Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990
13
Hvatning til kvenna:
Ganga - Skokk - Hlaup - Kvennahlaup
eftirLovísu
Einarsdóttur
Innan margra íþróttagreina,
sérstaklega boltagreinanna, hefur
ríkt kynjamisrétti á ýmsum svið-
um. Vantar töluvert á að jafnrétti
ríki í störfum og leik. Þá eru til
greinar sem mismuna ekki kynjum
og er það vel.
Mýmörg dæmi eru um að
kvennalandslið sitji ekki við sama
borð og karlalandslið.
Stúlkurnar hafa m.a. þurft að
greiða keppnisferðir og uppihald
sjálfar á meðan viðkomandi sérs-
ambönd hafa greitt allan kostnað
karlalandsliða. Dæmi um árangur
í slíkum ferðum má nefna smá-
þjóðaleika á Kýpur þar sem stúlk-
ur komu heim með silfurverðlaun
en piltar brons, þar sönnuðu stúlk-
urnar betri frammistöðu en piltar.
Ein hugsun sækir fast að í þessu
sambandi og þess vegna freistandi
681066
Leitið ekki langt yfir,skammt
Eignir óskast
Einbhús óskast -
allt að 30,0 millj.
Höfum fjárst. kaupanda að góðu einb-
húsi. Engin sérst. ósk um staösetn.
Má kosta allt að 30,0 millj.
Garðabær - óskast
Höfum kaupanda að einbhúsi í
Garðabæ. Getur greitt allt að kr. 6,0
millj. strax.
Hrauntunga - Kóp.
Falleg 3ja herb. ib. á jarðh. í tvíb. Verð
5,5 millj.
Hraunbær
65 fm 3ja herb. ib. á 1. hæð. Nýl. park-
et. Falleg íb. Verð 4,7 millj.
Stóragerði
93 fm góó 3ja herb. ib. m/íbherb. i kj.
Baðherb. endum. Ákv. sala. Verð 6,0 m.
Hraunbraut
80 fm góð 3ja herb. íb. í fjórbýli. Ákv.
sala. Verð 5,9 millj.
Fálkagata
90 fm 3ja herb. ib. a 2. hæð. Akv. sala.
Verð 5,9 millj.
Suðurhólar
4ra-5 herb. ib. é 3. hæð. Góðar innr.
Fallegt útsýni. Góð staðsetn. Verð 7,0 m.
Dalsel
106 fm mjög glæsil. 4ra-5 herb íb. m/sér-
þvottah. ib. er öll i toppstandi. Skipti
mögul. á stærri eign. Verð 7,5 millj.
Hraunbær
Mjög falleg 4ra herb. íb. é 2. hæð.
Verð 6,4 millj.
Þingholt - einb./tvíb.
Til solu nýl. steinhús m/2 fb. 3ja og 4ra
herb. TvÖf. innb. bílsk. Eignask. mögul.
Verð 14,0 millj.
Seljahverfi
Glæsil. staðsett einbhús íjaðri byggðar
m/plötu f. hesthús. Húsið erþrjár hæð-
ir og gengið inn á miðhæð. Mögul. á
íb. á neðstu hæð. Húsið er ekki fullb.
Eignask. mögul. á minni eign i Selja-
hverfi. Verð 14,5 millj.
Stakkahlíð - verslhúsnæði
340 fm verslhúsn. á einni hæð. Mjög
vel staðsett, Verslunarínnr. til reksturs
matvöruversl. geta fylgt. Húsn. getur
hentað fyrirýmsan rekstur vegna góðr-
ar staðsetn. Er til afh. strax.
Grensásvegur
1000 fm hæð með innkeyrsludyrum,
þar af ca. 600 im súlulaus safur. Hús-
næðið til afh. fljótl. Góð greiðslukjör.
Húsafell
FASTEIGNASALA Langhottsvegi 115
(Basiarieiiáhúsinu) Súni:6810S6
Þorlákur Elnarsson,
Bergur Guðnason hdl.,
Þórey Aðalsteínsd.,
lögfræðingur.
if
að bera fram þessa spurningu.
Þurfa stúlkur fyrst að sýna árang-
ur áður en þær fá fyrirgreiðslu, á
meðan drengir þurfa ekki að sanna
getu sína til að fá Ijármagn? Er
fyrirfram búið að ákveða að stúlk-
urnar geti ekkert? Það er eðlilegt
að þessar spurningar vakni þegar
litið er á árangur keppnisíþrótta-
kvenna. Ef grúskað er í ijárhagsá-
ætlanir íþróttafélaga og sérsam-
banda kemur í ljós mikill mismun-
ur á þeim íjárhæðum sem ætlaðar
eru til kvenna- og karlalandsliða,
upphæðir til karla skipta milljón-
um en konur eltast við þúsundirn-
ar.
Ef litið er á áratugi til baka
kemur í ljós að karlar hafa byggt
upp íþróttahreyfinguna og að
sjálfsögðu unnið merkilegt starf.
Hreyfingu sem var byggð upp af
þeim er líka stjórnað af þeim á
æðstu stöðum í dag.
Lítum á hlut kvenna í stjórnum
og ráðum: í ljós kemur að 3 konur
GARfíUR
S.62-1200 62-I20I
Skipholti 5
2ja-3ja herb.
Hraunbær. Lítii en góð 3ja
herb. íb. á 1. hæð í blokk. Sér-
inng. Góð sameign. Verð 5 millj.
Hraunbær. Rúmg. 3ja herb. ib.
á 3. hæð. Gott herb. á jarðh. fylgir.
4ra-6 herb.
Stigahlíð. 3-4 herb. endaíb. á
4. hæð í blokk. Frabær staður.
Laus. Verð 5,8 millj.
Nökkvavogur. 5 herb. risib. i
þríbhúsi á einstaklega rólegum
stað. Ath. að hægt er að skipta
ib. í tvær litlar íb. Sérl. hentugt
fyrir t.d. skólafólk. Verð 5,5 millj.
Dvergabakki. 4ra herb.
íb. á 2, hæð. Stórt herb. í
kj. Björt íb. í fallegri blokk.
Verð 6,3 millj.
Fífusel. 4ra herb. 104,9 fm
endaíb. í blokk sem er nýklædd
að utan. Mikið útsýni. Þvottaherb.
í íb. Verð 6,5 millj.
Seljahverfi. Vorum að fá
i einkasölu mjög góða og
fallega 5 herb. íb. á 1. hæð
í blokk. Þvottaherb. og búr
innaf eldh. Bilageymsla.
Góðurstaður. Verð7,1 millj.
Einbýli - Raðhús
Garðsendi. Vorum að fá í
einkasölu einbhús sem er hæð,
ris og kj. 212,5 fm auk bilsk. Fal-
leg lóð með stórum trjám. Mjög
góð staðsetn. Mögut. að taka
góða 4ra herb. ib. upp i kaupverð,
æskil. t.d. í Árbæ eða Seláshverfi.
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Axel Kristjánsson hrl.
Sigrún Sigurpálsdóttir,
lögg. fasteignasali.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásfíum Moggans!
„Laugardaginn 30. júní
verður haldið Kvenna-
hlaup á 6 stöðum á
landinu í fyrsta skipti
hérlendis, Grundar-
firði, Isafirði, Akureyri,
Laugum í Þingeyjar-
sýslu, Egilsstöðum og
Garðabæ. Þetta er einn
iiður í íþróttahátíð ÍSÍ.
Hlaupið er einn liður í
að beina sjónum manna
að stöðu íþróttakvenna
hérlendis.“
eru formenn innan 20 sérsam-
banda ÍSÍ, tvær konur sitja í fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ frá 1986. Engu
er líkara en að litið sé á það sem
jafnrétti þegar ein kona fer í 5-7
manna stjórn og menn hrósa sér
af því að nú sé komið jafnrétti —
ein kona í stjórnina! Margar hæfar
konur eru innan íþróttahreyfingar-
Lovísa Einarsdóttir
innar sem þarf að hvetja til
ábyrgðarstarfa. Ef skoðaðar eru
tölur um íþróttaiðkun kvenna í
keppni kemur í ljós talan 29% á
móti 71%, hinsvegar er ekki rann-
sakað hlutfall kynja í almennings-
íþróttum. í umræðu dagsins hefur
athyglin beinst æ meir að líkams-
þjálfun alménnings og hollum
lífsháttum. Fróðlegt væri að sjá
tölur um þann fjölda í landinu sem
stundar líkamsþjálfun sér til
heilsubótar og hvernig þær skipt-
ast milli kynja.
Laugardaginn 30. júní verður
haldið Kvennahlaup á 6 stöðum á
landinu í fyrsta skipti hérlendis,
Grundarfirði, ísafirði, Akureyri,
Laugum í Þingeyjarsýslu, Egils-
stöðum og Garðabæ. Þetta er einn
liður í íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið er
einn liður í að beina sjónum manna
að stöðu íþróttakvenna hérlendis.
Tímabært er að sýna samstöðu
kvenna tengda útiveru og hollri
hreyfíngu allra kynslóða í kven-
legg. Vegalengd er 2 eða 5 km
eftir getu hvers og eins. Markmið-
ið er að konur eigi eftirminnilega
dagstund í útiveru og hollri hreyf-
ingu í fögru umhverfi. Enginn
verður sigui’vegari heldur lögð
áljersla á að vegalengdin sé geng-
in, skokkuð eða hlaupin eftir
líkamsburðum viðkomandi.
Ágætu konur sem þennan pistil
lesið, hressið upp vinkonur, vinnu-
félaga, mömmur, frænkur og dæt-
ur og bjóðið þeim með í kvenna-
hlaupið.
Hvetjið hvor aðra, jákvætt hug-
arfar í fyrirrúmi.
I kvennahlaup um land allt 30.
júní.
Höfundur er íþróltakennari í
Garðabæ og á sæti í
framkvæmdastjórn ISÍ.
Heldur heíur dregið úr lax-
veiðinni eftir líflega byrjun og
telja menn að nú sé millibils-
ástand, eðlilegt sé að það hafi
hægst um stórlaxagöngurnar
sem jafnan koma fyrstar og
komu nú fyrr en oft áður, og
tími smálaxins renni nú í hlað.
Hvernig heimtur verði af þeim
fiski ráði úrslitum um hvort
vertíðin verði góð eða slæm.
Litum á nokkrar nýjar og ný-
legar fréttir.
Kominn um alla Stóru Laxá
Veiði hefur byijað nokkuð vel
í Stóru Laxá og nokkrir laxar
veiðst á öllum svæðum árinnar
sem er fremur óvenjulegt svona
í byijun vertíðar. Frést hafði af
sex stórlöxum fyrsta morguninn
á efsta svæðinu og um síðustu
helgi fóru menn á miðsvæðið fyr-
ir löndum Hlíðar og Hælis og
drógu 7 laxa, aila 12 til 16 punda,
utan einn átta punda. Laxarnir
veiddust í Heljarþröm, við Sta-
pann og á Iðunni og tóku spón
og túbuflugur. í gærdag fengust
síðan þau tíðindi, að sex laxar
hefðu verið skráðir til bókar á
neðstu svæðunum tveimur, þar
af einn 18 punda og annar 14
punda. Það verður því að segja
að byrjunin í þessari mislyndu en
undurfögru laxveiðiá lofi góðu
fyrir framhaldið.
“Kropp“ í Kjósinni.
„Þetta er óttalegt kropp, en
kannski ekkert óeðlilegt, maður
er bara orðinn svo góðu vanur
héma við Laxá í Kjós,“ sagði
Árni Baldursson einn leigutaka
Laxár í Kjós í gærmorgun. Hann
sagði þetta 9 til 15 laxa falla í
valinn á degi hveijum, enn sem
komið er, er það einkum stóri fisk-
urinn, lítið sæist til smálaxa enn
sem komið væri. „Ég er eiginlega
hálfhneykslaður, það hefði átt að
sýna sig ganga á stórstreyminu
um þessar mundir, en í staðinn
er þetta bara reytingur. Bót er þó
' r „ •-
&&
Löndunarbið undir Stapanum.
Sverrir er búinn að landa 13
punda hrygnu á flugu, en Jón
þreytir 15 punda fisk á spón.
í máli að laxinn er kominn upp
um alla á, veiðimaður sem ég er
að aðstoða um þessar mundir tók
til dæmis tvo 13 punda fiska í
Efri Gljúfrum og sonur hans
missti þann þriðja og þar var vel
yfir 20 punda lax,“ sagði Árni enn
fremur. Um 150 laxar hafa veiðst.
Ogn skárra í bæjarlæknum.
Það er ívið skárri veiði í Elliða-
ánum nú heldur en á sama tíma
í fyrra, milli 50 og 60 laxar kom-
ið á land, en sumir dagarnir til
þessa hafa verið magrir. Þannig
veiddist enginn lax á mánudags-
morgun, en menn réttu úr kútnum
með 7 laxa rispu eftir hádegið og
þá veiddust þrír flugulaxar, en
yfirleitt hefur verið maðkveiði það
sem af er. Á mánudaginn veiddist
14 punda lax á maðk í Skáfossum
og er það sá stærsti úr Elliðaánum
í sumar.
Reytist upp úr Rangánum
„Þeir eru byrjaðir að fá ’ann,
fengu strax 10 punda fisk í opnun-
inni og nú frétti ég að það hafi
fengist tveir 6 punda fiskar í
Ægissíðufossi. Við eigum einmitt
von á góðum heimtum af laxi sem
hefur verið eitt ár í sjó og þetta
lofar því góðu,“ sagði Lúðvík Gis-
surarson í samtali við Morgun-
blaðið. Enn hefur lax ekki veiðst
í Eystri Rangá, en Lúðvík sagði
hana ævinlega nokkrum dögum á
eftir hinni enda væru fyrirstöður
fleiri svo og vatnskuldi meiri.
Sogið byrjaði á núlli.
Veiðin hófst í Soginu 21. júní
og fékkst enginn lax fyrsta daginn
og var tregt í fyrstu. Frést hefur
þó af einhverri veiði og lax er
farinn að sjást um alla á. Þess
er þvi að vænta að það rætist ef
til vill úr á næstu misserum.
Fimm af sjö stórlöxum af miðsvæði Stóru Laxár um síðustu belgi.
Sverrir Kristinsson og Jón Árnason hampa löxunmn.