Morgunblaðið - 15.07.1990, Side 2

Morgunblaðið - 15.07.1990, Side 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ Hártíska á tólftu öld. litur klæða sig vel. Hún fékk mann sinn til að banna með lögum að nokkur notaði blá klæði nema hún. Hún lét ekki sitja við hárfegrun, heldur varð hún fræg fyrir að baða sig upp úr ösnumjólk daglega til húðfegrunar. Hárkollurnar voru í tísku þar til um tvö hundruð eftir kristburð, þá settu kirkjunnar menn sig algerlega upp á móti notkun þeirra. Sumir af kirkjunnar þjónum litu á notkun hárkollna sem dauða- synd. Konur miðalda eignuðust sína sérstöku tísku sem var töluvert frá- brugðin tisku Rómveija. Á tólftu öld þótti t.d. glæsilegast að vera með mjög sítt hár, allt niður í hnés- bætur. Ef hið raunverulega hár var ekki nægilega mikið var fölsku hári bætt við. Hárinu var skipt í miðju og fléttað. Oft var böndum brugðið utan um hárflétturnar. En eitt áttu konur miðalda þó sameig- inlegt með rómverskum konum og raunar konum allra tíma. Þær voru margar hveijar sárónægðar með hár sitt. Eitt ráð þótti óbrigðult til þess að fegra hárið. Taka átti þurrkaðan austurlenskan liknar- belg, mala hann og blanda í jöfnum hlutföllum saman við harðsoðna eggjarauðu og hunang. Þetta átti að bera í hár að kvöldi og vefja svo utan um það klæðisbút yfir nóttina. Að morgni skyldi þvo hárið úr olívu- olíu, sápu og hreinu vatni. Að þessu loknu skyldi konan sitja með slegið hár í sólskini allan daginn. Á síðari hluta fjórtándu aldar gaf maður einn frá Normandy dóttur sinni eft- irfarandi fyrirmæli: „Láttu mig ekki sjá að þú reitir hár úr augabrúnum þínum, né heldur gagnaugum eða enni, til þess að láta það sýnast hærra en náttúran hefur ætlast til. Gættu þess að þvo ekki höfuðhár þitt úr neinu kostnaðarsamara en venjulegum sápulegi." Enginn veit Elísabet íyrsta Englandsdrottn- ing. Itölsk hárgreiðsla frá árinu 1597. Islenskar konur fyrri alda vöfðu faldi utan um hár sitt. hennar. í Feneyjum fór menn að púðra hárkollur sinar og í lok sext- ándu aldar sáust meira að segja nunnur í París með púðraðar hár- kollur. Ljóst hár var mikið í tísku á þessum tíma. Konur sem vildu tolla í tískunni lituðu hár sitt og púðruðu. Smám saman urðu hár- greiðslur kvenna æ íburðarmeiri. Árið 1782 skrifaði James Stewart niður ítarlegar leiðbeiningar til þeirra sem fengust við að gi-eiða hár kvenna á þeim tíma. Það var ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera hárgreiðslumeistari þá. Hárið var túperað svo það varð geysilega hátt. Síðan var það nælt niður í aragrúa af lokkum og loks var sett í það margvíslegt skraut. í lok leiðbeininga sinna segir Stew- art: „Ég segi við þær konur sem vilja laga hár sitt sjálfar, þeim mun þykja sá starfi æði þreytandi og erfiður. Sérstaklega er þetta erfitt fyrir handleggi og augu. Hár- greiðslan gerir þau ekki aðeins við- kvæm heldur jafnvel blóðhlaupin." Um aldamótin 1900 hverfa hár- kollurnar og fölsku lokkarnir að mestu úr tísku. Á þeim tíma þótti fegurst að greiða hár sitt í hnút uppá höfðinu. Stundum var hnútur- inn svo framarlega að hann reis upp af höfðinu eins og fyrirferðar- mikil bylgja, en oftar var hann aft- ur á hnakka og sat þar ofan á þykk- um hárhrauk. Hárið var þá vafið upp í þremur áföngum og höfð ein- hvers konar fylling innan í því. Þetta var kölluð Pompadourgreiðsla og varð mjög vinsæl. Þessi hár- greiðsla sýnist vera með því fyrsta í alþjóðlegum hártískusveiflum sem náði verulegri fótfestu hér. Sumar íslenskar aldamótakonur greiddu sér á þennan hátt. Fram að þessum tíma höfðu íslenskar konur ýmist fléttað hár sitt á ýmsa vegu eða hulið það undir faldi sem vafinn var rið síðan skolað uppúr soðinu. Lík- lega hafa Rómvetjar ekki þekkt hina góðu hárlýsingu sem Rabar- bararótin er. Hún gefur miklu sterkari lit en það sem áður er nefnt, svo og kamilla sem líka hef- ur mikið verið notuð. Bestum ár- angri nær fólk með því að sjóða rótina í allt að klukkustund, kæla vökvann síðan og nota sem síðasta skol. Albest er að láta sólina skína á hárið eftir að rabarbarasoðið hef- ur verið sett í það. Poppaea, eigin- kona Nero, var ein örfárra kvenna í Róm sem talin var ljóshærð í raun og veru. Hún var ákaflega stolt af hinu ljósa hári sínu og þótti blár hvort stúlkan hlýddi þessum um- vöndunarsama föður sínum en hitt er vitað að konur hafa ekki hætt að reita augabrúnir sínar fram á þennan dag og ekki hefur alltaf verið sparað efni til hárþvotta. Á síðari hluta sextándu aldar komust hárkollurnar aftur í tísku. Elísabet drottning fyrsta átti mikið safn hárkollna. Þær voru alsettai- hrokknum lokkum, en hárkollur frænku hennar Maríu Stúart voru víst ekki færri. Hún aðhylltist þó látlausari hárgreiðslu. Katrín af Medici, sem átti mikinn þátt í auka veg hárkollna er sögð hafa greitt konu einni stórfé fyrir hár dóttur jafnt karlar Egypsk hárgreiðsla. Ein af hárgreiðslum Kleopötru. Poppea, eiginkona Nero keisara í Rómaveldi. Rómversk hárgreiðsla. Hárið var vafið uppá vír. gyptar voru mikil menningarþjóð og sem lét sér mjög annt um útlit sitt. Hárgreiðslutíska þeirra var mikil- fengleg og þeir notuð hárkollur, sem konur. Enginn. veit fyrir víst af hveiju þeir tóku upp hárkollutísk- una. Kannski var það af trúarlegum ástæðum að þeir rökuðu koll sinn og settu upp hárkoll- una eða þá að þeim fannst þetta þægi- leg aðferð til þess að halda sér hrein- um í hitum Egypta- lands. Fundist hafa egypsk rakáhöld frá því a.m.k. 2000 árum fyrir krist- burð. Konurnar rökuðu þó oft ekki hár sitt, heldur settu hárkolluna yfir það. Háttsettar konur báru stórar og mikilfenglegar hárkollur. I hárkoll- urnar notuð menn mannshár, sem þótti best, og einnig ull og jurtaþræði. Bæði Henna og ind- igo var notað til að lita hárið. Hin hefð- bundna aðferð við að blanda henna er að nota heitt vatn svo úr verði ijóma- þykkur lögur. Sum- ir bæta kaffí, sítr- ónusafa ög eggja- rauðu út í litblönd- una. Henna á rót sína a^ð rekja til Lawsonia-jurtar- , innar, sem vex víða í Afríku og Asíu. Þegar nær dregur Iran verður liturinn rauðari og efnið næringarríkara. Persneskt henna er mjög eftirsótt'. Rómverskar kon- ur notuðu líka hár- kollur. Hin fræga Messalína notaði ljósa hárkollu, sennilega gerða úr þýsku hári. En allir vissu að hún var ekki ljóshærð, því hún var oft á reiki í hallargarðinum án ljósu kollunnar. Hún þótti mikil til- haldsrófa. Um hana skrifaði Martial: „Snyrtiborð hennar samanstendur af lygum í hundraða- tali. Það er illmögu- legt fyrir mann að játa henni ást sína: Það sem hann el- skar við hana er ekki hennar en það sem er hennar er ómögulegt að elska.“ Ljósa hárið hafði ekki alltaf þótt fínt í Róma- veldi þar sem ljóst litað hár eða hár- kollur var um tíma einkennistákn vændiskvenna. Konur á dögum Rómveija lýstu hár sitt með hentu- skurni, yllibeijum eða vínsýru. Seinna notuðu konur Saffran til að lita hár sitt gullið. Það er mjög dýrt litarefni sem gefur hárinu ljós- appelsínugulan blæ. Saffranrótin er soðin í 15 til 30 mínútur og há- HARIÐ SKIPTIR HÖFUÐ MÁLI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.