Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNl 1990
33
Kveðjuorð:
Helga Vilhjálmsdótt-
ir, lyfjaíræðingur
Það er með sorg í hjarta, sem við
kveðjum Helgu Vilhjálmsdóttur. Það
var siðsumars 1971 sem við fluttum
í Lágholtið og þá voru Helga, Reyn-
ir og Kristín nýflutt heim frá Dan-
mörku. Við höfðum alltaf talið það
mikið lán að þau keyptu húsið við
hlið okkar. Hér höfðum við búið hlið
við hlið í tæp 19 ár og þau reynst
bestu nágrannar sem hægt er að
hugsa sér.
Fyrstu árin meðan börn okkar
voru lítil var samgangur meiri en
hin síðari ár, og áttu synir okkar
aðgang að heimili þeirra á sérstakan
hátt. Það var sama hvort Stína var
heima eða ekki, þeir gátu unað þar
löngum stundum hjá Helgu sem
sýndi þeim ómetanlegan skilning og
umgekkst þá eins og persónur sem
mark var á takandi. Það er mikils
virði fyrir börn.
Þau höfðu búið í mörg ár í hinni
gróðursælu Danmörku og tóku nú
til við að rækta garðinn sinn. Þá var
gott að njóta þekkingar Helgu og
fórum við m.a. saman að kaupa
fyrstu plönturnar í garðana. En við
búum á íslandi og hér blása vindar
sem gera fólki erfitt fyrir við garð-
ræktina. En samt uxu runnar, tré,
limgerði og alparósirnar hennar
Helgu og allt í einu sást ekki auð-
veldlega milli húsa.
Börnin stækkuðu eins og gróður-
inn, en alltaf var öryggið að vita af
þessum góðu nágrönnum við hliðina.
Þau hafa alltaf tekið þátt í og fylgst
með hvernig börnum okkar gengur
í námi og starfi og sýnt því áhuga
þegar íjölskyldan stækkaði.
Þegar veikindi gerðu okkui' lífið
leitt fyrir nokkrum árum kom Helga
og veitti hjálp sem var ómetanleg
og stundum segjum við að húsbónd-
inn hér eigi henni líf sitt að launa.
Þess vegna var það sárt að geta
ekki endurgreitt þá skuld þegar hún
fór að beijast við sinn sjúkdóm. Þar
vorum við aðeins áhorfendut' sem
Minning:
Stefán Kr. Snæ-
laugsson, Akureyri
Fæddur 27. júní 1916
Dáinn 19. inaí 1990
Góður vinur minn, Stefán Snæ-
laugsson, er farinn í sína hinstu
för. Hann lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri þann 19. maí
sl., þrotinn af kröftum eftir langvar-
andi veikindi.
Með Stefáni er genginn einn sá
besti drengur sem ég hef kynnst.
Það er stundum sagt að allir séu
góðir þegar þeir hafa kvatt þennan
heim, en um Stefán Snælaugsson
verður aldrei annað sagt, en að
hann hafi verið góður maður'allt
sitt líf. Hann var sérstakt prúð-
menni, hæglátur, hógvær og stillt-
ur. Alltaf svo einlægur og glaðleg-
ur, aiidlit hans geislaði ævinlega
af alúð og hjartahlýju og hann bar
með sér innri ró og góðvild. Mót-
læti og erfiðum veikindum sínum
tók hann með æðruleysi og stillingu
og hann heyrðist ekki kvarta, þó
augsýnilega væri hann þjáður. Það
var alltaf einhver annar sem hafði
meiri þörf fyrir meðaumkun og
aðhlynningu en hann.
Stefán starfaði að málum Góð-
templarareglunnar og var æðsti-
templar í stúkunni Akurliljunni á
Akureyri. Einkunnarorð reglunnar
„í trú, von og kærleika“, gátu allt
eins verið hans eigin. Ég starfaði í
mörg ár með Stefáni í Reglu Must-
erisriddara og þar kynntist ég hon-
um vel. Hann var okkur yngri
bræðrunum fyrirmynd hvað varðar
trúmennsku, heiðarleika og mann-
kærleika. Það er gott dæmi um
áhrif sterks persónuleika hans, að
sonur hans og tveir tengdasynir
gengu í Regluna og störfuðú þar
við hlið hans í þeim góða anda sem
honum var svo eðlislægur.
Stefán var kvæntur Ólafíu Hall-
dórsdóttur, mikilli ágætis konu, sem
alla tíð stóð við hlið hans eins og
klettur og bar með honum byrðarn-
ar fram til hinstu stundar. Hún er
ekki fyrirferðarmikil kona hún
Ólafía, en prúðmennska hennar og
manngildi vekur athygli hvar sem
er. Hún ól manni sínum 7 börn, sem
öll eru komin vel til manns og þau
bera þess glögglega merki að vera
alin upp í ástríki og kærleika og
bera þau foreldrum sínum gott
vitni. Þau hjónin gengu hljóðlátum
skrefum eftir ævistígum sínum og
bárust ekki á, en þau vöktu at-
hygli hvar sem þau voru, einmitt
fyrir þær sakir.
Stefán stundaði sjóinn mestan
hluta starfsævi sinnar, en síðustu
árin var hann húsvörður í Hús-
mæðraskólanum á Akureyri, eða
þar til aldur og heilsuleysi stöðvuðu
hann.
Það var stór hópur ættingja og
vina þeirra hjóna, sem kvaddi Stef-
án Snælaugsson í Akureyrarkirkju
mánudaginn 28. maí sl. og mátti
af því sjá, að það voru fleiri en ég
sem þótti vænt um þennan góða
dreng og mátu hann að verðleikum.
Megi minning hans lifa og vera
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, bróður
okkar, mágs og frænda,
KOLBEINS JÓHANNSSONAR,
Hamarsholti.
Halldóra Sturlaugsdóttir,
Guðbjörg Kolbeinsdóttir,
systkini og aðrir vandamenn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
VÍBEKKU JÓNSDÓTTUR,
Meðalholti 15.
Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Jón Ragnarsson,
Víbekka Arnardóttir, Árni Arnarson,
Valdimar Jónsson, Örn Arnarson,
Júlianna Jónsdóttir, Valdis Arnardóttir.
dáðumst að dugnaði og'baráttuvilja
hennar. Þó margir sigrist á þessum
sjúkdómi varð hann henni ofurefli.
Nú kveðjum við og þökkum sam-
fylgdina og sendum foreldrum henn-
ar, Reyni og Kristínu, og öðrum
ástvinum innilegar samúðarkveðjur.
Þau munu halda uppi merki Helgu
og hún mun lifa í hugum þeirra og
okkar allra sem þekktum hana.
Ánna Jóna og Guðmundur
okkur hinum áminning um, að það
er hið innra gildi sem gefur ham-
ingjuna.
Arni Valur
Hann afi, Stefán Kr. Snælaugs-
son, var leystur frá þrautum þann
19. maí sl. Eftir að vera búinn að
heimsækja hann nær daglega síðan
í janúar og fylgjast þannig með
hvernig heilsan versnaði stöðugt,
má segja að þetta hafi verið góð
lausn fyrir hann afa minn. En sökn-
uðurinn er sár hjá okkur sem eftir
erum. Ég er viss um að hans létta
lund hefur hjálpað honum mikið í
gegnum öll hans veikindi.
Afi fæddist á Árskógsströnd 27.
júní 1916. Um 12 ára aldur fór
hann að Hrafnsstöðum í Svarfað-
ardal í vinnumennsku, síðar fluttist
hann þangað alveg og var dvölin
þar lionum ætíð afar kær. Ungur
byijaði hann \á sjónum og var þar
eins lengi og heilsan leyfði og jafn-
,vel lengur, því það reyndist honurn
erfitt að sætta sig við það hlut-
skipti að þurfa að hætta á sjónum.
Ymis vinna var reynd í landi en
síðast starfaði hann sem húsvörður
á hússtjórnarsviði Verkmenntaskól-
ans á Akureyri.
Eiginkona afa, Guðrún Ólafía
Halldórsdóttir, er frá Súðavík. Þau
eignuðust 7 börn sem öll eru gift
eða i sambúð, barnabörnin eru 28
og eitt barnabarn.
Það verður tómlegt næsta vetur
að geta ekki skroppið í kvöldspjall
til afa. Hann var víðlesinn og óspar
á að miðla öðrum af þekkingu sinni.
Um leið og ég þakka afa mínum
allt það sem hann var mér, færi
ég starfsfólki lyfjadeildar FSA
bestu þakkir frá mínu fólki, fyrir
góða aðhlynningu við afa og gott
viðmót við okkur ættingjana.
Amma. Ég bið góðan Guð að
vera með þér.
Stefán
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Þrír úr undirbúningsnefhdinni, f.v.: Páll Dagbjartsson, Gísli Sverr-
ir Halldórsson og Sveinn Guðmundsson.
Landsmót hestamanna á Vind-
heimamelum:
U ndirbúnmgnr að
komast á lokastig
Sauðárkróki.
MJÖG styttist nú í það að jóreykir sjáist stíga til hiniins víða
um Skagafjörð, þegar mótsgestir fara að flykkjast til Lands-
móts hestamanna á Vindheimamelum, sem haldið verður dagana
3. til 8. júlí. Allur undirbúningur fyrir þetta stærsta og uinfangs-
inesta landsinót sem haldið hefur verið til þessa, er að koinast
á lokastig, enda liefur mikill fjöldi fólks lagt liönd að því undan-
farnar vikur að ganga þannig frá málum að allur aðbúnaður
mótsgesta, hvort sem um menn eða hesta er að ræða, verði sem
bestur.
Páll Dagbjartsson skólastjóri
er í framkvæmdastjórn lands-
mótsins. Hann sagði að mjög
mikil vinna væri nú að baki við
það að gera mótssvæðið að Vind-
heimamelum eins giæsilegt og
kostur væri, og koma þar upp
allri aðstöðu sem þyrfti til þess
að taka á móti þeim mikla fjölda
fólks sem gert er ráð fyrir að
sæki landsmótið. Allar áætlanir
gera ráð fyrir að mótsgestir verði
10-12 þúsund og þá er einnig
gert ráð fyrir allt að 4 þúsund
hestum, bæði keppnis- og sýning-
arhestum auk ferðahesta móts-
gesta sem mjög margir koma
ríðandi, jafnvel um langan veg.
Páll sagði að aðkoma á „Mel-
ana“ hefði gjörbreyst við það að
nú hefði verið byggð brú yfir
Svartá hjá Saurbæ, og mundi
þessi nýja leið létta mjög á um-
ferð að og frá mótsstað.
Þá hafa verið í gangi miklar
byggingaframkvæmdir á Vind-
heimamelum í vor og í sumar,
og má þar nefna helst að byggt
hefur verið nýtt stóðhestahús
norðan keppnissvæðisins þar sem
nú er hægt að hýsa um 50 stóð-
hesta. Þá er í húsinu sérstök
sjúkraaðstaða, ef hestur veikist,
og einnig er aðstaða fyrir vakt-
mann við hesthúsið. Þá hefur
veitingasalur verið stækkaður
verulega þannig að nú geta um
450 manns matast þar í einu, en
auk þessa verða á svæðinu tjöld
og smáhýsi þar sem seldur verð-
ur hinn sígildi útihátíðamatur,
pylsur og gos.
Sérstakt hús hefur einnig ver-
ið reist á mótssvæðinu þar sem
er mjög góð snyrtiaðstaða og þar
er einnig gert ráð fyrir góðu að-
gengi fyrir fatlaða, en einnig em
smærri hús með 4 til 6 snyrting-
um a öllum tjaldsvæðunum.
Páll sagði að nokkur vand-
kvæði hefðu verið með að fá
nægilega gott neysluvatn á
svæðið, en þau mál hefðu nú
verið leyst með því að leggja
nokkurra kílómetra langa vatns-
leiðslu að svæðinu, ofan af „Efri-
byggð“, vestan megin í firðinum,
og væri nú nægilegt ferskt og
gott neysluvatn í hveijum krana.
Þá hefur undirbúningsnefndin
látið hanna og smíða sérstaka
dómturna sem staðsettir eru
austan hinnar 800 metra löngu
hlaupabrautar, en á svæðinu á
milli turnanna er gert ráð fyrir
að halda kvöldvöku á laugar-
dagskvöldið. Þar verður kvöld-
vökustjóri Sigurður Hallmarsson,
en fyöldi þekktra skemmtikrafta
mun koma þar fram og skemmta
gestum.
Má þar nefna sérstaklega
Sveinbjörn Beinteinsson allsheij-
argoða og Flosa Ólafsson leikara
og hestamann en einnig mun
karlakórinn Heimir taka lagið.
Margt fleira sagði Páll að yrði
til skemmtunar, sem ekki væri
veit að tíunda að svo stöddu, en
engum ætti að leiðast á þessarr
kvöldvöku og svo mætti ekki
gleyma því að danspallur yrði
norðan veitingasalar þar sem
menn gætu fengið sér snúning í
sumarnóttinni ef þá langaði til.
Sérstakt fréttabréf verður gef-
ið út alla mótsdagana og útvarps-
stöð verður starfrækt og hefur
sérstök áhersla verið lögð á að
hljóðkerfi sé sem best og full-
komnast þannig að allt sem fram
fer berist til áhorfenda hvar sem
er á svæðinu. Sagði Páll að til
þess að sjá um þennan þátt hefði
verið fenginn Pétur Kristjánsson,
sem oft hefði glímt við stói-verk-
efni á borð við þetta og tekist vel..
Segja má að- Grettistaki hafi
verið lyft á Vindheimamelum í
því að gera mótssvæðið eins
glæsilegt og kostur er. Meðal
þess sem gert hefur verið er gróð-
ursetning um 3000 lerki- og.
birkiplantna sem Skógræktarfé-
lag Islands gaf á niótssvæðið.
Var plöntum þessum valinn stað-
ur á 50 metra breiðu afgirtu
belti meðfram og norðaustan
hlaupabrautar. Að vísu mun þessi
skógur ekki veita landsmótsgest-
um í ár skjól fyrir norðangol-
unni, en Páll Dagbjartsson sagðF
að lokum að ekkert af því sem
gert er á Vindheimamelum, frem-
ur en skógræktin, miðaðist við
það að tjaldað væri tii einnar
nætur, enda væri þetta hvorki
síðasti né næstsíðasti mannfagn-
aðurinn sem haldinn yrði í Skaga-
firði. - BB.