Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
39
SHAMAL
C O M P R E
LOFTÞJÖPPUR
Fyrirliggjandi
loftþjöppur
samkvæmt
sænskum
öryggiskröfum
með eða án
loftkúts.
Hagstætt
verð.
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
Sími (91)20680
Hring-1 á fréttum og veðri
Er ekki von á Derrick, Matlock og Austurbæingum?
Til Velvakanda.
Ég vil taka undir með Sveini, sem
skrifar um sjónvarpsdagskrána í
dálknum 21. júní, varðandi íþrótt-
irnar, sem færa alla dagskrána úr
skorðum meira eða minna, sérstak-
lega varðandi hringlið á fréttum og
veðri, sem ég tel verst. í gær var
ég að hugsa, að hléið milli hálf-
leikia hefði mátt nýta með því að
senda út fréttir og veður. Jafnvel
þótt gaman sé að fylgjast með fót-
boltaleikjum stundum, þá fínnst
mér fullmikið af svo góðu að láta
alla aðra dagskráijliði færast ýmist
aftur eða fram eða hreinlega víkja
fyrir íþróttatímunum. Finnst mér,
að þeir hjá sjónvarpinu megi fara
að athuga sinn gang varðandi þetta
mál.
Annars langaði mig til að koma
á framfæri þakklæti fyrir sýningu
þáttanna 1814, sem sýndir voru hér
á dögunum, og eins myndaflokksins
um lýðræði í mörgum iöndum. Báð-
ir myndaflokkarnir voru stórfróð-
legir og skemmtilegir, og mætti
vera meira af slíku efni í sjónvarp-
inu. Um leið vildi ég spyija, hvort
sjónvarpsáhorfendur megi ekkert
eiga von á að sjá Austurbæingana
aftur, svo og aðra góðvini sjón-
varpsáhorfenda, eins og Matlock
og Derrick, eða þættina „Já, ráð-
herra“. Ég vona líka, að Spaug-
stofumenn sjáist aftur á skjánum,
þegar þeir hafa lokið ferðalagi sínu
um landið. Þeir voru alltaf svo
hressandi og skemmtilegir.
Ég fylgdist lengi vel með Yngis-
meynni, en þegar enginn endir virð-
ist vera á þessum myndaflokki, þá
hættir maður að fylgjast með, enda
finnst mér takmörk fyrir því, hvað
er hægt að halda spennunni lengi
°g teygja lopann. Í sumum þáttun-
um gerist lítið sem ekkert, og satt
að segja finnst mér þessir brasilísku
myndaflokkar of langdregnir, þótt
spennandi séu á köflum, og hætt
við, að áhuginn endist ekki til að
horfa á þennan síngjarna og leiðin-
lega barón koma sér alls staðar út
úr húsi, jafnvel hjá fjölskyldu sinni
, með framkomu sinni, og nágranna
hans brugga honum launráð svo
og þrælana. Mér finnst kominn tími
til að setja endapunktinn við þennan
myndaflokk, enda gerist sáralítið
frá þætti til þáttar, þótt mikið sé
talað um framkvæmdir, en fæst
framkvæmt af því, sem rætt er um
ur sést á 1814 og Vandinn að vera
pabbi.
Ég læt þetta nægja um sjón-
varpsdagskrána, en vona, að yfir-
menn sjónvarpsins athugi sinn gang
varðandi fréttatímana, sem fæstir
vildu missa af, þótt þeir hafi gaman
af að horfa á heimsmeistaramótið
í knattspyrnu.
Guðbjörg
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
í þáttunum. Þegar 114 þættir eru
búnir af þessum langdregna
myndaflokki, án þess að sjá fyrir
endann á honum, þá hættir maður
að fyigjast með og nenna því, þótt
spenna sé mikil, ekki síst líka þegar
alltaf er verið að hringla með sýn-
ingartímann vegna íþróttanna, eins
og kom fyrir um daginn, og maður
kannske annað að gera á þeim tíma,
og hefur ekki tíma til að fylgjast
með efni sjónvarps svo snemma
dags. Sjónvarpið mætti gjarnan
hvíla fólk á þessum brasilísku
myndaflokkum um sinn eftir að
þessi er búinn, ef þeir þurfa að
vera svona langdregnir, og sætir
nokkurri furðu, að þeir skuii sýna
svona langan myndaflokk í einu
lagi frá Brasih'u, en eru svo sífellt
að klippa myndaflokka frá Bret-
landi og Þýzkalandi í sundur, og
hvíla fólk á þeim. Onedin-skipa-
félagið var t.d. miklu lengra en kom
hér fram á skjánum á sinni tíð.
Samt var það stöðvað, áður en að
lokaþætti alls myndaflokksins kom.
Svo má einnig segja um Sjúkrahús-
ið í Svartaskógi, sem við sjáum víst
ekki meira af. Derrick hefur verið
vetrargestur sjónvarpsins, kollegar
hans í Englandi og Skotlandi hafa
sést hér við og við, þótt þeir gefi
honum ekkert eftir í spennu og vin-
sældum. Basl er bókaútgáfa kemur
við og við, og svona mætti lengi
telja. Myndaflokkar frá Bretlandi
og Þýzkalandi eru þó ólíkt skemmti-
legri, ekki sízt vegna þess að þeir
eru á máli, sem flestir skilja. Danskt
og norskt efni mætti líka sjást
meira á skjánum en er, því að þar
hefur oft tekist vel til, eins og hef-
ORÐSEIMDIIMG
UM LEIÐRÉTTINGU Á VERÐBÓTUM
Á SKYLDUSPARNAÐI
Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga sem
búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og
söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957
til l.júlí 1980, eru hér með hvattir til að kanna
í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur
vegna leiðréttinga á verðbótum liggi þar fyrir.
Allar leiðréttingar til peirra, sem áttu skráð
heimilisfang hér á landi 1. desember 1989 s.l. hafa
verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar-
greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis
og sem látið er.
í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að
greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á
skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða
verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum.
Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til
1 .jújí 1980 og náðu aðeins til hluta peirra sem áttu
skyldusparnað umrætt tímabil.
Upplýsingasímar eru 696946 og 696947
kl. 10-12 virka daga.
On HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900
SIEMENS
Uppþvottavélar
Eldavélar
Örbylgjuofnar
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMÍTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300 **'
& Ármúla 29 símar 38640 - 686100
Þ. ÞORGRÍMSSON & C0
Armstrong LOFTAPUÖTUR
KDRkO F>LASST GÓLFFLÍSAR
'S^fAHMAPLAST EINANGRUN
BMF VINKLAR ÁTRÉ