Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990 Hafiiarfjörður og saltfiskur Sunnudagsmorgun í maí slógumst við hjónin í hóp heilsubótarklúbbs Selt- jarnarness, sem hittist við Hafnarborg, lista- og menningarmiðstöð Hafnfirð- inga. Þar beið okkar fróður og spor létt ur leiðsögumaður úr plássinu. Skammt undan er lækurinn, en vestan _að honum lá áður fyrr land Garðakirkju á Alftanesi, sem var eitt besta brauð landsins, en þar voru fædd- ir biskuparnir Jón Vídalín og Jón Helgason, og þar i;æktaði Guðlaugur Þorgeirsson prófast- ur kartöflur árið 1760, tveimur árum eftir að fyrstu kartöflur voru settar niður á Bessastöð- um. Austan lækjar stendur þjóðkirkja Hafnfirð- inga, en hún var reist skömmu áður en Garða- kirkja var lögð af, en þangað áttu Hafnfirðing- ar kirkjusókn. En fólksstreymið í Garðahrepp var ekki séð fyrir og eru um 30 ár síðan Garða- kirkja var endurbyggð. Vestan lækjarins er það sem eftir er af húsum Einars Þorgilssonar, útgerðar- og athafnamanns, en þar er til húsa verslun, sem ber nafn hans, en horfin eru stakk- stæðin, sem voru þarna á fjörukambinum. Ein- ari saltfiskverkanda hefði líklega þótt á að líta, hefði hann getað litið til hafnarinnar með okk- ur þennan morgun. Við syðri hafnargarðinn lá drifhvítt skip og á skrokk þess var letrað risa- stöfum „BACALAO ISLANDIA“, siglandi aug- lýsing fyrir þetta gómsæti, sem lyfti okkur Is- lendingum úr örbirgð til bjargálna. Leiðsögumaðurinn leiddi okkur vestur með -höfninni. Á Vestur- götu lét hann okkur staldra við og^skyggnást inn í vöruport Eim- "skipafélagsins. Þar í girðingar- horni upp úr dreif af ónýtum lyft- arabrettum stóð lítill hraunkamp- ur með grastóm hér og þar. Þetta er Fiskaklettur og gekk hér áður fyrr í sjó fram og af honum veidd- ist vel. Væri nú vel ef Slysavarna- deildin Fiskaklettur vildi hlúa að þessum nafngjafa sínum. Upp frá höfninni fórum við um Víðistaði og Garðagötu, kirkjuveg þeirra Hafnfirðinga, er þeir áttu kirkjusók að Görðum. Austan Reykjavíkurvegar, þar sem hon- um tekur að halla ofan að höfn- inni, dáðumst við að vegghleðsl- unum í stakkstæðinu, sem Einar Þorgilsson hafði látið gera þarna uppfrá, er þrengja tók að athafna- svæðinu niðri við höfnina. Ekki ólíklegt, að ijöldi Hafnfirðinga fæðist og deyi án þess að hafa litið þessar merku minjar í at- vinnusögu bæjar síns en þær fel- ast nokkuð vel þarna að húsa- baki, þó að miðsvæðis séu. Frá þessum fornu stakkstæðum var stefna tekin á Hamarinn og farið yfir lækinn skammt þar frá sem rafstöð stóð og mætti segja langa sögu af því staldri, sem við gerð- um þar. Víðsýni mikið er af Hamr- inum og fagurt er bæjarstæði Hafnarfjarðar. Úr álfabyggð Hamarsins hafa borist þau skila- boð, að starfsemi Flensborgar- skóla yrði óátalin, en annað umrót ekki. Það hefur reynst Hafnfirð- ingum farsælt að hlíta því. Þegar heim er haldið eftir hressandi og fræðandi heilsubót- argöngu undir leiðsögn Kristjáns Bersa Ólafssonar gleðst maður yfir að hafa haft þá fyrirhyggju að leggja Bacalao Islandia í bleyti áður en farið var enda fljótlegt að matreiða saltfiskréttinn, sem uppskriftin hér á eftir er af. Saltfiskur á pönnu 500 g soðinn saltfiskur 1 msk. matarolía 2 stórar kartöflur 2 stórar gulrætur 1 stór laukur Vz dl mysa + '/2 dl vatn nýmalaður pipar. 1. Leggið saltfiskinn í bleyti í 24 klst. Setjið síðan í vatn í potti. Látið suðuna koma upp, en slökkvið þá undir pottinum og látið fiskinn standa í honum í 10-15 mínútur. 2. Takið fiskinn upp, roð- og beinhreinsið. Takið síðan örlítið í sundur. Gerið það með höndunum, flettið holdfögunum í sundur. 3. Afhýðið og rífið kartöflur gróft, hreinsið gulrætur og rífið líka gróft. Afhýðið lauk og saxið smátt. 4. Smyijið matarolíunni á pönn- una, setið síðan allt grænmetið á hana. Hellið mysu og vatni yfir. Sjóðið við hægan hita í 15 mínút- ur. 5. Leggið fiskinn ofan á, malið pipar yfir. Setjið lok á pönnuna og látið hitna vel í gegn. Gott getur verið að bera harð- soðin egg og ferska tómata með þessu. Pétur Péturs- son — Minning Fæddur 26. maí 1906 Dáinn 18. júní 1990 VATNSSUGUR 1 OG TEPPA- HREINSIVÉLAR IBESTAI Nýbýlavegi 18, Kóp. sími 91-641988. Það er skammt stórra högga á milli, þijú systkini hafa látist á sl. sex mánuðum og eru það þau síðustu af tólf sem upp komust af börnum þeirra hjóna, Guðrúnar Guðmundínu Gumundsdóttur og Péturs Björnssonar, bónda á Tjörn á Skaga. Þegar ég var á þriðja ári kynnt- ist móðir mín, Sigríður Hannesdótt- ir, Pétri og giftu þau sig 25. septem- ber 1948. Pétur gekk mér í föður stað og frá því ég sá hann fyrst, kallaði ég hann pabba og var hann það í mínum augum alla tíð. Mínum raunverulega föður kynntist ég aldrei, en myndir voru til af honum heima og kenndi pabbi mér að þykja vænt um hann og virða. Svona var pabbi, góðmennsk- an og gæskan ein, ekkert aumt mátti hann sjá þá vöknaði honum um augu og hjálpaði hann þeim sem minna máttu sín. Pabbi stundaði sjóinn í hartnær 40 ár og þar af mörg ár á strand- ferðaskipinu Skjaldbreið, en sinn starfsferil endaði hann í Áburðar- verksmiðju ríkisins, sjötugur að aldri. Pabbi og mamma eignuðust þtjú böm saman, en þau eru: Jónína Margrét, gift Reyni Mar Guðmundssyni, Guðmundur, kvæntur Eygló Valgeirsdóttur, Guðrún Maríanna, gift Eyþóri G.J. Stefánssyni og undirritaður, kvænt- ur Kolbrúnu Hilmarsdóttur. Barna- GARÐASTÁL Lausn á steypuskemmdum = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Bryndís H. Steindórs- dóttir - Kveðjuorð Fædd 24. júlí 1972 Dáin 3. júní 1990 Hvítasunnudagurinn rann upp eins og hver annar dagur, allt gekk sinn vanagang þangað til vinkona mín kom og sagðist færa mér mjög sorglegar fréttir, að hún Bryndís Halldóra eða Dísa eins og hún var alltaf kölluð hefði látist í bílslysi um morguninn. Þá var eins og svart ský drægi fyrir sólina ég trúði ekki að þessi lífsglaða 17 ára vinkona mín væri farin fyrir fullt og allt. Hún Dísa kom alltaf til mín á morgnana ef hún hafði lausan tíma í Fjöibrautaskólanum í Breiðholti. Börnin hlupu alltaf á móti henni því þau höfðu, eins og öll börn sem þekktu Dísu vel, hænst mjög fljótt að henni. Hún passaði börnin oft fyrir mig á kvöldin ef. ég þurfti að skreppa frá og þegar ég kom heim voru bæði börnin sofnuð og hún sýndi mér það brosandi hvað hún hafði gert íbúðina fína þann tíma sem ég var í burtu. Það var alltaf sem hún tæki sól- ina með sér inn þegar hún kom í heimsókn. Ætíð þegar hún talaði um fjöl- skyldu sína og unnusta kom það beint frá hjartanu. Það lýsti ást hennar á þeim öllum. Ég sakna hennar og finnst ég hafa misst mikið eftir að hún dó. Hún Dísa var þannig að allir nutu samvistanna við hana. Ég trúi því að Guð hafi ætlað henni mörg betri hlutverk hjá sér. Oilum vinum, ættingjum og unn- ustanum votta ég mína dýpstu sam- úð. Megi Dísa hvíla í friði. börnin eru 18 talsins og 1 barna- barnabarn. Lengst af bjuggu mamma og pabbi á Þinghólsbraut 15 í Kópa- vogi, en það hús byggðu þau í kring- um 1950. Vegna heilsufars pabba fluttu þau í Hveragerði vorið 1986, þar sem þau voru þá í návist sinna nánustu en þar búa þijú elstu börn- in ásamt ijölskyldum. Pabbi var vistmaður á Kumbara- vogi sl. þijú ár, þar sem hann var orðinn mikill sjúklingur, og kann ég starfsfólki þar miklar þakkir fyrir góða umönnun. Elsku mamma, Guð veri með þér í þinni sorg, en minningin um þenn- an stóra, myndarlega og góða mann mun ávallt lifa meðal okkar og kveð ég hann með þessum orðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Vilhjálmur Roe Pétursson Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Sigríður Ása og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.