Morgunblaðið - 15.07.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 15.07.1990, Síða 17
héldum við Oluf til Bretlands og á danskt skip sem Bretar höfðu nú tekið. Ef ég hefði vitað betur þá hefði ég heldur reynt að komast beint á annað skip á íslandi." Það var danska skipið Týra, sem enn var í siglingum milli Hull og íslands sem Jens lenti á. „Við sigld- um þarna á milli í heilt ár, aldrei í skipalest. Komum inn til Akur- eyrar og lögðumst við akkeri. Svo kom fiskibátur að síðunni og flutti með sér tréborð, sem slegið var upp, og stúlkur sem verkuðu fiskinn á dekkinu og gengu frá honum í kassa. Þetta voru fallegar íslenskar stúlkur. Þegar lestin var orðin full af ísfiski sigldum við til Hull. Fórum tíu ferðir á þessu eina ári. Bretar höfðu þá ekki mikið af matvælum og við vorum ákaflega stoltir þegar við sáum á fiskmarkaðinum í Hull stórar tilkynningar: Ferskur fiskur! Þá vissum við að það var fiskurinn, sem við höfðum fært þeim. Á Akur- eyri var ekkert að gera, mig minnir að þar hafi þó verið lítið bíó og veitingastofa með kaffí og kök- um. En á Týru var danskur kokkur og afbragðs matur um borð. Það eina sem bar til tíðinda var þegar þýskar flugvélar flugu yfir okkur og þrisvar sinnum slepptu þær sprengjum, en okkur sakaði ekki. Við vorum með smábyssu og skut- um á móti, en hittum ekki heldur. Eftir árið var ég orðinn þreyttur á þessu og réð mig á stærra skip, Gyda, sem var danskt og var í Atl- antshafssiglingum undir þreskum fána. Sigldi milli Manchester og Kanada, til St. John á sumrin og Montreal á veturna." Brúarmálarinn varð hafnarstjóri Ekki voru Jens Möller Romm- erdahl og Þjóðverjar þó skildir að skiptum í stríðinu. I stríðslok voru dönsku piltarnir tveir á bandarísku flutningaskipi, „Alan A. Dale“, sem statt var skammt frá Amsterdam á aðfangadag 1944. „Um 4-leytið fengum við allt í einu tundur- skeyti. Þetta var í þriðja skiptið fyrir okkar Oluf, svo við tókum því með jafnaðargeði. Á leiðinni í björg- unarbátana fórum við í gegnum eldhúsið og sáum allar endurnar, sem kokkurinn var búinn að steikja í jólamáltíðina og fannst eins gott að við hefðum þær þá með okkur. Endurnar urðu að vísu svolítið blautar og óhreinar þegar þeim var hent niður í bátinn - en við fengum þó andasteik á aðfangadagskvöld." Meðan við erum að tala saman í skrifstofu Jens Rommerdahls við höfnina í New York, þar sem á veggjum eru myndir af honum að sýna kóngafólki og höfðingjum höfnina og með útsýni yfir stórt farþegaskip, eru menn alltaf að stinga höfðinu inn um dyragættina og óska honum til hamingju. Það kemur í ljós að kvöldið áður hafði verið mikið hóf þar sem bann var heiðraður fyrir gott starf þar. Og ég spyr hann hvernig hann hafi lent þarna. „Ég sigldi um heimsins höf í fimm ár eftir stríð. 1954 fékk ég vinnu við að mála brýr hér hjá höfninni í New York og nú er ég búinn að starfa hér í 34 ár, hafnar- stjóri frá 1972. „Það er svo gott við hafnarstjórnina hér, að þar fá menn tækifæri til að vinna sig upp. Þegar ég kom til þeirra höfðu þeir kvöldskóla í New York-háskólan- um, þar sem ég gat menntað mig í íjögur ár utan vinnutíma. Stefnan er sú að eftir próf og reynslutíma, sem ég gekk í gegnum níu sinnum, fá menn stöðuhækkun. Nú stjórna ég öllum fiotmannvirkjunum fyrir New York-höfn og við rekum líka alla flugvellina, m.a. Kennedy-flug- völl, og öll umferðargöngin.“ Jens kvaðst hafa hætt við að setjast að heima í Danmörku eftir stríð. Þarna sé miklu fijálsara og meira svigrúm. í Danmörku má ekki þetta og hitt ekki hægt. En hann er giftur danskri konu og hefur ávallt starfað mikið í stjórnum dönsku félaganna vestra og var lengi í stjórn dönsku sjómannakirkj- unnar. Fyrir það hafa Danir heiðrað hann með Dannebrog-orðunni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ Forsetinn gróðursetur fyrsta tréð Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, plantaði fyrsta trénu í skika íþróttasambands fatlaðra austan Logafoldar í Grafarvogi á þriðju- daginn. Garðyrkjustjóri Reykjavíkur úthlutaði félaginu skikann í tilefni af 60 ára afmæli forsetans nú í vor. Hópur fatlaðra íþróttamanna æfir nú af kappi fyrir heimsleika fatlaðra sem heij- ast í Hollandi 14. júlí. 05t)iTesNAHe David Coverdale, Steve Vai, Adrian Vandenberg, Rudy Sarzo, TonyAldridge FÖSTUDAGINN 7. SEPTEMBER Húsið opnað kl, 20.00 Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 RISAROKKTÚNLEIKAR f REIBHttLLINNI Miðaverð kr. 3.500,-. Þeir sem kaupa miða fyr- ir næstu mánaðamót greiða kr. 2.950,-. Forsala miða á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33 og Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96 Akranes: Bókaskemman Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga ísafjörður: Hljómborg Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga Akureyri: KEA Neskaupstaður: Tónspil Höfn: KASK Vestmannaeyjar: Adam og Eva Selfoss: Ösp Keflavík: Hljómval Einnig er hægt að panta aðgöngumiða í síma: 91-667 556. Hringið, lesið inn nafn, heimilis- fang, símanúmer og hve marga miða á að senda. Gíróseðill verður sendur og er hann hefur verið greiddur verða miðarnir sendir um hæl. Ókeypis strætisvagnaferðir verða til og frá tónleikunum á 20 mínútna fresti. Farið verður frá Hlemmi, Mjódd og Austurstræti. Tónleikagestir utan af iandi: Flugleiðir veita 35% afslátt af verði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að risarokktón- leikunum. Leitið upplýsinga, kaupið miða og bókið far hjá næsta umboðsmanni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.