Morgunblaðið - 23.06.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990 Húsið verður sýnt fullbúið með innrétt- ingum og húsgögnum. Eigum fyrirliggj- andi nokkur hús, samsett og ósamsett á sérstöku tilboðsverði sem gildirtil 5 júlí 1990. Söluaðilar: Lundi hf., BYNOR Byggörðum 7, Seltj. Akureyri. Sími 612400. Sími 96-96-26449. Opið um helgina frá kl. 14.00-17.00 og næstu helgar Mánabergið frá Olafs- jBrði á úthafskarfa MÁNABERG ÓF frá Ólafsfirði er nú á úthafskarfaveiðum á svæðinu um 400 mílur út af Reykjanesi. Asgeir Ásgeirsson hjá Sæbergi, sem gerir Mánabergið út, sagði -^að reitingsveiði hefði verið undan- farið og eitt skipanna, Bessi frá Súðavík, hefði fengið 25 tonna hol eftir sex tima tog. Ásgeir sagði karfann mun betri nú en hann var í fyrra, en Mána- bergið stundaði þá einnig úthafs- karfaveiðar. „Þetta- slapp fyrir horn hjá okkur síðast, en við erum aðallega að þessum veiðum nú til að nýta stoppdagana og veiðar- færin, nú svo viljum við komast hjá því að skipið sólbrenni hér við bryggjuna," sagði Ásgeir. Sláttur í Eyjafirði; Bændur bíða betra veðurs FRAMKVÆMDIR við fyrsta áfanga Giljahverfís ganga vel, þar er nú unnið að gatnagerð og nokkrir verktakar eru byijaðir að skipta um jarðveg lóðum sínum. Bygging húsanna i hverfinu hefst væntanlega innan skamms, en einnig er reiknað með að einn bygg- ingareitur í öðrum áfanga hverfisins verði byggingahæfúr bráð- lega. Deiliskipulag annars áfanga Giljahverfis hefur einnig verið samþykkt í skipulags- og bygg- inganefnd sem og í bæjarstjóm, en ákveðið var að hraða fram- kvæmdum við hann sem kostur væri, svo framboð lóða væri ævin- lega nægilegt. í Giljahverfi öllu er reiknað með að verði á bilinu 650-700 íbúðir. Hverfið afmarkast af Hlíðarbraut í austri, Borgarbraut í norðri og brekkubrún í um 100 metra hæð í vestri, en suðurmörk hverfísins liggja að opnu svæði norðan iðnað- arhverfis við Rangárvelli. Annar áfangi Giljahverfis er sunnan Merkigils og nær hann um 330 metra meðfram Hlíðarbraut og um 400 metra upp með Merkig- il, en svæðið er um 8,5 hektarar að stærð. í þessum áfanga er gert ráð fyrir einbýlis- og raðhúsum. Einbýlishúsalóðir eru 20 og eru þær í austur og suðuijöðrum svæð- isins. Raðhúsin eru spyrt saman í þyrpingar á svipaðan hátt og í fyrsta áfanga hverfisins og eru slíkir raðhúsareitir 5 talsins. Á hveijum raðhúsareit er gert ráð fyrir 15-21 íbúð og verður endan- legt skipulag þeirra í höndum lóð- arhafa sjálfra. Fjöldi íbúða á svæðinu getur þannig orðið á bilinu 95-125. Ef miðað er við 3 íbúa á hverja íbúð, sem er nálægt núverandi ástandi verður íbúafjöldi svæðisins 285-375 manns. Skipulagssvæðið skiptist í tvo hluta og skilur opið svæði á milli. Inn í hvorn hluta svæðisins liggur húsagata suður úr Merkigili og endar hvor um sig með torgi með hringakstri. Gert er ráð fyrir að leiksvæði fyrir börn verði inni á hveijum raðhúsareit, en auk þess verður stærra leiksvæði með bolta- velli sunnan við byggðina. Göngustígur liggur um opna svæð- ið í miðju og tengir hann göngu- leið meðfram Hlíðarbraut göngu- leiðum í miðhluta Giljahverfis. Reiknað er með að framkvæmd- ir heíjist við byggingar í hverfinu- að ári. SYNHVG á sumaihúsum Fjórar nýútkomnar sírIamJ ALLT STAKAR SOGUR Áskriftarsími 96-24966 ásútgáfan Glerárgötu 28 - 600 Akureyri - Sími 24966 á Seltjamamesi v/Bygggarða VÍÐA er komið gott gras í Eyja- firði framanverðum, en hey- skapur er þó ekki almennt byij- Sjallinn opn- 'ar grillbar Grillbar verður opnaður í Sjallan- um í dag, laugardag, kl. 20 þar sem boðið verður upp á ekta „Bar-B-Q“-steikur ásamt ýmsu öðru ljúfmeti. Gunnar Páll matreiðslumeistari grillar þar af miklum móð þar til dansleikur hefst kl. 22. Á dansleikj- um um helgina leikur hljómsveitin Karma fyrir dansi og er það í fyrsta sinn sem hljómsveitin leikur á Ákur- ^"eyri. aður. Margir bændur eru í start- holunum, en rigning í gær og fyrradag liafa sett strik í reikn- inginn. Guðmundur Steindórsson ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði að í innsveitum Eyjafjarðar væri komið gott og mikið gras og bændur væru tilbún- ir til að hefja slátt, en þar sem rignt hefði tvo síðastliðna daga og veðurspá væri ekki góð ætluðu menn að bíða átekta. Guðmundur sagði það misjafnt hversu góð spretta væri í hérað- inu, en bændur norðan Akureyrar, bæði vestan og austanmegin fjarð- ar, myndu að líkindum ekki hefja slátt strax. Framan Akureyrar og í Hörgárdal væri sprettan betri. Verkmenntaskðlinn á Akureyri Islenskukennarí óskast ífullt starf að Verkmenntaskólanum á Akureyri. Umsóknir skulirsendar í pósthólf 284, 602 Akureyri eigi síðar en 15. júlí nk. Nánari upplýsingar veita Kristín S. Árnadóttir, deildarstjóri, sími 96-22519 og undirritaður, símar 96-26811 og 96-21511. Skólameistari. Morgunblaðið/Rúnar Þór Annar áfangi Giljahverfis, en þar verða 20 einbýlishúsalóðir og 5 raðhúsareitir með 15-21 íbúð. Fjöldi íbúða á svæðinu verður á bilinu 95-125 og íbúafjöldinn 285-375 manns. Annar áfangi Giljahverfís: Gert ráð fyrir 95-125 íbúð- um og tæplega 400 íbúum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.