Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 24

Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, GRÉTAR INGIMARSSON frá Bildudal, Grenigrund 5, Kópavogi, andaðist í Borgarspftalanum þann 12. júlí sl. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Rósa Katrin Grétarsdóttir, Gunnlaugur I. Grétarsson, Elísabet Pálmadóttir. t Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, SKÚLI SVEINSSON fyrrverandi aðalvarðstjóri og þingvörður, Flókagötu 67, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 13. júlí sl. Sigurdís Skúladóttir, Sveinn Skúlason, Erna Valsdóttir, Sigriður Á. Skúladóttir, Ari Kr. Sæmundsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, MÁLFREÐ FRIÐRIK FRIÐRIKSSON skósmíðameistari, Ægisstíg 2, Sauðárkróki, lést í sjúkrahúsi Skagfirðinga að morgni 13. júlí. Fyrir hönd aðstandenda. Sesselja Hannesdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Hvassaleiti 16, andaðist í Vífilsstaðaspítala 12. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Svava Júlíusdóttir, Gunnar Einarsson, Páll Ólafsson, Hjördis Torfadóttir, Stefán Ólafsson, Bára Björk Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, HÖRÐUR BALDURSSON, Heiðarholti 24, Keflavík, andaðist í Landspítalanum þann 8. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Þeim, sem vilja minnast hins látna er bent'á Krabbameinsfélagið. Lilja Þórðardóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Númi Jónsson, Una Jónsdóttir, Sif Jónsdóttir. Jón Magnússon, Karl Antonsson, Ásdís Gunnlaugsdóttir, Jónas Pétursson, t Móðir okkar og tengdamóðir, INGUNN GUÐVARÐARDÓTTIR, Vallarbraut 11, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 17. júlíkl. 14.00. Grjetar Kristinsson, Sigrún Sigmundsdóttir, Sigurður Smári Kristinsson. Agnar Signrðs- son yfírvélsijóri Fæddur 17. júní 1923 Dáinn 6. júlí 1990 Á morgun, mánudag 16. júlí kl. 14 verður gerð frá Setjamarnes- kirkju útför mágs míns, Agnars Sigurðssonar, sem lést í Landa- kotsspítala 6. júlí sl. eftirerfitt sjúk- dómsstríð. Hann var fæddur 17. júní 1923, og var sonur Ragnhildar Guðmundsdóttur og Sigurðar Ás- grímssonar, sem bæði eru látin. Æsku- og unglingsár vom að mestu leyti við Framnesveg í hjart- anu á vesturbænum. Hann lauk sveinsprófi í járnsmíði úr Stálsmiðj- unni í Reykjavík 1946 og prófi úr Iðnskólanum sama ár, eftir það vann hann sem vélvirki í Vélsmiðj- unni Jötni. 1948 var lítið um að vera í vél- smiðjum og til að kynnast öðrum hliðum á starfinu réð hann sig sem yfirkyndara á es. Brúarfoss. Skipið lenti í fárviðri og kom leki að einni frystilestinni og þurfti að kasta hluta af farminum fyrir borð svo komast mætti að til viðgerða. Þetta skeði fyrstu nóttina sem hann var til sjós og hefðu flestir hætt við frekari sjómennsku við svo búið, en Agnar varð staðráðinn að gera þetta að sínu ævistarfi. Hann fór svo í Vélstjóraskólann 1949 og lauk þaðan prófi 1952 og hóf þá störf hjá Eimskipafélagi Islands fyrst á ms. Reykjafossi sem aðstoðarvél- stjóri og síðan á ýmsum skipum félagsins og varð yfírvélstjóri á ms. Bakkafossi 1970. Hann var yfirvél- stjóri á skipum Eimskipafélagsins æ síðan þar til að í síðustu ferð áður en hann kæmist á eftirlauna- aldur, að hann tók sjúkdóm þann sem varð hans banamein. Agnar giftist Unni, systur minni, árið 1950. Frá því að þau hófu búskap bjó ég í skjóli þeirra næstu 6 árin og reyndust þau mér sem besta fjölskylda og naut ég hans traustu vináttu alltaf síðan. Uiinur átti fyrir Sigurð Inga Tómasson, f. 1. mars 1945, oggekk Agnar honum í föður stað í orðsins fyllstu merkingu. Hann er kvæntur Hjördísi Haraldsdóttur. Önnur börn þeirra eru Bjarnína, f. 22. mars 1950, gift Jóni Magnússyni skip- stjóra, Óðinn f. 4. mars 1956, kvæntur Helgu Bragadóttur, og Ragnar Björn, f. 21. janúar 1969. Bamabörnin eru 10 og eitt barna- barnabarn. Nú þegar leiðir skiljast að sinni kemur margt upp í hugann sem maður hefur ekki velt fyrir sér fyrr. í upphafi búskapar þegar Agnar var í námi og Unnur bundin yfir börnum og einu tekjurnar voru þær sem Agnar aflaði í þá 3-4 mánuði á sumrin, sem hann komst á sjó, því ekki var mnnin upp námslána- öldin sem gerir öllum kleift að lifa af því að vera í námi. Þá var oft þröngt í búi á heimil- inu en með ýtrustu gætni náðust endar saman, og þrátt fyrir þröngan fjárhag komst heimilið vel af og börnin undu glöð við sitt. Þau bjuggu í ýmsu leiguhúsnæði í 10 ár, en árið 1960 urðu þau þátta- skil í þeirra lífi að þau komu sér upp eigin íbúð við Álfheima og bjuggu þar glöð og sæl, þar til börn- unum fjölgaði og þau festu kaup á stærri íbúð á Lindarbraut á Selt- jarnamesi, þar sem þau byggðu sér fallegt heimili og bjuggu þar síðan. Þá sem æ síðan kom í ljós hver máttarstólpi fjölskyldunnar Agnar var, allt sem hann gerði miðaðist viðað gera fjölskyldunni lífið betra. Á skipum þeim sem Agnar var á kom fljótt í ljós að þar fór fær vélstjóri, afbragðssmiður, og traustur yfirmaður. Hann var alls staðar vel látinn af sínum skipsfé- lögum, bæði undir- og yfírmönnum. Agnar var vinmargur en þó vom traustust vinatengslin við félaga hans frá unglingsárunum og fjöl- skyldur þeirra, enda ómetanlegur sá styrkur og vinátta sem þau sýndu honum þegar séð var að hveiju stefndi hjá Agnari, og er þeirra stuðningur þeim til sóma. Elsku Unnur mín og öll börnin þín, stór og smá. Um leið og við biðjum Guð að styrkja ykkur öll ber að þakka að þið hafíð verið svo lán- söm að hafa átt svo góðan dreng sem Agnar var. Ég og íjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur, Guð blessi ykkur öll. Sigurður Sigurðsson og Qölskylda Okkur Magnús langar að minn- ast Agnars Sigurðssonar vinar okk- ar. Kynni okkar tókust fyrir fjör- utíu ámm þegar Agnar kvæntist Unni frænku minni. Við bjuggum í sama húsi um nokkurra ára skeið og Magnús og Agnar voru skipsfé- lagar oftar en einu sinni. Fjölskylda okkar Unnar var fjölmenn, en feður okkar voru bræður og mæðurnar systur. Allir í fjölskyldunni, ungir sem aldnir, tóku Agnari vel. Það var alltaf gott að koma á heimili þeirra og hann var alls staðar au- fúsugestur. Hann var dagfarsprúð- ur en jafnan glaður og reifur, og átti létt með að sjá hinar spaugi- legri hliðar lífsins. Og glaðværð hans var hrein og smitaði þá sem hann var samvistum við. Agnar var góður vélstjóri, útsjónarsamur og laghentur og duglegur verkmaður. Vann hann hjá Eimskipafélagi Is- lands af mikilli trúmennsku og dugnaði í tæp fjörutíu ár. Á sjó, þar sem menn verða að vera samvistum vikum og jafnvel mánuðum saman án þess að kom- ast heim til sín, skiptir samstarfs- fólk meira máli en á venjulegum vinnustað þar sem menn fara heim að kveldi og aftur í vinnu að morgni. Þar var hann alla tíð mjög vel lát- inn, hafði á takteinum fyndin spak- mæli og hitti oft naglann á höfuðið í skjótum tilsvörum. Hann hlakkaði ákaflega til þess að geta lokið sjómannsferli sínum. Ekki ætlaði hann þó svo kraftmik- ill og duglegur sem hann var, að setjast í helgan stein og bíða ellinn- ar. Hann ætlaði að ferðast og njóta lífsins. einnig hafði hanni nokkurn tíma viðað að sér vélum og verkfær- um alls konar og hugðist vinna að smíðum og viðgerðum. En veikindi komu í veg fyrir þessi áform öll. útför + PÁLS H. JÓNSSONAR frá Laugum verður gerð frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 20. júlí klukkan 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent ó minningargjafasjóð Dval- arheimilis aldraðra á Húsavík eða Hjartavernd. Fanney Sigtryggsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Þórhallur Hermannsson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Þorsteinn Glúmsson, Disa Pálsdóttir, Heimir Pálsson, Guðbjörg Sigmundsdóttir, Páll Þ. Pálsson, Jóhanna Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AGNAR J. SIGURÐSSON vélstjóri, Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 16. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Unnur Sigurðardóttir, Sigurður I. Tómasson, Hjördís Haraldsdóttir, Bjarnina Agnarsdóttir, Jón Magnússon, Óðinn Agnarsson, Helga Bragadóttir, Ragnar Agnarsson og barnabörn. Tveimur mánuðum áður en hann gæti látið af störfum veiktist hann alvarlega um borð í skipi sínu í Þýskalandi og smám saman seig svo á ógæfuhlið. Árið 1950 sté Agnar gæfuríkasta spor ævi sinnar er hann kvæntist Unni, sambúð þeirra varð gleði og hamingja beggja. Unnur axlaði byrðar heimilisins í fjarvistum hans. Það er sjómanni mikils virði að þurfa ekki að hafa áhyggjur af búi og börnum. Stundum hefur mér fundist að sjómenn þyrftu helst að vera betur kvæntir en aðrir menn. Við Magnús minnumst nú margra gleðistunda með þeim hjón- um þegar fjölskyldan kom saman eða nokkrir vélstjórar ásamt eigin- konum sem hittast a.rn.k. árlega til þess að gleðjast og syngja saman. Einnig allra heimsókna hans til Magnúsar á sjúkrahús og heim til okkar á undanförnum árum og raunar alls þess sem hann gaf okk- ur öllum af sjálfum sér. Missir Unnar er mikill, börnin tengdabörnin og barnabörnin sjá nú á bak föður og afa, sem bar umhyggju fyrir þeim og gladdist með þeim í velgengni þeirra. Við vonum að minningin um Agnar og allt sem hann var þeim hjálpi þeim í sorg þeirra. Sigi-íður og Magnús Sniith Fallinn er góður drengur og-kær vinur, frá æskudögum til lífsloka. Þegar dauðann ber að daprast hug- ur manns, þrátt fyrir að aðdragandi sé nokkur, en þannig var það í þetta sinn. Minningar frá liðnum dögum renna í gegnum hugann. Ferðalög hérlendis og erlendis með glaðvær- um og hjálpsömum manni, heyra nú til þeim sjóði sem geymist með- al okkar meðan líf endist. Síðasta langferð hans er hafín. Skammt er að minnast þeirra daga er við vina- fólk áttum saman í maí sl. á sigl- ingu á ám og vötnum í S-Eng- landi. Sú ferð hafði verið undirbúin lengi og þrátt fyrir veikindi vinar okkar, lagði hann ótrauður af stað. Ekki auðnaðist honum að ljúka þeirri ferð og varð hann að snúa heim, þar sem beið hans vist á Blömastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.