Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 34
'34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990 Gerni HÁÞRÝSTIDÆLUR Ótal gerðir Skeifan 3h - Sími 82670 Poppsöngkonan vinsæla Gloria Estefan er nú á örum batavegi eftir að hafa lent í voveiflegu um- ferðarslysi í Bandaríkjunum fyrir nokkrum vikum og skaddast svo á baki að læknar töldu í fyrstu að hún myndi verja því sem eftir lifði ævinnar í hjólastól. Nú lítur út fyr- ir að eftir svo sem ár verði hún þess albúin að stíga á sviðið á nýj- an leik og heilla áhangendur sína með kraftmiklu og vönduðu poppi sínu. Frú Estefan var á hljómleika- ferðalagi og steinsofandi í koju í rútubifreið, þegar vörubílstjóri er mætti bifreið hennar og fyigdariiðs leið út af og ók inn í hliðina á rút- unni, nákvæmlega þar sem Estefan svaf svefni hinna réttlátu. Hún kastaðist fram á gólf og gat sig hvergi hreyft fyrir vítiskvöium. Enginn annar slasaðist þótt höggið væri mikið, hins vegar brákuðust tveir hryggjarliðir og gengu illa til í baki söngkonubnar, auk þess sem taugakerfi hennar hrundi og vöðvar stórsködduðust. Nú er hún óðum að koma til og eiga iæknar hennar og hjúkrunarfólk ekki orð til að lýsa dugnaði Gloriu. Hún hefur sagt í samtölum við fréttamenn, að árum saman hafi hún fundið á sér að hún ætti eftir að vera byrði á fjölskyldu sinni, þess vegna hefði hún látið koma fyrir lyftu í þriggja hæða ein- býlishúsi þeirra hjóna. Hún hefði fóðrað framkvæmdina með því að segja lyftuna til þess að flytja þunga hluti fram og aftur um húsið þar sem hún væri sífellt að breyta skipulaginu innanhúss. Er hún lá stjörf af sársauka á rútugólfinu hugsaði hún: Jæja, þar kom það! Emilio, eiginmaður Gloriu, en bæði eru þau fædd á Kúbu, segír ^ð þótt engir peningar geti komið T staðinn fyrir þjáningamar sem kona hans hafi mátt þola, hafi fjöl- skyldan ákveðið að stefna vörubíl- stjóranum og fyrirtæki hans og krefjast milljóna dollara í skaðabæt- ur, enda hafi bílstjórinn gert sig sekan um vítavert gáleysi og eig- andi bílsins bæri ábyrgð á því að maðurinn ók vansvefta. í æfingasalnum ásamt Emilio eiginmanni sínum. (Innfellda myndin) Markmið Gloriu er ekki einungis að komast aftur á sviðið, heldur að verða betri poppsöngkona en nokkru sinni fyrr. Kvennahlaupið Laugardaginn 30. júní kl. 14:00 Hlaupið er fyrir allar konur, stúlkur, ömmur og mömmur. Hlaupið er á eftirtöldum stöðum: Garðabæ Gruriclarfirði ísafirði Laugum Akureyri Egilsstöðum LEIKARALIF •—.' _ Basinger greiðir úr karlaflækjunni Karlamál kynbombunnar Kim Basinger hafa þótt fremur flókin og margbrotin í seinni tíð. Þannig var hún bendluð við þijá karlmenn sem voru að meira eða minna leyti tengdir síðustu stór- mynd sem hún lék í, Batman. Voru það framleiðandinn Jon Peters, tón- listarmaðurinn Prince og mótleikar- inn Michael Keaton. Veltu slúður- blöð sér upp úr ástarflækjum Basin- gers, sérstáklega sambandi hennar og sérvitringsins Prince, en sagt var að hann hefði vilja hennar ger- samlega í vasanum og hún hlýddi hverri skipun umyrðalaust. Hvað sem öllu þessu líður, telja slúðurblöðin nú að kynbomban hafí greitt úr karlaflækjunni hjá sér, enda sjáist hún nú í tíma og ótíma í fylgd með nýjasta hjartaknúsaran- um í Hollywood, Alec Baldwin, sem sló nýverið í gegn í myndinni The Hunt for Red October þar sem hann leikur á móti Sean Connery og Michelle Pfeiffer. SMEKKSATRIÐI Senur umdeildrar verðiaunamyndar mildaðar Kvikmyndin umtalaða, Wild at Heart eftir leikstjórann David Lynch, er hlaut gullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes á dögun- um, vekur enn deilur. Sérstaklega fyrir þær sakir að í myndinni eru bæði djarfar ástarsenur og ofbeidi á háu stigi. Þegar myndin vann til æðstu verðlauna í Cannes lá enn ekki fyrir hvaða reglur yrðu settar um aðgang að henni í Bandaríkjun- um, hvort hún yrði stranglega bönn- uð börnum eða ekki. Var það talið ráðast af því, hvort Lynch felldi óhugnanlegustu atriðin úr henni. Fréttir hafa boríst um að leik- stjórinn hafí þegar mildað myndina fyrir sýningu hennar í Cannes með því að fella út atriði, þar sem sögu- hetjurnar skjóta höfuð af manni sem verður á vegi þeirra og kyss- ast síðan yfir höfuðlausu líkinu. Er Lynch sýndi ýmsum vinum sínum myndina með atriðinu nokkru fyrir Cannes-hátíðina, blöskraði ýmsum. Sagt er að Lynch hafí þá tekið sig til og lagfært atriðið. Eftir stendur að hjúin skjóta höfuðið af mannin- um, en kossarnir eru færri en áður. Tvær af stjörnum myndarinnar, Laura Dern og Nicholas Cage. Kim Basinger og Alec Baldwin. SUí.íT 1777 W* Í tfMtlOWIU • * VUKC5Þ4 78 ímm CAHAOA S AnCIIC 32698 8*87558 TCflHITOftlCS ©J-Z43 SSS2728 -74244 FLAKK Þing- eyingar í Dussel- dorf Þingeyingar eru merkisfólk og vekja hvarvetna athygli þar sem þeir koma. í nýjasta hefti vikuritsins Der Spiegel auglýsir Dússeldorf góða þjón- ustu við ferðamenn. Þar er gefið til kynna með því að sýna skráningarnúmer bifreiða að heimshornaflakkarar kunni hvergi betur við sig. Og viti menn, þar á meðal er skilti úr Þingeyjarsýslu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.