Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD
7. umferð hefst í kvöld:
„Leikum
alltaf
til sigurs“
segirSigurlás Þorleifsson,
þjálfari nýliða IBV. Ekkert
jafntefli í 24 leikjum ÍBV
EYJAMENN hafa komið skemmti-
lega á óvart á íslandsmótinu og eru
aðeins með stigi minna en efsta lið-
ið fyrir sjöundu umferð, sem hefst
íkvöld meðfjórum leikjum. „Við
leikum alltaf til sigurs," sagði Sig-
urlás Þorleifsson, þjálfári IBV, að-
spurður um viðureign KA og ÍBV á
Akureyri íkvöld.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fyrstu feðgarnir til að leika saman í 1. deildinni, Sigurður Lárusson og Lárus Orri Sigurðsson. Þeir mæta
á kunnuglegar slóðir í kvöld með Þórsliðinu, en það mætir þá ÍA á Akranesi.
Sigurlás tók við stjórn liðsins
fyrir síðasta keppnistímabil.
Síðan hefur ÍBV ieikið 24 leiki í
1. og 2. deild, unnið 18 og tapað
sex. „Það gekk vel hjá okkur í fyrra
og við erum í sæmilega góðri stöðu
í deildinni nú. Því förum við afslapp-
aðir í leikinn gegn KA og ég er
sæmilega bjartsýnn. Hins vegar er
ávallt erfitt að leika fyrir norðan.
Auk þess virðast íslandsmeistar-
arnir vera að finna sig, en við spil-
um ekki upp á eitt stig heldur leggj-
*kum öll undir; það er annaðhvort eða
hjá okkur, en það kemur niður á
liðinu að fara úr biíðunni héðan í
kuldann fyrir norðan.“
Einar og
Hrafnhildur
sigruðu
tvöfalt
Svokallað FILA-tennismót fór
nýlega fram á Víkingsvöllun-
um í Fossvogsdal. Keppt var í sex
flokkum og var í fyrsta sinn á ís-
landi keppt í öldungaflokki þar sem
keppendur eru eldri en 35 ára.
Styrktaraðili mótsins var sportvöru-
verslunin Bikarinn, en tennisdeild
Fjölnis sá um framkvæmdina.
Orslit í einstokum flokkum urðu sem hér
segir.
Einliðaleikur karla:
1. Einar Sigurgeirsson, 2. Christian Staub,
3. Atli Þorbjörnsson, 3. Óiafur Sveinsson.
Einliðaleikur kvenna:
1. Hrafnhildur Hannesdóttir, 2. Dröfn Guð-
mundsdóttir, 3. Oddný Guðmundsdóttii’, 3.
Steinunn Bjömsdóttir.
Einliðaleikur öidunga:
Stefán Bjömsson, 2. Christian Ralph, 3.
Guðjón Kristleifsson, 3. Einar Óskarsson.
Heimasigrar
Eyjamenn hafa lagt bæði Þór og
ÍA á heimavelli, en liðin mætast á
Skipaskaga og hallast Sigurlás að
heimasigri. „Bæði lið eru skipuð
ungum leikmönnum, en miðað við
leikina gegn okkur eru Skagamenn
sterkari og þeir hafa líka heimavöll-
inn. Þeir léku ágætlega gegn okk-
ur, en eru ekki eins sterkir og und-
anfarin ár. Þórsarar hafa Luka
Kostic, sem er þeim ómetanlegur,
en liðið er að öðru leyti ekki traust-
vekjandi.“
Víkingur fær Stjörnuna í heim-
sókn á föstudag og taldi Sigurlás
Verðlaunahafar á mótinu.
Tvíliöaleikur karla:
1. Einar Sigurgeirsson, Ólafur Sveinsson, 2.
Atli Þorbjömsson, Einar Ásgeii-sson, 3. Chiist-
ian Staub, Stefán Bjömsson, 3. Kjartan
Óskarsson, Alexander Þórisson.
Einliðaleikur stúlkna:
að heimamenn sigruðu. „Stjarnan
er með mjög gott lið, sem á eftir
að spjara sig í deildinni, en Víking-
ur hefur tekið undirbúningstímabil-
ið fastari tökum en áður, komið
sterkari til leiks en margir áttu von
á og ættu þess vegna að hafa það.“
Jafntefli
Þjálfarinn, sem jafnframt leikur
með ÍBV, fagnaði sigri gegn KR,
en varð að sætta sig við tap gegn
Val Liðin leika að Hlíðarenda í
kvöld. „Þarna mætast tvö ámóta lið
og það er ómögulegt að spá um
úrslit. Það er gífurlegur styrkur
fyrir KR að hafa fengið Atla Eð-
1. Hrafnhildur Hannesdóttir, 2. Anna Pála
Stefánsdóttir, 3.Heiða Gunnarsdóttir, 3.Guð-
rún G. Stefánsdóttir.
Einliðaleikur pilta:
1. Fjölnir Pálsson, 2. Bjarni Benjamínsson,
3. Teitur Marchall, 3. Kristinn Ferdinandsson.
valdsson og endurkoma Rúnars
Kristinssonar eflir liðið, en vörn
Valsmanna er sterk og markvarslan
örugg, þannig að ég spái marka-
lausu jafntefli án ábyrgðar.“
Útisigur
FH fær Fram í heimsókn. „Þetta
verður mjög erfiður leikur. FH-
ingar hafa ekki staðið undir vænt-
ingum og mér sýnist að þeir eigi
erfitt tímabil framundan. Framarar
mistu dampinn í síðasta leik, en ég
hef samt þá trú að þeir sigri,“ sagði
Sigurlás.
Allir leikir sjöundu umferðar
heljast klukkan 20.
HLAUP
Sjöunda
Reykjavík-
urmaraþon
19.ágúst
Sjöunda alþjóðlega
Reykjavíkurmaraþonhlaupið
verður haldið 19. ágúst nk.
Keppnisvegalengdir eru þær
sömu og áður, þ.e. skemmti-
skokk 7 km, hálft maraþon 21
km og maraþon 42 km.
Skráning fer fram hjá ferða-
skrifstofunni Úrval-Útsýn, Póst-
hússtræti 13, 101 Reykjavík og
Álfabakka 16, 109 Reykjavík,
hjá Frjálsíþróttasambandi ís-
lands í Laugardal og verslunum
Sportvals Hlemmi og Kringl-
unni. Upplýsingar í símum
603060 Urval-Útsýn og 685525
Fijálsíþróttasamband Islands.
Islandsmotið
Hdrpudeild
Stórleikur 7. umterðar
VALUR - KR
KL 20.00 í KVÖLD
3. DEILD ÞROTTARVOLLUR
ÞRÓTTUR - REYNIR
REYKJAVÍK ÁRSKÓGSSTR
Í KVÖLD KL. 20.00.
Tekst Þrótti að halda
sigurgöngunni áfram?
Komið og sjáið
spennandi leik.
Þróttur
FRJALSAR
Breytingar
Nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á landsliði íslands sem
mætir Skotum og írum í lands-
keppni í fijálsum íþróttum. Keppnin
er liður í Íþróttahátíð ÍSÍ og fer
fram í Mosfellsbæ á sunnudag og
mánudag.
Erlingur Jóhannsson gefur ekki
kost á sér og í stað hans keppir
Egill Eiðsson í 400 metra hlaupi
og Finnbogi Gylfason í 800 metra
hlaupi. Þá kemur Auðunn Guðjóns-
son í stað Egils Eiðssonar í 400
metra grindahlaupi. Vésteinn Haf-
steinsson tognaði á Grand Prix
móti í Svíþjóð 20. júní og verður
því ekki með, en í hans stað keppir
Helgi Þ. Helgason í kringlukasti.
Unnar Garðarsson keppir í spjót-
kasti í stað Sigurðar Einarssonar
sem er meiddur. Birgitta Guðjóns-
dóttir keppir í kúluvarpi kvenna í
stað Guðojargar Viðarsdóttur og í
110 metra grindahlaupi karla kem-
ur Jón A. Magnússon í stað Hjartar
Gíslasonar.
Hópur f rá
UMFÍ til
Danmerkur
Ungmennafélag íslands sendir
28 manna hóp til þátttöku í
Landsmótinu DDGU í Horsens á
Jótlandi, sem fram fer um næstu
helgi. Á mótinu verða um 30 þús-
und keppendur víðsvegar að úr
Danmörku, auk gesta frá 25 þjóð-
um.
Eftirtaldir fijálsíþróttamenn á
aldrinum 16 til 22 ára fara utan í
dag:
Jóhann Hróbjartsson (USVS), Heiða Bjara-
dóttir (UMSK), Lísbet Alexandersdóttir
(UÍA), Helga Þ. Guðmundsdóttir (UNÞ),
Elln Högnadóttir (UÍA), Guðbjörg Viðars-
dóttir (HSK), Þuríður Þorsteinsdóttir
(UMSS), Jóna Ágústsdóttir (UMFK), Hörð-
ur Gunnarsson (HSH), Stengrímur Jóhann-
esson (Óðni), ísleifur Karlsson (UMSK),
Orri Pétursson (UMSK), Hjörleifur Sigur-
þórsson (HSH), Kristinn Þór Bjarnason
(HSS), Bjarki Viðarsson (HSK), Jón Þ.
Heiðarsson (USAH), Birgir Bragason
(UMFK), Ilelgi Sigurðsson (UMSS), Friðrik
Steinsson (UMSS) og Kolbrún Rut Stephens
(UDN).
Fararstjórar eru: Dóra Gunnarsdóttir,
Sigurbjörn Gunnarsson, Pálmi Gíslason,
Stella Guðmundsdóttir og þjálfari hópsins,
Ólafur Unnsteinsson.
ÚRSUT
Búnaðarbankamót
Fyrir nokkru hélt golfklúbburinn Mostri
á Stykkishólmi svokallað Búnaðarbanka-
mót. Mótið var opið og voru þátttakendur
28 frá fjórum golfklúbbum. Urslitin urðu
eftirfarandi.
Án forgjafar:
Gestur Már Sigurðsson, Mostra...........76
Sigurður Már Gestssom, GB...............78
Magnús Guðlaugsso’n, Jökli..............82
Með forgjöf:
Hilmar Sveinsson, Mostra................68
Gestur Már Sigurðsson, Mostra...........69
Magnús Guðlaugsson, Jökli...............69
Philips sérum iýsinguna