Morgunblaðið - 27.06.1990, Síða 7

Morgunblaðið - 27.06.1990, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990 7 Aður voru ge it- ur á sérhverjum bæ í sveitinni Rætt við Ragnar Guðmundsson, bónda á Nýhóli á Hólsfjöllum „ÞEGAR ég var krakki voru geit- ur á hverjum bæ hérna í sveit- inni. Nú er mér sagt að ég sé eini bóndinn á landinu sem mjólkar geitur,“ segir Ragnar Guðmundsson einbúi á Nýhóli á Hólsfjöllum. Morgunblaðsmenn stöldruðu við hjá Ragnari á leið um Hólssand í liðinni viku. Geit- urnar fjórar og tveir kiðlingar voru á beit norðan við fjárhúsin neðan við bæinn. Þær tóku „gibbagibb" bónda fagnandi þeg- ar hann kom gangandi og stöng- uðu gáskafúllar gestina þegar þeir báru sig að við að klappa þeim. Geitur eru einnig á Grímsstöðum og hópurinn nokk- uð stærri, en ekki nytjaðar. Gestum er að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og meðlæti. Nýstár- legust er þó geitamjólkin úr ísskápnum. Taka verður undir þau orð Ragnars að erfitt gæti reynst að greina milli þessarar mjólkur og kúamjólkur af spena. „Um 1970 hætti ég að vera með kýr og fékk mér geitur, af því að það er miklu minna umstang," seg- ir Ragnar sem búið hefur ein- samall á Nýhóli í.fjórtán ár. „Ég er hreinræktaður pipar- sveinn,“ segir Ragnar Guð- mundsson sem kveðst aldrei kvíða einverunni á Nýhóli. „Þegar mest var hafði ég sex geitur. Þá bjó ég einnig til osta og skyr úr mjólkinni, en því er ég hættur. Lengi vel hélt ég að ostur- inn væri misheppnaður hjá mér því hann var svo holóttur. Síðar sagði mér maður sem komið hafði til Grikklands og smakkað þar geita- ost að svona ætti hann að vera,“ segir Ragnar. Meðan kiðlingarnir eru á spena mjólkar Ragnar ekki geiturnar nema endrum og eins. Hann segist Ragnar Guðmundsson með geitahópinn. Kiðlingurinn brá á leik. Morgunblaðið/Ámi Sæberg hafa fellt hafurinn í vor en fái ann- an lánaðan hjá bóndanum á Grímsstöðum í haust þegar á þarf að halda. Raunar eru geiturnar á báðum bæjum upprunalega frá Fjallalækjarseli í Þistilfirði. „Það er því miður ekki hægt að fá óskylt til að bæta stofninn og það er mik- ill galli,“ segir Ragnar. Hann segir erfitt að hafa geiturn- ar á görðum á vetrum. Þá séu þær snakillar, ein geitanna seilist til forystu og haldi hinum frá heyinu. Því er brugðið á það ráð að setja niður lokur svo að myndist hólf fyrir skepnurnar við garðana. Hólsijöllin eru líklega ein ein- angraðasta sveit landsins og lung- ann úr vetrinum aðeins fært á snjóbíl og vélsleða á bæina. Ekki lætur Ragnar einveruna á sig fá. „Ég er hreinræktaður piparsveinn," segir hann, aðspurður hvort hann hafi aldrei hugsað sér að kvænast. Kveðst aldrei kvíða einverunni, né sakna félagsskapar. „Það er alltaf nóg af verkefnum, í einhverju að snúast,“ segir Ragnar Guðmunds- son bóndi á Nýhóli. Húsavík: Lélegri vertíð lokið Húsavík. NÚ ER lokið eindæma lélegri grásleppuvertíð við Skjálfanda sem oft er eitt af bestu veiði- svæðum á landinu. Nú veiddu menn aðeins upp í fyrirframgerða samninga og voru innlagðar hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur tæpar 200 tunnur en undanfarin ár hefur þar verið salt- að í um 400-500 tunnur. Segja má að óáran tveggja síðustu ára sé liðin því við hver vertíðarlok undanfarin ár hafa verið töluverðar birgðir af óseld- um hrognum. Nú eru birgðirnar engar og vart hægt að sinna eftir- spurn í vertíðarlok en eftirspurnin jókst þá kaupendur sáu hvert horfði svo söluhorfur fyrir næsta ár eru frekar hagstæðar. — Fréttaritari Iþróttahátíð I.S.I. 28. júní -1. júlí Opnunarathöfn Á morgun hefst Íþróttahátíð Í.S.Í.. ✓ Iþróttahátíðin er stærsti íþróttaviðburður ársins. Opnunarathöfn Íþróttahátíðar hefst kl. 20:00 á Laugardalsvelli. Komdu og sjáðu íþróttahreyfinguna á Islandi 1990. Glæsileg sýningaratridi! Okeypis adgangur s * Iþróttasamband Islands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.