Morgunblaðið - 23.06.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990
11
Nína Margrét Grímsdóttir og Sigríður Jónsdóttir.
Ljóðatónleikar
í Hafiiarborg í Hafiiarfirði
TONLIST
Jón Þórarinsson
Sigríður Jónsdóttir mezzósópran-
söngkona og Nína Margrét
Grímsdóttir píanóleikari eru ungar
konur sem eiga að baki mikinn
námsferil, hvor á sínu sviði.
Sigríður stundaði söngnám hjá
■Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í
Söngskólanum í Reykjavík sam-
hliða menntaskólanámi, en hélt til
Bandaríkjanna 1985 og hefur verið
í framhaldsnámi við Illinois-háskóla
og í New York. Hún hefur komið
fram við ýmis tækifæri, en þetta
voru aðrir einsöngstónleikar hennar
hér á landi.
Nína Margrét sótti fyrst Tón-
menntaskólann í Reykjavík og síðar
Tónlistarskólann samhliða mennta-
skóla, og var áðalkennari hennar
Halldór Haraldsson. Hún lauk ein-
leikaraprófí 1985 og var síðan við
framhaldsnám í Lundúnum þar til
síðastliðið haust. Hún hefur komið
fram á mörgum tónleikum innan
lands og utan.
Þær réðust ekki á garðinn þar
sem hann er Jægstur þessar ungu
listakonur. Á efnisskránni voru
sönglög eftir Schumann, Schubert,
Debussy, Mahler og Hugo Wolf, þar
á meðal sumar dýrustu perlurnar —
og vandmeðfömustu — sem þessir
snillingar létu eftir sig. Þeim voru
undantekningarlaust gerð góð skil
og sum lögin nutu sín með miklum
ágætum. Meðferðin einkenndist að
kunnáttu og næmum skilningi.
Rödd Sigríðar er blæfögur
mezzósópranrödd sem þegar hefur
náð verulegum þroska, einkum á
efri hluta tónsviðsins. Á mið- og
lágsviði fær röddin meiri hljómfyll-
■ MIÐSUMARHUGLEIÐSLA
verður í Gerðubergi sunnudaginn
24. júní. Þar verður haldin hug-
leiðsla í tilefni Jónsmessu. Leifiir
Leopoldsson „vökumiðill" leiðir
hugleiðsluna ásamt aðstoðarfólki
og heldur stuttan fýrirlestur. Húsið
verður opnað stundvíslega kl.
20.30.
/OÍIS
Fataskápar
góðir
ódýrir
físlenskir
| ■
Axis Húsgögn hf.,
Smiöjuvegi 9,
sími 43500.
ingu þegar tímar líða, og þá verður
Sigríður Jónsdóttir stórglæsileg
söngkona.
Píanóhlutverkið í flestum þessum
lögum er samleiks- en ekki undir-
leikshlutverk og reynir oft mjög á
tækni, skilning og samstillingu við
söngvarann. Nína Margrét er mjög
fær píanóleikari og leysti allar
tækniþrautir fyrirhafnarlítið, en
mér fannst hún tæpast fara nógu
mjúkum höndum um hljóðfærið
þegar hlutur þess er í raun aðeins
bakgrunnur sönglagsins. Þannig
fannst mér t.d. „rokkhljóðið" í lagi
Schuberts um „Grétu við rokkinn"
í háværasta lagi. En oftast var
„samspil" þessara snjöllu lista-
kvenna með miklum ágætum og
tónleikarnir að öllu hinir ánægjuleg-
ustu.
Gunnarssalur
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Það hefur líklega ekki komið
fyrir áður að tveir sýningarsalir
fyrir myndlist hafí verið opnaðir
á íslandi í sama mánuðinum. List-
húsið á Vesturgötu 17 var opnað
f byrjun júní, og nú hefur verið
opnaður lítill sýningarsalur í
Þemunesi 4 í Garðabæ, sem hlot-
ið hefur nafnið Gunnarssalur.
Salurinn er í einbýlishúsi á
Amamesi, og stendur fallega við
Kópavoginn. Hann er í útbygg-
ingu sem stendur á stólpum, og
er hlýlegur innkomu. Salurinn er
rekinn af Gunnari Gunnarssyni
sálfræðingi, og hefur verið nefnd-
ur Gunnarssalur til minningar um
Gunnar Sigurðsson, sem var
þekktur listunnandi á árum áður
og hafði m.a. fyrstur manna rekið
gallerí í Ásmundarsal við Freyju-
götu, þar sem enn eru haldnar
sýningar.
Hugmyndin er að Gunnarssalur
verði ekki eingöngu notaður undir
sýningar, heldur geti þar einnig
verið vinnustofa fyrir listamenn,
og loks er mögulegt að nota hann
undir námskeið, hópmeðferðir og
fleira. Hversu lífvænlegt getur
verið fyrir sýningarstað fyrir
myndlist í íbúðarhverfí langt utan
alfaraleiðar, verður tíminn hins
vegar að leiða í ljós.
Fyrsta sýningin í þessum nýja.
sal er sýning á málverkum, teikn-
ingum og vatnslitamyndum eftir
Gunnar I. Guðjónsson. Þama er
rúmlega þijátíu verkum komið
fyrir þétt saman, svo að lítið rými
er fyrir hveija mynd. Skemmti-
lega mishá upphenging verkanna
bjargar því. Myndirnar em frá
ýmsum tímum, allt frá 1973 til
1990, og hafa verið gerðar á
Spáni, í Svíþjóð og hér á landi.
Ýmis stílbrigði sjást í verkunum,
en sameiginlegt einkenni er þó
ákveðið litaval og viss kraftur í
framsetningu, sem stundum jaðr-
ar við ofhlæði. Verkin „Seglin,
Espana“ I og II eru sterk í einfald-
leik sínum, og andstaðan gæti
verið í „Valahnjúkar" sem er ríku-
leg og björt í litavali sínu.
Nefna mætti fleiri þokkaleg og
góð verk á sýningunni, en mynd-
hugsun listamannsins virðist njóta
sín best í einföldum verkum,
þannig vinnur lítið verk, „Eilífðar
útreiðartúr", mjög á við nánari
skoðun. — Það er viss galli að
sýningin stendur aðeins í viku
(lýkur 24. júní) og því eins líklegt
að fólk verði varla búið að upp-
götva staðinn þegar allt er búið;
hún mætti standa ögn lengur.
Kúbisminn
í liststofu Bókasafns Kópavogs
hefur þennan mánuð staðið sýn-
ing á 14 olíumyndum efír Mattheu
Jónsdóttur. Matthea hefur áður
haldið 13 einkasýníngar og tekið
þátt í fjölda samsýninga. Sýning-
unni lýkur 25. júní.
Sameiginlegt einkenni flestra
myndanna eru kúbísk form og
daufír litir. Formin eru síðan end-
urtekin milli mynda, og önnur lit-
brigði sett í þau. Þó að verkin séu
öll unnin síðustu ár, verður fyrsta
hugsun skoðandans ósjálfrátt að
þetta hafí allt borið fyrir augu
hans áður. Við snögga upprifjun
má segja, að verkin í heild minni
mjög svo á það sem félagamir
Pablo Picasso og George Braque
voru að bauka milli 1907 og 1910.
Kúbisminn olli byltingu í allri
formhugsun á sviði myndlistar í
heiminum. Ákveðin höft hurfu,
og rannsóknir þeirra og fleiri fylg-
ismanna urðu til að opna víddir í
málverkinu, sem ekki höfðu staðið
til boða áður.
Þó er hér ekki að finna þá rann-
sókn og dýpt, sem upphaflegu
kúbistamir settu í verk sín, heldur
virðist meira lagt í yfírborðs-
fágunina; hrein teikning, endur-
tekning forma og daufblandaðir
litir draga úr verkunum allan
kraft. Myndir eins og „Náttskugg-
ar“, „Skýjaborg" og jafnvel
„Skútur" hefðu þó sómt sér allvel
sem hluti af þeirri þróun kúbis-
mans sem átti sér stað í myndlist-
inni í Evrópu á öðrum áratug ald-
arinnar. Þau hefðu örugglega ver-
ið andblær nýrra tíma í myndlist
hér uppi á Islandi á þriðja eða
fjórða áratugnum. En eftir síðari
heimsstyijöldina var kúbisrhinn
búinn að sinna sínu hlutverki, og
í dag er sá stíll aðeins daufur
endurómur þess sem löngu er lið-
ið og því utan við alla þróun í
myndlist nútímans.
NOVELLA
SÓLSTÓLLIIUIM
Verð aðeins kr.
1
Novella sólstóllinn er úr níðsterku plastefni,
staflast vel og hentar mjög vel hér á landi.
Novella sólstóllinn er einstaklega stöðugur og
er áreiðanlega með þeim sterkustu á markaðnum.
NCVA
Einkaumboðá íslandi.
Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70
- þar sem sumaríð er.