Morgunblaðið - 15.07.1990, Side 34

Morgunblaðið - 15.07.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ KARLAR Jafnrétti að er sárt að þroskast og auk- in meðvitund nútímafólksins um hæfni sína og möguleika kost- ar oft tár og svita.“ (Ann Lindberg) Ann Morrow Lindberg lýsir á stórkostlegan hátt í bókinni „Gift from the Sea“ hvernig henni tekst að ná tökum á lífi sínu sem eiginkona frægasta flug- kappa heims, sem vel mennt- aður vísindamað- ur, sem móðir sex barna (einu var rænt í Mexico og það fannst síðan myrt) og síðast sem amma og tengdamóðir. Líf hennar einkenndist af at- orkusemi og aldrei gafst hún upp við að grafa upp þá eiginleika sem hún sjálf bjó yfir. Skipulagði líf sitt þannig að af og til fann hún tíma fyrir sig sjálfa. Þetta voru mikilvægustu stundirnar í hennar lífi, þær stundir sem allt hennar framlag til lífsins byggðist á. . Hún dvaldi af og til á einangr- uðum stöðum og ræktaði sinn innri mann. Hún hefur miðlað miklu í jafnréttisbaráttu kvenna. Réttindamál kvenna eru mörg en oftast er talað um konur og karla sem tvo aðskilda hópa sem hafa það markmið eitt að hefja sig til flugs án aðstoðar hins. En allir sjá að þetta er vonlaust með öllu. Fuglinn þarf tvo heilbrigða vængi til þess að geta flogið. Einangrun konunnar um aldir hefur dregið úr orku hennar. Það er ekki fyrr en hún sjálf fær tæki- færi að hún loksins getur lagt eitthvað bitastætt af mörkum i hinum ýmsu málum. Við eigum oft erfitt með að ræða ástandið eins og það er í dag en i staðinn leggjum við á ráðin með framt- íðina. Er hægt að leysa vandmál heimsins þegar eigin vandamál eru óleyst? Gleymum við okkur sjálfum eins og við erum núna með eilífum áætlunum um það sem kona skal. Sumar konur ganga jafnvel enn lengra og vilja með öllum mögurlegum ráðum komast að því hvort Guð er ekki bara kona. Þetta er merkilegt, því hér er yfir- leitt um velmenntaða guðfræð- inga að ræða. Svo eru það við hin sem erum ánægð bara ef við finn- um einhvern Guð, og gerum ekki neinar kröfur um kyn. Ýmislegt bendir samt til þess að Guð sé ekki kona. Því ef Guð væri kona þá gæti hún örugglega ekki þagað svona lengi. Hún væri nú búin að kippa málunum i lag. Hún gæti örugg- lega ekki horft á hungraðan heim. Hún gæti alls ekki umborið misþyrmingar á börnum. Gæti svo alveg örugglega ekki hafa kúgað kvenfólk í aldir áður en hún fór að taka á málunúm. Hefði heldur aldrei byrjað á því að búa til karlmann. Hefði siðan valið eitthvað annað en rif til þess að framleiða konu. Nei, mér finnst þvert um, Guð er, (ef hann er) karl. Já, þetta með rifin. Jafnréttis- baráttan er á undanhaldi, nú láta konur rífa úr sér tvö neðstu rifin til þess eins að verða grennri um sig. Jane Fonda meira ða segja, þessi baráttujötunn, er fallin í gryfjuna. Nú segja biöðin að hún fjarlægi eitt og eitt líffæri í feg- runarskyni. Svo vilja hinar fimm- tugu konumar verða eins, ekkert gengur né rekur. Því það eru ekki margir sem hafa ráð á svona að- gerðum. „Hún var einu sinni jafngömul mér," segja vinkonurn- ar. Nú er ekki lengur hægt aö segja að Jane Fonda hafí ráð undir rifi hverju, því sum eru ein- hvers staðar á haugunum. Von- andi ljúga blöðin, því þetta er nú einum of langt gengið. Ann Lindberg héit hins vegar öllum sínum rifbeinum og ræddi við Guð, karl eða konu á jafnrétt- isgrundvelli. Hún fann jafnvægi í sínu sambandi, var ávallt annar vængurinn á vél flugkappans. eftir Jónínu Benediktsdóttur BRÚÐHJON VIKUNNAR Hringarnir komu í tæka tíð Brúðhjón vikunnar eru Þór Kristjánsson og Magný Ósk Arn- órsdóttir. Þau voru gefin saman í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði af Sigurði H. Guðmundssyni 23. júní. ór og Magný kynntust á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum sumarið 1988. „Ég gekk svo á eftir honum frammí janúar,“ seg- ir Magný og lítur sposk á Þór sem viðurkennir að hafa látið ganga svolítið á eftir sér. Samt er hann ekki lengi að svara þegar hann er spurður að því hvað hafi upp- haflega heillað hann við Magný. „Það var útlitið. Ég held að það sé alveg á hreinu.“ Magný segist eiga erfitt með að nefna eitthvað sérstak. „Allt í fari hans held ég. Ekkert eitt frekar en annað.“ Það var í ýmsu að snúast á brúðkaupsdaginn enda sáu for- eldrar brúðhjónanna og brúðhjón- in um allan undirbúning að brúð- kaupinu sjálf. Þá þurfti líka að sinna strákunum tveimur, Arnóri Inga, sem er sonur brúðhjónanna og var skírður við athöfnina, og Björgvini Viktor, fimm ára syni Magnýjar. „Ég fór í hárgreiðslu og snyrtingu klukkan hálf átta um morguninn," segir Magný. „Og ég ætlaði varla að þekkja hana þegar hún kom til baka,“ bætir Þór við. Klukkna ellefu fór fjölskyldan í myndatöku en at- höfnin hófst í Víðistaðakirkju klukkan tvö eftir hádegi. „Við völdum Víðistaðakirkju af því að þar er gott aðgengi fyrir fatlaða en pabbi Magnýjar er í hjólastól," segir Þór og Magný bætir við að' Björgvin Viktor hafa ýtt stól afa síns á undan sér til þess að hann gæti leitt hana upp að altarinu. Eftir að athöfnin var byijuð uppgötvaði séra Sigurður að hann hafði gleymt hringunum á skrif- stofunni og hann sendi brúðar- meyju brúðhjónanna til að sækja þá. „Sem betur fer kom hún með Magný Ósk Arnórsdóttir, Björgvin Viktor og Þór Kristjánsson sem heldur á Arnóri Inga. hringana í tæka tíð,“ segir Þór og kímir. „Núna finnst manni þetta bara svolítið fyndið,“ bætir hann við, „enda kom ekkert fum á Sigurð." Magný brosir líka og minnist þess að brúðarmærin hafi sagt við hana áður en þær gengu inn að það væri nú eins gott að presturinn gleymdi ekki hringun- um á skrifborðinu hjá sé. „ En ég sagði henni að vera alveg ró- leg.“ Eftir athöfnina sátu rúmlega 80 manns veislu til heiðurs brúð- hjónunum í sal Múrarafélagsins í Síðumúla. Um kvöldið borðuðu þau svo á hótel Holti ásamt for- eldrum sínum. „Okkur var boðið að gista á hóteli um nóttina," segir Þór, „en við afþökkuðum það. Vildum frekar vera héma heima í rólegheitunum," béetir hann við og Magný kinkar kolli. „Ég held að þetta hafi verið besti dagur sem ég hef upplifað," segir hún að lokum. LIST Heldur sína fyrstu málverkasýningu 92 ára Það er skrautlegt um að litast í litlu íbúðinni hennar Maríu M. Asmundsdóttur sem opnaði sína fyrstu málverkasýningu í Félags- og þjónustumiðstöðinni í Bólstað- arhlíð 43 á fimmtudaginn. Á veggjunum eru útsaumsmyndir, málverk og ljósmyndir, sem María hefiir tekið, og á borðum eru heklaðir og ámálaðir dúkar ellir húsmóðurina. Þá má ekki gleyma söðlinum, rokknum, snældunum og fieiri fallegum hlutum sem María hefur sankað að sér um dagana. * Eg er fædd á Krossum í Staðar- sveit,“ segir María þegar spurst er fyrir um ættir hennar, „dóttir hjónanna Kristínar Stefáns- dóttur og Ásmundar Jónssonar. Faðir minn var bóndi en hann var líka listasmiður," segir María og sýnir biaðamanni fallegan prjóna- stokk eftir Ásmund. „Hann smíðaði allt sem þurfti að smíða á Krossum. Ætli ég hafi ekki erft listamanns- hæfileikana frá honum,“ bætir hún við og horfir hugsi fram fyrir sig. „Ég keypti mér stóra kassamynda- vél þegar ég var tvítug. Sjáðu alb- úmin,“ segir hún. „Þetta eru allt myndir sem ég hef tekið. Vélin, sem Það er staðreynd - þau virka! Yfir tvær milljónir Evrópubúa nota nú Mondial daglega og eykst fjöldi notenda stöðugt. Virkni MONDIAL armbandsins felst í pólunum, sem eru hlaðnir 6 millivolta spennu, og talið er að hafi áhrif á plús- og mínusorku líkamans í átt til jafnvægis og eykur þannig vellíðan. Ummæli nokkurra ánægðra notenda Mondial armbandsins: • „Ég hef ekki sofið eins vel í mörg ár siöan ég eignaðist MONDIAL armbandið." • „Ég er búin að eiga MONDIAL armbandið í viku og ég hef ekki fengið mígrenikast síðan ég setti það upp. “ • „Eftir að ég eignaðist MONDIAL armbandið erég í meira andlegu jafnvægi en ég hef fundið fyrir lengi." • „Ég er svo miklu betri af astmanum, eftir að hafa gengið með MONDIAL arm- bandið í nokkra mánuði, að ég hef getaö sleppt meðulunum." • „Ég tók allt íeinu eftir því, eftir nokkra vikna notkun á MONDIALarmbandinu, að sviðinn í axlarvöðvunum var alveg horfinn." Mondial armbandið fæst í 5 stærðum VERÐIÐ ER HAGSTÆTT XS-13-14cmummál L-19-20 cmummál silfur.........kr. 2.590,- S-14-16cmummál XL-21-22 cmummál Silfur/gull....kr.2.590- M - 17-18 cm ummál Gull.......3Í690Í- ég keypti, var miklu stærri en þessi kassavél. Nei, nei, hún var ekki svo dýr,“ segir María og bætir við að hún eigi 1.000 skyggnur og sýning- arvél. „Ég saumaði líka mikið út þegar ég var á Krossum," segir María og bendir á útsaumaðar landslags- myndir á veggjunum. „Ég fór mik- ið eftir myndum af póstkortum. Ég hef aldrei hent póstkortum. Sjáðu, hér er Kötlugosið 1918 og hér er Drangey. Ég prónaði líka. Svona teppi til dæmis,“ segir María og sýnir blaðamanni tvílitt teppi. „Og sjáðu nú þetta,“ bætir hún við. „Þetta er styttuband sem móður- systir mín, María Stefánsdóttir, óf handa móður minni 1879. Sjáðu hvað bandið er fínt. Hún spann það með snældu. Þá voru ekki rokkar. Liturinn er auðvitað náttúrulegur, fíflar og sortulyng. Svo notuðu kon- urnar þetta til að stytta pilsin.“ Þegar María fluttist til Reykjavíkur fór hún að vinna hjá klæðskera. „Þá var alltaf nóg að gera við að sauma föt á fólk. Ekki eins og núna þegar allt er saumað í vélum. Ég var líka í viðgerðum, gerði við föt fyrir fólk. Við það var alltaf næg atvinna.“ Seinna fór María að mála á gler og dúka. „Við fáum dúkana áteiknaða frá Kaupmannahöfn," segir María, „en það er töluverð nákvæmnisvinna fólgin í því að lita fletina. Yfirleitt vinn ég héma heima en stundum fer ég yfír í Bólstaðarhlíð til þess að mála. Þar fáum við Jíka sérstaka liti til að lita á glerið. Á sýningunni eru bæði olíumyndir og myndir lit- aðar á gier. Ég hefði auðvitað geta sýnt útsaumsmyndimar líka en það var ekki nóg pláss fyrir þær í Ból- staðarhlíðinni auk þess sem þær passa illa við hinar myndirnar." ■ Eins og áður sagði var sýning Maríu opnuð á fimmtudaginn en hún stendur yfir mánudaga til föstudaga millí klukkan 14.00 til 16.00 til 1. ágúst að Bólstaðarhlíð 43. María vildi sérstaklega benda fólki á að það getur fengið sér gott kaffí og meðlæti í þjónustumiðstöð- inni ef það æskir þess. VZterkurog k_/ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.