Morgunblaðið - 23.06.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 23.06.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990 29 Kveðjuorð: Helga Tómasdóttír Fædd 24. september 1908 Dáin 15. júní 1990 „Það syrtir að er sumir kveðja.“ Þannig er mér innanbijósts er ég kveð Helgu Tómasdóttur hinstu kveðju. Fyrir 28 árum kynntist ég henni fyrst í orlofi kvenna á Laugar- vatni. Ég minnist þess er við fáein- ar konur stóðum saman og sungum á kvöldvöku. Þá var tekið blíðlega undir handlegg minn. Þar var Helga komin. Tær og falleg sópranrödd hennar heillaði mig. Eftir þessi kynni okkar bauð hún mér að sitja í bænahring á heimili sínu, þar sem markmiðið var að biðja fyrir sjúkum. Það voru marg- ar konurnar sem sóttu þessar stundir og við fengum að njóta fyr- irbæna hennar og söngraddarinnar fögru í 17 ár á heimili hennar. Við komum hlaðnar áhyggjum á fundi hennar og fórum frá henni léttar í lund. Hugur minn er fullur þakklætis fyrir frábærar móttökur og gest- risni Helgu og eiginiúanns hennar, Árna Hanssonar. Ég þakka henni einnig tryggð hennar og vináttu við okkur hjónin. Helga lagði sál sína í allt sem hún tók sér fyrir hendur hvort sem um var að ræða bæna- starfið, að prýða heimili sitt eða rækta fallega garðinn. Enda voru þau hjónin samhent í öllu. Síðustu árin átti Helga við mikla vanheilsu að stríða og dvöldu hjón- in á Hrafnistu, hún á sjúkradeild dvalarheimilisins. Helga naut mikils ástríkis og umhyggju frá manni sínum og dætrum til hinstu stundar. Við hjónin sendum Árna, dætrum þeirra og öðrum vandamönnum, samúðarkveðjur vegna fráfalls Helgu og biðjum Guð að vera með þeim. María Rósinkarsdóttir Kveðjuorð: Elín Ólafsdóttir Fædd 21. apríl 1927 Dáin 23. maí 1990 Huguripn hvarflar til haustsins 1945, er við nítján yngismeyjar hitt- umst í Ósk á ísafirði, gamla hús- mæðraskólanum á sjávarkambin- um. Nú átti að búa sig undir hlut- verk lífsins. Síðan eru nokkrar horfnar yfir móðuna miklu, fyrir aldur fram.. Það er Iögmál að fæðast, en erf- itt að sætta sig við þegar allt er á enda runnið og hún Ella frá Vest- mannaeyjum, Elín Ólafsdóttir, horf- in yfir móðuna mildu. Minningarar flæða og heilt ævi- skeið, sem við höfum átt með henni, fer um huga okkar. Við erum oft í huganum í Ósk á ísafirði, og hvílíkur tími! Lífið allt framundan óskrifað blað, bjartar vonir, óskir og áætlanir. Við höfum haldið hópinn, þótt sumar hafi búið erlendis eða úti á landi. Þar kemur hinn sígildi og yndislegi „saumaklúbbur“, sem hef- ur verið fastur punktur og upplýs- ingastöð okkar skólasystra, æ síðan haustdaginn á ísafirði. Og nú er hún Ella frá Eyjum horfin allt of fljótt. Hinn mikli sláttumaður fer um akur. Við reynum að horfa á björtu hliðarnar. En það er trega blandið og við sitjum hnípnar, en vitum að nú líður henni vel óg að hún mun vera áfram og alltaf partur af til- veru okkar. Við höfum átt saman heilt ævi- skeið, og eftir því sem árin verða fleiri því dýrmætari er hverri okkar vinátta annarrar. Guðbjarti, börnum þeirra, barna- börnum, móður og öllum aðstand- endum biðjum við guðs blessunar alla tíð. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (23. sálmur Davíðs, 1. vers.) Hapn gætir að eilífu okkar kæra systur. Skólasystur Kveðjuorð: Bryndís ÓlöfL. Björgvinsdóttir Við viljum minnast vinkonu okk- ar og frænku, Bryndísar Ólafar Lilju, sem lést 27. maí síðastliðinn. Þann dag dimmdi í hugum okkar allra er höfðum beðið og vonað, að Bryndís ynni sigur í erfíðri baráttu sem hún háði af öllum mætti í rúm- lega tvo mánuði. Það er sárt að kveðja kæra vin- konu sem var eins lífsglöð og ljúf og Bryndís var. Og það er erfitt að skilja hvers vegna við verðum að kveðja svo fljótt og sjá á bak öllu því sem við ætluðum að gera saman. Bryndís var félagslynd og glaðvær og hvers manns hugljúfi. Hún átti auðvelt með að eignast vini og ekki var annað hægt en heillast af þessari brosmildu og skemmtilegu stelpu sem alltaf sá björtu hliðarnar á tilverunni. Bryndís flutti ung ásamt for- eldrum sínum og bróður til Svíþjóð- ar en þrátt fyrir langa dvöl í öðru landi vora tengsl hennar við ísland mjög sterk og það vora margar gleðistundirnar sem við Bryndís áttum saman hér á íslandi. Það leið oft langt á milli samfunda en það var líkt og sá tími styrkti að- eins vináttu okkar. Við hlökkuðum ætíð jafnmikið til að hittast og ræða um allt það nýja sem hafði gerst í lífi okkar. Bryndís hafði áhuga á öllu mögu- legu og var alltaf óhrædd að reyna eitthvað nýtt. Hún átti mjög auð- velt með að læra og var í hópi fremstu nemenda í vélaverkfræði við Chalmers-háskólann í Gauta- borg. En hugurinn stefndi líka í aðrar áttir. Hún hafði mjög gaman af tónlist og lærði að syngja og spila á hljóðfæri. Hún reyndi fyrir sér við sýningarstörf og ferðaðist víða. Það er örlítil huggun að vita að þrátt fyrir stuttan tíma hér á jörð hafi hún upplifað meira en margur á langri ævi. Þar sem Bryndís bjó erlendis urðu samverastundir okkar færri en við hefðum óskað eftir. En því dýrmætari er tími okkar saman og hlýjar minningar um yndislega vin- konu og frænku munu lifa með okkur um ókomin ár. Og við trúum því að við eigum eftir að hittast aftur þegar okkar tími er liðinn hér á jörð. Þegar þú ert sorgmæddur.-skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Spámaðurinn.) Elsku Hilda, Björgvin og Kolli, megi góður kraftur gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Bryndísi kveðjum við með sárum trega. Fari okkar elskulega vinkona í friði og hafi þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Sigríður og Guðbjörg t Elskuleg eiginkona og móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN E. ÓLAFSDÓTTIR, Vallarbraut 3, Akranesi, sem lést 18. júní, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudag- inn 25. júní kl. 14.00. Þeir, sem vitdu minnast hennar, er bent á sjúkrahús Akraness. Fyrir hönd aðstandenda, Theódór Einarsson. ■ MARGARET Cormack flytur fyrirlestur í safiiaðarheimili kaþ- ólska safnaðarins á Hávallagötu 16, mánudaginn 25. júní nk. Fyr- irlestur sinn nefnir hún „Um trú og dýrkun dýrlinga á Islandi á miðöldum“. Margaret Cormack lagði stund á málvísindi og germ- önsk tungumál við Harvard- háskólann í Bandaríkjunum og tók BA-próf þaðan. Þá stundaði hún nám í miðaldafræðum við Yale-háskólann og tók doktors- gráðu þaðan. Doktorsritgerð sína nefndi hún „Dýrlingar á Islandi, heimildir um dýrkun þeirra til 1400“. Svonefndir „Bollandistar“ munu gefa ritgerðina út, en þeir eru nefnd hálærðra jesúíta, sem sér um útgáfu Acta Sanctorum (Ævi- sögur dýrlinga) og fleiri vísindarita. Eftir doktorsvörnina lagði Margar- et Cormack stund á framhaldsnám við St. Andrews-háskólann í Skotlandi og síðar eitt ár við Há- skóla íslands. Fyrirlestur Margar- etar Cormack hefst kl. 20.30 á mánudagskvöld og verður fluttur á íslensku. Aðgangur er öllum heimill. (Fréttatilkynning frá Félagi kaþólskra leikmanna) ■ CORNELIO Sommaruga, for- seti alþjóðaráðs Rauða krossins, er væntanlegur hingað til lands í byijun júlí í boði ríkisstjórnar ís- lands. Sommaruga flytur fyrirlest- ur þriðjudaginn 3. júlí kl. 17.00 í st.ofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „Humanity in the midst of war: The Intemational Committee of the Red Cross today“. ■ SAMSÝNINGU 8 listamanna í Listhúsi, Vesturgötu 17, lýkur á morgun, sunnudag. Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Bragi Ásgeirsson, Einar G. Bald- vinsson, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Geir Jónsson, Kjartan Guðjóns- son, Kristján Davíðsson og Valtýr Pétursson. Sýningin er sölusýning og er opin kl. 14-18. ■ AÐALFUNDUR Félags íslenskra myndlistarmanna sem haldinn var 30. apríl sb samþykkti eftirfarandi ályktun: „FÍM lýsir full- um stuðningi við áform um stofnun Listaháskóla íslands. Jafnframt lýs- ir FÍM yfir fullum stuðningi við þá hugmynd að ríkið kaupi nýbygg- ingu Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi til afnota fyrir list- menntastofnu n. “ ■ AXEL Guðmundsson heldur námskeið fyrir ofætur sem hann kallar „Grönn allt lífið“ víða um land. Næstu námskeið verða á Sauðárkróki 30. júní og 1. júlí og á Akureyri 7. og 8. júlí. Kynningar- fyrirlestur verður á Sauðárkróki þriðjudaginn 26. júní kl. 21.00 á Hótel Mælifelli og kynningarfyrir- lestur verður á Akureyri 3. júlf kl. 21.00 á Hótel KEA. Skráning á námskeiðin fer fram á fyrirlestrun- um. Axel beitir aðferðum sem eru sambærilegar við þær aðferðir sem SÁÁ beitir við meðferð alkóhólista og einnig byggir hann á eigin reynslu. Egill Ólafsson Stuðmaður tilbú- inn í slaginn. ■ STUÐMENN eru nýlega lagðir af stað í hljómleikaferð um landið og leika á þrennum miðnæturtón- leikum og einum síðdegistónleikum um þessa helgi. í gærkvöldi lék hljómsveitin á Akranesi, síðdegis í dag, laugardag, leikur hún á Varmalandi í Borgarfirði, í kvöld leikur hún í Njálsbúð og annað kvöld, sunnudagskvöld, leikur hún á Selfossi. Stuðmenn eru um þess- ar mundir að senda frá sér nýja 12 laga plötu sem ber nafnið „Hve glöð er vor æska“ en platan kemur formlega út um næstu helgi. í næstu viku skemmta Stuðmenn í Reykjavík og í Vestmannaeyjum. H GUÐBJÖRG Hjartardóttir opnar málverkasýningu í FÍM-saln- um, Garðastræti 6, í dag kl. 16.00. Guðbjörg sýnir olíumálverk unnin á síðustu tveimur árum. _Sýningin stendur til 10. júlí og er FÍM-salur- inn opinn kl. 14.00-18.00 dag hvern. ■ LEIKFÉLAGIÐ Auðhumla frumsýnir leikritið Drottningin varð ástfangin af bjána í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar, laugar- daginn 23. júní kl. 24.00, á Jóns- messunótt. Leikritið verður sýnt á Klambratúni við Kjarvalsstaði á horni Lönguhlíðar og Flókagötur og verður aðgangur ókeypis. Þetta er fyrsta leiksýning félagsins þar sem unnið er með texta og er verk- ið byggt á Draumi á Jónsmessu- nótt eftir William Shakespeare. Áhorfendasvæðið er náttúrulegur grasbali en áhorfendur geta að sjálfsögðu komið með eigin stóla eða mottur. Leikritið tekur um klukkutíma í flutningi og verður aðeins þessi eina sýning. ■ AÐALFUNDUR Mltrúaráðs Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfírði var haldinn dagana 10. og 17. maí. í reikningum samtak- anna kemur í ljós að eignir nema alls 1.045.355.701 krónum, es skuldir 62.129.131 krónum. Bæði Hrafnistuheimilin voru rekin með halla á sl. ári. Hjá Hrafnistu í Reykjavík varð rekstrartap án fjár- magnskostnaðar 25.993.808 krón- ur eða 7,1% af tekjum en í Hafnar- firði 11.027.492 krónur eða 3,7% af tekjum. Að þessu sinni átti for- maður samtakanna, Pétur Sig- uirðsson, að ganga úr stjórn en var einróma endurkjörinn til næstu þriggja ára. Hann hefur nú verið formaður samtakanna í 28 ár. t Eiginkona mín, ÞORGERÐUR JÓNA ÁRN ADÓTTIR, Hlöðutúni, lést í Landspítalanum aðfaranótt fimmtudagsins 21. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur G. Brynjólfsson. t Elskuleg frænka og vinkona okkar, ÓLAFÍA S. (LÓA) JÓNASSON, Winnipeg, Canada, er látin. Anna Jónsdóttir, Erlendur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.