Morgunblaðið - 23.06.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 23.06.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990 Bandaiískir sagníræðing- ar deila um kalda stríðið Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NOKKRIR af kunnustu sagnfræðingnm Bandaríkjanna hittust á dögunum til að minnast vel þekkts félaga síns, sem andaðist í' mars sl. 69 ára að aldri. Hann hét William Appleman Williams og var umdeildur ekki síst vegna skoðana sinna á Sovétríkjunum og utanríkisstefiiu Bandaríkjanna. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Ronald Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Margir telja að staðfesta þeirra gagnvart Sovétstjórninni hafi knúið ráðamenn í Kreml til tilslakana á vettvangi utanrikismála og þar með flýtt fyrir enda- lokum kalda stríðsins. Williams varð ekki síst kunnur fyrir að vera harður í dómum sínum um utanríkisstefnu Banda- ríkjanna og einkum þann þátt hennar að einangra Sovétríkin. Hann var ávallt eindreginn and- stæðingur þeirra sem vildu sovét- fyrirkomulagið feigt. Þegar hans var minnst var rætt um margt, sem ekki hefur verið á hvers manns vörum undanfarin ár. Starfsbræður Williams höfðu ekki heldur skipt um skoðun á kalda stríðinu, upptökum þess og áhrif- um. Flestir töldu að byltingamar í Austur-Evrópu hefðu ekki á nokk- um hátt réttlætt þá utanríkis- stefnu Bandaríkjastjómarinnar að einangra Sovétríkin. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að Bandaríkin hafi unnið kalda stríðið," sagði Marilyn Young, söguprófessor við New York- háskólann. „Égtel að Sovétstjórn- in hafi lagt niður vopnin, og það er allt annað mál.“ Hljóðið breyttist þó í fundar- mönnum er Christopher Lasch, sem hefur þótt æði fijálslyndur vinstrisinni, bað um orðið til að mótmæla þeim sem höfðu varið málstað Sovétríkjanna. „Við ættum,“ sagði Lasch, „að fara að dæmi okkar látna félaga og líta á staðreyndirnar án þess að blanda þær villum sem stafa- af óskhyggju einni. Við eigum að viðurkenna þá staðreynd að Vesturveldin unnu kalda stríðið — jafnvel þótt það stangist á við stjómmálaskoðanir okkar,“ sagði Lasch prófessor. Hann minnti á langan lista af því sem Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti hefði gert vel. Nefndi hann þá afvopnunarmál, þróunina í A-Evrópu og stjómmálalegar breytingar innan Sovétríkjanna. „Ef þetta er ekki sigur Vestur- landa," sagði Lasch prófessor, „þá er tómt mál og tilgangslaust að ræða málið frekar." Lasch ávítaði bandaríska vinstrisinna, sem dýrka Gorbatsj- ov og líta á hann sem „spánýtt efni í dýrling, sósíalíska hetju og fyrirmynd fyrir alla sósíalista um heim allan.“ Lasch sagði Gorbatsjov hug- djarfan í samanburði við margt smámennið á Vesturlöndum. Framtaksseminni og dirfskunni hefði hins vegar verið þrengt upp á hann og hann hefði ekki gert annað en að bregðast vel við vandamálunum, sem nú steðjuðu að Sovétríkjunum bæði innan lands og utan. Lasch sneri sér næst að því sem hefur reynst hvað erfiðast fyrir vinstri menn að kyngja: „Við verð- um að leggja fyrir okkur þá spum- ingu, hvort hann standi ekki í raun og veru yfir moldum sovéska heimsveldisins og um leið yfir hruni sósíalismans í heiminum." Lasch viðurkenndi „að Sovét- heimsveldið hefði að mörgu leyti verið andstæða sósíalismans". Hann bætti þó við: „Sú von og trú sem var leiðarljós sósíalista í gegnum árin var að Vesturveldin myndu smám saman snúast til sósíalisma um leið og Sovétríkin og Austur-Evrópa hölluðust að lýðræðissósíalisma með mannúð- arsvip. Hvorki í vestri né austri eru menn á þeirri leið. Það sem við sjáum í austri er ekki mannúð- arsvipur á sósíalismanum heldur hrun hans. Við þurfum hvorki gleðilæti né að hampa fijálsri verslun til að sjá að fjöldinn í Rússlandi og Austur-Evrópu hefur misst trúna á sósíalismann." Ræða Lasch rótaði duglega upp í hugum þeirra 75 sagnfræðinga sem sátu minningarathöfnina og það stóð ekki á því að menn færu að malda í móinn. Walter Lefeber sagnfræðipróf- essor við Cornell-háskóla, einn af kunnustu nemendum Williams Applemans Williams, sem hefur ritað bækur þar sem hann for- dæmir utanríkisstefnu Banda- ríkjanna, sagði í ræðu sinni, að það væri ekki til umræðu hvort Bandaríkjamenn hefðu unnið kalda stríðið eða ekki, heldur hitt að Bandaríkjamenn hefðu orðið of seinir til að sjá fyrir breyting- amar og hasla sér völl sem hefði veitt þeim betri aðstöðu til áhrifa bæði í stjórnmálum og efnahags- lega. Lloyd Gardener, sagnfræði- prófessor við Rutgers-háskólann, sagði að hmn kommúnismans í Austur-Evrópu gæti hæglega rænt íhaldsmenn sterkasta vopni þeirra: einræði kommúnismans hefði verið stöðug viðvörun til þjóðanna í vestri um að falla ekki í það forað. William Appleman Williams fordæmdi harðlega í bók sinni The Tragedy of Amerícan Diplomacy, er kom fyrst út 1959, þá stefnu Bandaríkjanna að nota hervald til áhrifa erlendis. Hann varð og einna fyrstur til að ræða um „bandaríska yfirráðastefnu“. Sú orðnotkun féíl vel í kramið hjá vinstrisinnum. Þeir notuðu þessa skilgreiningu oft um utanríkis- stefnu bandarískra ríkisstjórna eftir síðari heimsstyijöldina. ísland eina landið sem aðeins er byggt hvítum Fyrrum Ku Klux Klan-leiðtogi: DAVID Duke var eitt sinn þekktur fyrir það eitt, að sögn Knight .Ridc/er-fréttastofunnar bandarísku, að vera yfirmaður reglu banda- risku kynþáttahataranna Ku Klux Klan, aðdáandi nasista og óvinur gyðinga. A síðastliðnu ári hlaut hann sæti í fúlltrúadeild þings Louis- iana-rikis fyrir flokk repúblikana og hyggst nú keppa um sæti í öld- ungadeild Bandaríkjaþings við demókratann J. Bennett Johnston er haldið hefúr sætinu í átján ár. Ekki er talið líklegt að Duke sigri í haust en heimildarmenn álita að hann hafi fyrst og fremst í huga að nýta kosningabaráttuna til að koma á laggimar traustum hópi stuðn- ingsmanna er smám saman verði samtök á landsvísu. Þótt Duke harð- neiti að honum sé í nöp við aðra kynþætti en hvíta benda ýmis um- mæli hans til annars. „Það er aðeins eftir eitt land sem enn er eingöngu byggt hvítum 0_0„ _________________------------ mönnum, það er ísland. Og ísland Þýskalandi. Starfsmenn við háskól- er ekki nóg,“ sagði Duke í viðtali ann hafa skýrt frá því að Duke hafi við stúdent frá Tulane-háskólanum selt nasistarit á skrifstofu sinni í sl. haust. Hann lýsti einnig þeirri Metairie, útborg New Orleans. skoðun sinni að Bandaríkin hefðu Duke er 39 ára gamall, ljóshærð- Frá mótmælafundi Ku KIux Klan. Reuter Skæruliðasveitir Tam- íla myrða 62 þorpsbúa Færeyjar: Leyst út með reykingabúnaði Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. FÆREYINGAR hafa tekið Margr- éti Danadrottningu og Hinrik prins fagnandi en opinber heim- sókn þeirra hjóna hófst fyrr í vik- unni. Lögþing Færeyja færði þeim hjón- um forláta reykborð úr steini að gjöf og segir Ritzau fréttastofan _að Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, hafi verið gefið sams konar borð er hún sótti Færeyinga heim og að leiðtogar risaveldanna, þeir Reagan og Gorbatsjov, hafi notað það borð er þeir komu saman til fundar í Reykjavík árið 1986. Á fímmtudagskvöld sóttu þau hjónin íbúa Fuglafjarðar heim og gáfu þeir drottningu vandaða vindl- ingaöskju, borðkveikjara og ösku- bakka. Margrét drottning er sem kunnugt er annálaður reykingamað- ur og hefur mátt sitja undir gagn- rýni sökum þessa. Þykir sýnt að gjafír Færeyinga verði síst til að slá á reykfíkn hennar. ekki átt að taka þátt í styijöldinni gegn nasistastjóm Adolfs Hitlers í Þýskalandi. Starfsmenn við háskól- ann hafa skýrt frá því að Duke hafí selt nasistarit á skrifstofu sinni í Metairie, útborg New Orleans. Duke er 39 ára gamall, ljóshærð- ur, hávaxinn og vörpulegur maður sem geislar af orku. Hann leggur mesta áherslu á baráttu gegn ýms- um þáttum velferðarkerfisins og segir skattgreiðendur ekki eiga að greiða útgjöld fflhraustra einstakl- inga er misnoti sér kerfíð. Þeir eigi ekki heldur að halda uppi óskilgetn- um bömum mæðra er þiggja fá- tækrahjálp. Hvítir ættu ekki að verða af störfum, styrkjum og skóla- setu vegna tillits sem tekið er sér- Ónafngreindir franskir og vestur-þýskir embættismenn sögðu þá Mitterrand og Kohl hafa komið saman til að undirbúa leiðtogafund Evrópubandalagsins (EB), sem fram fer á írlandi í næstu viku og fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja staklega til blökkumanna eða ann- arra minnihlutahópa. Slíkar aðgerðir segir hann að séu „kynþáttamismun- un“ gagnvart hvítum. Hann berst einnig gegn ýmsum aðferðum sem yfírvöld nota til að stuðla að því að hæfílegur fjöldi einstaklinga sé af hvetjum kynþætti í sérhveijum skóla. Duke hefur hleypt af stokkunum þjóðarsamtökum er beijast fyrir hagsmunum hvítra, NAAWP, og hreykir sér af því að 25.000 manns fái sent rit samtakanna. Batticaloa á Sri Lanka. Reuter. Tígrarnir, skæruliðasveitir tamíla á Sri Lanka, myrtu 62 isl- amska íbúa bæjarins Nintavur í norðurhluta landsins i gær og sökuðu þá um að vera uppljóstr- heims. Sögðu þeir hinir sömu að þeir Kohl og Mitterrand teldu brýnt að skipulögð yrði stórfelld efna- hagsaðstoð við Sovétríkin og stefndu þeir að því að sannfæra aðra vestræna ráðamenn um ágæti slíkra aðgerða. ara og vinna fyrir stjórnvöld. Er þetta haft eftir heimildarmönn- um í leyniþjónustu Sri Lanka. Fregnir herma að skæruliðamir hafi talið bæjarbúa hafa veitt Fyrr í vikunni boðaði Mitterrand að hann myndi leggja ríka áherslu á efnahagssstuðning vestrænna ríkja við Sovétmenn á leiðtogafund- um Evrópubandalagsins og sjö helstu iðnríkja heims. Sendiherra Sovétríkjanna hjá Evrópubandalag- inu sagði í Brussel í gær að Sovét- stjórnin kærði sig ekki um beina efnahagsaðstoð heldur vildu ráða- menn auknar fjárfestingar vest- rænna ríkja í Sovétríkjunum. stjórnvöldum upplýsingar fyrr í vik- unni. Að sögn notuðu skæruliðamir hnífa og önnur eggvopn af því þeir vildu ekki vekja athygli hermanna sem höfðust við í nágrenninu með skothvellum. Tamílar vilja aðskilnað frá sinha- lesum á Sri Lanka og hafa blóðug- ir bardagar staðið milli þjóðanna svo árum skiptir. Friðarviðræður sem staðið hafa í 14 mánuði fóru út um þúfur fyrir skemmstu. Tígrarnir, en svo nefnast skærulið- ar Tamíla, réðust á öryggissveitir stjómvalda í norðausturhluta lands- ins þann 11. júní. Tígrarnir hand- tóku þá 800 lögreglumenn og náðu miklu af vopnum á sitt vald. Orygg- issveitirnar gerðu gagnárás og náðu nokkm landsvæði til baka. Talið er að 67 hermenn og 135 skæruliðar hafi fallið undanfarið í þessum átökum og 155 lögreglu- menn verið líflátnir og við þá tölu bætast fórnarlömb fjöldamorðanna í gær. Kohl og Mitterrand koma sainaii í V-Þýskalandi: Ræða aðstoð við Sovétríkin Assmannshausen í Vestur-Þýskalandi. Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, komu saman til íúndar í gær í bænum Assmanns- hausen í Vestur-Þýskalandí og var efnahagsaðstoð Vesturlanda við Sovétríkin helsta umræduefnið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.