Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990 Ætlar BHMR að eyði- leggja þjóðarsáttina? eftir Karl Steinar Guðnason Ég er einn þeirra sem tel ríkis- stjórnina hafa haldið afar klaufa- lega á málum gagnvart BHMR. Auðvitað var það ljóst að það kæmi til ágreinings nú um sérstakar hækkanir til handa háskólamönn- um. Það var hinsvegar rangt af forsætisráðherra að tilkynna, án viðræðna, án skoðanaskipta, að ríkisstjórnin hefði ákveðið ein og sér hvernig standa skuli að málum. Eftir því sem ég kemst næst þá mun þessi klaufaskapur eða vald- hroki skrifast á fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Ekki var haft samráð við þingflokk Alþýðuflokks- ins og jafnvel ekki ráðherrana. Við lifum í dvergvöxnu þjóðfélagi hvar samanburður starfshópa og stétta ræður öllu. Það hvort heildar- hagsmunir eru í veði skiptir litlu þegar samanburðarfræðin gengur lengst. Verkalýðshreyfingin, þ.e. ASI og BSRB, lagði sig alla fram um og eftir áramótin í því skyni að horfa á þjóðfélagið, sem órofa heild. Lyfta hugsun um kjarasamn- inga ofar því ófijóa pexi, sem ein- kennt hefur vettvang kjarasamn- inga í áratugi. Hvað rak verkalýðshreyfinguna til nýrra vinnubragða? Það var sú staðreynd að atvinnuöryggi var al- veg að bresta. Atvinnufyrirtækin voru komin á vonarvöl, einkum í útflutningsgreinum. T.d. höfðu mörg fiskvinnslufyrirtæki lokað, önnur voru aðeins opin í hálfa gátt. Verðbólgan, sem menn hafa loks nú viðurkennt að sé versti óvinur þeirra sem minnst mega sín var á fulltri ferð. Vaxtakjörin, sem fylgja takti verðbólgunnar, voru að drepa heimilin og fyrirtækin. Það voru sameiginlegir hagsmunir, sem gerðu það kleyft að gera febrúar- samningana. Hagsmunir, sem voru í því fólgnir að treysta atvinnuör- yggið og vernda kaupmáttinn. Þetta var reyndar reynt 1986. Það mistókst vegna þess að svo margir endar voru lausir, og vegna misviturra stjórnmálamanna, sem brugðust þegar kosningaskjálftinn heltók þá. Nú voru allir þeir endar festir, sem kostur var á. Síðan höfum við séð verðbólguna lækka meira en Karl Steinar Guðnason „Nú verður sjálfsagt spurt: Ætlast maðurinn til að háskólamenntaðir menn sleppi eða fresti væntanlegum hækkun- um? Já, ég tel að þeir eigi að fresta hækkun- um, sem eru umfram febrúarsamningana. Eg geri þá kröfii til mennt- aðs fólks að það geri sér grein fyrir því hvað er í húfi.“ nokkru sinni fyrr. Vextir hafa lækk- að og verðlag hefur verið stöðugra en menn minnast fyrr. í herbúðum verkalýðshreyfíngarinnar var í fyrstu mikil tortryggni gagnvart febrúarsamningunum. Sporin frá 1986 hræddu. Það var því mikið verk að fá verkafólk til að gangast við þeirri nýju leið, sem felst í febrú- arsamningunum. Óréttlætið, misréttið, er svo gífurlegt víða hvað launakjör og önnur starfskjör snertir að með ólík- indum er. Eftir marga fundi, sem forysta verkalýðshreyfingarinnar stóð fyrir víða um land, var ákveð- ið að „fresta réttlætinu" eins og það var kallað. Fresta breytingum hjá einstökum starfsstéttum og hópum. Taka sameiginlega á í því skyni að kljást við verðbólguna og skapa betra efnahagsumhverfi. Því fylgdi krafan um að allir fengju jafnt, enginn mætti undan skorast. Láglaunafólkið var ekki tilbúið nema tryggt væri að þyrfti það að færa fómir yrðu aðrir að gera það líka. Nú verður sjálfsagt spurt: Ætlast maðurinn til að háskólamenntaðir menn sleppi eða fresti væntanlegum hækkunum? Já, ég tel að þeir eigi að fresta hækkunum, sem eru um- fram febrúarsamningana. Ég geri þá kröfu til menntaðs fólks að það geri sér grein fyrir því hvað er í húfi. Það hefur alveg eins og aðrir lent í vaxtaokrinu, sem er afleiðing verðbólgunnar. Háskólamenntaðir menn sem starfa í þágu hins opin- bera þekkja að vísu lítið til atvinnu- leysis. Það þekkir atvinnuleysi þó vafalaust af afspurn. Ég geri þá kröfu til háskólamenntaðs fólks að það hafi samúð með þeim hundruð- um, sem hafa verið atvinnulausir undanfama mánuði. Einnig með þeim, sem teljast hafa fulla at- vinnu, en vita eða vissu ekki um áramótin hvort þeir hefðu vinnu næsta dag. Þjóðarsáttin hefur þrátt fyrir allt komið í veg fyrir það fjöldaatvinnu- leysi, sem spáð var. Sú gerbreyting, sem átt hefur sér stað í verðbólgumálum, samfara lægri vöxtum og stöðugra verðlagi, er fyrst og fremst árangur febrúar- samninganna. Þar kom BHMR hvergi nærri. Lágar kauphækkanir og frestun mjög alvarlegs misgeng- is hjá því fólki, sem býr við lægstu kauptaxta var fórn fyrir betri framtíð. Fórn í því skyni að laun- þegar nái betri árangri þegar þjóð- arátakinu lýkur. Frestun kauphækkana tel ég að ríkisstjórnin hefði átt áð ræða við háskólamenn. Ég er sannfærður um að í samtökum þeirra er íjöldi fólks, sem veit hvað er í húfi. Það mætti líka gera líkt og síðustu dagana hefur oft komið til tals hjá verka- fólki. Bjóða BHMR að taka þessar hækkanir en í stað þess að opna sérstakar deildir í bönkum fyrir BHMR-menn. Þeir myndu þá borga 32% vexti sem giltu fyrir febrúar- samningana í stað 14% sem þeir og aðrir launþegar greiða í dag. Opnaðar yrðu sérstakar deildir í verslunum, þar sem þeir keyptu t.d. landbúnaðarvörur með þeim hækk- unum, sem orðið hefðu ef ekki hefðu náðst samningar við bændur í febr- úarsamningunum. Svo mætti lengi telja. Verkalýðshreyfingin sem slík hefur ekki gert kröfu til að BHMR fresti eða sleppi þeirri hækkun, sem þeir hyggjast nú sækja með góðu eða illu. Þeir hafa nú skjól og hagn- að af góðum árangri febrúarsamn- inganna. Það er hinsvegar alveg ljóst að fái þeir að njóta ávaxta þeirra samninga, sem aðrir hafa gert og meira þá situr fólkið í Verkamannasambandinu ekki að- gerðarlaust. Þá munu þær fómir, sem færðar voru fyrir betri framtíð sem þjóðarsátt, teknir til endur- skoðunar. Höfundur er varaformaður Verkamannasambands íslands. Philip prins forseti WWF eftirSturlu Friðriksson Alþjóðanáttúruvemdarsjóðurinn WWF var stofnaður árið 1961 og verða þessi fjölmennu og áhrifaríku náttúm- og umhverfisvemdarsam- tök þrítug á næsta ári. Frá því 1981 hefur Philip prins, hertogi af Edinborg, verið forseti samtakanna, en einnig hefur hann verið í forsvari fyrir bresku deild- inni og áður verið styrktarfélagi heildarsamtakanna. En auk þess veitti hann fuglafræðingnum Sir Peter Seott, sem var góðkunningi hans, ágætar leiðbeiningar og að- stoð við að koma samtökunum af stað, en Sir Peter var einn mesti hvatamaður þess, að félagsskapur- inn yrði stofnaður. í fyrstu beindist áhugi félagsmanna aðallega að verndun sjaldgæfra dýrategunda. Seinna hefur komið enn betur í ljós að vistkerfi þau, sem dýrin búa við, hafa afgerandi þýðingu fyrir af- komu einstakra tegunda. Samtökin hafa þess vegna í æ ríkara mæli snúið sér að því að vernda heim- kynni þeirra tegunda, sem voru í útrýmingarhættu og hafa jafnan Sturla Friðriksson reynt að sýna fram á hvaða þýðingu náttúruvernd hefur fyrir velferð manna. Með fjárveitingum og ábendingum hefur sjóðurinn reynt að beita sér fyrir því, að viðkvæm og sérstæð landsvæði væru friðuð. Eðlilega verða þá oft árekstrar milli sjónarmiða þeirra, sem vilja nýta, og hinna, sem vilja varðveita ein- stæðar náttúruauðlegðir. Þannig ágreining má oft leysa og hafa sam- tökin reynt að sýna fram á hentug- ar leiðir. Philip prins hefur verið I forsvari samtakanna og leitt þau á farsælar brautir. Undir hans forustu eru þau að verða æ fjölmennari og áhrifa- meiri en fyrr. Innan samtakanna eru 26 þjóðir, sem gangast fyrir ljársöfnunum og er því fé er safn- ast síðan varið til ýmissa verndun- ar- og rannsóknaverkefna. A tvítugsafmæli samtakanna gat sjóðurinn varið yfir 3 þúsund millj- ónum króna til þess að styrkja 2.800 mismunandi verkefni og voru þá yfir milljón fastir styrktarfélagar í samtökunum. Flestir fara styrk- irnir til Afríku og Suður-Ameríku- landa, en þó hafa friðunaraðgerðir verið styrktar víða um heim. Þann- ig veitti sjóðurinn á sínum tíma_fjár- magn til kaupa á Skaftafelli í Öræf- um, til þess að unnt væri að gera landið að þjóðgarði. Náttúruunnendur hér á landi fagna þessum aðgerðum. Höfundur er meðlimur íAlþjóða náttúruverndarsamtökunum. MAÐUR OG HAF ■« Kjartan Guðjónsson: Netamenn, 1980. Myndlist BragiÁsgeirsson Það var með nokkurri eftir- væntingu sem ég nálgaðist sýn- inguna „Maður og haf“ í hinum gömlu sölum Listasafns Islands í Þjóðminjasafnsbyggingunni. Fyr- ir hið fyrsta þá átti ég ekki von á því að þar yrði sett upp mál- verkasýning aftur, og svo gaf nafn sýningarinnar mikil fyrirheit svo ég gerði mér háar hugmynd- ir. En sannast sagna varð ég fyr- ir mestum vonbrigðum af þessari sýningu allra þeirra sem ég skoð- aði á Listahátíð, en það er þó nokkur bót að ég varð ekki fyrir svo miklum vonbrigðum af hinum, frekar að þær kæmu mér nokkuð á óvart sumar hveijar. Mér þótti einhvern veginn svo furðulegt að skoða þessa sýningu í fyrstu heimsókn, að ég var lengi að átta mig á því hve margt góðra verka er á henni og gerði mér því aðra ferð á hana daginn eftir. Þá þótti mér hún að vísu betri, enda farin að venjast þessari tætings- legu upphengingu, en sætti mig þó hvergi við þessi vinnubrögð. Það er nokkuð forkastanlegt að fara þannig með suma ágæt- ustu málara þjóðarinnar og afsak- ar lítið, þótt það sé gert undir formerkjum þemasýningar þar sem könnuð eru fjögur leiðarstef í umfjöllun listamanna um hafið og sjómennsku, eins og það heitir í inngangi sýningarskrár. Fljótlega verður maður líka var við að þeir sem settu sýninguna upp hafa komist í vandræði með að halda sig við þessi fyrirfram ákveðnu leiðarstef, því í nær hveijum sal eru myndir sem um- deilanlegt er að falli undir þau ákveðnu stefnumörk. Ég verð ekki var við að þessi furðulega blanda verði til þess að verkin slái neista hvert af öðru svo sem það heitir í sýningarskrá, en þvert á móti draga sum verkin önnur niður og á stundum á hinn neyðar- legasta hátt. Þá eru verk ein- stakra listamannanna þeim til minni sóma en skyldi fyrir afleitt val á myndverkum. Einhvern veginn hefur þessi sýning svip af miklu tímahraki og er illa farið með ágætt tæki- færi til að kynna þennan mikil- væga þátt íslenzkrar myndlistar. Hér hefði þurft margfalt meiri undirbúning og margfalt stærri húsakynni, en samt hefði verið hægt að setja upp sómsamlega sýningu með hnitmiðaðri vinnu- brögðum. Taka þá fyrir einhvern afmarkaðan þátt og rækta hann gaumgæfilega, en ekki vaða á súðum eins og hér er gert. Menn athugi t.d. hve miklu meiri og rökréttari upphenging er í myndaröðunum 27-29 og svo aftur 30-35 heldur en t.d. 3-5 og yfirhöfuð allri sýningunni. En hitt fer svo ekki á milli mála að heil- mikið er af markverðum listaverk- um á sýningunni og jafnvel lykil- verkum á ferli listamannanna og það er jafnan ánægja af að vera í nærveru þeirra og aldrei fær maður sig fullsaddan af því að skoða sum hver. Þau lyfta manni einhvern veginn upp úr hvunndeg- inum og maður dáist að mark- vissu handbragði og stórbrotinni hugsun. En þetta samsafn líkist minna alvarlegri sýningu en t.d. tækifærisupphengingu í einhverju listhúsi borgarinnar. ísland er eyja, langt úti á Dumbshafi og eðlilegt að hafið sé ríkur þáttur í myndsköpun íslenzkra myndlistarmanna og því eru jafn snöggsoðin og metnaðar- laus vinnubrögð með öllu forkast- anleg. Sýningin gefur því ekki tilefni til sérstakrar úttektar, enda vantar mjög margt á sýninguna, en eins og hún er sett upp mega víst flestir vel við una sem ekki eiga verk á henni, lífs sem liðnir. Það er dijúg þörf á því að þetta þema verði tekið upp aftur og þá í stærra og ítarlegra samhengi, þannig að þessi mikilsverði þáttur innan íslenzkrar myndlistar fái þá afgreiðslu og þann sóma sem hann verðskuldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.