Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 6
6 FRETTIR/IIMIMLEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ Foreldrar forskóla- bama óánæffðir með stuðning stjornvalda SJÖ af hverjum tíu foreldrum barna á forskólaaldri eru óánægðir með stuðning stjórnvalda við fjölskyldur 4-5 ára barna. Foreldrar á höfiiðborgarsvæðinu eru að jafnaði óánægðari en þeir sem búa utan þess, langskólagengnir foreldrar eru óánægðari en þeir sem litla skólagöngu hafa og þeir foreldrar sem eru efiiaminni eru óánægð- ari en þeir sem búa við tiltölulega góðan efiiahag. Þetta kemur fram í könnun sem Baldur Kristjánsson sálfræðingur gerði meðal foreldra 4-5 ára barna og hann nefhdi „Börn í borg og bæ“. Könnunin var gerð í framhaldi af norrænni rannsókn á 5 ára börnum og var ætlunin að kanna hagi og aðbúnað forskólabarna á íslandi. Sendi Baldur spurningalista til foreldra 600 barna fæddra 1984 og var svörun 73%. Náði könnunin til barna í Reykjavík og í 1.000 til 5.000 manna bæjum. Baldur segir hvatann að könnuninni hafa verið þá tilfinningu að ungu barnafólki hefði ekki verið gefinn nægur gaumur og niðurstöðurnar bentu til þess að þetta væri rétt. Hann hófst handa fyrir um ári og hefur ekki enn lokið vinnslu úr svörunum enda um viðamikinn spumingalista að ræða. Meðal þess sem foreldrarnir voru spurðir að, var hvort þeir teldu, þegar á heildina væri litið, að stjóm- völd styddu vel eða illa við bakið á foreldrum forskólabama. Þrír af hvetjum tíu sögðu stjómvöld styðja mjög illa við bakið á foreldrum for- skólabama en fjórir af hveijum tíu frekar illa. Hlutlaus voru 23% for- eldra en aðeins 7% kváðust ánægð- ir með stuðning stjómvalda. Að sögn Baldurs beindist óánægja margra einkum að dagvistarmálum. Meðal annars nefndu foreldrar að þeir ættu að hafa meira val. Þeir sem kysu að vera heima ættu að eiga þess ijárhagslega kost, að gift fólk hefði einnig aðgang að dag- heimilum og að boðið væri upp á t.d. 6-7 stunda leikskólavistun. Ef marka má svör foreldra í könnuninni nýtur sú hugmynd að mæður forskólabama hverfi aftur inn á heimilin iítillar hylli meðal þeirra sjálfra. í rúmum 80% tilvika vilja foreldrar að mæðumar stundi vinnu utan heimilis og í fjölskyldum þar sem mæðurnar hafa lokið lengra námi en stúdentsprófi, hækkar talan í 96%. Raunveruleg atvinnuþáttaka kvenna er um 70%. í könnuninni kemur fram að mennt- un mæðra og átvinnuþátttaka fer að miklu leyti saman, þeim mun meiri menntun sem mæðumar hafa, þeim mun líklegri em þær til að vinna úti. Um 90% mæðra með sérfræðings- eða háskólamenntun vinna úti en af þeim mæðmm sem einungis hafa lokið skyldunámi vinna um 60% utan heimilis. Vinnutími feðra forskólabarna er lengstur allra, segir í könnun Baldurs. Vinnuvika þeirra er að jafnaði um 60 stundir. Lengstur er vinnutími ungra feðra í sjávarþorp- um sem eru gjaman sjómenn. Styst- ur er vinnutíminn hjá langskóla- gengnum sérfræðingum, 50 stundir að jafnaði. Oskir foreldra um samspil vinnu- tíma eru þrenns konar: í fyrsta lagi ósk um að móðir stundi hálfa launa- vinnu en faðir fulla vinnu, 40 stund- ir á viku. Þessi hugmynd á mestu fylgi að fagna meðal foreldra. í öðru lagi óskir um að móðir sé ein- göngu heimavinnandi en faðir vinni 40 stundir á viku. í þriðja lagi óskir um tiltölulega jafnan vinnutíma hjóna, eða á bilinu 25 tií 35 stundir á viku. Viðhorf foreldra til dagvistunar er jákvætt og yfír 90% æskja henn- ar í einhverri mynd. Baldur nefnir einnig að lífskjör bamafjölskyldna séu lakari' en flestra annarra hópa. Nefnir hann í því sambandi Lífskjarakönnun Félagsvísindastofnunar frá 1988 þar sem kom fram að þriðja hver fjölskylda forskólabarna lenti f al- varlegum fjárhagserfiðleikum vegna húsnæðisöflunar á því ári. Hlutfallið var nærri tvöfalt lægra hjá öðmm fjölskyldum. Samkvæmt sömu könnun vora tekjur foreldra forskólabarna um 15% lægri en annarra fjölskyldna. í könnun Bald- urs kom fram að 33% tekna fyrir skatt renna til húsnæðiskaupa og dagvistunar. Jónas Þóris- son, nýráðinn framkvæmda- stjóri Hjálpar- stoíhunar kirkjunnar. Meiri lífsfylling í starfi í Eþíópíu en í ysnum hér - segir Jónas Þórisson framkvæmda- stjóri Hjálparstofimnar kirkjunnar JÓNAS Þórisson, nýráðinn framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, starfaði áður í þrettán ár að kristniboði og hjálparstörf- um í Eþíópíu. Undanfarin þijú ár hefur hann verið skrifstofustjóri hjá KFUM og KFUK og Kristniboðssambandinu. Við voram búsett í Eþíópíu á þessu tímabili og komum heim aðeins í styttri heimsóknir," sagði Jónas. Eiginkona hans er Ingibjörg Ingvarsdóttir og eiga þau fímm böm. Fyrstu árin var ijölskyldan í Konsó, þar sem íslendingar hafa byggt kristniboðsstöð, en síðustu árin starfaði Jónas á aðalskrifstofu lútersku kirkjunnar í Eþíópíu við fjármálastjórnun og endurskoðun. „Dvölin í Eþíópíu var afskaplega Ólafsfjörður: Kári ÓlQörð, Fylk- ir Guðmundsson og Hanna Marons- dóttir skrapa, hreinsa og sprungufylla sund- laugina á Ólafs- firði. Unnið við steypu- skemmdir í sund- laugarkerinu og undirbúin máln- ingarvinna. Miklar endurbætur gerðar á sundlauginni Ólafsfírði. STARFSFÓLK sundlaugarinnar í Ólafsfirði vann af kappi þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði. Þau voru að gera við steypu- skemmdir í sundlaugarkerinu og undirbúa málningu. „Við megiim ekkert vera að því að láta mynda okkur,“ sagði Hanna Maronsdótt- ir sundlaugarvörður. „Við megum ekki loka nema í fjóra daga og þá verður málningu að vera lokið.“ Hanna hefur unnið við sund- laugina í Ólafsfirði í 17 ár. Hún segir að aðsókn að sundlaug- inni hafí vaxið jafnt og þétt og ijöldi fólks komi á hveijum degi. „Sundlaugin er heilsubrannur og eldra fólk er farið að koma miklu meira en áður,“ segir Hanna en segir jafnframt að karlar sæki sund meira en konur. „Aðstaðan hér er orðin mjög góð þó að húsið sé lítið. Sundlaugar- kerið er 12x25 metrar og við höfum gufubað og heitan pott. Hingað er irotalegt að koma. Sundið, heiti potturinn og gufubaðið vinna betur á vöðvabólgu en flest önnur ráð.“ Kári Ólfjörð tekur í sama streng og Hanna. Kári er kennari við grannskólann í Ólafsfírði og vinnur við sumarafleysingar í sundlaug- inni. „Það er leitt að þurfa að loka sundlauginni þessa daga,“ segir Kári, „en nauðsynlegt að mála og lagfæra kerið. Sundlaugin var byggð 1944 en fyrir fáum árum vora gerðar á henni miklar endur- bætur. Viðhaldið núna er smávægi- legt.“ Kári segir að sér falli vel að vinna við sundlaugina. „Ég hef kennt börnum og unglingum sund hér áram saman og er hagvanur hér.“ Fylkir Guðmundsson er starfs- maður í áhaldahúsi Ólafsfjarðar- bæjar. Hann hafði verið sendur til að aðstoða þau Hönnu og Kára og var að hreinsa sundlaugarkerið með öflugri háþrýstidælu. „Ég vandist á að fara í sund þegar ég var strák- ur“ segir Fylkir. „Krakkamir alast hér upp við að busla í sundlauginni og dorga á bryggjunum og þetta er gott líf og heilbrigt. Frekari tafir koma ekki til greina. Sundlaugin þarf að komast í gagn- ið á ný. Hanna, Kári og Fylkir stilltu sér upp til myndatöku og síðan var hafíst handa við að skrapa, hreinsa ög sprangufýlla enda ætlunin að opna á ný innan örfárra daga. - SB. Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.