Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ fólk _1_ k\\\ ■ I JÚLI verður nýjasta gamanmynd Steve Mart- ins frumsýnd í Banda- ríkjunum en hún heitir „My Blue Heaven“. Martin er vitni lögreglunnar í stóru mafíumáli en Rick Moran- is er FBI-maður settur til að gæta hans. Handrits- höfundur er Nora Ephron en leikstjóri er Herbert Ross. ■ Tom Selleck leikur kúreka í Ástralíu í nýjustu mynd sinni, „Quigley Down Under“. Alan Rickman, illmennið úr „Die Hard“, er vondi kall- inn en Laura San Giacomo úr Kynlíf, lygar og myndbönd, er ástin hans Sellecks. Sean Young og Matt Dillon í myndinni „A Kiss Before Dying“. Önnur hættuleg kynni LEIKSTJÓRINN og handritshöfundurinn John De- arden, sem gerði handritið að einni mest umtöluðu biómynd síðustu ára, Hættuleg kynni með Glenn Close og Michael Douglas, er tekinn til við að leik- stýra öðrum kynnum og ekki síður hættulegum í mynd sem tilbúin verður seinna á árinu og heitir „A Kiss Before Dying“. Hún er byggð á sögu Ira Levins sem einnig skrifaði „Rosemary’s Baby“ og „The Boys From Brazil" og er með Sean Young, Matt Dillon ög Max von Sydow í aðalhlutverk- um. Dillon leikur Jonathan Corliss, illingja sem ekkert fær stöðvað í leit að valdi og ríkidæmi. Hann er úr verkamannafjölskyldu en Saga tímans á f ilmu ÞAÐ BYRJAÐI þegar heimildamyndasmiðurinn, Er- rol Morris, hitti framleiðandann, Kathleen Kennedy, hjá Amblin Entertainment, fyrirtæki Seven Spiel- bergs, að ræða við hana verkefni sem Morris hafði áhuga á. Það hét Hvað kom fyrir heila Einsteins? og var sönn saga um þjófnað á heila Einsteins úr krufhingastofu Prineeton-spítalans. Skömmu seinna kom inn á borð til Spielbergs fyrirspum um hvort hann vildi taka þátt í að kvik- mynda fræga bók stjörnu- fræðingsins Stephens Hawkings, Saga tímans („A Brief History of Time“), sem komið hefur út á íslensku, og Spielberg var reiðubúinn en aðeins ef Errol Morris vildj gera myndina. Hvort hann vildi. Morris, sem er frægastur fyrir heimildarmynd sína he Thin Blue Line“ um morð á lögreglumanni í Dallas og manninn sem var rang- lega dæmdur til lífstíðar- fangelsis fyrir verknaðinn, segist ekki hafa lesið bók Hawkings fyrr en hanr. sé mjög spenntur fyrir verk- efninu. „Ég er mjög ánægður með hvernig út- koman er. Hawking snart mig djúp bæði sem mann- Errol • Morris; óleyst gáta. eskja og vísindamaður. Hann er dýrlegur." En hvað með heila Ein- steins? „Hann var um tíma og er jafnvel enn í bjór- kæli í bílskúr sjúkdóma- fræðings í Kanada. Hvort honum var stolið er aftur óleyst gáta,“ segirMorris. verður gagntekinn af fjöl- skyldu iðjuhöldsins Thors Carlsson (Sydow) og eltist við aðra tvíburadóttur hans, sem verður ástfang- inn af honum en fremur óvænt sjálfsmorð að því er virðist. Hin tvíburasystirin, Ellen (Young), er sannfærð um að systir sín hafí verið myrt og leitar sannleikans en giftist Jonathan í leið- inni. „Þegar ég skrifaði per- sónu Ellenar," segir Deard- en, „ímyndaði ég mér hana sem'eina úr Kennedy-ijöl- skyldunni og raunar var ég með eina af þessum stóru amerísku fjölskyldum í huga þegar ég gerði hand- ritið, sem hafa svo mikla peninga og völd og sorgir." „Dearden er eins og David Lynch,“ segir Sean Young. „Hann er mjög áhugasam- ur um hið skrýtna bil á milii þess sem virðist vera fullkomlega eðlilegt og harmleiksins sem býr undir niðri.“ Matt Dillon segist upp- lifa „A Kiss Before Dying“ eins og Hitchcock-mynd og þótt Dearden vilji ekki bera hana sérstaklega saman við gamla meistann viður- kennir hann að í henni séu Hitchcockískir þættir. „Hann er einn af mínum uppáhalds leikstjórum." Bíómynd eftir sömu bók var gerð árið 1956 með Robert Wagner og Joanne Woodward. Úr tómstunda- starfi í markvissa atvinnustarfsemi ÞORSTEINN Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, sem tekið heftir við starfí framkvæmdasljóra Kvikmynda- sjóðs íslands, segist vilja breyta áherslum í þá átt að í framtíðinni verði sjóðurinn ekki aðeins farvegur hug- mynda heldur eins konar aflstöð með það markmið að yirkja hugmyndir einstaklinga, fyrirtækja og hópa í íslenskri kvikmyndagerð. Höfuðmálið er að f á meira fé til að fjárfesta í ís- lenskum kvikmyndum," sagði Þorsteinn í stuttu spjalli, „og nýta það betur með betra samstarfí við styrkþega. Ég sé fyrir mér að gerð- ur sé samn- ingur við um- sækjanda, sem fær styrk, um verkþætti og síðan verði gengið eftir, því að allar áætlanir standist. Þannig m.a. mætti reyna að koma betra skipu- lagi á kvik- myndagerð- ina. Við erum búnir að ganga yfir ákveðið byijunarskeið en það sem kemur næst er að auka alla samvinnu á milli sjóðsins og kvikmyndagerðarmanna." Þorsteinn nefndi að nú væru lögin um Kvikmynda- sjóð í endurskoðun en enn vantar í þau tekjuákvæðið. Hann sagði það brýnt að tryggja að virðisaukaskattur af bíósýningum, myndband- aleigu og gervihnattasjón- varpi rynni til kvikmynda- gerðar, „því ef svo heldur áfram sem horfir verður hún aldrei annað en tómstunda- starf í stað þess að vera markviss atvinnustarfsemi. Stjónvöld hafa hingað til brotið lög sem þau sjálf settu með því að skera niður fjár- Þorsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmynd- asjóðs; þrjár til fjórar myndir á ári. veitingar til sjóðsins. Skuld ríkisins við hann er orðin 245 milljónir króna á núvirði en það er sú tala sem sjóðurinn á að vera búinn að fá sam- kvæmt lögum en hefur ekki fengið. Nú er til athugunar að bera málið undir um- boðsmann Al- þingis og‘ jafnvel Evr- ópudómstól- inn í Haag til að fá úr því skorið hvort þetta er í raun og veru lög- legt.“ Þorsteinn, sem gert hef- ur m.a. Atóm- stöðina, sagði að sín eigin kvikmynda- gerð verði að sitja á hakanum á meðan hann starfar sem fram- kvæmdastjóri sjóðsins en hann sagðist líta á starfíð sem nk. þegnskylduvinnu og ekki til lengri tíma. „Ég kem inn í þeirri trú að við fáum fjármagn til að gera verulegt átak fyrir íslensku kvik- myndina. Ég vona-að í fram- tíðinni verði gerðar hér þijár til fjórar myndir á ári svo kvikmyndagerðin komist á fagmannlegt stig. Allt þar KVIKMYNDI Rofar loks tilfyrir stuttmyndirf Ogsvoerbmsað KVIKMYNDAGERÐARMENN, framleiðendur og dreifingaraðilar á Norðurlöndunum hafa komið sér saman um að opna söluskrifstofu fyrir norrænar heim- ilda- og stuttmyndir í Kaupmannahöfn og ef allt fer að óskum mun hún taka til starfa seinna á þessu ári. Baldur Hrafnkell Jóns- son, kvikmyndagerð- annaður, á.sæti í undirbún- ingsnefnd að stofnun skríf- stofunnar en hann sagði í samtali að söluskríf- stofan myndi fylla upp í algera vöntun á dreifíkerfi fyrir þess- ar teg- undir mynda og með henni væri m.a. búið að skapa grundvöll fyrir framleiðslu á stuttmyndum hér á landi, sem verið hefur sáralítil hingað tií. „Hún þarf ekki eftir Arnald Indriðason mikið til að verða blóm- leg,“ sagði Baldur. „Stuttmyndagerð á ís- landi er ekki til sem slík vegna þess að hér hefur ekki verið neinn skilningur á stuttmyndunum sem virkilegu tæki fyrir kvik- myndagerðarmenn til, í fyrsta Tagi, að þorska sig í kvikmyndagerð án þess að leggja milljónir undir og í öðru lagi að halda sér í æfingu," sagði Sigurbjörn Aðalsteinsson, kvikmynda- gerðarmaður, en hann átti tvær stuttmyndir, Hljóð og Hundur, hundur, á nýaf- staðinni stutt- og heimilda- myndahátíð í Grimstad í Noregi. Sigurbjörn telur stuttmyndina geta fallið mjög vel að íslenskum að- stæðum og nefnir sem dæmi að bestu íslensku kvikmyndatökumennirnir hafí ekki gert mynd í fimm eða sex ár og það væri ekki slæmt fyrir þá að geta haldið sér heitum í stutt- myndunum. Kvikmyndasjóður Is- lands hefur lítið sinnt stutt- myndagerðinni, segir Sig- urbjörn: „Allt aukafjár- magn fer í heimildamyndir og handritagerð því menn segja, og það er rétt, að leggja verði áherslu á handritin. En hitt er ekkert síðra. Á hinum Norðurlönd- unum barma menn sér ekk- ert minna en þar hafa þeir að minnsta kosti sjóð sér til hjálpar." Sama skilningsleysið segir Sigurbjörn að sé að fínna hjá sjónvarpsstöðv- Leikstjórinn Sigurbjörn Aðalsteinsson ásamt kvik- myndatökumanninum Rafni Rafnssyni við tökur á stuttmyndinni Hljóð; „Bang. Og svo brosa allir.“ unum tveimur en hann seg- ist hafa selt ríkissjónvarp- inu myndir eftir sig fyrir „hlægilegan pening“. Þær kostuðu um 300.000 krón- ur en kostnaður við stutt- mynd getur auðveldlega farið uppí fjórar milljónir. „Ástæðan fyrir því að ég geri stuttmyndir er sú að mér fínnst rosalega gaman að sjá þær. í þeim þarf maður ekki að útskýra neitt eða byggja upp í lang- an tíma; bestu myndirnar eru undir 12 mínútum að lengd. Stuttmynd byggist upp á einum atburði sem þú hengir allt á. Hún er eins og fullnæging án for- leiks. Bang. Og svo brosa allir.“ ISLENSKA bama- og fjölskyldumyndin Pappírs-Pési verður frumsýnd þann 11. ágúst nk. í Reykjavík. Handritshöfundur og leikstjóri er Ari Kristins- son en með aðalhlut- verkin fer stór hópur bráðefnilegra krakka ásamt pappafígúrunni Pésa. Tónlistina gerir Valgeir Guðjónsson. Bíómyndin er gerð upp úr hluta sjónvarps- þátta um æfíntýri Pappírs-Pésa. Þeir eru átta talsins og verða sýndir í Ríkissjónvarpinu á næsta ári. Sagði Ari að þegar væri búið að selja þá til Þyskalands og Hollands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.