Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
19
ELLERTB. SCHRAM:
Yildum opna
flokkinn
ELLERT B.
Schram ritstjóri
var formaður
StlS á árunum
1969-1971, er
vinstri bylgja
meðal ungs fólks
reis hvað hæst
með ’68-kyn-
slóðinni svoköll-
uðu, hippum og herstöðvaandstæð-
ingum.
„A þessu tímabili var bæði mikil
vinstri bylgja og einnig kom þá fram
þessi fræga ’68-kynslóð, sem er alltaf
að hæla sér af því hvað hún hafi
verið merkileg, þótt enginn hafí orðið
var við hana síðan nema á dansleikj-
um og minningarhátíðum. Þar að
auki var viðreisnarstjórnin í erfiðleik-
um eftir efnahagsþrengingar, og
þreyta var komin í stjórnarsamstarfið
1968. Þetta hjálpaðist allt að, og það
má segja að pólitískt hafi verið á
brattann að sækja. En það var líf í
starfi ungra sjálfstæðismanna á þess-
um árum. Ég man til dæmis eftir því
að ’68 var haldin ráðstefna, þar sem
var mikið íjölmenni og menn ræddu
það af einhveiju viti hvernig ætti að
bregðast við.
Eg held að allt rótið í þjóðlífinu á
þessum tíma hafí sem betur fer náð
inn í raðir Sjálfstæðisflokksins og
ungra sjálfstæðismanna. Við lögðum
á þessum tíma mikla áherzlu á að
opna flokkinn og auka lýðræðisleg
samskipti, bæði innanflokks og sam-
skipti flokksins við þjóðfélagið, með
baráttu í prófkjörum og áhrifum
ungra manna í miðstjórn. 1969 eða
1970 var í fyrsta skipti samþykkt að
ungur maður fengi sæti í miðstjórn.
Menn tileinkuðu sér margt nýtt
af því, sem skynsamlegt var sagt á
þessum tíma um breytingar í þjóðfé-
laginu og barátta okkar var liður í
þeirri þróun. Ég held að hún hafi
gert það að verkum að Sjálfstæðis-
flokkurinn átti jafnmikil ítök í unga
fólkinu þá og hann hafði gert áður.“
Ellert segir að flokkurinn hafi ver-
ið í stjórn framan af formannstíð sinni
og starf SUS einkennzt af því að
reyna að hafa áhrif á sína eigin menn
til að beijast fyrir breytingum. „Síðan
sinni. Hér þarf að koma á kerfi, sem
tryggir jafnan atkvæðisrétt og meiri
stöðugleika í stjórnmálum.“
Af öðrum brýnum baráttumálum
nefnir Davíð endurskoðun kvótakerf-
is í landbúnaði og sjávarútvegi og
endurmat byggðastefnunnar í heild.
„Það verður að stöðva þá þróun, að
í þessu landi séu tvö hagkerfi, tiltölu-
I lega fijálst á suðvesturhorninu og
svo gjörgæzlukerfi atvinnuveganna
á landsbyggðinni, sem haldið er
gangandi með miðstýringu og sjóða-
sukki. Það er einfaldlega verið að
drepa framtak einstaklinganna í
dróma með slíkri stefnu."
En þótt margt hafi breytzt í starfi
og stefnu ungra sjálfstæðismanna,
er Davíð Stefánsson þeirrar skoðunar
að samtökin byggi enn á sama
grunni. „Við berjumst fyrir sömu
grundvallarhugsjónum og SUS var
stofnað um. Við getum staðið við öll
grundvallaratriðin í fyrstu stefnu-
skrá SUS, og þurfum ekki að
skammast okkar fyrir fortíðina eins
og ákveðnar hérlendar stjórninála-
hreyfingar aðrar. Við beijumst fyrst
og fremst fyrir athafnafrelsi ein-
staklinganna, séreignarskipulagi og
takmörkun ríkisafskipta. Sú barátta
tekur aldrei enda, því að stjórnlyndis-
öflin eiga alltaf einhvern hljómgrunn.
Annað, sem hefur ekki breytzt, er
hlutverk ungra sjálfstæðismanna
innan Sjálfstæðisflokksins. Við eig-
um áfram að vera aflið, sem setur
fram nýjar hugmyndir. í öllum flokk-
um eru skarpari línur hjá ungu fólki
en þeim eldri. Við eigum að vera
óhrædd við að beita upp í vindinn
og snúa mótbyr í meðbyr. Við völdum
þessu afmælisári kjörorðin „kraftur
nýrrar kynslóðar“, og þau bera vott
um það hlutverk, sem við ætlum
okkur.“
Ellert
kom þessi fræga vinstri stjórn 1971,
sem var mjög eindregið til vinstri.
Þá varð stórt verkefni að benda á
veikleikana í því stjórnarsamstarfi og
vekja athygli ungs fólks á sjálfstæðis-
stefnunni annars vegar og þeirri
vinstristefnu, sem þá ríkti.“
Framtíðarhlutverk ungra sjálf-
stæðismanna segir Ellert að sé að
halda Sjálfstæðisflokknum við efnið,
vera vaxtarbroddurinn í starfinu.
„Ungir sjálfstæðismenn eiga aldrei
að líta á sig sem þæga þjóna fyrir
flokksforystuna. Það breytist ekkert
í neinum stjórnmálaflokki að ofan.
Það verður að koma að neðan, frá
grasrótinni. Og unga fólkið er gras-
rótin. Ungir sjálfstæðismenn þurfa
að vera opnir fyrir nýjungum og
breytingum, vera fijálslyndir og sjálf-
stæðir í skoðunum. Þeir eiga að
marka sér þá stöðu í flokknum að
þeir séu órólega aflið, og þurfa ekki
að skammast sín fyrir það.“
ÁSGEIR PÉTURSSON:
Baráttangegn
kommún-
isma einbeitt
ÁSGEIR Péturs-
son, bæjarfógeti
í Kópavogi, var
formaður SUS
1955-1957, er
kalda stríðið
stóð sem hæst
og harðar deilur
voru um ut-
anríkismál. Ásgeír
Átökin um utanríkisstefnuna settu
mark sitt á starf SUS.
„Baráttan gegn kommúnisma var
einbeitt, enda veitti ekki af. Vinstri
stjórn var við völd, þar sem kommar
réðu miklu. Við töldum að þeim væri
ekki að treysta og að ekki mætti loka
augunum fyrir því, að það sem gerzt
hafði í öðrum löndum af völdum
þeirra gæti einnig gerzt hér,“ sagði
Ásgeir í samtali við Morgunblaðið.
„Ungir sjálfstæðismenn fóru vissu-
lega með verulegt frumkvæði að sam-
starfi íslendinga við aðrar vestrænar
þjóðir um varnir landsins og vernd
frelsis og lýðræðis. Við höfðum
nokkrum árum áður verið í farar-
broddi þess hóps, sem vildi þátttöku
íslendinga í friðarbandalaginu
NATO, bæði í orði og verki.“
Ásgeir segir að á árinu 1956 hafi
kratar og framsóknarmenn sam-
einazt kommúnistum um að krefjast
brottfarar varnarliðsins. „Gegn þeim
hugmyndum snerust ungir sjálfstæð-
ismenn og mikið var tekizt á um
þessi efni. Við vorum minnugir þess,
að kommúnistar rændu völdum í
Tékkóslóvakíu 1948 með aðstoð
rússneskra hersveita. Og þeir, sem
vildu sósíalíska byltingu hér, vildu
umfram allt lama Atlantshafsbanda-
lagið. Það hefði verið hið mesta ólán,
ef það hefði tekizt. Við töldum iiins
vegar að þau óþægindi, sem stöfuðu
af dvöl varnarliðsins væri lítil borið
saman við þær hættur, sem vamar-
leys var samfara. Það fór mikill tími
og starf í þessa baráttu, en sem bet-'
ur fer varð mikill meirihluti íslend-
inga okkur sjálfstæðismönnum sam-
mála í þessu efni.“ Ásgeir segir
að þótt utanríkismálin hafi verið efst
á baugi, hafi SUS líka einbeitt sér
að mikilvægum málum innanlands.
Áherzla hafi verið lögð á að koma
upp stóriðju, byggðri á orku fallvatna
og jarðvarma, og að byggja þyrfti
upp tæknimenntun og þekkingu til
þess að slík áform yrðu raunhæf. Þá
hefði verið barizt fyrir gerð varan-
legi-a vega, og hafi ungir sjálfstæðis-
menn meðal annars átt sinn þátt í
að Keflavíkurvegurinn var byggður.
Loks segir Ásgeir að á þessum
árum hafi ungir sjálfstæðismenn haf-
ið störf að náttúruvernd og ræktun.
Foi-ystumenn Heimdallar og SUS
hafi til dæmis haft forgöngu um að
hafin var ræktun skógar í Heiðmörk
á vegum ungra sjálfstæðismanna.
„Þetta þótti sumum ekki alveg passa
fyrir stjórnmálaflokk, og ekki voru
allir alveg á eitt sáttir um þessa fram-
kvæmd. Nú er þetta gjörbreytt. Ég
fór í Heiðmörk um daginn og var
satt að segja alveg undrandi að sjá
hvað trén, sem við settum niður 1951,
voru orðin stór.“
Landsmót skáta að Úlfljótsvatni:
Eitt flölmennasta landsmót
sem haldið hefur verið
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðjón Sigmundsson aðstoðartjaldbúðastjóri landsmóts skáta að
Úlfljótsvatni.
LANDSMÓT skáta verður haldið
að Úlfljótsvatni dagana 1.-8. júlí
næstkomandi, og að sögn Guð-
jóns Sigmundssonar, aðstoðar-
Ijaldbúðastjóra, verður það eitt
það fjölmennasta sem haldið hef-
ur verið til þessa. Um 1.500 skát-
ar munu dvelja í skátabúðum
yfír mótsdagana, auk 200 starfs-
manna í starfsmannabúðum, en
auk þess verða ijölmennar ijöl-
skyldubúðir. Mikill (jöldi er-
lendra skáta hefúr þegar skráð
sig á mótið, og er gert ráð fyrir
að þeir verði um 350 talsins frá
13 þjóðlöndum.
Guðjón sagði að vart hefði orðið
við mikinn áhuga á ijölskyldubúð-
unum á landsmótinu, og því væri
reiknað með að samtals yrðu um
tvö þúsund manns alla mótsdagana.
Hann sagði að síðustu dagana gæti
fjöldinn þó orðið allt að fimm þús-
und manns, en sú nýjung verður
viðhöfð á þessu landsmóti að
síðustu daga mótsins verða starf-
ræktar sérstakar smáskátabúðir
fyrir 9-10 ára ungskáta.
„Það verður mikið lagt í alla
dagskrá á landsmótinu, en við höf-
um haft ákveðið þema á hveiju
móti. Að þessu sinni verður þemað
„Undraland", en þar er vitnað í
gamlan skátatexta. Við fengum
síðan þá hugmynd að stílfæra þetta
í samræmi við söguna um Lísu í
Undralandi, og verður tjaldbúðun-
um á svæðinu að þessu sinni skipt
niður í þorp, sem hvert ber nafn
úr þessu ævintýri. í tjaldbúðunum
fer síðan fram hefðbundið skáta-
starf, eins og til dæmis trönubygg-
ingar, og á kvöldin verða sameigin-
legir varðeldar og skemmtanir.
Sjálft starfið í tjaldbúðunum verður
að miklu leyti í samræmi við þarfir
nútímabarna, og til dæmis verður
boðið upp á sérstaka tæknidagskrá
þar sem meðal annars verður tölvu-
póstur og videópóstur, en gömlu
góðu hnútarnir og tilsögn í því að
hjálpa gömlum konum yfir götu
vefður að sjálfsögðu til staðar."
• •
Iðnaðarráðherra um olíu í Oxarfírði:
Hef mikinn áhuga á að unn-
ið verði úr rannsóknunum
Tómlæti í ríkisstjórninni, segir Halldór Blöndal
Iðnaðarráðherra segist hafa
mikinn áhuga á að unnið yerði
úr setlagarannsóknum í Öxar-
firði, með tilliti til þess hvort þar
sé að finna olíu, og að málið verði
á rannsóknaráætlun Orkustofii-
unar á þessu og næsta ári. Hall-
dór Blöndal alþingismaður segir
að ríkisstjórnin hafi sýnt tómlæti
í þessu máli.
Björn Benediktsson oddviti Öxar-
fjarðarhrepps gagmýndi iðnaðar-
ráðherra og þingmenn Norður-
landskjördæmis í Morgunblaðinu á
laugardag, fyrir andvaraleysi gagn-
vart því að hugsanlega finnist olía
í jörðu í Öxarfirði. Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra sagði við Morgun-
blaðið, að hann hefði áður lýst
áhuga sínum á því að unnið verði
úr setlagarannsóknum sem þarna
hefðu verið framkvæmdar og
margvíslegu gögnum sem tengdust
rannsóknum bandaríska fyrirtækis-
ins Western Geophysics og rann-
sóknum sovéskra jarðvísindamanna
sem framkvæmdar voru fyrir all-
mörgum árum.
„Það er satt að segja ekki sæm-
andi að láta slík gögn fyrnast og
verða að engu þannig að málið verð-
ur á rannsóknaráætlun Orkustofn-
unar á þessu og næsta ári. Ég hef
einnig áhuga á að þama verði gerð-
ar frekari boranir, ekki síst til að
kanna betur háhitasvæðið við
Bakkahlaup, en með því fengjust
ef til vill betra upplýsingar um það
lífræna gasi sem þarna kom upp,
hvort eitthvað bendi tii þess að
þarna sé olíuefni að finna. Ég hef
nú fyrirfram ekki sérstaka trú á
því að olíu sé þarna að finna en
það er mjög mikilvægt að gengið
verði úr skugga um hvort svo sé,“
sagði Jón Sigurðsson.
Halldór Blöndal þingmaður
Norðurlands eystra sagði að þetta
mál hefði verið rætt í þingmanna-
hópi kjördæmisins, eftir að Björn
Benediktsson kom á þeirra fund.
Síðan hefði komið í ljós að enginn
áhugi hefði verið á máiinu í ríkis-
stjórninni.
„Sá háttur hefur verið tekinn upp
í fjárveitinganefnd að þingmenn fá
ekki að fylgjast með því hvaða er-
indi koma úr einstökum kjördæm-
um eða hvernig fjárveitinganefnd
hyggst afgreiða þau. Okkur er því
mjög óhægt um vik að vinna að
framgagni einstakra mála, hvort
sem þau eru kjördæmisbundin eða
á landsvísu. Mér er hins vegar
kunnugt um að Orkustofnun hefur
sent inn íjárlagabeiðni til þess að
gera áframhaldandi rannsóknir í
Öxarfirði, þar sem fullvissa er fyrir
því að jarðgas finnist þar í jörðu,
og ég vil ekki trúa því að ríkisstjórn-
in haldi áfram að sýna þessu máli
tómlæti,“ sagði Halldór Blöndal.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Langferðabíll útaf vegna andamömmu
Áætlunarvagn frá Landleiðum sem ekur milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar fór út af við Kópavogslæk
um miðjan dag í fyrradag. Ástæðan var sú að bifreið var stöðvuð skyndilega vegna þess að andamamma var
á leið yfir götuna með unga sína. Bifreið á eftir henni stansaði einnig og til að forðast árekstur tók öku-
maður langferðabílsins þá 'ákvörðun að sveigja út af. Engin slys urðu á fólki, en dráttarbíl þurfti til að
koma rútunni inn á veginn aftur.