Morgunblaðið - 23.06.1990, Side 34

Morgunblaðið - 23.06.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990 ' SÍMI 18936 LAUGAVEGI 94 Sally Dollv Shirley Daryl Olympia Julia FIELD BlfflDN MacLAINE HANNAH DUKAKIS IIOBFIHS ★ ★★ SV. MBL. — ★ ★ ★ SV.MBL. STJÖRNULIÐ f EXNNI SXUEMMTILEGUSTU GAMAN- MYND ALLRA TÍMA UM SEX SÉRSTAKAR. KONUR. Sýnd kl. 2.45,4.50,6.55, 9 og 11.10. FANTASIA sími 679192 • VAGNADANS LEIKHÚS FRÚ EMILÍU SKEIFUNNI 3C, KL. 21.00: HÖFUNDAR: LEIKHÓPURINN OG LEIKSTJ. KÁRI HALLDÓR. í kvöld kl. 21.00. Miðapantanir í síma 679192. ■ ÁHUGI á neytenda- starfí hefur aukist mjög á síðustu árum. Greinilegt er að neytendur eru miklu gagmýnni nú en áður og telja mjög mikilvægt að Neytendasamtökin séu öflug samtök. Þannig hefur félagsmönnum fjölgað á undanfömum árum úr u.þ.b. 5.000 í 17.000. Aukinn neyt- endaáhugi hefur m.a. leitt til stofnunar fleiri neytendafé- laga á landsbyggðinni. í síðustu viku voru stofnuð neytendafélög í Grindavík og Stykkishólmi, og neyt- Sidafélagið í Neskaupstað var endurvakið. Formaður Neytendafélags Grundar- fjarðar er Matthildur Guð- mundsdóttir, í Stykkis- hólmi, Hrafiihildur Hall- varðsdóttir og á Norðfirði Elma Guðmundsdóttir. Nú eru starfandi neytendafélög á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarfirði, Grundarfírði, Stykkishólmi, Dalasýslu, Isafirði, Skagafirði, Akur- eyri, Húsavík, Fyótsdals- héraði, Norðfirði, A-Skaftafellssýslu, Suðurl- andi, Vestmannaeyjum og Suðurnesjum. Mánudaginn 25. júní er fyrirhugað er stofna nýtt neytendafélag undir Jökli fyrir íbúa Hell- issands og Ólafsvíkur. Fundurinn hefst kl. 20.30 í Mettubúð, Ólafsvík. Sama kvöld verður aðalfundur Neytendafélags Akraness haldinn á Kirlyubraut 40 kl. 21.00 en starfsemi félags- ins hefur legið niðri að mestu leyti síðustu ár. (Úr fréttatilkynningu) ■ JÓN Ingi Sigurmunds- son sýnir málverk í Eden í Hveragerði. A sýningunni, sem er sölusýning eru 50 olíu-, pastel- og vatnslita- myndir. Sýningunni lýkur mánudaginn 25. júní. SIÐANEFND LÖGREGLUNNAR MBL. „MEISTARALEGUR TRYLLIR" + * ★ 1/2 GE. DV. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.15. — Bönnuð innan 16 ára. SIMI 2 21 40 UMSAGNIR FJÖLMIÐLA: „BRJESKUR HÚMOR EINS OG HANN GERIST BESTUR" - Arnaldur Indriðason Mbl. „FRÁBÆR SKEMMTUN " Barry Norman - BBC TV Film „ILLKVTTTNISLEGA FYNDIN" Ian Christie - Daily Express „BRJÁLÆÐISLEG A FYNDIN" Tony Slattery - Saturday Night At The Movies „ÓTRÚLEGA FYNDIN" Harriet Harmon MP - Sunday Sunday. Aðalhiutverk: Griff Rhys Jones og Mel Smith. Leikstjóri: Michael Tuchner. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. — Bönnuð innan 12 ára. FLAKKA SHIRLEY VALENTINE t + + AI.MBL. Sýndkl. 5. Síðustu sýningar! PARADÍSAR- BÍÓIÐ ★ ★★ SV.MBL. Sýndkl.9. VINSTRi FÓTURINN ★ ★★★ HK.DV. Sýnd kl. 7.10 og 11.10. Síðustu sýningar! HRAFNINN FLÝGUR - WHEN THE RAVEN FLIES „With english subtitle". — Sýnd kl. 5. LÍLIML SÍMI 11384 - SNORRABRAUT 37 FRUMSÝNIR ÚRVALSMYNDINA: UPPGJÖRIÐ |N rOUNTRY HÚN ER KOMIN HÉR ÚRVALSMYNDLN „IN COUNTRY" ÞAR SEM HINN GEYSIVINSÆLI BRUCE WILLIS FER Á KOSTUM EINS OG VENJU- LEGA, EN ALLIR MUNA EFTIR HONUM í „DIE HARD". ÞAÐ ER HINN SNJALLI LEIKSTJÓRI, NORMAN JEWISON, SEM LEIKSTÝRIR PESSARI FRÁBÆRIJ MYND. »ESSA MYND SKALT ÞÚ SJÁ! Aðalhlutverk: Bruce Willis, Emily Lloyd, Joan Allen, Kevin Anderson. — Leikstj.: Norman Jewison. ★ ★★ ■* SVMBL.-★★★* SVMBL. Sýnd kl.4.50,7,9 og 11.10. STÓRKOSTLEG STULKA ★ ★★ SV. Mbl. — ★ ★ ★ SV.Mbl. Sýnd kl. 4.50,6.55,9 og 11.10. KYÍMLIF, LYGIOG MYNDBÖND ★ ★★ SV. Mbl. — ★ ★ ★ GE.DV. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. — Bönnuð innan 14 ára. Bjargvættimir í grasinu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Seinheppnir bjargvætt- ir(„Rude Awakening"). Sýnd í Regnboganum. Leiksljóri: Aaron Russo. Aðalhlutverk: Cheech Marin, Eric Röberts, Julie Hagerty og Robert Carradine. Eric Roberts og Cheech Marin leika tvo hippa í gam- anmyndinni Seinheppnir bjargvættir sem flýja verða lögregluna árið 1969 en eft- ir að hafa lifað í einangrun í litlu S-Ameríkuríki í 20 ár og reykt sitt gras snúa þeir aftur til Bandaríkjanna og komast að því að ýmislegt hefur breyst-til hins verra, m.a. er landið greinilega reiðubúið í annað Víetnam- ævintýri í S-Ameríku, sem hippamir reyndar koma af stað fyrir misskiining. Of langt mál yrði að skýra það allt hér en hugmyndin að baki Seinheppinna bjarg- vætta er ekkert galin fyrir gamanmynd sem sýna vill hvað orðið hefur um gömlu hippana og þeirra háleitu hugsjónir og hvernig allt snýst um efnisleg gæði nú- orðið en enginn skiptir sér af eyðileggingu jarðarinnar. Hér er að vísu fjarska lítii alvara á ferðinni enda Che- ech Marin með í ferð útúr- dópaður sem fyrr í samræð- um við talandi fiska í of- skynjunum sínum og fleira. Miðað við undirtektimar sem hann fékk í salnum virð- ist hann halda vinsældum sínum í gegnum þykkt og þunnt þótt áhorfendahópur- inn hafí breyst með árunum frá því hann fyrst kom fram. Hann getur enda verið óborganlegur á dópþvælingi sínum hvenær sem er. Annars er leikarahópur myndarinnar ansi ósam- stæður og kemur úr ýmsum áttum. Eric Roberts (sem fellur ört í skuggann af litlu systur sinni, Júlíu) er síðhærði hugsjónamaðurinn sem snýr aftur og sér að allir hafa fyrir löngu misst áhugann á gömlu baráttu- málunum og eru steinsof- andi fyrir hinum nýju eins og mengun vatnanna og ósó- neyðileggingunni. Julia Ha- gerty er gamall hippavipur sem varð eftir og rekur nú margmilljóna snyrtivörufyr- irtæki og þarf á virkilega góðum sálfræðingum að halda. Cliff De Young lög- reglumaður og glettilega skringilegur fulltrúi gamla tímans og Robert Carradine leikur annan hiuuavin sem selur brúnku á sólbaðsstof- um en það verður til þess að Marin spyr langt innan úr vímulandinu: Hvernig færðu þá sólina til að skína aðeins á þá sem borga? Ef boðskapurinn er ein- hver í myndinni þá er hann sá að næg verkefni eru fyrr gamla hippa og hveija sem er að taka til hendinni til bjargar jarðarkringlunni. Myndin á til að leiðast útí svolítið barnalega tilfinn- ingasemi en Cheech Marin er alltaf til staðar að bjarga málunum áður en þau verða of þunglyndisleg og það er einlægur, þekkilega sakleys- islegur svipur yfir myndinni allri. Dúkkan sem hvarf Raunir Wilts (,,Wilt“). Sýnd í Háskólabíói. Leik- stjóri: Michael Tuchner. Aðalhlutverk: Griff Rhys Jones og Mel Smith. Við þekkjum þá varla nema af afspurn en þeir eru talsvert vinsælir á heima- slóðum í Bretlandi sem brandarakalladúett, heita Mel Smith og Griff Rhys Jones og nú er tækifæri að kynnast þeim í bresku gam- anmyndinni Raunir Wilts, skemmtilegri, gamaldags, glæpakómedíu um það sem lítur út fyrir að vera óhugn- anlegt morð. Þeir eru ljómandi góðir húmoristar Smith og Jones og skipta með sér verkum eftir velþekktum og viðeig- andi leiðum; Smith er sá feiti og forheimski sem pírir litlu augun í skvapkenndu andlitinu í kolrangar áttir en Jones er sá mjói og ofur- eðlilegi sem sífellt getur ver- ið með áhyggjusvip yfir fúrðurn þessa heims. Hann leikur Henry Wilt, bókmenn- takennara, sem á skiljanlega í miklum erfiðleikum með að kenna leðurklæddum fót- boltabullum fagurbók- menntirnar sem þó er ekkert á móts við það þegar hann er handtekinn fyrir morðið á konu sinni, sem hann skildi ósáttur við í samkvæmi og hefur ekki séð síðan. Smith er lögreglumaðurinn Flint sem hefur rannsóknina með höndum og tekst að klúðra henni frábærlega með Clo- useauískri seinheppni og heimsku. Þótt mikilvægar sannanir dyttu oná hnöttótt- an haus hans tæki hann ekki eftir þeim. Reyndar er fórnarlambið ekkert annað en uppblásin dúkka sem fæst í hvaða hjálpartækjabúð kynlífsins sem er en Smith er svo yfir- kominn af grunsemdum í garð Jones að það skiptir hann engu máli, sérstaklega þar sem eiginkona og tveir vinir úr samkvæminu virðast horfin. Smith fær bestu setningarnar þar sem hann böðlast áfram í rannsókn- inni, ekkert sérlega frumlegt en kímið í góðum höndum grínaranna. Þegar hann kemur í stórllýsið þar sem samkvæmið var haldið og allt er eins og eftir loftárás skipar Flint íbygginn á svip: Leitið að merkjum um átök. Þannig eru flestir brand- aramir með hefðbundnu sniði og það er alltaf gaman að myndinni og stjörnum hennar tveimur, aukaper- sónunum og skondinni at- burðarásinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.