Morgunblaðið - 23.06.1990, Side 40
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsíngamiðill!
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Viðræður
ráðherra
^og BHMR
ámánudag
RÁÐHERRAR úr ríkisstjórninni
og fulltrúar BHMR hittast á
mánudaginn til að ræða fram-
kvæmd á endurskoðun iauna-
kerfís BHMR. Ríkisstjórnin hef-
ur áður ákveðið að fresta gildis-
töku nýs launakerfis.
Steingrímur J. Sigfússon, sam-
göngu- og landbúnaðarráðherra,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að hann og fleiri ráðherrar hefðu
verið þess mjög hvetjandi á ríkis-
... stiórnarfundi á fimmtudag að efnt
"yrði til viðræðna við BHMR til að
leysa deilu þess við ríkisstjórnina.
Sumir hefðu viljað viðræður þá
strax, en ákveðið hefði verið að
bíða heimkomu Ólafs Ragnars
Grímssonar, fjármálat'áðherra.
Páll Halldórsson, formaður
BHMR, sagði að í samninganefnd
bandalagsins hefði verið ákveðið að
tilmæli til félagsmanna um að
fresta starfí sínu í nefndum og ráð-
um ríkisins, ættu að gilda frá 1.
iúlí, ef þá hefði ekki fengizt lausn
launamálunum. Einstökum félög-
um yrði falið að útfæra þau til-
mæli nánar. Páll sagði að háskóla-
menn sætu í mörgum nefndum og
starfshópum á vegum ríkisins.
Wincie Jóhannsdóttir, formaður
Hins íslenzka kennarafélags, sem
er stærsta aðildarfélag BHMR,
sagði að kennarar sætu til dæmis
í öllum skólanefndum og í ýmsum
starfshópum á vegum menntamála-
ráðuneytisins, sem vinna til að
mynda að nýjum verkefnum í
menntakerfinu. _____
Á slysadeild
-eftir bílveltu
ÖKUMAÐUR sendiferðabíls var
fluttur á slysadeild eftir að bíll
hans valt á mótum Miklubrautar
og Kringlumýrarbrautar í gær.
Þá voru ökumaður og farþegi
bfls fluttir á slysadeild eftir umferð-
aróhapp á Nesjavallavegi við Graf-
arholt.
Nokkrir árekstrar urðu í
Reykjavík í gær, þrátt fyrir gott
skyggni og aðstæður. Eignatjón
varð en ekki slys á fólki umfram
það sem að ofan er getið.
ÉáStí!!0 v' "
Selfossi.
Farsæll sigldi undir Ölfusárbrú
Morgunblaðið/RAX.
Farsæll frá Vík í Mýrdal sigldi og öslaði upp fyrir Ölfusárbrú síðdegis í gær. Þessi ferð var farin í tilefni þess að vatnadrekinn er til sýnis á
atvinnusýningunni Bergsveini á Selfossi, sem opnar í dag. Það er einstæður atburður að skip fari undir Ölfusárbrú og segja má að þeir sem
trúðu frásögninni af Vanadísinni á sínum tíma hafi fengið uppreisn æru. Fjöldi fólks fylgdist með og mörgum virtist þetta glæfraför, en um borð
var aldrei nein hætta á ferð. gjg. j5ns>
Verð sjávarafurða um 11%
hærra en að meðaltali 1989
Kílóið af ferskum físk er tugum króna dýrara í ár en á sama tíma í fyrra
VERÐ á sjávarafúrðum í heild er nú 11% hærra í erlendri mynt en
það var að meðaltali á síðasta ári sem þýðir að öðru jöfnu að viðskipta-
kjörin nú eru 3-4% betri. Þessi viðskipÞtkjarabati hefúr komið mun
fyrr fram en ráð var fyrir gert við gerð kjarasamninganna í febrúar, en
í forsendum þeirra var gert ráð fyrir að viðskiptakjörin hcfðu batnað
um 3% í desember. Verð á öllum sjávarafurðum hefúr hækkað, nema
á rækju, mjöli og lýsi og virðast fremur standa líkur til þess að það
eigi eftir að hækka frekar.
Engin teikn eru um að fiskverð
fari lækkandi á næstunni, að sögn
Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar. Hann sagði láta
nærri að verð á sjávarafurðum væri
orðið jafnhátt og það varð hæst á
árinu 1987. Það væri hins vegar ólíku
saman að jafna því þá hefði hækkun
fiskverðsins farið saman við 5-6%
aflaaukningu milli ára, en á þessu
ári væri um 5-6% aflasamdrátt að
ræða frá árinu 1989. Viðskiptakjara-
batinn gæti orðið meiri þegar litið
væri til alls ársins, ef þetta verð á
sjávarafurðum héldi. Verðið væri
sveiflukennt, en engin merki væru
um að toppnum hefði verið náð og
sömuleiðis hefði olíuverð lækkað á
síðustu vikum sem stuðlaði enn frek-
ar að bættum viðskiptakjörum.
Verð á sjávarafurðum frá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna hækkaði
síðast á Bandaríkjamarkaði um
3-10% 7. júní. Þá hefur verð á sjó-
Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum:
Skólanefíidin tók 300 þúsund króna
bankalán til að greiða rekstrarkostnað
Framhaldsskólinn og Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum hafa
átt í erfiðleikum með að standa skil á rekstrargjöldum það sem af
er ársins vegna naumra íjárveitinga. Að sögn Friðriks Ásmundsson-
ar skólastjóra Stýrimannaskólans gripu skólanefndarmenn Stýri-
mannaskólans til þess ráðs að fá 300 þúsund króna lán hjá íslands-
banka I maímánuði í eigin naini til að unnt væri að grynnka á
uppsöfnuðum reikningastafla. Friðrik segir það viðurkennt af hálfu
hins opinbera að mistök hafi orðið við fjárlagagerð.
Um áramót færðist reksturinn
alfarið á hendur ríkisins í kjölfar
laga um breytta verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga en áður hafði
bæjarsjóður staðið undir helmingi
rekstrarkostnaðar. Friðrik Ás-
mundsson segist hafa fengið þá
skýringu á lágri fjárveitingu til
skólans að gleymst hafi að reikna
með því að framlag bæjarsjóðs félli
á ríkissjóð. Hermann Jóhannesson
deildarstjóri í menntamá'aráðu-
neytinu segir rétt að mistök hafi
orðið við ákvörðun fjárframlaga til
skólanna í Vestmannaeyjum en það
megi fyrst og fremst rekja til of
lágra áætlana forsvarsmanna
skólanna. Hann segir það mjög ein-
faldaða mynd af flóknu máli að
tala um að gleymst hafi að gera
ráð fyrir því að framlög bæjarins
ætti frá áramótum að greiða úr
ríkissjóði.
Ólafur Hreinn Sigutjónsson
skólameistari Framhaldsskólans í
Vestmannaeyjum segir að skólinn
hafi fram að þessu getað greitt
sína reikninga en eigi að takast
að halda uppi eðlilegum rekstri
seinnihluta ársins þurfi viðbótar-
fjárframlag að koma til. Hann seg-
ir skólann njóta mikillar velvildar
bæjaryfirvalda sem vegna ástands-
ins umlíði það að skuldir við bæinn
safnist upp. Hann segist telja ljóst
að þessa stöðu megi rekja til byij-
unarörðugleika á flutningi rekstr-
arins frá sveitarfélagi til ríkis og
télur að hluta skýringarinnar hljóti'
að verða að rekja til andvaraleysis
skólastjórnenda sjálfra gagnvart
því. Hann kveðst hafa fengið vil-
yrði úr fjármála- og menntamála-
ráðuneyti um viðbótarfjármagn og
lausn málsins.
Hermann Jóhannesson sagði að
unnið væri að málinu og kvaðst
ekki telja að nokkur röskun ætti
eftir að hljótast af skólastarfi af
þessum sökum. Aðspurður sagði
Hermann að á landsvísu væri
ástandið í Eyjum hlutfallslega
slæmt en ekki einsdæmi. Bæði
Friðrik Ásmundsson og Ólafur H.
Siguijónsson kváðust hafa heyrt
af svipuðum erfiðleikum í ýmsum
öðrum skólum á landsbyggðinni.
frystum fiski hækkað um 20% frá
áramótum og fiskblokk í Evrópu er
komin yfir tvo dollara. Þessar hækk-
anir á Evrópumarkaði urðu miklu
örar og fyrr en reiknað hafði verið
með.
Gylfi Þór Magnússon, fram-
kvæmdastjóri sölumála hjá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna, sagði að
þessar verðhækkanir stöfuðu af
skorti á fiski erlendis og innanlands.
Fiskblokk hefði hækkað mjög mikið
í Bretlandi framan af árinu og kom-
ið fyrr fram þar en í Bandaríkjunum.
Þessar skyndilegu hækkanir sköpuðu
óróleika á mörkuðum og hætta væri
á að verðið yrði of hátt fyrir neytend-
ur og þeir leiti annarra og ódýrari
matvæla. Gylfi sagði að þessar
hækkanir endurspegluðu ekki bætta
stöðu frystingarinnar, því hráefnis-
verð hefði hækkað mikið og minna
magn af fiski færi í gegnum húsin,
sem leiddi til lakari nýtingar á fram-
leiðslutækjum og hærri kostnaðar.
Verð á ferskum fiski hefur hækk-
að mjög mikið það sem af er þessu
ári á mörkuðum hér og í Bretlandi.
Þannig er verðið fyrir ísfisk í Bret,-
landi 37% hærra að meðaltali fyrstu
fimm mánuði þessa árs, borið saman
við saman við árið í fyrra og þorskur
hefur hækkað meira. Verð á innlend-
um fiskmörkuðum hefur líka stór-
hækkað. Þannig var það 43,23 krón-
ur að meðaltali fyrir allar fisktegund-
ir á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði
fyrstu fimm mánuði síðasta árs, en
var fyrstu fimm mánuðina í ár 66,59
kr. sem er 54% hærra. Verðið fyrir
þorsk á Faxamarkaði var 43,89 krón-
ur að meðaltali sama tímabil í fyrra,
en hefur á þessu ári verið 71,80 að
meðaltali.