Morgunblaðið - 15.07.1990, Side 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ
HÁRIÐH
SKIPTIR HÖFUÐ MÁLI
Frönsk hárgreiðsla frá 1550
Frönsk tískugreiðsla frá 1780.
Aldamótakona greidd samkvæmt
nýjustu tísku.
Stutta
1926.
hárið var hátíska árið
þétt um höfuðið. Faldurinn hvarf
en flétturnar héldu velli. Um alda-
mót fóru sumar konur að vera á
„dönskum kjól“ og því fylgdi auðvit-
að róttæk breyting á hárgi-eiðsl-
unni. Langt fram á þessa öld voru
mjög margar konur þó á íslenskum
búningi. Þær fléttuðu hár sitt og
nældu flétturnar
upp í hnakkanum.
Hversdags var al-
gengt að bregða'
fléttunum um höfuð
sér og loks voru þær
til sem vöfðu flétt-
unum í hnút í
hnakkanum. Þegar
komið var fram
undir 1920 fóru til-
haldsmeyjar að tú-
pera hárið að fram-
an undir skotthúf-
una. Það þótti
glæsileg greiðsla.
Hárþvottaefni fyrir
síðustu aldamót
voru ekki marg-
breytileg. Gott ráð
þótti að þvo hárið
upp úr kúahlandi.
Þá átti það að fá
fallegan gljáa og
verða þykkt og
ræktarlegt. Þetta
mun hafa verið al-
mennur siður. sápa
þekktist varla fyrr
en á síðari hluta 19.
aldar. Stundum
báru konur lítils-
háttar smjör í hárið
til þess að gera það
viðráðanlegra. Það
þótti mikil prýði í
þá daga að hafa
mikið og fallegt hár
og margar konur
lögðu sig fram um
að hirða hár sitt vel.
Eftir fyrra stríð
breyttist margt hér
á landi. Þá fóru
konur í auknum
mæli að klippa hár
sitt og liða það.
Sumar notuðu hár-
net tii þess að halda
liðunum á sínum
stað. Þessi tíska
barst til íslands ut-
anlands frá. Það var
mikil bylting þegar
stutta hárið kom til
sögunnar. Þúsund-
um saman þyi-ptust
konur til hárgreiðsl-
umanna sem vægð-
arlaust klipptu síða
lokka þeirra sem
féllu í hrúgum niður
á linoleumgólfdúk-
ana. Felmtri slegnir
karlmenn vonuðu
að þetta yrði ekki
langæ tíska, nema
rakarar og hár-
greiðslumenn. Þeir
voru margir með-
mæltir stutta hár-
inu. Signor Ra-
spanti var einn
þeirra. Hann sagði
svo frá að á allra
fyrstu árum stuttu
hártískunnar hefði
komið til hans fræg
listakona sem mælti
þessi spámannlegu
orð: „Eftir tíu ár
héðan í frá verða
stuttklipptar konur
ekki færri en þær
síðhærðu. Þetta voru orð að sönnu
Skömmu eftirþetta voru langflestar
ungar konur stuttklippar og mjög
margar eldri konur líka. Drengja-
kollurinn varð mjög vinsæl klipping.
Árið 1925 skrifaði kona ein: „Það
lítur út fyrir að að “kóróna konunn-
ar“ heyri til liðnum tíma. Eftir
fimmtíu eða hundrað ár verður litið
á gamlar myndir af konum með
sítt hár á sama hátt og forvitnileg
furðuverk."
Nú vitum við að síða hárið átti
eftir að verða vinsælt á ný aðeins
fáeinum árum seinna. Islenskar
konur héldu reyndar margar í flét-
turnar sínar fram undir seinni heim-
styrjöld. En þá tóku þær upp stríðs-
áragreiðslurnar. Þá var hárið haft
axlarsítt og gjarnan vafið upp í alls
kyns lokkagreiðslur sem sátu ofan
á höfðinu. Hér á íslandi varð per-
manentið mjög vinsælt upp úr
stríðsárunum. Konur fóru einnig að
Iita hár sitt í auknum mæli. Þá
I miklu sjaldnar. Þjóðsögur mynd-
uðust um ógæfusamar stúlkur sem
ekki höfðu greitt niður úr hári sínu
svo mánuðum skipti, heldur túper-
uðu og lökkuðu til skiptis þar til
ekki var hægt að gera annað við
hárið en klippa það af. Það þóttu
raunaleg örlög.
Stúdentauppreisnirnar í kringum
1968 breyttu fleiru en hugsunar-
hætti fólks. Þær breyttu hártísku
rækilega. Margar stúlkur söfnuðu
síðu hári og vildu ekki lengur sjá
að túbera það, lita eða liða. Þær
skiptu í miðju og greiddu hárið
rennislétt niður með vöngunum og
létu það falla langt niður á bak.
Elsa Haraldsdóttir á heiðurinn að þessum tveimur greiðslum. Model er Christina.
hafði mikið vatn runnið til sjávar
síðan jurtalitirnir voru allsráðandi
á markaðnum. Komnir voru áhrifa-
miklir gervilitir sem lituðu hár í
alls konar litum. Hinar platínuljós-
hærðu leikkonur Hollywood báru
talsverða ábyrgð á smekk kvenna
í þessum efnum. Ein þessara leik-
kvenna, Joan Bennet gaf út bókina
Aðlaðandi er konan ánægð. Sú bók
varð mörgum íslenskum konum
haldreipi í baráttunni við að halda
sér vel til og fylgja tískunni. Fröken
Bennet varar konur við að breyta
algerlega Um háralit og segir að
mjög lýst hár geri andlit enn þreytu-
legra. Hún minnir á að góð og „eðli-
leg“ hárlitun útheimti sérfræðing
sem liti hárið a.m.k. á sex vikna
fresti. Hún varar við sterku sólskini
á litað eða permanentliðað hár og
getur þess að lokum að liðað hár
verði oft rytjulegt, mislitt og van-
hirt. Allt þetta virðist í góðu gildi
enn í dag.
Joan Bennet áleit það til fyrir-
myndar að bursta hár sitt rækilega.
Hún var þó ekki eins ofstækisfull
í þeim efnum og aldamótakynslóð
kvenna, sem töldu að hundrað
strokur með hárburstanum væru
það minnsta sem komast mætti af
með. Áður en rúllurnar komu til
sögunnar vöfðu þær konur, sem
ekki voru með permanent, hár sitt
upp í litla lokka, nældu það niður
og létu það þorna þannig. Enn fyrr
var hárinu vafið uppá pappírsvöndla
í sama skyni. En svo komu rúllurn-
ar til skjalanna. Þær urðu smám
saman stærri og um 1960 urðu stór-
ar rúllur bein lífsnauðsyn fyrir þær
sem ætluðu að tolla í tískunni. Þá
var hárið vafið upp á rúllur sem
voru allt að 5 sm. í þvermál. Síðan
var það túberað og greitt lauslega
yfír ysta lagið. Loks sá hárlakkið
um að varðveita herlegheitin. Sum-
ar stúlkur hirtu ekki um að greiða
niður úr hári sínu daglega og jafn-
Dæmi um tískugreiðslu á árum
seinni lieimstyrjaldarinnar.
Eftir 1960 var túberað hár mikið
í tísku.
Þá var í tísku að vera sem eðlileg-
astur. Þær sem tóku þetta hvað
alvarlegast notuðu heldur enga
andlitsmálningu. Svo voru enn aðr-
ar sem kusu að fá sér permanent
sem gerði hár þeirra snarhrokkið
einsog á negrum. Nokkru seinna
komu fram á sjónarsviðið lokka-
greiðslur sem slöguðu hátt upp í
hinagömlu pompadourgreiðslu. Það
tók langan tíma að greiða íslenskum
fermingarstúlkum á fyrs’tu árum
áttunda áratugarins. Eftir 1980
varð varð stutta hárið og permanen-
tið mjög vinsælt og það heldur
velli enn í dag þótt túperingin hafi
aftur komið til sögunnar. Stutta,
ljósa og strípulitaða hárið hefur líka
sett sinn svip á síðustu ár. í dag
sækja hárgreiðslumeistarar hug-
myndir sínar aftur til áranna 1960
til 1965, Það þykir mjög glæsilegt
í dag að líta út eitthvað í líkingu
við Birgittu Bardot sem var kyn-
tákn síðastnefnds tímabils. Stutt,
slétt og svolítið túberað hár er vin-
sælt í dag. Það væri spennandi að
geta séð í sjónhending hvað næsti
áratugur býður uppá í hárgreiðslut-
ísku, hvernig verður „kóróna kon-
unnar“ útlits þegar aldamótin
ganga í garð? Elsa Haraldsdóttir
hárgreiðslumeistari hefur verið ólöt
við að kynna sér það sem nýjast er
í hárgreiðslutísku á hveijum tíma.
Hún er nýlega komin frá útlöndum
þar sem þingað var um hárgreiðsl-
ulínu þess áratugar sem nú er ný-
lega hafinn. Hún sagði að meira
yrði „leikið með ímyndir“ á þessum
tug en verið hefði. Ekki yrði endi-
lega nein föst lína í hárgreiðslu,
eins og verið hefur, heldur myndu
konur í mjög auknum mæli velja
sér hárgreiðslu út frá þeirri ímynd
sem þær óskuðu að líkjast. „Grúnn-
tónninn verður að hafa allt sem
eðlilegast og brúnir litir verða vin-
sælir, þeir krefjast ekki eins mikils
andlitsfarða og t.d. platínuljóst hár.