Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
Sprengjutilræðið í London:
IRA-hryðj uverkasamtökin
lýsa verkinu á hendur sér
Innanríkisráðherrann hvetur til aukinnar árvekni almennings
London. Reuter.
Hryðjuverkasamtökin írski lýðveldisherinn (IRA), er berjast gegn
yfirráðum Breta á Norður-írlandi, viðurkenndu í gær að hafa staðið
að baki sprengjutilræði í klúbbi breskra íhaldsmanna í London. Fjór-
ir særðust í tilræðinu í hinum fornfræga Carlton-klúbbi, sem allir
helstu leiðtogar Ihaldsflokksins eru í, en enginn þó alvarlega. David
Waddington innanríkisráðherra hvatti í gær landsmenn til aukinnar
árvekni gagnvart hryðjuverkamönnum. „Við þurfum öll að vera á
verði þvl að enginn veit nema næst verði ráðist á allt annað fólk,“
sagði ráðherrann. Flestir ráðherrar íhaldsstjórnarinnar, þ. á. m.
Margaret Thatcher forsætisráðherra, sækja Carlton-klúbbinn en
enginn þeirra mun hafa verið þar í gær. Sjálf var Thatcher í Dublin
á fundi leiðtoga Evrópubandalagsins.
Árið 1984 reyndi IRA að myrða
Thatcher með því að koma fyrir
sprengju á hóteli í Brighton er þar
var haldinn landsfundur íhalds-
manna. Fimm háttsettir flokksleið-
togar týndu þá lífi og margir særð-
ust hættulega en Thatcher slapp
ómeidd. í yfirlýsingu samtakanna
frá í gær er vitnað til Brighton-
árásarinnar og sagt að víglínan
hafi verið færð inn í höfuðvígi þeirra
sem haldi úti „breskum her á götum
og ökrum írlands." Að sögn yfir-
valda slasaðist 76 ára gamall dyra-
vörður, Charles Henry, mest en
Kaberry lávarður, 82 ára gamall
og fyrrum varaformaður Ihalds-
flokksins, meiddist á fæti er mál-
verk af fyrrum flokksleiðtoga þeytt-
ist í hann. Yfir tuttugu manns voru
í húsinu er sprengjan, sem var
a.m.k. sjö kíló, sprakk á jarðhæð-
inni og varð eldur þegar laus.
IRA-samtökin hafa undanfamar
vikur staðið að herferð í Bretlandi
gegn því sem þau nefna „hernaðar-
lega veika staði“ og einkum ráðist
á breska hermenn. „Árásin á klúbb-
inn markar upphaf nýrrar herferðar
IRA, það iskyldi enginn gera of lítið
úr hættunni af þeim,“ sagði Poul
Wilkinson, forstjóri stofnunar er
kannar átök og hryðjuverkastarf-
semi. „Félagar IRA-hópanna leika
enn lausum hala og við vitum að
þeir eiga gnægð skotvopna og
sprengiefnis." Waddington ráð-
herra leggur áherslu á það hve erf-
itt verði að halda uppi gæslu ef
IRA-liðar einbeiti sér að árásum á
óbreytta borgara.
Klúbbur forsætisráðherranna
Reuter
Reykjarbólstrar stíga upp af þilfari breska olíuskipsins Rapana við
suðvesturströnd Noregs.
Noregsströnd:
Eldur í bresku olíuskipi
Ósló. Frá Helge Serensen, fréttaritnra Morgunblaðsins. Reuter.
ELDUR kom upp í breska olíu-
skipinu Rapana á mánudag er
það var statt um 30 sjómílur frá
Egersund á suðvesturströnd
Noregs. Talsmenn norskra
stjórnvalda sögðu í gær að tekist
hefði að klökkva eldinn. Þrír af
52 manná áhöfn fórust og einn
slasaðist alyarlega.
Loftskeytastöð í Skagen í Dan-
mörku heyrði neyðarskeyti frá skip-
inu og sagði skipstjórinn að spreng-
ing hefði orðið í einum olíutankinum
en um borð eru 70.000 tonn af olíu.
Norsk björgunarþyrla með lækni
um borð hélt þegar á slysstað og
kom á vettvang um kl. 20 að norsk-
um tíma.
Skipið er um 227.000 tonn, skráð
á eynni Mön en leigt af sænsku
fyrirtæki, og var á leið til Liverpool
með hráolíu frá Persaflóa með við-
komu í Svíþjóð. Skipinu verður siglt
til Skotlands þar sem skemmdir
verða kannaðar. Að sögn norskra
yfirvalda varð engin olíumengun
vegna slyssins.
Reuter
Viðbúnaður lögreglu fyrir utan hús Carlton-klúbbsins í London á
mánudagskvöld eftir sprengjutilræðið. Óttast er að það sé undanfari
herferðar IRA gegn leiðtogum breskra ihaldsmanna.
Noregur:
Arne Tre-
holt veitt út-
gönguleyfi
Ósló. Frá Helge Sorensen, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
ARNE Treholt, sem dæmdur
var í fangelsi fyrir sex árum
vegna njósna fyrir Sovét-
menn, hefur í fyrsta sinn
fengið leyfi til að fara úr
fangelsinu í nokkrar klukku-
stundir án þess að eftirlits-
menn fylgi honum fast eftir.
Fangelsisstjórinn segist hafa
tekið þessa ákvörðun upp á
eigin spýtur og án þess að
pólitiskur þrýstingur eða
mikil umfjöllun fjöhniðla um
mál Treholts hafi haft þar
áhrif.
Rolf Wegner fangelsisstjóri
segir að persónulegar aðstæður
fangans hafi haft úrslitaáhrif.
Sjálfur er Treholt vonsvikinn
yfir því að leyfið skuli vera svo
stutt en búist er við að hann
nýti sér það á morgun, fimmtu-
dag.i Wegner leggur á hinn
bóginn áherslu á mikilvægi
þess að stjórnvöld telji nú að
• það stpfni ekki lengur öryggi
ríkisinS í hættu að Treholt fái
leyfi; líklegt sé að framVegis
geti Treholt fengið útgöngu-
leyfi nokkrum sinnum á ári,
fáeina daga í senn.
Trúmp
forðað ft*á
gjaldþroti?
New York. Reuter.
Bandaríski athaihamaðurinn
Donald Trump, sem talinn
hefúr verið í hópi milljarða-
mæringa, hefúr fengið 20
milljónir dala að láni í nokkr-
um viðskiptabanka sinna.
Ónefndur heimildarmaður
Reuters-fréttastofúnnar
sagði að þetta fjármagn ætti
að nægja til að forða Trump
frá gjaldþroti.
Trump hefur á undanförnum
vikum staðið í samningavið-
ræðum við lánadrottna sína í
röðum bankamanna og var
skýrt frá því í New York í gær
að þeir hefðu fallist á að veita
honum lánið. Gat hann því
greitt vexti af skuldabréfláni
er hann tók vegna byggingar
spilavítis í Atlantic City. Á mið-
nætti í gær rann greiðslufrest-
urinn út og hefði allt lánið, alls
351 milljón dala, gjaldfallið
hefði hann ekki staðið í skilum.
Vandræðum Trumps er þó ekki
lokið því hann þarf að afla sér
45 milljóna dala til viðbótar
innan 30 daga ætli hann að
afstýra því að komast í hóp
vanskilamanna.
Landsbergis á fiind með Gorbatsjov:
Bilið minnkar milli Sovét-
stjómarinnar o g Litháa
NÚ VIRÐIST sem minna beri á milli Sovétstjórnarinnar og yfir-
valda í Litháen en nokkru sinni síðan sjálfstæði var lýst yfir 11.
mars síðastliðinn. Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, segir
að „frysting“ sjálfstæðisyfirlýsingar Litháens þýði ekki endilega
að hverfa þurfi aftur til 10. mars, dagsins áður en sjálfstæði Lithá-
ens var lýst yfir. Gorbatsjov hringdi í Kazimiere Prunskiene, for-
sætisráðherra Litháens, síðdegis í gær til þess að skýra henni frá
þessari afstöðu Sovétsljórnarinnar. Fyrr um daginn hafði Gorb-
atsjov átt fúnd með Vytautas Landsbergis, forseta Litháens, að
beiðni hins siðarnefnda.
„Landsbergis var ekki mjög
ánægður með viðræðurnar við
Gorbatsjov og Anatólíj Lúkjanov
varaforseta og sagði þingmönnum
frá því að Gorbatsjov hefði lagt
áherslu á að um tvo kosti væri
að ræða fyrir Litháa til að byggja
viðræður sínar við Moskvustjórn-
ina á,“ sagði Rita Dapkus, for-
stöðumaður upplýsingaskrifstofu
þings Litháens í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „I fyrsta lagi að
Litháen yrði hluti Sovétríkjanna
með sérstöðu. Og í öðru lagi að
stefnt yrði að aðskilnaði Litháens
frá Sovétríkjunum. Lúkjanov
lagði áherslu á að skilyrði fyrir
viðræðum um báða kostina væri
frysting sjálfstæðisyfirlýsingar-
innar. Frystingu skilgreindi hann
svo að bæði yfirlýsingin sjálf og
öll lög sem síðan hafa verið sett
yrðu afturkölluð, þ.e. að horfið
yrði aftur til stöðunnar eins og
hún var 10. mars.“ Að sögn Ritu
Dapkus hringdi Gorbatsjov í
Prunskiene tveimur tímum eftir
fundinn með Landsbergis og gaf
nokkuð aðra mynd af viðræðun-
um. „Hann sagði að frysting sjálf-
stæðisyfirlýsingar þýddi ekki
endalega að hverfa þyrfti aftur
til 10. mars.“
Bæði Prunskiene og Lands-
bergis lögðu það til í þinginu í
Vilnius í gær að ekki yrði tekin
nein ákvörðun um stefnu í viðræð-
um við Sovétstjómina fyrr en Ijóst
væri hvað hún ætti við með „fryst-
ingu sjálfstæðisyfirlýsingar". Að
sögn Ritu Dapkus hafa litháískir
þingmenn undanfarið rætt marg-
ar mismunandi hugmyndir um
samningsgrundvöll. Samstaða er
helst um það að atriði að „fryst-
ing“ þýði ekki að sjálfstæðisyfir-
lýsingin sé afturkölluð heldur að
frestað verði lögum sem sett hafa
verið síðan 11. mars. Einnig eru
menn að tala um að „frystingin“
vari í nokkrar vikur eða mánuði
en ekki í tvö til þijú ár, hér sé
sem sagt ekki um aðlögunartíma-
bil að ræða eins og í Lettlandi og
Eistlandi heldur tímabundin eftir-
gjöf til að fá Sovétstjórnina til að
hefja viðræður.
Carlton-klúbburinn , sem hefur
um 1.800 félaga, var stofnaður af
íhaldsmönnum með Wellington her-
toga í broddi fylkingar eftir mikinn
kosningaósigur árið 1832. Skilyrði
fyrir aðild er stuðningur við grund-
vallarreglur íhaldsflokksins. Flestir
forsætisráðherrar íhaldsmanna á
síðari árum hafa verið félagar, þ.
á. m. Winston Churchill, Anthony
Eden, Harold MacMillan og Edward
Heath. Konum hefur verið meinuð
aðild en Thatcher var þó gerð að
félaga eftir atkvæðagreiðslu árið
1975 er hún var kjörin leiðtogi
íhaldsflokksins.
Eins og títt er um virðulega,
breska klúbba er ekkert skilti utan-
dyra sem gefur til kynna hvaða hús
sé um að ræða; ætlast er til að
félagarnir þekki sinn eigin klúbb.
Flytja varð klúbbinn í núverandi
húsakynni í St. James-hverfinu,
skammt frá þekktum byggingum
s.s. þinghúsinu, bústað Elísabetar
drottningarmóður, Clarence House,
og konungshöllinni, eftir stríð þar
sem gamla húsið við Pall Mall eyði-
lagðist í loftárásum í síðari heims-
styijöld. Öryggisráðstafanir gegn
hermdarv’erkum eru taldar hafa
verið litlar í klúbbnum fram til þessa
og telur lögregla að sprengjan hafi
verið í pakka sem skilinn var eftir
við anddyrið.