Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 4

Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990 VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 27. JÚNÍ YFIRLIT I GÆR: Á vestanverðu Grænlandshafi er hæðartiryggur, en 1010 mb smálægð skammt suður af Vestmannaeyjum þokast suðaustur. Austur við Noreg er víðáttumikil 990 mb lægð, sem hreyfist norðaustur. SPÁ: Norðlæg átt um land alft, víðast gola eða kaldi. Dálítil súld eða smáskúrir víð norðausturströndina og suður með Austfjörðum, en annars þurrt. Víða léttskýjað um sunnan- og vestanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Fremur hæg norð- vestan-átt um mest allt land. Smáskúrir eða Iftilsháttar súld við norðurströndina, en þurrt í öðrum landshlutum. Vfða léttskýjað um sunnanvert landið. Sæmilega hlýtt sunnanlands að deginum, en annars fremur kait. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: *' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. f r r r r r r Rigning r r r * r * r * r # Slydda r * r # # # ## * # Snjókoma * * * •| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur R Þrumuveður Lista- og óperuklúbb- urinn kynntur í kvöld Á SÍÐASTA vetri bryddaði Ing- ólfur Guðbrandsson upp á þeirri nýjung að kynna framandi lönd með erindaflutningi og mynda- sýningum á Hótel Sögu. Þá sagði hann frá reynslu sinni af ferðum um Afríku og voru undirtektir góðar. Á Hótel Sögu í kvöld kl. 21 kynnir Ingólfur nýja hugmynd sína um stofnun félags með klúbbformi, sem sniðinn er að þörfúm listunnenda og áhuga- málum þeirra. í fréttatilkynningu segir að með samtakamætti sínum gæti klúbbur- inn í framtíðinni orðið virkt afl til eflingar íslenzku listalífi. Félögum sínum mun hann bjóða fræðslu og skemmtun og hafa á hraðbergi upplýsingar um helztu listviðburði í nágrannalöndunum handa þeim sem hyggja á ferðalög. Síðast en ekki sízt mun Lista- og óperuklúb- burin gangast fyrir vönduðum ferð- um til útlanda til að kynnast hinu besta í helztu menningarborgum heimsins. Fyrsta ferðin er þegar skipulögð, Ítalíuferð, þar sem aðeins það besta verður í boði í listskoðun og lífsnautn. Ferðin hefst hinn 24. ágúst næstkomandi og verður vígsluferð klúbbsins og þátttakend- ur stofnfélagar. Leiðin liggur um fegurstu héruð og fremstu lista- borgir Ítalíu. Fjöldi þátttakenda er takmarkað- ur. Skipuleggjandi ferðarinnar og umsjónarmaður er Ingólfur Guð- brandsson. Ferðast verður með bestu farartækjum og gist á fjög- urra stjömu hótelum á allri leiðinni. Borgirnar, sem heimsóttar verða í fyrstu ferð Lista- og Óperuklúbbs- ins undir einkunnarorðunum Töfrar Ítalíu eru Mílanó, Veróna, Padúa, Feneyjar, Flórens, Pisa, Siena, Per- ugia, Assisi og Róm og stendur ferðin í 14 daga. Þátttakendur verða viðstaddir sýningu á óperunni Tosca í Veróna og skoða helztu byggingar og listasöfn Ítalíu. Vorfundur Kvennalistans: Aherslubreyt- ingar og vinnubrögð Á vorþingi Kvennalistans um síðustu helgi voru ræddar hugsan- legar breytingar á áherslum og vinnubrögðum flokksins. Stefnt er að iramboði Kvennalistans í öllum kjördæmum landsins í næstu al- þingiskosningunum. A vorþinginu var fjallað um síðustu sveitarstjómakosningar og mögulegar orsakir þess að Kvenna- listinn fékk minna fylgi í þeim en vonir stóðu tíl. í frétt frá Kvennalist- anum segir að svo virðist sem í hug- um margra sé nýjabrumið farið af KVennalistanum, einkum þar sem önnur stjórnmálaöfl hafi tileinkað sér ýmislegt úr málflutningi hans. Þvi sé nauðsynlegt að koma sérstöðu Iist- ans betur til skila og skerpa línurnar. Myndaðir voru málefnahópar um launamálin, um atvinnustefnu, um- hverfísmál og Evrópubandalagið, með sérstöku tilliti til þess hvaða áhrif þróunin í Evrópu hefur á hagi kvenna. Þessir málaflokkar verða forgangsverkefni í endurskoðun stefnuskrár Kvennalistans, en sú endurskoðun verður meginverkefnið fram að landsfuncji, sem haldinn verður í Eyjafirði í nóvember. m.a. á starf sem unnið hefur verið við að færa lög um kirkjuna til nútíma. Að því loknu talaði Margr- ét Heinreksdóttir, stjórnarformaður Hjálparstofnunnar kirkjunnar, og tilkynnti að ný stjórn stofnunarinn- ar hefði ráðið Jónas Þórisson for- stöðumann Hjálparstofnunarinnar. Jónas tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Margrét benti einnig á að leigusamningur Hjálparstofn- unarinnar væri að renna út en unn- ið væri að því að fínna annað hús- næði. Að lokum flutti Helgi Hjálms- son, formaður leikmannaráðs, tölu og Knut Lein, formaður norska prestafélagsins, flutti kveðju frá norrænum prestum. Við setningarathöfnina fluttu Monika Abendroth og Jón H. Sigur- björnsson Ave María eftir Bach- Gounod, Aríu eftir Kirchoff og Andante í B-dúr eftir Mozart. Um klukkan fjögur komu prestarnir saman í safnaðarheimili Dómkirkjunnar en tveimur tímum seinna hófst aftansöngur í Dóm- kirkjunni. Prestasteíiia hófst í gær: Næsti áratugur helgaður safiiað- aruppbyggingu - sagði herra Ólafiir Skúlason biskup meðal annars við setningarathöfiiina PRESTASTEFNA ísland 1990 hófst með messu í Dómkirkjunni í gærmorgun. Eftir hádegi var stefnan sett og prestarnir komu saman í salnaðarheimili Dómkirkjunnar. Um klukkan sex sóttu prestarnir aftansöng i Dómkirkjunni. Fulltrúar á prestastefnu gengu frá Menntaskólanum í Reykjavík til messu í Dómkirkjunni þar sem séra Dalla Þórðardóttir sá um predikun í gærmorgun. Séra Hjalti Guð- mundsson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónuðu fyrir ajtari ásamt biskupi íslands séra Ólafi Skúlasyni. Dómkórinn söng undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Biskup íslands, séra Ólafur Skúlason, hóf setningarathöfn í Dómkirkjunni á yfírlitsræðu sinni. Hann ræddi starfíð á liðnu ári og bar fram sérstakar þakkir til Péturs Sigurgeirssonar, biskups, starfs- fólks biskupsstofu og stjórnar prestafélagsins fyrir að aðstoða sig við að kynnast biskupsembættinu sem hann tók við fyrir rétt rúmu ári. Ólafur benti á að næsti áratug- ur yrði helgaður safnaðaruppbygg- ingu og vakti athygli á því að nauð- synlegt væri að byija snemma á Farið til messu í gærmorgun. trúaruppeldi bama. Þá lagði hann áherslu á að búið yrði vel að prest- um og fjölskyldum þeirra ella kæmi það niður á starfí þeirra. Eftir yfirlitsræðu biskups flutti Óli Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráð- herra ávarp þar sem hann minntist Morgunblaðið/Börkur Ólafúr Skúlason setti Presta- stefiiuna. iByggt á voSspá'w. lé.15 (gawi IDAG kl. 12.00 ? m 1 t 1 1 VEÐUR kl. 12:00 VÍÐA i aær UM HEIM að fsl. tíma Akureyri h«i 5 vaður hálfskýjað Reykiavik 9 (éttskýjáð Bergen 12 skýjað Helsinki 23 léttskýjað Kaupmartnahöfn 21 léttskýjað Narssarssuai vantar Nuuk 6 léttskýjað Stokkhólmur 21 léttskýjað Pórshöfn 10 skýjað Algarve 23 léttskýjað Amaterdam 24 skýjað Barcelona 24 skúr Berlín 23 hálfskýjað Chicago vantar Feneyjar 28 þokumóða Frankfurt vantar Glasgow 18 skýjað iborg 22 skýjað UsPalmas íf 24 léttskýjað London 19 mistur LosAngeles vantar Lúxemborg 27 léttskýjað Madríd 31 mistur Malaga 26 mlstur Mallorca 31 léttskýjað Montréal 21 léttskýjað NewYork vantar Orlándo vantar París 28 skýjað Róm vantar Vin 24 léttskýjað Washington vantar Wlnnípeg 29 skýjað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.