Morgunblaðið - 23.06.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990
Prestastefiian 1990 í Reykjavík:
Rætt um uppbygg-
ingu prestsins
Kökurnar seldust upp á augabragði á basamum í leikskólanum í Grundarfirði.
Kaupum kastala fyrir peninginn
Grundarfirði.
UM 100 tertur, kökur og brauð af öllum gerðum og stærðum,
voru til sölu á kökubasar sem foreldrafélag barnanna á leikskólan-
um í Grandarfirði stóð fyrir laugardaginn 16. júní.
Basarinn hófst kl. tvö og seld- basamum, ásamt fé sem áður
ust allar kökumar á fyrsta hefur safnast eða fengist gefins,
klukkutímanum. Ágóðanum af á að verja til að kaupa kastala,
en kastaíi er útileiktæki með ótal
möguleika sem alla krakka
dreymir um. Á leikskólanum í
Grundarfirði em um 50 krakkar
og komast færri að en vilja.
- Ragnheiður
UPPBYGGING prestsins er meginefiii Prestastefiiunnar 1990, sem
haldin verður í Reykjavík 26.-28. júní. Á síðustu prestastefinu var
fiallað um safnaðaruppbyggingu og í framhaldi af því er nú hugað
að prestinum, mótun hans í lífí og starfi og þeim margvíslegu þáttum
er snerta þjónustuna.
Séra Karl Sigurbjömsson í
Hallgrímskirkju fjallar um efnið
uppbygging, bæn og Biblía; séra
Hreinn Hákonarson í Söðulholts-
prestakalli fjallar um efnið guð-
fræði, nám og iðkun; séra Tómas
Sveinsson í Háteigskirkju fjallar um
efnið vígsla, von og veruleiki; séra
Jón Dalbú Hróbjartsson í Laugar-
neskirkju fjallar um efnið starfið,
kjör og köllun og Herbjört Péturs-
dóttir, prestsfrú á Melstað í Mið-
firði, fjallar um efnið heimilið,
skyldur og skjól. Erindin verða flutt
í Dómkirkjunni á miðvikudag og
fimmtudag og er öllum velkominn
aðgangur.
Prestastefnan verður sett með
athöfn í Dómkirkjunni á þriðjudag
kl. 14. Þar flytur biskupinn, herra
Ólafur Skúlason, yfirlitsræðu sína
og kirkjumálaráðherra, Óli Þ. Guð-
bjartsson, ávarpar prestastefnuna.
Þá flytja ávörp Helgi Hjálmsson,
formaður leikmannaráðs, og ný-
kjörinn stjómarformaður Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, Margrét
Heinreksdóttir.
Prestastefnan hefst með messu
í Dómkirkjunni á þriðjudag kl.
10.30. Séra Dalla Þórðardóttir á
Miklabæ í Skagafirði predikar og
Dómkirkjuprestarnir séra Hjalti
Guðmundsson og séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson þjóna fýrir altari
ásamt biskupi. Allir eru velkomnir
til messunnar.
(Frétt frá Biskupsstofu.)
Álit útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs:
Brýnt að löggjafínn setji
skýr ákvæði um útvarpsráð
INGA Jóna Þórðardóttir, formaður útvarpsráðs, og Markús Öra
Antonsson, útvarpssljóri, telja að brýnt sé að löggjafínn setji skýr
ákvæði um það hver hafi úrskurðarrétt í deilumálum vegna frétta-
flutnings fréttastofú Ríkisútvarpsins. Álitsgerð tveggja lögfræðinga
á vegum Lagastofiiunar og álit lögfræðings Ríkisútvarpsins stangast
á um þetta, en þær hafa verið gerðar vegna deilna fréttastolú og
útvarpsráðs vegna fréttar um VT-teiknistofiiuna á Akranesi.
Álitsgerðirnar frá Lagastofnun varpsráði í fréttum ef viðkomandi
og Baldri Guðlaugssyni, hæstarétt-
arlögmanni og lögfræðingi RÚV,
vom lagðar fram á útvarpsráðs-
fundi í gærmorgun. í áliti Laga-
stofnunar, en frá því var greint í
Morgunblaðinu í gær, kemur fram
að útvarpsráð hefði ekki vald til að
úrskurða eftir á að frétt, sem frétta-
maður hefði samið og lesin hefði
verið í Ríkisútvarpinu, væri ómerk.
Baldur kemst hins vegar að þeirri
niðurstöðu í áliti sínu, sem dagsett
er sjötta þessa manaðar, að út-
varpsráði sé samkvæmt útvarpslög-
um ætlað að úrskurða um það, hvort
gætt hafi verið fyllstu óhlutdrægni
í fréttum eðí. annarri dagskrá
Ríkisútvarpsins. Baldur styðst með-
al annars við það að útvarpslögin
byggi á að útvarpsstöðvar fylgi til-
teknum grundvallarreglum og að
þeir sem telji á sér brotið eigi þess
kost að fá úrlausn mála sinna. Að
því leyti er varði aðrar útvarps-
stöðvar sé tekið fram að leggja
megi mál fyrir útvarpsréttamefnd.
Baldur telur að sambærilegur úr-
skurðaraðili í RÚV sé útvarpsráð.
Baldur telur einnig að ljóst sé
að útvarpsráð hafí vald til að lýsa
yfirlýsingu fréttastofunnar, um að
hún standi við frétt sína þrátt fyrir
úrskurð útvarpsráðs, ef ráðið telur
að með yfirlýsingunni sé dregið úr
gildi við komandi úrskurðar. Baldur
telur helzta álitamálið varðandi úr-
skurðar útvarpsráðs hvert sé boð-
vald þess yfír viðkomandi frétta-
stofu að því er varðar birtingu til-
tekins úrskurðar, leiðréttingar eða
athugasemda vegna fréttar. Hann
telur þar vega þyngst að útvarpsráð
hafí ekki lögum samkvæmt beint
stjómunar- eða boðvald yfir ein-
stökum deildum eða starfsmönnum
Ríkisútvarpsins, hvorki útvarps-
stjóra né öðrum. „Það sé því út-
varpsstjóri einn sem geti fyrirskipað
birtingu úrskurðar, tiltekinna leið-
réttinga eða athugasemda frá út-
fréttastjóri neitar að vereða við til-
mælum útvarpsráðs þar að lútandi.
Og það sé sjálfstæð ákvörðun út-
varpsstjóra hvort hann fýrirskipar
slíka birtingu og þá í hvaða formi,“
segir í áliti Baldurs.
Réttur einstaklinga betur
tryggður hjá einkastöðvunum?
Inga Jóna Þórðardóttir segist að
ýmsu leyti ósammáía áliti lögfræð-
inga Lagastofnunar. „Mér finnst
sérkennileg sú túlkun að útvarpsráð
hafí ekki úrskurðarvald. Það er að
vísu rétt að orðið úrskurðarvald
kemur ekki fyrir í þeim greinum
útvarpslaga, sem fjalla um út-
varpsráð. Það er hins vegar tekið
fram að útvarpsráð skuli hafa með
gæzlu 15. greinarinnar að gera, það
er að segja tryggja það að lýðræðis-
legar grandvallarreglur séu í heiðri
hafðar, gætt sé fyllstu óhlutdrægni
og svo framvegis," sagði Inga Jóna
í samtali við Morgunblaðið.
Hún tekur undir með Baldri Guð-
laugssyni um að útvarpsráð eigi að
vera hliðstæður úrskurðaraðili og
útvarpsréttarnefnd er gagnvart
einkastöðvunum. „Það hefur alltaf
verið lagður sá skilningur í útvarps-
kafla laganna að útvarpsráð færi
með þetta úrskurðarvald. Til viðbót-
ar má benda á að í framvarpi til
útvarpslaga, sem lagt var fram á
Alþingi í vetur, þar sem gert er ráð
fyrir að breyta veralega hlutverki
útvarpsráðs, er ákveðið sérstaklega
að úrskurðarvaldið skuli fela þrem-
ur mönnum skipuðum af mennta-
málaráðherra og tilnefndum af
Hæstarétti. Þetta vald yrði þá ekki
lengur innan stofnunarinnar heldur
utan. Með hliðsjón af þessu finnst
mér mjög sérkennilegt að hægt sé
að túlka núgildandi lög þannig að
réttur einstaklinga sé betur tryggð-
ur þegar einkastöðvamar eiga í
hlut heldur en þegar Ríkisútvarpið
á í hlut. Ég tel nefnilega að kjarn-
inn sé fólginn í því hvemig þessi
réttur er tryggður, ef einhver telur
á sig hallað," sagði Inga Jóna.
Inga Jóna sagði að ekki væri
hægt að búa við að hægt væri að
túlka jafnmikilvægt atriði og það,
hver gætti réttar einstaklinga, á
mismunandi veg. „Þarna stangast
gjörsamlega á álit nokkurra virtra
lögfræðinga. Niðurstaðan hlýtur að
vera sú að löggjafinn verður að
gæta þess við endurskoðun útvarps-
laganna að hlutirnir séu orðaðir
með skýram og óyggjandi hætti,“
sagði Inga Jóna. Hún sagðist telja
að framvarpið, sem nú lægi frammi,
tryggði þetta. Þar væri gert ráð
fýrir sama úrskurðaraðila fyrir
eþikastöðvarnar og Ríkisútvarpið.
Sljórnendur geta ekki búið
við vafa um valdsvið
Markús Örn Antonsson, útvarps-
stjóri, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sýnilegt væri miðað við
þær ólíku niðurstöður, sem virtir
lögfræðingar kæmust að í málinu,
að erfitt væri fýrir stjómendur
Ríkisútvarpsins að búa við að
minnsti vafi léki á um valdsvið eða
úrskurðarvald útvarpsstjóra, út-
varpsráðs eða deildarstjóra ? stofn-
uninni. Það væri jafnframt mjög til
baga fyrir hinn almenna borgara,
sem þyrfti að leita eftir úrlausn
sinna mála í stofnuninni.
„Ég tel að fyrst og fremst hljóti
þessar álitsgerðir að verða þarft
framlag til umræðu um málefni
Ríkisútvarpsins og útvarpsmál í
landinu þegar útvarpslög verða tek-
in til endurskoðunar, eins og staðið
hefur til að Alþingi gerði," sagði
Markús. Hann sagði að afdráttar-
lausar og skýrar línur yrðu að vera
um það hvar endanlegt úrskurðar-
vald ætti að liggja; hvort það ætti
að vera hjá útvarpsráði, sem starf-
aði í nálægð við stofnunina sjálfa,
eða hvort fela ætti úrskurðarvaldið
nýjum aðila utan stofnunarinnar.
„Ég hef ekki gert upp hug minn
til þess endanlega, þótt mér finnist
í sjálfu sér að þetta fyrirkomulag
sem hér hefur ríkt; með útvarpsráð
sem sé hluti af stjómkerfi Ríkisút-
varpsins, sé að mörgu leyti æskilegt
og að ekki sé óeðlilegt að þangað
sé hægt að leita með slíka úr-
skurði. En það má ekki orka
tvímælis hvort lög heimili það eða
ekki hvort slíkir falli í útvarpsráð-
inu,“ sagði Markús Örn.
Hann sagði að í álitsgerð lög-
fræðinga Lagastofnunar kæmi
fram að útvarpsstjóri gæti gefið
fréttastjóram fyrirmæli um að birta
leiðréttingar við fréttir ef utanað-
komandi aðilar teldu á sér brotið í
fréttaumfjöllun. Þetta kæmi fram
hjá Baldri Guðlaugssyni líka, og
þetta atriði virtist hafa skýrzt.
Þetta væri hins vegar andstætt
sjónarmiðum fréttamanna, sem
teldu að það væri hluti af ritstjóm-
arlegu sjálfstæði fréttastofanna að
ákveða hvort leiðréttingar væru
teknar gildar og birtar.
Mjög mikill
verðmunur á
bílasprautun
FYRIRTÆKI sem sprauta bíla
taka mjög mismikið fyrir þjón-
ustuna. Könnun sem Verðlags-
stofiiun gerði um miðjan mánuð-
inn sýnir að 94% munur er á
hæsta og lægsta verði fyrir al-
sprautun, en mesti verðmunur
fyrir sprautun á einstökum
bílhlutum er hvorki meiri né
minni en 174%.
Verðkönnunin náði til 25 fyrir-
tækja á höfuðborgarsvæðinu og 11
fyrirtækja á landsbyggðinni. Mesti
verðmunur á alsprautun reyndist
um 85 þúsund krónur, fyrir spraut-
un á japönskum smábíl með svo-
nefndum tveggja þátta lit. Lægsta
verð fyrir þetta, 90.500 krónur, var
gefíð upp hjá verkstæði í Reykjavík
en í Kópavogi var verkið sagt kosta
176.000 krónur.
Fyrir sprautun á einstökum
bílhlutum, munaði mestu í verði
fyrir sprautun vélarhlífar á japönsk-
um smábíl. Verkstæði á Egilsstöð-
um gaf upp lægsta verð fyrir þetta,
7200 krónur, en mest vildi verk-
stæði á Akureyri fá fyrir samskonar
vinnu, 19.700 krónur. Verðmunur-
inn er 12.500 krónur eða 174%. Á
höfuðborgarsvæðinu munaði
60-150% á hæsta og lægsta verði
fyrir sprautun stakra bílhluta.
Morgunblaðið/Þorkell
Alfred Teufel með glas af nýja bjórnum, Helga magra.
Víking-Brugg h/f:
Ný bjórtegund á markaðinn
Víking-Brugg h/f hefúr sett á
markaðinn nýja tegund af áfeng-
um bjór. Bjórin ber heitið Helgi
magri og er 4% að styrkleika.
í frétt frá framleiðanda kemur
fram að í bjómum eru helmingi
færri hitaeininingar en í venjuleg-
um bjór. Til þess að ná því fram
hefur verið beitt sérstökum aðferð-
um við bruggun oggeijun bjórsins.
Bruggmeistari Víking-Brugg er
Alfred Teufel og hefur hann þróað
þessa tegund. Teufel er Þjóðveiji
og hefur starfað hjá Víking-Brugg
h/f í eitt ár.
Helgi magri mun fást í öllum
áfengisútsölum ÁTVR eftir 20. júní.