Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ C 29 - Gerum svæð- ið að ofur- lítilli perlu - borginni okkar til sóma Til Velvakanda. Það hefur borist mér og fleirum til eyrna að hólminn í tjörn inni fyrir neðan Hjallasel í Seljahverfi eigi að verða leikvangur fyrir börnin. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir okkur sem búin erum að bíða eftir að gera pollinn að bæjarprýði enda hafa börnin nóg annað landiými sunnan við tjörnina. Stór svæði þar sem eng- inn amast við þeim, þar er óbrotið land, móar, mýrar og lítil lækjarsp- ræna, fyrir utan svo alla leikvellina. Hólminn gæti orðið varpstaður fugla enda hafa sést á tjörninni bæði anda- og svanahjón, eins og þau væru að athuga aðstæðurnar. Börn og fullorðnir ættu að stuðla að því að þetta gæti orðið lítil paradís, svona í líkingu við fuglapollinn á Akureyri. Berum virðingu fyrir náttúrunnar ríki og aukum aðstoð okkar til vernd- ,ar og varðveislu. Burt með þessa steinhnullunga sem eiga að mynda brú út í tjörnina. Gefið henni frið fyrir óþarfa ágangi til þess að fugl- arnir Iaðist að hólmanum. Þetta gæti orðið perla í landslaginu en til þess þarf nærgætni, samtök og góð- an vilja ungra sem aldraðra. Svo kemur kórónan, ilmandi tijágróður iðandi af fuglalífi. Börn eru gott fólk ef vel er að • þeim farið. Þau geta sannarlega unnið mikið og gott verk ekki síður en þeir eldri þegar viljinn og kærleik- urinn haldast í hendur. Gefið hólman- um frið og sjáum hvað tíminn ber í skauti sínu. Þessar umbætur mega ekki fara í verra en ekkert. Til þess fer of mikill tími og fé. Gerum svæð- ið að ofurlítilli perlu, borginni okkar til sóma. íbúi í Seljahverfi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sfelpurnar sem vilja syngja í hljómsveit geta ekki sungið en þær sem geta sungið vilja ekki syngja í hljómsveit ert á móti stelpum," segir Gunnar, „það er bara þannig að stelpurnar sem vilja syngja í hljómsveit geta ekki sungið en þær sem geta sung- ið vilja ekki syngja í hljómsveit.“ Strákarnir_ eru allir að læra á hljóðfæri í FÍH. Ottó er að læra á gítar, Agúst á trommur, Gunnar á gítar og Agnar á hljómborð. Hann segist vera búinn að læra á hljóð- færi í 7 ár. „Ég náði varla niður á petalana þegar ég byijaði að læra á orgel,“ segir hann. „Svo lærði ég á píanó og núna á hljómborð." Allir fjórir eru strákarnir sam- mála um að hljómsveitin sé áhuga- mál númer eitt. „Þetta er ofur ein- falt,“ segir Gunnar. „Hljómsveitin er númer eitt, önnur áhugamál eru númer tvö og skólinn er númer þijú eða fjögur." Þrátt fyrir það virðist skólalærdómurinn ekki vera mikið vandamál. „Þetta hefst allt,“ segir Ágúst, sem er í MS, stillilega og í ljós kemur að hann er á förum til Englands þar sem hann ætlar að nema við menntaskóla og tónlistar- háskóla í framtíðinni. í sumar vinn- ur Ágúst í byggingarvinnu. Ottó vinnur á bensínstöðeða sem slöngu- temjari, eins og hann orðar það sjálfur, og Agnar vinnur við fram- kvæmdir í Fischersundinu. Seinna í sumar fer hann að vinna hjá Magn- úsi Kjartanssyni við setja nótnabók með lögum eftir Sigfús Halldórsson. Gunnar gerir að laxi fyrir fyrirtæki sem heitir íslensk matvæli. Strákarnir eru allir harðákveðnir í að starfa að einhveiju leyti að tónlist í framtíðinni. „Það er að vísu hæpið að maður geti lifað á tónlist- inni einni,“ segir Ágúst, „það gera ekki nema þeir allra bestu en auð- vitað vill maður vinna við það sem maður hefur gaman að,“ bætir hann við og hinir taka undir. Agnar Magnús- son, Ágúst Sveinsson, Gunnar Möller og Ottó Guðna- son, ekki berir að ofan. íslenskir launamenn - gleðjist yfir lækkuðum rekstrarkostnaði bifreiða Til Velvakanda. Frétt á baksíðu Morgunblaðsins laugardaginn 30. júní gladdi mig mjög. „Bensínverð lækkað“ var fyrirsögnin. Hjartað tók kipp og vinnulúið andlitið hefur eflaust ljómað af fölskvalausri gleði. Ég las áfram, „bensín lækkar úr 52,10 kr. lítrinn í 52 kr.“ Ég vil þakka olíufélögunum og ríkinu sérstaklega fyrir þessa verð- lækkun á bensíni. Og ég vil þakka fyrir öruggt og áberandi fréttaflæði í tilefni af þessari lækkun. Það er auðvitað mikilvægt að íslendingar séu vel upplýstir um batnandi 'lífskjör á Fróni. Ég trúi ekki öðru en að íslenskir launamenn gleðjist yfir lækkuðum rekstrarkostnaði bif- reiða. Það geri ég að minnsta kosti. Ég fylli bílinn á viku fresti og hann tekur 40 lítra í senn. Þessi lækkun þýðir því 208 kr. á ársgrundvelli. Ég get því leyft mér að fara í bíó einhvern þriðjudaginn á sértilboði. Einsamall. Lokað vegna sumarleyfa Lokað verður vegna sumarleyfa starfsfólks frá 16. júlí. Opnum aftur mánudaginn 30. júlí. ÁgústÁrmann hf., Sundaborg 24. 104 Reykjavík. Frá feröa- nefnd Fáks Fundur um fyrirhugaða ferð ó Löngufjörur verð.ur í félagsheimilinu þriðjudaginn 17. júlí kl. 21.00. Væntanlegir þótttakendur verða að mæta ó fundinn og staðfesta þátttöku með innborgun á ferðina. Ferðanefnd. Skíðaskálinn - Hveradölum Haukur Morthens og félagar skemmta sunnudagskvöld MUNIÐ OKKAR ROMAÐA HLAÐBORÐ Um 300 Taylor-vélar á íslandi framleiða mjóikurís. Getaframleitt jógúrt. Eiríkur Ketilsson Heildverslun, Vatnsstíg 3. Símar: 23472, 25234, 19155. 0CCO -skór n ý lc o m n i r Teg. 1014 Litur: Svart leður Stærðir: 40-47 Verð kr. 5.550,- Úrvalsskór í miklu úrvali Laugavegi 41, s. 13570. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181. Helgi Þór Ingason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.