Morgunblaðið - 15.07.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 15.07.1990, Síða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ í FJÁRMÁLUM hjóna ríkir svo- kallað hjúskaparcignafyrir- komulag. Þetta merkir að þær eignir sem maki kemur með sér i hjúskapinn eða eignast síðar í hjúskapnum verða hjúskapar- eign hans, nema annað sé sér- staklega ákveðið með lögmæt- um hætti. að er algengur miskilningur að halda að þegar annað hjóna á eitthvað að hjúskapareign jafngildi það því að maki þess eigi það með honum. Hið rétta er að sá sem á eign að hjúskap- areign er eigandi hennar í þess orðs fyllstu merkingu. Hins vegar gerir hjú- skapurinn það að verkum að það hjóna sem á eign að hjúskapareign verður að sætta sig við vissar takmarkanir á eign- arráðum sínum. Þar má einkum nefna takmarkanir á forræði yfír tilteknum eignum, t.d. nauðsyn á samþykki maka til veðsetningar þegar um íbúðarhúsnæði fjöl- skyldunnar er að ræða og svokall- aða helmingaskiptareglu, sem er aðalreglan við skipti á búi hjóna vegna skilnaðar eða andláts ann- ars. Samkvæmt helmingaskipta- reglunni á hvor maki um sig til- kall til helmings af hjúskapareign- um hins þegar skuldir hafa verið dregnar frá. Nú kann einhveijum að þykja lítill munur á þessu og sameign. í því sambandi er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hjúskapareignir maka standa ekki skuldum hins til fulln- ustu. í lögum er gert ráð fyrir að unnt sé að víkja frá hjúskapar- eignafyrirkomulaginu. Þetta er einkum gert með því að gera til- teknar eignir, sem annars eru hjú- skapareignir að séreignum. Aðal- munurinn á hjúskapareign og sér- eign er sá að maki þarf hvorki að sæta takmörkunum á eignar- ráðum þegar eign er séreign, né koma þær til skipta við skilnað samkvæmt helmingaskiptaregl- unni. Ein leiðin til að gera hjú- skapareign að séreign er að gera kaupmála. Um kaupmála er aðallega fjall- að í 29. og 30. gr. laga nr. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna. Þeir eru í aðalatriðum tvenns konar. Samkvæmt 29. gr. er hægt að nota kaupmála til að gera hjúskapareign maka að sér- eign hans (og öfugt). Hér er ekki um neina eignayfirfærslu að ræða frá öðru hjóna til hins, heldur aðeins tilfærslu milli eignadeilda. í 30. gr. segir að gjafir milli hjóna séu því aðeins gildar að um þær sé gerður kaupmáli, nema þegar um er að ræða eðlilegar tækifær- isgjafír. í þessu tilfelli er um það að ræða að hjúskapareign eða séreign er færð úr eign annars hjóna og verður hjúskapareign eða séreign hins. Ástæður þess að fólk gerir kaupmála eru margs konar. Oft- ast vakir fyrir fólki að koma í veg fyrir að eign komi til skipta við búskipti vegna skilnaðar eða andl- áts. I fyrra tilfellinu kann fólki einfaldlega að finnast það sann- gjarnt og eðlilegt eins og á stend- ur. í síðara tilfellinu er ráðstöfun gerð ýmist til að tryggja hags- muni eftirlifandi maka gegn niðj- um þess skammlífara frá fyrra hjónabandi með því að gera eign að séreign þess langlífara eða tryggja hagsmuni niðja þess skammlífára af fyrra hjónabandi gagnvart seinni maka þess. I öll- um þessum tilfellum eru kaupmál- ar gerðir á grundvelli 29. gr. Þá vakir oft fyrir fólki að koma eign undan aðför skuldheimtumanna með því að afhenda hana hinu hjóna. Ef þetta er gert án þess að hæfilegt endurgjald komi fyrir er um eiginlega gjöf að ræða og getur eignin orðið hvort heldur er hjúskapareign eða séreign við- takanda. Samkvæmt 30. gr. er ráðstöfun af þessu tagi því aðeins gild að gerður sé kaupmáli. Þetta er algengt þegar maki stendur t.d. í áhættusömum atvinnu- rekstri og kærir sig ekki um að leggja íbúðarhúsnæði fjölskyld- unnar undir. I slíkum tilfellum getur verið skynsamlegt og eðli- legt að gera húsnæðið að hjúskap- areign eða séreign hins maka sem stendur utan við atvinnurekstur- inn. Við þessa síðarnefndu ráðstöf- un er margs að gæta. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að gera hana tímanlega og áður en í óefni er komið. Að öðrum kosti kann að vera unnt að fá gjöf rift á grun'd- velli riftunarreglna gjaldþrotalaga eða á grundvelli 33. gr. laga um réttindi og skyldur hjóna. Það er því mikilvægt að gera kaupmála meðan aðili á enn fyrir skuldum þrátt fyrir gjöfina. Þá ber að gæta þess að ekki er nauðsynlegt að gera eign að séreign til þess að tilganginum verði náð. Sé eign- in gerð að séreign kemur hún ekki til skipta við skilnað eða andlát þess sem á hana að sér- eign. Sá sem lét eign af hendi kann því að glata henni fyrir fullt og allt vegna kaupmálans, án þess að það hafí beinlínis verið tilgangur aðila. Þess vegna er ráðlegt að gera eignina eingöngu að hjúskapareign viðtakanda í slíkum tilfellum. Að lokum er þess að geta að um kaupmála gilda mjög strangar formreglur sem verður að upp- fylla til þess að samningur hafi kaupmálagildi. Má þar nefna að kaupmáli er því aðeins gildur að hann sé skriflegur og skráður i kaupmálabók hjá fógeta. IVIATUR OG DRYKKUR/Hvaöa olía eybir appelsínuhúö? Sérlegjómfrú Seifs GRÍSK sögn greinir frá samkeppni er Seifur eíhdi til meðal guðanna á Ólympsfjalli um það hver gæti fært mannkyninu gagnlegustu gjöf- ina. Sigurvegarinn í keppinni var Pallas Aþena. Og gjöfin? Ólífúolía! Seifur hreifst svo af skynsemi Aþenu að hann ákvað að skíra borg í höfuðið á henni. Veljið þá grænu einómettuðu Hvað hafði þá Seifur karlinn fyr- ir sér þegar hann valdi ólífuol- íuna? Jú, í fyrsta Iagi er hún ferlega góð. í öðru lagi er hún fagurgræn. I þriðja lagi hentar hún vel til augn- hreinsunar. í ljórða lagi er hún til í allt. Síðast en ekki síst inniheldur hún A, D, og E vítamín sem styrkja ónæm- iskerfíð sem svo aftur forðar oss frá eftir Jóhönnu öllu illu. Jafnframt Sveinsdóttur eru téð vítamín mikilvæg fyrir bein og vöðva, þ. á m. hjartað; aukinheldur má vinna úr ólífuolíu bæði kopar og járn. Hún er 100% fita eins og aðrar matarolíur, en fítusamsetningin er líkamanum mjög hagstæð; 11 % mett- uð. 76% einómettuð og 7% fjölómett- uð. Talið er að einómettuð fita hafí iítil sem engin áhrif á kólesterólmagn í blóði og hlutfall einómettaðrar fítu er einmitt langhæst í ólífuolíu, í sam- anburði við aðrar tegundir mataroiíu, að ekki sé r mínnst á smjör og smjörlíki. Ymsar tegundir ólífuölíu eru á -markaðnum. VeTjið olíu úr fyrstu pressun án upphitunar, jómfrúrolíu (éxtra virgín), sem er'höfuðnauðsyn á hverju heimiii. Hún-er þykk, græn- leit qg.bragðmikö og talirj afar mikil- væg Fyrir meltinguna. Semsé; .þessi höfugi græni vokvi er bæði hollur og bragðgóður og tii 'margra hluta nytsamlegur, svo sem til steikingar og í magnaðar sósur, fyrir utan laug- un augna. „The soft pork problem" Sagt er að ólífuolía skipi jafnstór- an sess í þjóðarsál ítala og vínið skipar í sambærilegri sál Frakka, enda hafa ítalskir rithöfundar, heim- spekingar og sagnfræðingar að fornu og nýju skrifað um hana lærðar bækur og skáld mært hana í ljóðum. Allt frá því á dögum Rómveija hafa ólífuolíustríð verið tíð við Miðjarðar- haf. Nú á dögum glíma með reglu- legu millibili í ítölskum fjölmiðlum ólífuolíuunnendur í hópi lækna og næringarfræðinga annars vegar og smjörlíkisframleiðendur hins vegar þar sem hinir fyrmefndu hafa ætíð betur, enda njóta þeir almennari stuðnings lesenda. Fyrir skömmu var háð ein slík glíma í Rómarblaðinu Paese Sera. Þar fékk fulltrúi læknavísindanna traustan stuðning frá sjötugum aðdáanda híns fagra kyns. Þóttist sá geta fært sönnur á að fleiri döm- ur nú til dags væru hvaþholda (með tilheyrandi „appelsínuhúð") heldur en fraukurnar í hans ungdæmi; ólíkt tilkomumeira hafí vetið að klípa í stinn konulæri þá enmú. Þessi athug- uli bósi kvenna vildi kenna’hvaphold- ið óhagstæðri filusamsetningu smjörlíkis og annarra matárolía en ólífuolíu. Paese Sera kafaði enn dýpra í málið og greindi frá .kreþpu er ákall yfír grandalausa svínakjötsframleið- endur í Bandaríkjunum á þriðja ára- tugnum. Þá var „the soft pork pro- blem“ nærri því búið að gera út af við svínakjötsmarkaðinn. Fólk neit- aði að borða slyttislega skinku og bólótt beikon með morguneggjunum sínum. Að afstöðnum fóðurrann- sóknum var horfið frá því að ala svínin mestmegnis á soja- og jarð- hnetufóðurkökum. Frjálsleg niður- staða: ólífuolía þéttir holdið. Svona í kaupbæti. Og auðvitað að skapi Seifs sem sagnir herma að hafi verið úr hófi -hneigður til kvenna. (Hvað sem það nú annars þýðir.) Að spá í blettina Hér á eftir fer svo uppskrift að unaðslegri pastasósu þar sem ólífu- olía bindur steinselju, valhnetur, parmesanost og hvítlauk í algjört dúndur, bæði hvað varðar bragð og hollustu. Reynið þó að hemja græðg- ina svo að þið útbíið föt ykkar ekki um of. Allir ítalskir veitingahúsaeig- ■ . * - l endur eiga nefnilega í fórum sínum stauk með borotalco (talkúmi án ilm- efna) til að sturta á ólífuolíubletti. Gaman er að spá í talkúmblettina og reikna út hvers konar pasta við- komandi hafí verið að borða. Spagh- etti er náttúrulega stórhættulegt; getur hæglega skilið eftir blett frá hálsi niður eftir handleggnum alveg að úlnlið. Stuttar pastategundir hafa tiihneigingu til að falla í kjöltuna og skilja eftir bletti á maga og lærum. Ávalt pasta eins og rigatoni er þar að auki líklegt til að hoppa og.skoppa sem má t.d. marka af hinum klassísku ellissi (sporbaugum). Eru þessir blettir táknmál Seifs? Bæði Grikkir og Rómveijar lásu vilja Seifs úr eldingum, og var það spá- prestanna að ráða táknmálið. Og fyrst ólífuolían var Seifi þóknan- legust... ? Pasta alle noci Þessi sósa er tilbrigði við hina frægu pesto genovese sem í er notað ferskt basilikum, enn ófáanlegt hér. (Mér segir þó svo hugur að Tungna- menn muni brátt bæta úr þeim skorti.) En ný steinselja gerir þessa sósu ómótstæðilega eigi að síður. Furuhnetur eru oftast notaðar í pest- osósu. Þær fást orðið hér, a.m.k. í heilsubúðum, en valhnetur þykja mér eiginlega betri í þessa sósu. Hún geymist svo mánuðum skiptir í ísskáp (í krukku með loki) og því upplagt að búa hana til í stórum skömmtum, einkum ef þið búið svo vel að eiga blandara. 1 búnt steinselja 2 stór hvítlauksrif 125 g valhnetur 1 'tz dl jómfrúrolía 60 g rifinn parmesanostur Þessu er einfaldlega öllu hrært sam- an, söxuðu, rifnu óg mörðu. Þið bragðið ykkur «vo áfram og breytið hráefnáKlutföilum að vild og saltið hugsanlega og piprið. Þessi sósa pr æðisleg út á pasta, en líka göð með steiktum sveppum, tómötum, nýjum eða steiktúm/grill- uðura/bökuðum, gufusoðnu blómkáli -r-1 Qg síðast en ekki síst soðnunr/gi'ill- uðum fiski.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.