Morgunblaðið - 23.06.1990, Page 38

Morgunblaðið - 23.06.1990, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 23. JUNI 1990 KNATTSPYRNA / HEiMSMEISTARAKEPPNfN A ITALIU .Stjömumar útkeyrðar? Lykilleikmenn valda vonbrigð- um meðframmistöðu sinni ÞÆR knattspyrnustjörnur sem fyrirfram var búist við að skinu hvað skærast á HM á Ítalíu hafa margar hverjar valdið miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni. Má þar nefna Hollendinginn Marco van Basten, knattspyrnumann Evrópu undanfarin tvö ár, en hann átti varla skot á mark andstæðinganna íþremur leikjum riðlakeppninnar. Þá hefur átrúnaðargoðið Diego Maradona, fyrirliði heims- meistara Argentínu, ekki sýnt sínar bestu hliðar hingað til og virðast þessar stjörnur mæta til leiks á Ítalíu án þess að vera í þvíformi sem þarf til þess „að slá ígegn. Julio Grondona, formaður arg- entíska knattspyrnusambands- ins og varaformaður FIFA, segir ástæðuna vera þá að þessir leik- menn séu hreinlega örþreyttir eftir langt og erfitt keppnistímabil með félagsliðunum. Þeir fái ekki nógan tíma með landsliðum sínum og séu auk þess líkamlega útkeyrðir þegar þeir loksins losna frá félagsliðunum. Aðalstjórn alþjóða knattspymu- ^sambandsins hefur fundað um mál- ið og að sögn Grondona er Iíklegt að fyrir næstu heimsmeistara- keppni verði Iögum FIFA breytt til þess að auka rétt landsliðanna. Hugmyndin er að koma inn ákvæði þess efnis að þegar leikmenn leika með félagsliðum utan heimalands sins sé viðkomandi félagi skylt að láta þá lausa 60 dögum fyrir loka- keppni heimsmeistaramótsins. Þetta ákvæði á að koma í veg fyrir að bestu leikmennirnir mæti í loka- slaginn andlega og Iíkamlega út- keyrðir og án samæfingar með sam- herjum sínum í'landsliðunum. „Það hefur komið í Ijós hér á Ítalíu að lykilleikmenn margra liða eru útkeyrðir og ekki líklegir til stórræða. Stjörnur eins og Mara- dona og van Basten hafa aðeins verið stuttan tíma með landsliðum sínum fyrir keppnina og eru þreytt- ir eftir langt og strangt keppn- istímabil á Italíu. Landsliðsþjálfar- amir fá þessa leikmenn síðan skömmu fyrir keppni og þeir eru •ekki í neinu formi til þess að gera stóra hluti,“ sagði Grondona. „Mál- in horfa öðruvísi við þegar leikmenn leika í eigin heimalandi. Þar á við- komandi knattspymusamband auð- veldara með að fylgjast með og stjóma málunum." Grondona sagði að argentíski sóknarmaðurinn Can- iggia, sem leikur með ítalska liðinu Atalanta, hefði átt í meiðslum tvo síðustu mánuði ítölsku deildar- keppninnar og leikið undir áhrifum verkjalyfja. „Við vissum þetta ekki fyrr en rétt fyrir keppnina og auð- vitað kemur þetta niður á líkamlegu ástandi hans nú,“ sagði Grondona. Argentíski formaðurinn sagði að þetta kæmi sérstaklega illa niður á liðum frá Suður-Ameríku þarsem bestu leikmennimir þaðan væru iðulega keyptir til ríkra félagsliða í Evrópu. Carlos Bilardo, þjálfari Argentínumanna, kvartar sáran undan því hve nauman undirbún- ingstíma hann fékk með landsliðs- mönnum sínum. Fæstir þeirra leika með argentískum liðum því þeir hafa verið vinsælir hjá toppliðum í Evrópu frá því að Argentínumenn unnu heimsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum. Marco van Basten, knattspyrnumaður Evr- ópu síðustu tvö árin, átti varla skot á mark and- stæðinganna í þremur leikjum riðlakeppninnar á HM. Þá hefur átrúnaðar- goðið Diego Maradona, fyrirliði heimsmeistara Argentínu, ekki sýnt sínar bestu hliðar hingað til í keppninni. - Litlar væntingar í Hollandi Hollendingar eru ánægðir með úrslitin í leiknum gegn írum á HM í fyrrakvöld. „Við komumst áfram í aðra urnferð, og það var ■■■■ málið, en það var Kjartan L. skammarlegt að Pálsson sjá hvernig liðin léku í lokin,“ sagði gamla kempan Bosemann, sem ekki komst í 22 manna hópinn á Ítalíu vegna meiðsla. „Þetta er heimsmeistara- keppni og þar verða menn að sýna og gera sitt besta,“ sagði Bose- mann. Flestir Hollendingar taka trú- lega undir þessi orð með landsliðs- skrifarfrá Hollandi manninum fræga. Þeir skammast sín hálfpartinn fyrir leikinn, eðá öllu heldur leikleysuna í lokin, en eru ánægðir með úrslitin. Það var ekki nein sérstök gleði- hátíð eftir leikinn. Menn bara brostu og klöppuðu pent, ekki nein hróp eða köll né dansað á götum úti. „Við komumst áfram á þremur stigurn," sagði einn ánægður Hollendingur eftir leik- inn. „Við komumst líka áfram með þrjú stig í heímsmeistara- keppninni 1978 og víð lékum úr- slitaleikinn þar,“ sagði hann og brosti. Fæstir Hollendingar eiga samt von á því að sagan frá 1978 endurtaki sig, liðið er ekki nægi- lega gott núna til þess að leika þann leik aftur...en hver veit! Sýnt var í beinni útsendingu í sjónvarpinu þegar dregið var um það hvort Holland yrði í öðru eða þriðja sæti í riðlinum. Þeir fengu þriðja sætið og leika því gegn Þjóðveijum í 16 liða úrslitum. Fyrir HM sögðust Hollendingar heldur vilja fá þá sem mótheija í sjálfum úrslitaleiknum. „Þeir verða að standa sig og spila vel — mjög vel til að komast áfram gegn Þýskalandi," sögðu hol- lensku blöðin í gær. Flest blöðin reikna með því að Holland stein- liggi í leiknum. „Þjóðveijarnir eru með betra lið í keppninni,“ segja blöðin. Liðin voru í sama riðli í undan- keppninni fyrir HM. Þar lauk báð- um leikjunum með jafntefli. Holl- and sló Þýskaland út í síðustu Evrópukeppni. „Við höfum tak á þeim. Þeir eru alltaf hræddir við okkur og við niðurlægjum þá enn einu sinni á sunnudaginn," sagði einn bjartsýnn Hollendingur í gær við íslendingana í sumarhúsunum í Kempervennen. „En eins og liðið okkar leikur núna, þá gæti það ekki einu sinni unnið ísland," sagði hann og brosti. KUBBUR ER TAKMARKIÐ HUGSAÐU KUBBAÐU ALVÖRU LEIKFANG FYRIR PÁ SEM GETA HUGSAÐ 6 LITIR = 6 STYRKLEIKAR Michel Platini keypti Zavarov Fórtil Tórínó sem umboðsmaður Nancy Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Alexander Zavarov, sem leikið hefur með Juventus undanfarin tvö ár, undirritaði óvænt samning við franska liðið Nancy. niuiiiiiiiittiuiituiiutii'' | Michel Platini, landsliðþjálfari Frakka kom til Tórínó á þriðjudag, en hann bjó um árabil í borginni meðan hann lék með Ju- ■■■■■■■ ventus. Hann notaði Frá tækifærið og hitti Brynju Gianni Agnelli for- stjóra Fiat og eig- anda Juventus en þeir eru miklir mátar. Um kvöldið fylgdist hann með leik Skotlands og Brasilíu. Aðalerindi Platinis til Tórínó var rnjög Ieynilegt og kom ekki í ljós fyrr en á miðvikudag þegar sovéski landsliðsmaðurinn Aléxander Za- Tómer á Ítalíu varov undirritaði óvænt samning við franska liðið Nancy. Platini var á staðnum sem sérstakur umboðs- maður Nancy, og gekk frá kaupun- um á Zavarov. Að undanförnu hafa ítölsk blöð talið fullvíst að Zavarov gengi til liðs við ítalska liðið Parma sem á næsta leikári verður í 1. deild. Landi Zavarovs og félagi í Ju- ventus, Sergey Aleíníkov, sem Ju- ventus hefur á sölulista, hefur hins vegar ekki enn fundið félag sem vill kaupa hann. Hann fór til Tórínó um leið og ljóst var að Sovétríkin kæmust ekki áfram í 16 liða úrslit. Tómer á Italíu ■ BRESKU knattspyrnubullurn- ar sem gistu fangageymslur á ít- alíu áður en þær voru sendar til Englands sögðu við blaðamenn að jggtmggM ítölsku fangelsin Frá væru eins og fimm Brynju stjörnu hótel. „Við fengum nautakjöt og kjúklinga að borða, og appelsín að drekka. Við máttum reykja eins og við vildum og horfðum á leikina í sjónvarp- inu,“ sögðu þær og voru hinar án- ægðustu með dvölina á Ítalíu. ■ Á HVERJUM degi eru greinar í ítölskum dagblöðum um enskar íþróttabullur sem reknar hafa verið úr landi. Bullurnar fá síðan viðeig- andi stimpil í vegabréfið sitt þannig að næst þegar þeir vilja koma til Italíu komast þeir ekki lengra en í vegabréfsskoðun á flugvöllunum. ■ CALOS Alberto, brasilíski þjálfari landsliðsins frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur nú endurnýjað samninginn um þjálfun liðsins. Carlos Alberto hafði gert þriggja mánaða samning fyrir HM, en sá samningur féll úr gildi eftir leikinn við Júgóslavíu á þriðjudag- inn. Alberto fær 360 þúsund doll- ara fyrir snúð sinn næsta árið. ■ / KÓRENSKA landsliðinu er sóknarmaður sem er blindur á öðru auga. Lee Tae-Ho lenti í því í deild- arkeppni fyrir fjórum mánuðum að sparkað var í auga hans. Sjóntaug- in skemmdist og hefur hann verið blindur á auganu síðan. Honum hefur þó tekist að leika ótrúlega vel, en var á varamannabekk lands- liðsins alla leikina í riðlakeppninni. Það mun vera einsdæmi að svo sjóndapur maður sé valinn í 22 manna landsliðshóp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.