Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ
4
eftir Guðm. Halldórsson
HÖRÐ valdabarátta
hefur geisað í Póllandi
milli Lech Walesa og
félaga hans í
verkalýðshreyfingnnni
Samstöðu, sem halda
um stjórnartaumana.
Aðallotunni lauk
nýlega með því að
Tadeusz Mazowiecki
forsætisráðherra
viðurkenndi ósigur og
sagði að þeir yrðu að
gera út um ágreining
sinn án þess að
eyðileggja „hinn
stórkostlega arf
Póllands og Samstöðu".
Styrkti stöðu sína: Lech Walesa á fundi.
Aukið vöruframboð: markaðskerfi tekið upp.
Stuðningsmenn Mazowieckis
höfðu reynt að breyta borg-
aranefndum Samstöðu — stjórnv
málaarmi hreyfmgarinnar sem hef-
ur tvívegis tryggt henni glæsilega
kosningasigra á einu ári — í stuðn-
ingsflokk ríkisstjórnarinnar. Þar
með átti um leið að gera nefndimar
óháðar Walesa. Tillagan var felld á
fundi borgaranefndanna í Varsjá
og Mazowiecki sagði: „Ég held að
þið getið sjálfir ákveðið hvaða hlut-
verki þið skulið gegna, en þið verð-
ið að skilja að vandamálin eru þung-
bær og að Pólland er á erfiðri
braut.“
Áður en til þessa uppgjörs kom
hafði Walesa valdið alvarlegurn
klofningi í Samstöðu. Upptökin
voru þau að fyrir nokkrum mánuð-
um neituðu stuðningsmenn Mazow-
ieckis að samþykkja að Walesa yrði
forseti og Walesa skar upp herör
gegn þeim. Síðan hefur Walesa
valdið Mazowiecki margvíslegum
erfiðleikum.
Walesa hefur krafizt skjótari
aðgerða til að koma á fullu lýðræði
og viljað að þing- og forsetakosn-
ingum verði flýtt. Hann hefur einn-
ig krafizt þess að forsetinn, Wojc-
iech Jaruzelski hershöfðingi, og
fleiri embættismenn fyrrverandi
stjórnar kommúnista verði reknir.
Hann vill að Samstaða treysti
nýfengið lýðræði með því að stuðla
að stofnun margra stjómmála-
flokka og því verið andvígur tilraun
forsætisráðherrans til að breyta
borgaranefndum Samstöðu í ^tjórn-
arflokk í því skyni að tryggja þjóð-
areiningu um stefnuna. Walesa
kveðst óttast að órofa og ósveigjan-
legur stjórnarflokkur mundi einoka
völdin á sama hátt og kommúnistar
gerðu áður.
Hætta á sundrungu
Byijunarerfiðleikar lýðræðisins í
Póllandi hafa valdið mörgum lands-
mönnum áhyggjum. Þeir hafa ekki
talið verulega hættu stafa frá
kommúnistum síðan Samstaða
flýtti fyrir hruni þeirra með sigri í
kosningum til hluta þingsins í
fyrra. En valdabaráttan í Samstöðu
hefur boðið heim þeirri hættu að
þjóðin klofni og að nokkrar þeirra
efnahagsumbóta, sem tekizt hefur
að knýja fram eftir erfiða baráttu,
verði v engu.
ErLóleikar Walesa hófust þegar
lý/ræðisþróunin byijaði í Póllandi.
Fyrir hans tilstilli varð Mazowiecki
forsætisráðherra í ágúst í fyrra.
Eldhuginn Walesa var ekki ler^uc
Mazowiecki
forsætisrábherra
stendur höllum
fæti í valda-
baráttu vib
Lech Walesa í
Póllandi
persónugervingur andstöðunnar
gegn stjóm kommúnista og vék
fyrir lagnum samningamanni, sem
er ekki kommúnisti og hafði verið
ráðgjafi hans í 10 ár. Samstaða fór
að breytast í venjulegt verkalýðsfé-
lag og klofningur fór að gera vart
við sig í hreyfingunni.
Stjórn Mazowieckis naut velvild-
ar fyrstu átta mánuðina, þegar
þjóðin var í sigunuttm vegna þess
að 45 ára stjórn kommúnista var
lokið. Stjórnin nótaði „hveitibrauðs-
daga“ sína til að móta djarfa stefnu
í efnahagsmálum, ákvað að hverfa
frá miðstýringu til kapítalisma og
tók upp fijálsa verðlagningu og
fijálst markaðskerfi.
Um leið dró úr vinsældum Wal-
esa, þótt þær séu enn miklar. Staða
Samstöðuleiðtogans var ekki eins
voldug og áður og hann vildi meiri
völd. I marz sýndi hann fyrst áhuga
á því að verða forseti í stað Jaruz-
elskis — helzt í haust. Nýjar reglur
um forsetakosningar hafa hins veg-
ar ekki enn verið samdar, enn eru
eftir fimm ár af kjörtímabili Jaruz-
elskis og aðrir pólskir leiðtogar voru
lítt hrifnir af því að Walesa fengi
raunveruleg völd.
Menntamennirnir, sem styðja
Mazowiecki, lögðust gegn hug-
myndum Walesa um „sterkan" for-
seta með nánast ótakmörkuð völd.
Þeir segja að hann sé óútreiknan-
legur, óttast að hann sé einræðis-
hneigður og telja að hann sé ekki
rétti maðurinn í embættið vegna
skorts á undirbúningi og menntun.
Afstaða þeirra varð til þess að
Walesa fór að gagnrýna stjórnina,
saka hana um linkind og hvetja til
hraðari umbóta í stjórnmálum og
efnahagsmálum. Vaxandi gremju
gætti hjá honum í garð mennta-
manna í Samstöðu.
Sakaður um hentistefnu
Þótt Walesa hafi gagnrýnt
stjórnina hefur hann oft sagt að
engin auðveld eða sársaukalaus
lausn sé til á efnahagsörðugleikum
Pólveija. Hann hefur ekki bent á
önnur úrræði en þau sem stjórnin
hefur bryddað upp á, en tekið und-
ir sumt í gagmýni andstæðinga
umbótastefnunnar. Hann hefur
ekki viljað svíkja vini sína í Sam-
stöðu og lýst sig fylgjandi umbóta-
stefnunni, en sagt að stýra eigi
umbótunum „á annan hátt“, án
þess að útskýra það nánar. Aðferð-
ir hans hafa leitt til ásakana um
hentistefnu.
Verkamenn styðja Walesa og