Á mánudag hef/a Flugleiðir flug á leiðinni
Stokkhólmur-Keflavík-Baltimore og verður þar með eina norræna flug-
félagið sem flýgur til Washington-svæðisins.
Flugleiðir hafa nú
fengið afhentar
þijár Boeing 737-
þotur og tvær Bo-
eing 757. Þegar
flugfélagið ákváð að
endurnýja millilandaflota sinn og
panta nýjar vélar af þessum gerðum
var eftirspurn eftir þeim lítil. „Við
staðfestum pantanir á þessum vélum
árið 1987 og fljótlega fór að bera á
aukinni eftirspurn. Ástæðan voru
auknar áhýggjur flugfélaga vegna
óhappa á eldri vélum og mikil aukn-
ing í farþegaflugi," sagði Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða, í sam-
tali við Morgunblaðið. „Frá því að
við pöntuðum þessar fimm vélar liðu
tvö til þijú ár þar til þær voru afhent-
ar frá verksmiðjunum. Þau flugfé-
lög, sem panta slíkar vélar nú, þurfa
að bíða afhendingar í sex til sjö ár.
Þess vegna er markaðsverð vélanna
töluvert hærra en það verð sem
Flugleiðir greiddu fyrir þær.“
Á næsta ári fá Flugleiðir afhentar
tvær síðustu vélarnar, aðra af 737-
gerð og hina af 757-gerð. „Erlend
flugfélög hafa óskað eftir því að
skipta við okkur á afgreiðslunúmer-
um. Þá fengju þau vélarnar okkar
á næsta ári, en við fengjum síðar
þær vélar sem þau eiga í pöntun,"
sagði Sigurðúr. „Við höfum hins
vegar ákveðið að taka aðra vélina í
notkun sjálfir, en ekki er ákveðið
hvernig hin verður nýtt.“
Sigurður Helgason sagðist vera
bjartsýnn á að nýja flugleiðin, til
Baltimore-Washington-flugvallar-
ins, myndi auka fjölda farþega með
félaginu. „Flugleiðir verða eina norr-
æna flugfélagið, sem flýgur til Balti-
more og þar með Washington-svæð-
isins,“ sagði hann. „Þess vegna er
vonast til að farþegar frá öðrum
Norðurlöndum sæki til okkar og auk
þess tengjum við þetta flug flugi frá
Lúxemborg til Keflavíkur. Þá höfum
við gert samning við USAir, sem sér
farþegum okkar til Baltimore fyrir
tengiflugi innan Bandaríkjanna til
70 áfangastaða strax eftir komu
okkar véla.“
Þær fimm Boeing-vélar, sem
Flugleiðir hafa þegar fengið afhent-
ar, kosta 188 milljónir Bandaríkja-
dala, eða um 11,3 milljarða króna.
Inni í þeirri upphæð eru varahlutir
í vélarnar, sem kosta um 300 milljón-
ir króna.
Tvær DC-8-vélar, sem Flugleiðir
hafa átt undanfarin ár, verða afhent-
ar nýjum eigendum á næstu dögum.
Vélar sömu gerðar hafa verið í notk-
un Flugleiða í 20 ár.