Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 38

Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990 Með morgunkaffínu Ætlarðu að segja að ég sé slifsislaus? ísland verði eitt af ríkjum EB Til Velvakanda. Nú hyllir undir að eitt af megin- markmiðum Evrópubandalagsins (EB) um innri markað verði að veru- leika, þ.e. frjáls flutningur vöru, þjónustu, fólks og fjármagns. Þann- ig á að efia efnahags- og atvinnulíf í bandalagsríkjunum, skapa stöðug- an og jafnan hagvöxt, festu í efna- hagsmálum, betri lífskjör og nánari samvinnu aðildarríkjanna tólf. Með innri markaðnum er búist við að hagvöxtur aukist verulega, vöruverð lækki, atvinnuleysi minnki og fram- leiðsluaukning verði. í nýlegri skoðanakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun Háskólans gerði um evrópska samvinnu kemur fram að aðeins um 39% telja að æskilegt sé að íslendingar sæki um aðild að EB, 36% eru hlutlausir eða óvissir og 25% andvígir. Evrópuumræðan hér á landi hefur að mestu snúist um helstu galia sem inngöngu í EB fylgir, en minna um þá kosti sem af. því hlytist. Líklegt er að slík umræða hafi þau áhrif að fólk hræð- ist inngöngu í EB og svari því neit- andi án þess að hafa nokkuð kynnt sér málefnið. Enda kom fram í könn- uninni að 53% gátu ekki nefnt neitt EB-land, sem gefur til kynna hversu lítið það fólk sem svaraði í könnun- inni er inn í málefninu. í stuttu bréfí er ekki hægt að koma öllu því að sem máli skiptir í sambandi við EB-umræðuna, því verður stiklað á stóru. Það sem menn óttast helst er sjáv- arútvegsstefna EB en samkvæmt henni hafa aðildarríkin rétt á að- gangi að öllum fiskimiðum banda- lagsins innan 200 mílna. Þó er und- antekning þar á, aðildarríkjum er heimilt að helga eigin skipaflota 12 mílna lögsögu. Einnig er frelsi til veiða á eftirsóttum fisktegundum takmarkað við kvóta sem bandalagið úthlutar einstökum ríkjum, með til- liti til hver hlutur þeirra hefur verið af heildarafla EB undanfarin 10 ár. Þetta hefur vakið ótta hérlendra við að erlendir aðilar nái tökum á íslensku atvinnulífi í fiskveiðum og -vinnslu. Ef ísland myndi sækja um aðild að EB þykir ekki ólíklegt að tekið yrði tillit til sérstöðu íslands hvað fiskveiðar varðar og hafa æðstu menn EB ekki útilokað slíkt. Annað sem umræðan snýst um er hræðsla við yfirþjóðlegt vald, að með inngöngu í EB afsali íslending- ar sér fullveldinu og sjálfsforræðinu sem mikið var haft fyrir að fá og að menning landsins verði homreka. En með yfirþjóðlegu valdi er vísað til þess að lög Evrópubandalagsins eru rétthærri landslögum hvers að- ildarríkis. í þessu sambandi er þó athyglisvert að geta þess að hin smáu Benelux-lönd telja sig hafa aukið völd sín, þrátt fyrir að hafa afsalað hluta ákvörðunarvalds síns. Einnig hefur komið fram ótti við að leyfa óhindraðan flutning útlend- inga til landsins, en ef málin em skoðuð og þá sérstaklega með tilliti til sameiginlegs vinnumarkaðar Norðurlandanna, ætti það frekar að vera íslenskum stjórnvöldum áhyggjuefni að landinn flyttist bú- ferlum til EB-ríkjanna en að útlend- ingar flykktust hingað til lands. Ef aðgangur nemenda frá ríkjum utan bandalagsins verður takmarkaður kæmi það íslendingum illa því það er mikilvægt fýrir okkur að rækta tengsl við erlendar menntastofnanir. Þannig má koma nýrri þekkingu inn í landið. Yið megum ekki við meiri einangrun. Það er lögmál allra viðskipta að skiptast á fríðindum og gæðum. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um aðild að EB. Hvað við fáum í stað þess sem við látum af hendi. Ef við viljum halda uppi sömu lífsgæðum og verið hefur undanfarin ár er ljóst að við verðum að sækja um inngöngu í EB fyrr en síðar. Þó nú séu í gangi samningaviðræður um sameiginlegt evrópskt efnahags- svæði, EES, virðist sem enn sjái ekki fyrir endann á þeim viðræðum. Ef við viljum ekki missa af tæki- færum sem gætu bætt lífskjör hér á landi er hið eina rétta að sækja um aðild að EB. En þar sem EB tekur ekki inn ný aðildarríki fyrr en eftir 1992 er enn tækifæri til að snúa umræðunni við, þannig að í næstu skoðanakönnun þegar spurt verður um hvort ísland eigi að sækja um inngöngu í EB verði hlutfall þeirra sem svara því játandi miklu hærra en nú var. Ahugamaður um EB Þessir hringdu . . . Svart seðlaveski Rúna Knútsdóttir hringdi: „Ég týndi svörtu seðlaveski í Þjórsárdal á sunnudaginn. Það var einhver sem fann veskið en skila- boðin komust ekki rétt til skila, því bið ég þann sem fann veskið að hringja í síma 656436.“ Ljósbrún herraúlpa Ljósbrún Melka herraúlpa með hvítum kraga fannst við Seljavalla- laug undir Eyjafjöllum. Eigandi getur hringt í Ernu í síma 12692. Veiðitaska tapaðist Ljósbrún veiðitaska tapaðist við Elliðavatn föstudaginn 22. júní. í töskunni voru m.a. tvö veiðihjól og þijú flugubox. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 672312. Kettlingur týndur Rúmlega sex mánaða grábröndótt- ur kettlingur tapaðist frá heimili sínu, Stekkjarflöt 15, í Garðabæ. Kettlingurinn, sem er læða, er með bleika hálsól. Ef einhver veit um ferðir kettlingsins er hann beðinn að hringja í síma 657839 eða 54829. Keli týndur Svartur og hvítur köttur tapaðist í LaugarnesHverfínu. Kötturinn, sem heitir Keli, er með rauða hál- sól. Ef einhver veit um Kela er hann beðinn að hringja í síma 32735. Járna hesta Kona hringdi: „Mig langaði til að vita hvort það væri ekki einhver sem kenndi fólki að járna hesta. Svo langar mig til að lýsa ánægju minni með það sem Suður-Afríkusamtökin eru að gera núna. Það er rétt að vekja athygli á viðskiptabanninu." HÖGNI HREKKVlSI „ þAP kERÐuR AUt>\/eLr AO petCk-jA UAMM- HAk/M ee KLÆDDOK. * 'AL." Víkveiji skrifar Orð sem á eftir að verða notað í vaxandi mæli í íslensk um stjórnmálum og fjölmiðlum á næstu misserum er íslensk þýðing á erlenda orðinu supranational. Með því er vísað til þess þegar þjóðir hafa fram- seit svo mikið vald til alþjóðasam- taka, að ákvarðanir teknar á vett- vangi þeirra verða fyrirmæli til ríkis- stjórna einstakra aðildarlanda. Al- þjóðasamtökin vei’ða á ýmsum svið- um yfír ríkin hafin og lög sem ríkin samþykkja innan vébanda samtak- anna vega þyngra en lög einstakra aðildarríkja, ef til árekstra kemur. Felst sérstaða Evrópubandalagsins á meðal alþjóðastofnana í því, að stofn- sáttmáli þess veitir bandalaginu slíktr vald. Var það enn staðfest nýlega í dómi dómstóls Evrópubandaiagsins sem féll í máli er reis af deilu vegna veiða togara frá Spáni við Bretland. Hér er ekki ætlunin að ræða um efnisþætti þess sem í orðinu supra- national felst, enda væri það efni í langa lögfræðilega ritgerð, heldur staldra við og íhuga, hvernig iýsa eigi þessu fyrirbæri á íslensku. Líklega kemur það lesendum á óvart, að einhveijir þurfi að velkjast í vafa um, hvernig þetta orð skuli íslenskað, hvort ekki liggi beint við að nota lýsingarorðið yfirþjóðlegt til að lýsa því valdi, sem hér er um að ræða. Þannig hefur orðið verið íslenskað í tveimur nýlegum ritum um Evrópubandalagið, þ.e í riti Ör- yggismálanefndar Evrópubandalag- ið: stofnanir og ákvarðanataka eftir Þorstein Magnússon og ritinu Evr- ópubandalagið eftir Gunnar G. Schram, sem kom út hjá Háskólaútg- áfunni. Samkvæmt þessum ritum er Evrópubandalagið yfirþjóðleg stofn- un. Víkveiji amast við þessari þýðingu af þeirri einföldu ástæðu, að honum fínnst ekki liggja í hlutarins eðli að nota orðið þjóðlegur í þessu sam- hengi og þess vegna hvorki yfirþjóð- Iegur né óþjóðlegur ef því væri að skipta. Lítum í Orðabók Menningar- sjóðs. Þar er orðið þjóðiegur skýrt með þessum hætti:l. þjóðrækinn; sem er í samræmi við arfleifð þjóð- ar. 2. alþýðlegur, kumpánlegur; við- felldinn, þægilegur. Ekkert þessara skýringarorða á við um Evrópu- bandalagið. XXX Við tölum ekki um ríkisstjórn ís- lands sem þjóðlega stofnun. Þar af leiðandí fellur ekki vel að málinu að kalla stofnun, sem getur sett ríkisstjórninni skorður sem yfir- þjóðlega. Að mati Víkveija er miklu nær að lýsa Evrópubandalaginu sem yfirríkjastofnun, þ.e. bandalagið er , sett yfir ríkin og ríkisvaldið en ekki þjóðimar. Ef til vill er of seint að sporna við fæti í þessu efni. Nú er unnið að miklu þýðingarverkefni í tengslum við Evrópusamstarfið á vegum Orða- bókar Háskólans. Hvað skyldu menn á þeim bæ hafa um þetta að segja? Eða í Islenskri málnefnd?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.