Morgunblaðið - 23.06.1990, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990
Húseign í Hafnarfirði
Nýkomið til sölu stein- og timburhús við Öldugötu, tvær
hæðir og kjallari, alls um 170 fm. Tvær 3ja herb. íbúð-
ir eru í húsinu. Einkasala.
Opið í dag Árni Gunnlaugsson hri.,
frá kl. 10-16 Austurgötu 10, sími 50764.
Til sölu f Hafnarfirði
nýstandsett timburhús
Einbýlishús á góðum stað í miðbænum 108 fm á tveimur
hæðum auk geymsluriss. Á jarðhæð er stórt eldhús, tvö
herb. og gott geymslupláss. Á efri hæð er stór og falleg
stofa, herb. og bað. Allt nýstandsett að innan. Skipti á
3ja-4ra herb. sérhæð koma til greina. Einkasala.
Opið f dag Árni Gunnlaugsson hrl.,
frá kl. 10-16 Austurgötu 10, sími 50764.
041 RO 91 97A L^RUS Þ' VALDIMARSSOM framkvæmdastjóri
L I I jU'fclw/U KRISTINNSIGURJÓNSSON.HRL.loggilturfasteignasali
Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. eigna:
í þríbhúsi - allt sér
4ra herb. jarðhæð 106 fm nettó við Melabraut á Seltjarnesi. 3 góð
svefnherb. Þarfnast máln. Ræktuð lóð. Skuldlaus. Götunni er verið að
breyta í vistgötu.
Endaraðhús við Dalatanga Mos
Steinhús ein hæð með glæsilegri 2ja herb. íb. Furuinnr. Parket. Sólsv.
Verð aðeins 5,3 millj.
Úrvalsfbúð við Ofanleiti
4ra herb. endaíb. 104 fm nettó. JP-innr. Sérþvottah. Tvennar sv.
Góður bílsk. Skipti t.d. á minni íb. á nágrenninu.
Á góðu verði - sameign nýstandsett
Á neðri hæð við Efstahjalla Kóp. 4ra herb. íb. Sérhiti. Rúmg. sólsval-
ir. Skuldlaus. Útsýni. Rólegt hverfi. Verð aðeins kr. 6,1-6,3 millj.
Glæsilegar eignir við:
Norðurbrún. Rúmg. parhús á tveimur hæðum með 6 herb. ib á efri
hæð. 2ja herb. með snyrtingu m.m. á jarðhæð. Mikið útsýni.
Yrsufell. Glæsilegt endaraðh. ein hæð rúmir 150 fm með nýrri sólst.
4 svefnerherb. Nýlegt parket. Góður bílsk. með kj.
í Skógahverfi. Glæsilegt tvíbhús með tveimur samþ. íb. 6 herb. og
2-3 herb. Ennfremur bílsk. og rúmgott vinnupláss.
Þurfum að útvega traustum kaupendum:
2- 3 herb. íb. við Rekagranda, nágr. og Árbæjarhv. og nágr.
3- 5 herb. íb. í Vesturborginni eða á Nesinu.
3-4 herb. íb. á 1. eða 2. hæð í Heimum, nágr. eða í.lyftuh.
5-6 herb. sérhæð í borginni miðsvæðis.
Nokkrar 2ja,3ja og 4ra herb. íb. á 1. hæð (ekki jarðhæð) í borginni eða
nágr.
Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. Ýmis konar eignaskipti.
Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar.
• • •
Opiðídag kl. 10.00-16.00.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
AIMENNA
FASTEIGNASALAH
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Fyrst er hér gleðifrétt. Orðið
listhús er að festa sig í málinu
í staðinn fyrir ómyndina „gall-
erí“. Hér í blaðinu var 16. þ.m.
fyrirsögnin Listhús, Vestur-
götu 17 á grein eftir Eirík Þor-
láksson. Þar er frá því skýrt að
Listmálarafélagið hafi opnað
sýningarsal undir nafninu List-
hús. Hafi þeir þökk sem að
standa.
★
í skemmtilegu bréfi, sem
Richard Ryel í Holte í Danmörku
skrifar mér, er vikið að orðum
sem hann telur að borist hafi inn
í íslensku á ýmsum tímum. Að
ósk hans geri ég svolitla grein
á nokkrum þeirra:
£111; tökuorð ættað úr arabísku
fil. Grísk-latneska heitið á
fílnum elephas (ef. elephantos)
virðist hins vegar hafa umbreyst
í úlfaldi (gotn. ulbandus).
gabb; svipuð orð í svipaðri
merkingu eru í öðrum germ-
önskum málum. Mér sýnist
gabb ekki vera tökuorð í
íslensku, skylt gapa, gafa
(= gapa) og no. geQa = þunn
skýjaslæða; slitin flík; lasleiki,
slen.
skák = manntafl, komið eftir
löngum og krókóttum leiðum úr
arabísku og persnesku „esch-
schah-mat“ = kóngurinn er
dauður, sbr. mát.
peð (taflmaður) þýðir eigin-
lega fótgönguliði, fomfranska
pedon, lat. pedes af pes = fót-
ur, enda samstofna slíkum orð-
um í íslensku, sjá fet.
sóló = einleikur eða sögn í
spilum, af lat. solus = einn, e.
solitude = einvera.
pass (sögn í spilum) úr
frönsku (je) passe = ég læt spil-
ið (sögnina) fara fram hjá mér,
af passer ganga, fara hjá, lat.
passare.
nóló (sögn í vist) er beint úr
latínu nolo = ég vil ekki.
rallí (rally) = „kappakstur á
almennum vegum“, úr frönsku
rallier < re-allier sameina, sbr.
alliance = bandalag.
safarí, „veiðiferð, einkum í
Afríku“, úr arabísku safara =
ferðast, gegnum swahili-mál,
sbr. mánaðarheitið safar hjá
Múhameðsmönnum.
„Hvenær verða orð annars
íslensk?“ spyr Richard Ryel.
Svar: Þegar íslendingar hafa
tekið þau upp og orðin laga sig
að lögmálum íslenskrar tungu
um beygingu, framburð og
stafsetningu. Sjá fíll, ef. fíls,
ft. fílar.
★
Þess er getandi, að mér varð
oft hugsað ungum um „iðjagræn
tár“. Eg heyrði ekki betur en
fólkið syngi: „Fleygir burt gull-
hörpu fossbúinn grár/fellir nú
skógyðjan iðjagræn tár“. Þetta
olli mér miklum heilabrotum, því
að ég hélt að öll tár væru litlaus
eða þá grá eins og sjálfur fossbú-
inn, hverrar ættar sem hann
kynni nú að vera. En svo dofn-
aði græni liturinn á tárum skó-
gyðjunnar, þegar ég komst í
ljóðabók Steingríms. Það er mis-
gaman að vera læs. í bókinni
stóð:
Fleygir burt gullhörpu fossbúinn grár,
fellir nú skóggyðjan iðjagrænt hár.
Og gyðjan allt í einu búin að
missa græna hárið (mikil fram-
úrstefnu-gyðja langt á undan
öllum pönkurunum) og stóð lit-
laus og bersköllótt, en ógrát-
andi, og hefði þó ekki veitt af
„iðjagrænum tárum“, þegar
svona var komið.
Þá heyrði frændi minn sungið
í Vorvísu Jóns Thoroddsens:
„hreiðrar sig blikinn, — og æður-
in(n) fer“.
Hann þóttist vita að fugl-
skepnan hreiðraði um sig, en
einhver æður hefði sig á brott.
Honum var ekki ljóst fyrr en
löngu seinna að æðurin væri
kolla og færi ekki neitt í burtu,
heldur færi að hreiðra sig
ásamt blikanum sínum. Hvernig
átti hann að átta sig á „kon-
543. þáttur
strúxjóninni": hreiðra sig blik-
inn og æðurinn fer“?
★
Inghildur austan kvað:
Nisti um háls og nefhringaflúr
og höggormsrif til þess að stinga úr
tönnum, - ég fæ hér allt,
því að allt er falt
bæði dónó og siðlegt í Singapore.
★
í tímaritinu Málfregnum (3.
ár, 2. tbl.) birtist ritfregn eftir
próf. Baldur Jónsson, forstöðu-
mann íslenskrar málstöðvar.
Umsjónarmaður birtir hér hluta
af þessari ritfregn með leyfi
höfundar:
„Gott er til þess að vita að
ekki eru settar hömlur á dreif-
ingu bókarinnar [Málfar í fjöl-
miðlum eftir Árna Böðvarsson].
En hún leiðir óneitanlega hug-
ann að því hvernig leiðbeining-
um hennar er tekið. Hvernig nær
boðskapurinn til dæmis til þeirra
sem lesa fréttir í sjónvarpi?
Á þessum miklu bersöglistím-
um er talað um ótrúlegustu hluti
í fjölmiðlum. Ef maður sætir
gagnrýni fyrir eitthvað er hann
óðara tekinn tali og yfirheyrður
í sjónvarpi. Og ekki vantar að
ljölmiðlar tali um sjálfa sig. Þó
fer lítið fyrir því að t.d. frétta-
menn sjónvarps séu yfirheyrðir
í sjónvarpi eins og annað fólk
sem gagnrýnt er. Hlustendur
þeirra fá því aldrei að vita hvern-
ig þeir bregðast við látlausri
gagnrýni fýrir meðferð máls eða
hvort hún nær nokkru sinni til
þeirra. Þetta er þó eins mikils-
vert atriði og leiðbeiningarnar
og ráðgjöfín sem borgað er fyrir
handa þeim. Hvernig er háttað
endurmenntun fréttamanna í
íslensku? Eða er hún e.t.v. eng-
in? Hvennig er þetta landslið
okkar þjálfað? Við fáum aldrei
að vita neitt um þetta.“
P.s. Stór fyrirsögn í blaði:
Þrepaskiptan framleiðslurétt í
sauðfé? Getur einhver sagt mér
hvað þetta merkir?
RAÐGJOF ÞEIRRA
VAR ÓMETANLEG
Ingibjörg Qarðarsdóttir
og Róbert Hlöðversson:
„Við seldum íbúð í gegnum fasteignasöluna Húsakaup -
og vorum mjög ánægð með þau viðskipti. Fólkið þar
studdi við bakið á okkur frá upphafi til enda, aðstoðaði
okkur við að meta kauptilboð, veitti okkur yfirsýn yfir
fjármálin og gaf góð ráð. Þarna er greinilega fagfólk á ferð
sem lætur sig velferð hvers viðskiptavinar miklu skipta.“
- Heildarlausn fyrir fólk
í fasteignaviðshiptum!
HUSAKAUP
BORGARTÚN 29 • SÍMI 62 16 00