Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
Vel tekið í tillögu um að-
stoð við sovéskt efnahagslíf
Krefjast tafarlausra aðgerða til bjargar regnskógunum
Leiðtogafundur EB í Dyflinni:
Dyflinni. Reuter.
LEIÐTOGAR Evrópubandalagsins (EB) lýstu í gær yfir stuðningi
við umbótasteftiu Mikhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, og
ákváðu að taka til vinsamlegrar athugunar tillögu um 15 milljarða
dollara aðstoð við sovéskt efinahagslíf. Þá hvatti fundurinn, sem
haldinn er í Dyflinni á írlandi, til tafarlausra viðræðna við stjórnvöld
í Braziliu um Amazonregnskógana og um leiðir til að bjarga þeim
firá tortímingu.
Reuter
Giulio Andreotti, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Mitterrand, for-
seti Frakklands, Charles Haughey, forsætisráðherra írlands, og
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hafa stillt sér upp
fyrir ljósmyndarana en að baki þeim eru utanríkisráðherrar ríkjanna.
Haughey veifar eins og í kveðjuskyni enda hefur hann nú látið af
embætti sem forseti ráðherraráðs Evrópubandalagsins.
Undir lok fundarins, sem stóð í
tvo daga, samþykktu leiðtogarnir
12, að framkvæmdastjóm EB
skyldi ganga frá tillögum um
skammtímalán til Sovétmanna og
ennfremur um langtímaaðstoð við
endurskipulagningu sovésks efna-
hagslífs í samvinnu við alþjóðlegar
ljármálastofnanir. Lýsti fundurinn
stuðningi við tilraunir Gorbatsjovs
til að koma á lýðræði og markaðs-
kerfi í Sovétríkjunum og sagði Jac-
ques Delors, sem var endurkjörinn
formaður framkvæmdastjórnar EB
til 1993, að með samþykktinni hefði
tónninn verið gefínn.
„Hér er um að ræða málamiðlun
milli ríkja eins og Vestur-Þýska-
lands og Frakklands, sem vilja taf-
arlausa aðstoð við Sovétmenn, og
annarra, til dæmis Breta, sem vilja
fara að öllu með gát,“ sagði Delors
en Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, lagði til á mánudags-
kvöld, að umbótastefna Gorbatsjovs
yrði studd með 15 milljarða dollara
fjárframlagi.
í ályktun EB-fundarins um um-
hverfismál er hvatt til tafarlausra
viðræðna við Brazilíustjórn um
framtíð Amazonregnskóganna og
skorað á allt mannkyn að koma
sjálfu sér og öllu lífríkinu til bjarg-
ar áður en það er um seinan. Vilja
leiðtogarnir, að skuldir þriðja-
heimsríkja verði skornar niður gegn
því, að þær standi vörð um náttúr-
una, að settar verði eins konar siða-
reglur fyrir iðngreinar og ríki, sem
fiytja inn trjávöru, og skógavernd
og skóggræðsla stóraukin.
Um þróunina ' í Suður-Afríku
sagði, að hún væri til vitnis um
„framsýni og hugrekki" F. W. de
Klerks forseta og lýst yfir, að yrði
linað frekar á aðskilnaðarstefnunni,
yrðu refsiaðgerðir gegn Suður-
Afríku teknar til endurskoðunar.
Ályktun leiðtogafundarins um
ástand mála í Israel var óvenju
harðorð og voru stjórnvöld þar for-
dæmd fyrir mannréttindabrot á
hernámssvæðunum. Var ákveðið að
tvöfalda aðstoðina við Palestínu-
menn og heimila PLO, Frelsissam-
tökum Palestínumanna, að koma
upp fastaskrifstofu hjá EB.
Að lokum má nefna, að EB-ríkin
eru hlynnt nýjum, evrópskum ör-
yggissáttmála og vilja, að lögð verði
drög að honum á fundi Ráðstefn-
unnar um öryggi og samvinnu í
Evrópu (RÖSE) í París í nóvember.
Þau eru einnig samþykk tillögu
Vestur-Þjóðveija um sérstakar höf-
uðstöðvar fyrir RÖSE en vilja ekki,
að upp rísi skrifstofubákn, sem
vasist í of miklu.
Reuter
Mandela á Bandaríkjaþingi
Suður-afríski blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela hélt sögulega
ræðu á Bandaríkjaþingi í gær og hvatti þingmenn til að styðja
Afríska þjóðarráðið (ANC) og stuðla þannig að afnámi kynþáttaað-
skilnaðar í Suður-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem blökkumaður,
sem ekki hefur verið kjörinn á þingið, ávarpar báðar deildir þess.
Mandela vitnaði óspart í bandarískar hetjur eins og George Washing-
ton, Abraham Lincoln, Martin Luther King og leysingjann Frederick
Douglas. Góður rómur var gerður að ræðu hans og þurfti hann hvað
eftir annað að gera hlé á máli sínu vegna glymjandi fagnaðarláta.
f\ZANJAN
V__/ #Teheran
AÐSTOÐ FRÁ S-AFRÍKU
OG ÍSRAEL HAFNAÐ; BANDARlKJA-
MENN FÁ EKKI AÐ KOMA TIL LANDSINS ,
I R A N Æ
V^STUR-
PYSKALAND
Aðstoð við Irana vegna jarðskjálftans
j SOVÉTRÍKIN
1 Lyf og hjúkrunar-
| tæki, 270 læknar
| og hjúkrunarkonur
FRAKKLAND
Læknar, 205
bjorgunarmenn,
18 leitarhundar
j BRETLAND
1 17 manna björg-
i .unarsveit, hátækni-
J 'búnaöur til leitar-
J starfa
Hjálpargögn
JAPAN
Hjálpargögn
fyrir 1,5 millj-
ónir dala, 22
björgunarmenn
ISVISS
| Sórfræðiaðstoö,
\ matsmenn og
1 og björgunarsveit
SYRLAND
Læknar sendir.
11 tonn af
tækjum
KUVÆT
Skurðiæknar,
hjúkrunariconur
PAFAGARÐUR
Páfi gefur af
eigin fé
BANDARIKIN
1,7 milljónum dala
safnaö.
Stjórnvöld veita /
neyðaraðstoö /
SAUDI-ARABÍA
Ýmis hjálpargögn
EGYPTALAND
L ■ Hjúkrunarbúnaö'
ur, matvæli, tjöld
■ ogteppi
SPÁNN
300.000 dalir frá
hiálparstofnunum
Hjúkrunaraöstoö
fra rlkinu
JÓRDANÍA
Lyt og hjúkrunar
búnaður
NORÐUR-KÓREA
AÖstoðfyrir
milljón dafa,
hjúkrunarsveit
ÍRAK
Hussein forseti
býöur aöstoð
Slóvenía:
Drög að sjálfstæðri
sljórnarskrá samþykkt
Belgrad. The Daily Telegraph.
FORSETARÁÐ júgóslavneska lýðveldisins Slóveníu hefúr samþykkt
drög að nýrri stjórnarskrá þar sem kveðið er á um sjálfstæði ríkis-
ins og fullveldi þess á vettvangi utanríkis-, öryggis- og varnarmála.
Milan Kucan, forseti Slóveníu,
sagði á mánudag að stjórnarskráin
nýja kvæði á um fullveldi ríkisins
en ekki hlutdeild þess í júgóslavn-
eska ríkjasambandinu. Slóvenar
hafa ákaft hvatt til þess að dregið
verði stórlega úr völdum alríkis-
stjórnarinnar í Belgrad og þóttu
þess orð forsetans gefa til kynna
að Slóvenar hygðust segja sig úr
ríkjasambandinu ef ekki yrði geng-
ið að þessari kröfu þeirra. Raunar
birtu yfirvöld í Slóveníu sérstaka
yfirlýsingu er stjórnarskráin nýja
hafði verið samþykkt þess efnis að
hér eftir yrðu samskiptin við hin
lýðveldin fimm grundvölluð á þeirri
forsendu að þau væru sjálfstæð ríki.
Júgóslavneska fréttastofan Tanj-
ug kvað Milan Kucan hafa sagt á
fundi forsetaráðsins að Slóvenía
ætti í engu að skera sig frá öðrum
sjálfstæðum og fullvaida ríkjum og
myndu landsmenn því koma sér upp
eigin herafla og móta sjálfstæða
stefnu á vettvangi utanríkismála.
Fylgdi fréttinni að stjórnarskrár-
drögin yrði lögð fyrir slóvenska
þingið í næsta mánuði.
Almenna mótið í Vatnaskógi
TA ' ' / 1 • / 7/ W
Zy.jum - l.juli
Samkomur alla dagana.
Barnasamkomur samtímis og
barnapössunfyriryngstu börnin
Útileikir fyrir alla fjölskylduna
á laugardaginn
Gistingu verður hægt að fá
í svefnskálum.
Næg tjaldstæði.
LisHlug verdur sýnt
ó laugardaginn kl. 14.00
OSIA-OG
SMJÖRSALAN SE
Matur seldur í matskája.
Einnig verður sjoppa
á staðnum.
Bílferðfrá Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík kl. 18.30 á föstudag og til
baka sunnudag.
ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR!
Samband íslenskra
kristniboðsfélaga