Morgunblaðið - 23.06.1990, Page 7

Morgunblaðið - 23.06.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JUNI 1990 7 Norrænt þing hann- yrða- og smíðakenn- ara á Laugarvatni Handavinnukennarafélag íslands og Nordisk sl0jd-/textillærer- forbund (NST) halda þing á Laugarvatni dagana 24.-29. júní. Útihátíð Toyota eig- enda í Borgarfirði EIGENDUM Toyota-bifreiða er boðið til útihátíðar að Varmalandi í Borgarfirði í dag, laugardag. Um 14.000 slíkar bifreiðir eru á landinu og búast starfsmenn umboðsins, P. Samúelsson og co., við þúsundum gesta á hátíðina. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra ávarpar samkomuna, boðið verður upp á skemmtiatriði og til grillveislu. NST hefur starfað frá árinu 1970 en þá voru eingöngu hann- yrðakennarar í samtökunum. Nú hafa smíðakennarar frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð bæst í hóp- inn. Þing af þessu tagi eru haldin á þriggja ára fresti til skiptis á Norð- urlöndunum. Þetta er í annað sinn sem íslendingar sjá um þing af þessu tagi. Fyrra skiptið var árið 1976. Dagskrá þingsins er mjög ijöl- breytt. Þar verða haldnir fyrir- lestrar og námskeið og farið í námsferðir. Sýning á hannyrðum grunnskólanema verður sett upp í tengslum við þingið. Þema þingsins er „Maðurinn og umhverfíð“ og er það vel við hæfi við upphaf Norræns umhverfisárs. Karl gerður af grunnskólanema úr efiium úr íslenskri náttúru. Hátíðin er haldin. í tilefni þess að aldarfjórðungur er liðinn síðan innflutningur á Toyotá-bifreiðum hófst. Dagurinn verður helgaður gróðri og landgræðslu. Fyrirhugað er að gróðursetja eina tijáplöntu fyrir hverja bifreið þess- arar tegundar á landinu. Tijárækt- in hefst formlega að Varmalandi, en síðar verður plantað í gróður- reiti í öðrum landshlutum. Hátíðin hefst klukkan 15 með ávaipi forsætisráðherra, en lýkur klukkan 18. Meðal skemmtiatriða er hljóðfæraleikur Stuðmanna, eftirhermur Jóhannesar Kristjáns- sonar, söngur og gamanmál Stein- dórs Hjörleifssonar, Valdimars Örnólfssonar og Flosa Ólafssonar. Sýnt verður listflug og Jón Páll Sigmarsson kemur fram. Af hverju völdu Einar og Alda Daihatsu APPLAUSE? Þegar Einar og Alda ákváðu að kaupa nýjan bíl fyrir sig og fjölskylduna var mark- miðið að fínna bíl sem væri stílhreinn í útliti. notadriúgur, á góðu verði og ódýr í rekstri. Úrvalið af nýjum bílum er mikið en þeim fannst þó aðeins einn bíll sameina þessa kosti. Bíllinn er Daihatsu APPLAUSE. Innanrými og ótrúlega stór farangursgevmsla gera APPLAUSE að einstökum fjölskyldubíl. Hönnun Daihatsu APPLAUSE er líka nýst- árleg og sameinar stílhreint útlit fernra dyra fólksbíls og notagUdi hinna vinsælu fimm dyra bíla. (Siá opnun á skotti/skutá mvnd). Einar og Alda sáu einnig að Daihatsu APPLAUSE er tæknilega vel búinn og fannst hann einkar lipur og þægilegur í akstri. Af búnaði í APPLAUSE má nefna framhióladrif. siálfskiptingu, vökvastvri. samlæsingu á hurðum. siálfstæða fíöðrun á hveriu hióli og öfíuga 16 ventla vél. 91 hestafía vél. Fyrir Einar og Öldu er Daihatsu APPLAUSE sá fullkomni fjölskyldubíll sem þau leit- uðu að - á mjög hagstæðu verði, eða frá kr. 884.000 stgr. á götuna. Ef þín fjölskylda er í bílahugleiðingum þá ættuð þið ekki að sleppa því að skoða og reynsluaka Daihatsu APPLAUSE. Verið velkomin. Brimborg hf. Faxafeni 8 • S: 68 58 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.